Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 12. júnl 1980 Umsjón: Magdalena Schram Litið inn á æfingu lypir Schöndepg- konsert aru erum þó alls ekki búin aö ákveða hvort ég verö meö hann á tónleik- unum. — Nú, en mér finnst hálft i hvoru aö franski Pierrot sé aö tala viö þann italska og upphaf- lega, i eitt sinn biöur hann um aö fá hlátrana, gleöi sina aftur. Kvæöiö er 40 erindi, Schoen- berg notaöi 21 þeirra, kannske vegna þess aö þetta var opus 21? Sumir vilja leggja hitt og þetta út af þvi, aö 3 sinnum 7 eru 21 og kemur viö uppbyggingu tónlistar- innar. — Ég þekkti þetta tónverk ekki áöur og þetta er áreiöanlega þaö erfiöasta, sem ég hef glimt viö. Ég læröi fyrst allar nóturnar og svo kom Zukofsky og vildi aö ég gleymdi þvi öllu, þá fannst mér ég vera „ein á báti og án áru” sagöi Rut hlæjandi á sinni dásam- lega bjöguöu islenzku. — Lit- brigöin, sem röddin þarf aö ná eru ótakmörkuö. — Hvort þetta er aögengilegt? tja, veistu þaö aö mér finnst allir hljóti aö hafa ánægju af Pierrot Lunaire. Þaö er kannske ekki mikil fegurö i þvi, heldur alls kon- ar tilfinningar: grin, háö, fagnaö- ur og jafnvel ógeö lika. Og Schö'nberg var svo stórkostleg- ur. Hugsaöu þér, aö hann semur þetta áriö 1912 og manni finnst þaö enn vera framtiö, þaö er enn jafn ferskt og nýstárlegt eftir öll þessi ár. Bæöi þær Rut og Sigrún Gests- dóttir syngja á þýsku eins og áöur sagöi, en til þess aö allir megi fylgjast meö textanum eru þýö- ingar kvæðanna i tónleiks- skránni, en Þorsteinn Gylfason hefur þýtt þau bæöi i tilefni tón- leikanna. Þeir eru annaö kvöld, i Þjóö- leikhúsinu kl. 20.30. Ms Eitt af því, sem er á dag- skrá Listahátiðar en óþarflega hljótt hefur ver- ið um, eru Schönberg-tón- leikarnir, sem haldnir verða annað kvöld í Þjóð- leikhúsinu. Arnold Schönberg *( 1874-1951) var brautryðjandi, tónskáld, sem olli kaflaskiptum í sögu listarinnar og hafði — og hefur enn — nær ómæl- anleg áhrif á alla, sem fást við sköpun, túlkun eða bara hlustuná músik. Tón- leikarnir annað kvöld eru þeir fyrstu hérlendis, sem að efnisvali eru helgaðir Schönberg og raunar hef- ur sáralítið verið leikið af verkum hans opinberlega hér. Þrennt veröur á efnisskránni: Strengjakvartett no. 2. op. 10, Pianóverk op. 19 og „Pierrot Lunaire”. Stjórnandi er banda- riski fiölusnillingurinn Paul Zukofsky. Aö sögn Rutar Ingólfsdóttur, fiöluleikara, veröa verkin spiluö i þeirri röö, sem Schoenberg samdi þau og samkvæmt þvi byrjað á Strengjakvartettinum. — En þaö var einmitt þá, sagöi Rut, sem hann byrjaöi að losa sig frá hefö- bundinni tónlistarsköpun. I siö- ustu tveimur köflunum syngur sópran meö, kvæöi eftir Stephen George. Þetta ljóð byrjar á lin- unni „Ég finn andann frá öörum plánetum...”, sem er mjög ein- kennandi fyrir þetta tónverk, þaö er svo undarlegt hvernig manni finnst maöur sjálfur svifa, viö aö leika meö I þessu”. Þaö er Sigrún Gestsdóttir, sem syngur með strengjahljóöfærun- um. Pianóverkiö leikur Anna Málfriöur Siguröardóttir og auk Rutar Ingólfsdóttur leika einnig á tónleikunum þau Carmel Russill, Gunnar Egilsson, Bernard Wilk- insson, Helga Hauksdóttir, Pétur Þorvaldsson, Stephen King. Og kvæöiö um Pierrot Lunaire syngur Rut Magnússon. Ég laumaöist inn á æfingu i Þjóöleikhúsinu fyrr I vikunni, vildi ná tali af sem flestum, fá teknar myndir, spyrjast fyrir um Schönberg, um Pierrot Stjórnandinn, Paul Zukofsky ásamt aðstoðarmanni á æfingunni. Lunaire.... Rut var aö syngja, eöa varhún e.t.v. aö tala fram ljóðið? — Zukofsky hvislaöi athugasemd- ir slnar, hljóbfæraleikararnir hlustuöu, einbeittu sér. ööru hvoru leit Zukofsky út i sal og spuröiumhljómburö.tóninn, jafn- vægiö. Honum var svarað meö handahreyfingum eöa hljóölegri rödd, — mér fannst ég aldrei hafa komið á jafn alvöruþrungna og einbeitta æfingu. Liklega er Schoenberg ekki höfundur aö- gengilegrar tónlistar, en þó jókst forvitni mln jafnt eftirvænting- unni eftir þvl sem liöa tók á flutn- inginn. Það var gert hlé, þeir hljóöfæraleikarar sem ekki spil- uöu i næsta verki, tóku saman pjöggur sinar og hurfu, þaö flugu engir brandarar, andrúmsloftið varö ekki kærulausara eins og oft vill vera i lok strangrar æfingar, aöeins spurt hvenær sú næsta yröi. Nema Rut. Rut Magnússon fór baksviös til aö taka af sér mask- ann, fleygði sér niöur i næsta stól fékk sér sigarettu og hló viö, þeg- ar ég baö hana aö segja mér frá Pierrot Lunaire. — Ég gæti sagt þér svo enda- laust margt og eflaust eru til jafn- margar skoöanir á þessu ljóöi og þeir eru sem hafa lesiö þaö. En upphafið á þessu verki var, aö það kom leikkona með ljóöiö til Schönbergs og bað hann aö semja músik til undirleiks viö lestur þess, eiginlega er nær aö kalla þetta talverk. Ljóöiö er franskt, en Hartleben þýddi þaö á þýsku og Schonberg, fékk þá þýö- ingu, þess vegna syng ég þaö á þvi máli. — Kvæöiö er um Pierrot, sem upphaflega var saklaus og góöur trúöur frá Italiu, hann er upp- runninn I Comedia de l’arte. Frakkar tóku hann yfir seinna og geröu hann að dandy, aö gosa, jafnvel illmenni. Þaö er ekki beint þráöur i kvæöinu, mér finnst jafnvel ekki ljóst hver talar i því. Tungliö er ofið inn i það, t.d. byrjar þaö á þvi aö Pierrot er að velta fyrir sér hvernig hann eigi aö sminka sig og hann tekur tunglsgeislana og smyr þeim framan i sig. — Þess vegna er ég meö þennan hvita maska, en viö Rut Magnússon söngkona. „Ein á báti og án Vesalings Deir, sem ekki komu Sólin hefur svo sannarlega hellt geislum slnum yfir listahátlöina hér I höfuðborginni. „Sol, solet” sungu Spánverjar i Þjóðleik- húsinu og leiddu áhorfendur út i kvöldsólina. Sólin skein einnig siðastliöiö mánudagskvöld þegar fiöluleikarinn Paul Zukofsky lék i Bústaðakirkju tvö lög eftir John Cage, „Cheap Imitation” og fjórar etýöur úr stórum etýöubálki: „Etýöur fyrir Free- man”. Þessar tónsmiðar eru báöar fullar af tittnefndu sól- skini, þótt gjörólíkar séu. Paul Zukofsky hefur áöur látiö I sér heyra hér á landi og sannaöi nú enn einu sinni að hann hefur þá frábæru heyrn, einbeitni og tækni, sem nauðsynleg er til að koma lögum sem þessum til skila. Útkoman verður: fegurö, en þaö orö tengist I minum huga öllum þeim tónverkum sem ég þekki eftir John Cage. „Cheap Imitation” er soöið upp úr mikilli tónsmiö eftir Satie og raöar John Cage stefjabrotum saman af tilviljun, þaö er að segja, meö þvi aö spyrja i Dsjing góöra spurninga fær maður góö svör . En þaö er sama hvaöa aö- ferð tónskáld notar ef niðurstaðan er góö, og i þessu tilfelli er niður- staöan lag, sem viröist vera ákaflega látlaust, ekki mikiö aö gerast. Lagiö er ódramatiskt, mjög sætt, en lög meistara Satie eru einmitt sæt á sinn sérkenni lega hátt. En þegar maður ein- beitir sér og hlustarl eins og vera ber) heyrir mabur ótrúlega fjöl- breytni i hverjum takti, fiölu- leikarinn gældi viö hverja einustu nótu og vakti þaö athygli manna, hvernig hann „intóneraöi” — og erþaðæriöefnitilumhugsunar. I öörum þætti lagsins er notaður æfingadempari. Viö þaö veröur tónninn sérstaklega veikur og blíöur, og heföi mátt heyra saum- nál detta á teppalagt gólfiö I Bústaöakirkju. í etýöunum fjórum kvaö viö allt annan tón. Hljómar og nótur eru skrifaöar nákvæmlega, smátóns bilum er beitt ( um þaö bil átt- undatónsbilum), en hefðbundnum taktstrikumersleppt, þess i staö miðast öll atburöarás viö sek- úndur — t.d. hvenær á þriggja sekúndna tlmibili hver atburöur (nótur eða hljómar) á sér staö. Atburöarásin er á köflum glfur- lega hröö, snöggar styrkleika- breytingar og stökk frá neöstu tónum fiðlunnar upp i þá hæstu (t.d. fjórstrikaðas) aftur niöur og svo framvegis. Ctal aðferðum I tónmyndum er beitt og heyrist mér hér vera á ferðinni „virtúósa ”-verk. Allavega skilaöi Paul Zukofsky etýöunum með glæsibrag og finnst mér afar leitt, hversu margir misstu af þessum tónleikum, þvi ekki var húsfyllir fremur en á öðrum tónleikum listahátlöar. Manni leiðist það fyrirhönd þeira, sem ekki vita af hverju þeir hafa misst. Og svo: aftur út I sólina ög sjáumst öll á Schönberg tónleik- unum i Þjóöleikhúsinu annaö kvöld. Jónas Tómasson. Listahátíðar- punktar 1 Dagskráin á morgun | föstudag: ■ Kl. 12.15: Sinfóniuhljóm- ■ sveit tslands leikur á ■ Lækjartorgi undir stjórn ■ Páls P. Pálssonar. ■ Kl. 20.30: Schönberg tón I leikar I Þjóðleikhúsinu. I KI. 20.30 I Iönó: Beöiö eftir I Godot eftir Samuel I Beckett. Leikfélag Akur- * eyrar, leikstjóri Oddur I Björnsson. I Svo er auðvitað alltaf eitt- 9 hvaðum að vera I og utan á I Breiðfirðingabúð.... I Biermann I t kvöld heldur þýski I söngvarinn, skáldiö og ■ 1 aga s m iðurinn Wolf m Biermann tónleika I Há- I skólabió, Biermann er ein- ■ att orðaður viö stjórnmál, ■ ekki aö ósekju eins og saga I hans ber vitni. Hann ein- i skorðar sig þó ekki viö I beinskeittar ádeilur á I menn og stjórnkerfi heldur I syngur hann einnig um ást- 1 ina og gleðina, börn i leik I og fólk I vinnu og mannlifið 1 yfirleitt. ■ En kunnastur er I Biermann auðvitað fyrir m afskipti sin af stjórnmálum I og afskipti stjórnmálanna af honum. I Arið 1953 flutti I Biermann, sem áöur hafði ■ búið I Hamborg, til Austur- I Þýskalands, af hugmynda * fræðilegum ástæöum. Þar I lagði hann stund á leikhús- 1 fræði og starfaði viö leik- I hús Brechts áður en hann * vakti á sér athygli meö I vfsnasmiö og söng. ■ Visur Biermanns túlka ■ viðhorf hans til þjóðmála, ■ oft af mikilli kerskni. Hann I deilir á allt það, sem hon- I um þykir miður fara, i 8 stjórnkerfi og alþjóðamál- 1 um. Gagnrýni hans á ' kapitalisma og hinn vest- I ræna heim féllu I góðan jarðveg austan tjalds en I þegar kom að gagnrýni á _ framkvæmd kommúnisma g I Austur-Þýskalandi kom _ annað hljóö I strokkinn og | árið 1962 var honum bann- ■ að aö koma þar fram opin- | berlega. Þó var honum enn Bleyft að gefa út bækur. Útgáfustarfsemi Bier- ■ manns og annarra af hans 8 sauðahúsi urðu til þess að ■ sett voru lög I Aust- 8 ur-Þýskalandi þess efnis aö I þarlendir höfundar mættu i ekki gefa út bækur I 3 Vestur-Þýskalandi án “ leyfis yfirvaldanna i austri. 8 Arið 1976 fór Biermann I ■ tónleikaferð til Vestur 8 Þýskalands, var sviptur | vegabréfi sinu og þar með 8 gerður brottrækur frá I Austur-Þýskalandi. Hann 8 býr nú I Hamborg, heldur I áfram aö syngja baráttu- ■ söngva og að reyna „aö I verða að liði í þágu þeirra pólitisku markmiöa, sem I ég aöhyllist”. L______________________.J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.