Vísir - 18.06.1980, Side 3
VtSIR MiAvikudagur 18. júni 1980
Tryggvi Gíslason, skóla-
meistari, sleit í gær hundr-
aðasta starfsári Mennta-
skólans á Akureyri eftir að
hafa útskrifað 120 ný-
stúdenta. Mikið f jölmenni
var við skólaslitin, eldri
nemendur skólans, kenn-
arar, foreldrar og aðrir að-
standendur nýstúdent-
anna, auk annarra gesta
víðsvegar að. Margar ræð-
ur voru fluttar, bæði i
hátíðarveislunni í fyrra-
kvöld og við skólaslitin.
Flestir sem til máls tóku
voru gamlir nemendur
skólans. Var það kjarninn i
máli þeirra allra, að sú
taug sem námsárin hefðu
tengt þau skólanum slitn-
aði aldrei, þó stundum
slaknaði lítið eitt á.
Menntaskólinn á Akureyri var
stofnaöur aö Mööruvöllum 1880,
þá nefndur Mööruvallaskóli.
Skólahúsiö þar brann 1902 og var
þá skólinn fluttur til Akureyrar og
eftir þaö nefndur Gagnfræöaskól-
inn á Akureyri. Menntaskóla-
nafniö fékk skólinn sföan eftir
lagabreytingu i mai 1930. Réttum
mánuöi siöar útskrifuðust fyrstu
.stúdentarnir samkvæmt þvi og
fór sú athöfn fram á Möðruvöll-
um. Það voru þó ekki fyrstu
stúdentar skólans. 1927 þreyttu
nemendur frá skólanum
stúdentspróf viö Menntaskólann i
Reykjavik og 1928 og 1929 útskrif-
aöi Akureyrarskólinn stúdenta
samkvæmt bráöabirgöalögum
Jónasar frá Hriflu.
Hann gaf skólanum
bað andlit sem hann
hefur borið ætíð slðan
Skólameistari viö stofnun
Mööruvallaskóla varð Jón A.
Hjaltalin. Gegndi hann þvi starfi i
28 ár og lengur en nokkur annar
til þessa. — Hann gaf skólanum
þann svip sem hann hefur boriö
alla tið siðan og má þvi meö réttu
kalla Jón föður skólans, sagöi
Tryggvi viö skólaslitin. Siðar tók
Stefán Stefánsson við, þá Sigurö-
ur Guömundsson, Þórarinn
Björnsson.Steindór Steindórsson
og loks Tryggvi Gislason, núver-
andi skólameistari. Allir hafa
þeir aukið á vegsemd embættis
ins, eins og einn ræöumannanna i
hátiðarveislunni oröaði þaö.
Forsetahjónin, dr. Kristján
Eldjárn og frú Halldóra sátu
hátiðarveislu i heimavist skólans
á mánudagskvöldið ásamt um 400
veislugestum. Kristján var á sin-
um tima nemandi viö Mennta-
skólann á Akureyri, siöar kennari
og prófdómari.„Og þar sem ég
verð atvinnulaus með haustinu er
ekki aö vita nema ég sæki um aö
veröa stundakennari viö skól-
ann”, sagöi Kristján m.a. i ávarpi
til veislugesta.
Hefur starfað við
skólann í 42 ár
Tryggvi Gislason, skólameist-
ari, heiöraði sjö velgerðarmenn
skólans gullmerki af uglunni,
merki skólans, tákni visdómsins.
Þeir voru dr. Kristján
Eldjárn, forseti Islands, Ingvar
Gislason, menntamálaráöherra,
Steindór Steindórsson, f.v. skóla-
meistari, sem starfaði i 42 ár við
skólann og var auk þess nemandi
hans, Hulda Stefánsdóttir,
Stefánssonar, f.v. skólameistara,
Hermann Stefánsson, sem til
skamms efldi likamlegt þor og
þrótt menntskælinga, Margrét
Eiriksdóttir, ekkja Þórarins heit-
ins Björnssonar, f.v. skólameist-
ara, Arni Friðgeirsson, f.v. skóla-
ráðsmaður og Brynjólfur Sveins-
son, f.v. yfirkennari, sem var sá
eini af áttmenningunum sem ekki
gat veriö viðstaddur hátiöina.
Eru þetta fyrstu gullmerki skól-
ans sem eru veitt.
1 upphafi ræðu Tryggva Gisla-
sonar viö skólaslitin I gær sagöi
hann, aö þó 100 ár væru ekki lang-
ur tími i veraldarsögunni, þá
væru þau langur timi i lifi ungrar
þjóðar. Ekkert heföi þó breyst,
ekkert væri nýtt undir sólinni.
Stúdentahópurinn, sem útskrifaöist frá MA i gær á 100 ára afmæli skólans.
„Sú taug slitnar aldrei
pó stundum siakni á”
Frá afmælishátfð Menntaskðlans á Akureyri og skólaslitum
Skólameistarahjónin. Tryggvi og Margrét Eggertsdóttir, ganga frá
skólasiitum ibroddi fylkingar. Nýstúdentar setja upp hvitu kollana.
Kristján Eldjárn: „Hver veit
nema ég sæki um að veröa
stundakennari við skóiann i
haust.”
Fyrst og fremst
dagur nýstúdenta
Skólaslitin báru sterkan keim
af aldarafmælinu, en Tryggvi
sagði að þetta væri þó fyrst og
fremst dagur nýstúdenta. Mennt-
un þeirra væri góð, ekki lakari en
fyrir 25 eöa 50 árum, heldur betri
en nokkru sinni fyrr, skólanum
heföi skilað fram á veg.
Ingvar Gislason, menntamála-
ráöherra, talaöi i nafni rikis-
stjórnarinnar. Hann er gamall
nemandi skólans og bróöir
Tryggva skólameistara. Hann
sagöi m.a. aö skólinn hafi sett sitt
mark á sig og raunar fylgt sér i
gegn um tíðina. ,,En það verður
enginn ágætur af þvi einu aö eld-
ast. Menntaskólinn á Akureyri
nýtur virðingar fyrir það sem
hann er i samtiðinni, en ekki fyrir
aldur sinn”, sagði Ingvar.
Ennfremur töluðu við skólaslit-
in fulltrúar afmælisárganga
nemenda, stjórnendur mennta-
stofnana, o.fl. Fluttu þeir skólan-
um góöar kveöjur og gjafir.
M.a. færöi Kristján Bersi Ölafs
son, skólastjóri Flensborgarskól-
ans, afmælisbarninu að gjöf fagr-
an fundahamar, sem hann sagði
að mætti nota til að berja i gegn
nýjungar eöa til aö berja i borðið
til að hindra framgang þeirra.
vantaði lítið annað en
stimpla síðasta
leyfilega söludag á
nemendurna
Af hálfu nýstúdenta talaöi
Þorvaldur Þorsteinsson. Ræddi
hann um þá samhæfingu sem nú
ætti sér stað i skólakerfinu, sem
yki hættuna á að einstaklingurinn
týndist, allir væru steyptir i sama
mót. Það vantaði litiö annaö en að
stimpla siðasta leyfilega söludag
á nemandann. Sagöi Þorvaldur
aö MA heföi aldrei orðiö slikt
færiband og yröi það vonandi
aldrei. Þar væri viöhaldiö góðum
venjum, jafnframt þvi sem skól-
inn væri lifandi stofnun, sem væri
ómetanlegt aö eiga kost á aö læra
viö. M.A. hefur fóstrað okkur vel,
sagöi Þorvaldur.
Tryggvi Gislason, skólameist-
ari rakti siöan að nokkru sögu
skólans og tilurð hans, sem ekki
er rúm aö rekja hér. Aö lokum
beindi Tryggvi máli sinu sérstak-
lega til nýstúdenta, afhenti þeim
prófskirteini og mælti siðan til
Steindór Steindórsson: „Ugian
lygnir aftur augunum eins og ég
og margir aðrir gáfumenn.”
þeirra kveðjuorö. Sagöi hann
slikar kveöjustundir ekki meö
öllu sársaukalausar — en af sárs-
aukanum vitum viö aö viö lifum,
sagði Tryggvi. Jafnframt sagöist
hann vonast til að lif og starf ný-
stúdentanna einkenndist af vis-
dómi, hreysti og sjálfsaga. Meö
þvi móti gætu þeir best aukiö á
bjartsýni meö þjóöinni.
G.S. Akureyri.
þakjárn • þaksaumur
plastbáruplötur • þakpappi
0
Byggingavörudeild
Jón Loftsson hf.
Hringbraut121 sími10 600
Allt undir
einu þaki
r®