Morgunblaðið - 05.05.2002, Síða 3

Morgunblaðið - 05.05.2002, Síða 3
ASÁ: 10 ár. # 501 var aðeins ein eyjan í Gúlag- eyjaklasanum eins og Solsjenitsyn kallaði búðirnar. Þær voru eins og eyjar dreifðar um þetta mikla land- flæmi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra var með í för í búðir # 501. „Maður fer ósjálfrátt að hugsa til fortíðarinnar og hvað þetta hefur verið skelfilegt tímabil í sögu Rúss- lands; þarna voru fangar víða úr heiminum og greinilega lítil virðing borin fyrir mannslífinu,“ sagði ráð- herra. „En þetta sýnir líka vitfirrtar hugmyndir sem urðu svo til einskis, og sýnir í hnotskurn hvað þessir stjórnarhættir voru skelfilegir. Mér fannst það mikil lífsreynsla að koma þarna, því oft er það svo að maður gerir sér ekki grein fyrir því hvað hlutir hafi verið skelfilegir fyrr en að fá ákveðna tilfinningu fyrir þeim. En hugmyndin sem lá þarna að baki var náttúrlega ekkert annað en brjál- æði,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Enginn veit með vissu hve margir voru vistaðir í Gúlaginu. Heldur ekki hve margir létu lífið. Solsjenitsyn heldur því fram að á árunum 1928 til 1953 hafi fjörutíu til fimmtíu millj- ónir manna dvalið langdvölum í Gú- lagi. Tölur sem sovéskir sagnfræð- ingar birtu 1989, taldar ættaðar frá stjórnendum Gúlagsins, eru miklu lægri. Samkvæmt þeim voru 10 milljónir manna sendar í vinnubúð- irnar á tímabilinu 1934 til 1947. Enginn veit réttu töluna. Ofanverður fimmti áratugurinn. Solsjenitsyn segir: „Hin nýja lína Stalíns – að núna, eftir sigurinn yfir fasismanum, bæri nauðsyn til að fangelsa menn af meira kappi en nokkru sinni fyrr – var ekki lengi að gera vart við sig á pólitíska sviðinu að sjálfsögðu. Árin 1948–’49, sem einkenndust að öllu leyti af auknum ofsóknum og eftirliti, hvar sem borið var niður í þjóðlífinu, voru svo krýnd með tragedíu hinna endurteknu, sem ekki var neinu dæmi lík, ekki einu sinni neinu af réttarfarsútúrsnún- ingum Stalíns. Þetta nafn fengu þeir á GUL-ag máli, þeir ógæfusömu, ófullbörðu menn frá árinu 1937, sem fengu lifað af öll tíu árin, sem ekki var hægt hvorki að lifa né þola, og áttu nú árið 1947 að stíga feimnum fótum á land frelsisins, rifnir og úrvinda – í þeirri von, að fá skrimt hljóðlátu lífi þau fáu ár, sem þeim enn væru ætluð. En svo furðuleg var hugmyndagnóttin, eða fúlmennskan langlíf og hefndarþor- stinn óslökkvandi hjá generalissimus sigurvegaranum, að hann gaf út til- skipun: að setja þessa vanskapninga alla inn á ný, án þess að ný sök kæmi til! Honum var ekki einu sinni hagur að því, hvorki peningalega né póli- tískt, að mata hakkavélina þannig með eigin hakki. En Stalín gerði þetta nú samt. Eitt þeirra tilfella, þegar sögufræg persóna bregst ókvæða við óhjákvæmilegri fram- vindu sögunnar.“ Sovétmenn komu upp mörg hundruð Gúlag-búðum. Talið er sök- um kulda, vannæringar og erfiðis- vinnu – og meðtaldir þeir sem yf- irvöld létu taka af lífi fyrir einhverjar sakir – hafi um tíundi hluti íbúa Gú- lag-eyjanna látið lífið ár hvert. Vest- rænir fræðingar gera ráð fyrir að alls hafi 15–30 milljónir manna látist í Gúlagi á árunum 1918 til 1956. Vissulega ekki nákvæm tölfræði það en sönnun fyrir tilvist „eyjanna“ og meðferð fólks þar ætti að vera mann- skepnunni víti til varnaðar. Eitt af mörgum. Og hugmyndin sem lá þarna að baki var náttúrlega ekkert annað en brjálæði, svo vitnað sé í ut- anríkisráðherrann. Því mótmælir enginn í dag. Síbería; endalaus slétta í allar áttir, svo langt sem augað eygir, snjór eða trjábreiður. skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 B 3 Sumarnámskeið erlendis Námið felst í því að nemendur sækja sameiginleg námskeið hjá ákveðnum erlendum háskólum og vinna síðan ráðgjafaverkefni innan alþjóðlegs fyrirtækis og starfa þá í þátttökulandi öðru en sínu eigin. Þátttaka í sumarnámskeiðinu er valkvæð. Alþjóðlegt rannsóknarsamstarf Háskólinn í Reykjavík er aðili að samstarfi 37 háskóla um samanburðarrannsóknir á sviði mannauðsstjórnunar: Cranfield Network on Human Resource Management. Þátttaka Háskólans í Reykjavík gefur nemendum í náminu tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegri rannsóknarvinnu sem eykur þekkingu þeirra á aðferðum í mannauðsstjórnun. Sjá nánar á www.cranet.org www.ru.is/hrm Meðal kennara í þessu námi eru: Dr. Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður námsins og lektor við viðskiptadeild HR Kennslugrein: Mönnun og starfsmannaval Dr. Rich Arvey, prófessor við University of Minnesota Kennslugrein: Mannleg hegðun á vin- nustöðum Bjarni Snæbjörn Jónsson, MBA, ráðgjafi hjá IMG og aðjúnkt við HR Kennslugrein: Stefnumótun fyrirtækja Dr. Joe Pons, fyrrverandi yfirmaður MBA náms við IESE í Barcelóna og ráðgjafi Kennslugrein: Markaðsfræði Ragnar Þórir Guðgeirsson, cand. oecon, framkvæmdastjóri KPMG ráðgjafar Kennslugrein: Reikningshald Dr. Finnur Oddsson, lektor við viðskiptadeild HR Kennslugrein: Frammistöðustjórnun Dr. Raymond Richardson, prófessor við London School of Economics Kennslugrein: Laun og umbun Halla Tómasdóttir, MIM, lektor við viðskiptadeild HR Kennslugrein: Breytingastjórnun Nánari upplýsingar veitir: María K. Gylfadóttir Verkefnastjóri MBA náms Gsm: 820 6262 Tölvupóstfang: maria@ru.is H á sk ó li n n í R e y k ja v ík • S S • 0 5/ 20 0 2 MBA nám með áherslu á mannauðsstjórnun Dr. Ásta Bjarnadóttir Dr. Finnur Oddsson Halla Tómasdóttir, MIM Sérstaða MBA náms Alþjóðlegur hópur sérfræðinga Meðal leiðbeinenda eru fremstu sérfræðingar á sviði viðskipta og stjórnunar með áralanga reynslu úr atvinnulífinu og hinu akademíska umhverfi. Þessi hópur sérfræðinga gerir Háskólanum í Reykjavík kleift að bjóða menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð. Hámark 30 nemendur Markmið Háskólans í Reykjavík með náminu er að útskrifa nemendur með þekkingu og reynslu sem gerir þeim kleift að takast á við stjórnun, þá sérstaklega mannauðsstjórnun, í hinu alþjóðlega samfélagi. Mikil áhersla er lögð á persónulega menntun þar sem þarfir hvers og eins nemanda eru hafðar að leiðarljósi. Af þeim sökum verða ekki fleiri en 30 nemendur teknir inn í þetta sérsniðna nám. við Háskólann í Reykjavík Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 20% afsláttur af allri KarinHerzog línunni - alla þessa viku - í Plúsapótekum Kynningar og ráðgjöf: Laugarnes Apótek mánud. 6. maí kl. 14-18 Rima Apótek þriðjud. 7. maí kl. 14-18 Borgar Apótek miðvikud. 8. maí kl. 14-18 Apótek Vestmannaeyja miðvikud. 8. maí kl. 14-18 Garðs Apótek miðvikud. 8. maí kl. 14-18 Hringbrautar Apótek föstud. 10. maí kl. 14-18 Aðrir útsölustaðir: Borgarness Apótek, Apótek Ólafsvíkur, Apótek Blönduóss, Siglufjarðar Apótek, Hafnar Apótek, Apótek Keflavíkur. ...fegurð & ferskleiki... Súrefnisvörur Karin Herzog

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.