Vísir - 18.06.1980, Qupperneq 8
VÍSIR
Miðvikudagur 18. júnl 1980
utgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri: Davffi Gufimundsson.
' Ritstjórar: úlafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Friða
Astvaldsdóttir, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Kristin
Þorsteinsdóttir, AAagdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson,
Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Bla&amafiur á Akureyri: Gisll Sigur-
geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi
Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 8óóll 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og822ó0. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sími 86611.
Áskriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verö f lausasölu 250 krónur ein-
takið. Visirer prentafiur i Blaðaprenti h.f. Siðumúla 14.
Vaknað við vondan draum
Aukið framleiöslumagn og minni gæöi freðfiskafurða okkar.samfara vaxandi sam-
keppni, minni sölu og lægra verði, — öll þessi atriði sýna, aö þörf er á samstilltu átaki
varðandi fiskvinnsluna, ef ekki á að fara illa.
Oft hafa landsmenn upplifað
það, aðtalsmenn f iskvinnslunnar
í landinu hafi látið frá sér heyra
og grátbeðið um gengisfellingar
til bjargar atvinnurekstri sínum.
Slík tilvik hafa fylgt í kjölfar
verðbótahækkunar almennra
launa og f iskverðshækkunar, og
yfirleitt hafa stjórnvöld, hver
sem þau hafa verið,séð svo um að
gengi krónunnar væri látið falla,
en þeirri ráðstöfun hafa verið
gefin mismunandi heiti eftir þvi
hver stjórnarsamsteypan hefur
verið.
Nú er slík gengisfelling fyrir
fiskvinnsluna á döfinni enn einu
sinni, og sem fyrr sjá ráðamenn
ekki aðra leið til skammtíma-
lausnar rekstrargrundvelli hrað-
f rystiiðnaðarins.
En þessa dagana eru menn
aftur á móti að vakna upp við
vondan fiskvinnsludraum, —
þann, að lélegur rekstrargrund-
völlur er aðeins hluti af dæminu.
Meginvandinn er að við getum
einfaldlega ekki selt allan fisk-
inn, sem við framleiðum á nú-
verandi mörkuðum okkar.
Gunnar Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, gerði þessi mál meðal
annars að umtalsefni í þjóð-
hátíðarávarpi sínu á Austurvelli i
gær og benti á, að íslensk sjávar-
afurðafyrirtæki hefðu um ára-
tugi haslað sér völl á háþróuðum
neytendamarkaði með söluskrif-
stofum og eigin verksmiðjum er-
lendis og unnið afrek á því sviði.
Gæði íslenska fisksins og vöru-
vöndun hefðu setið í öndvegi og
verið forsenda velgengninnar.
Nú hefði aftur á móti orðið
brestur i báðum þessum þáttum.
Erfiðleikar væru slíkir að fisk-
birgðir hefðu hlaðist upp bæði
hér heima og vestan hafs og
vöruvöndun væri lakari en áður.
Ásamatima reyndum við íslend-
ingar að byggja upp fiskistofna
okkar til þess að afli mætti auk-
ast frá ári til árs.
Nú þyrfti því að beina kröftum
að útflutningsverslun ekki síður
en að útflutningsframleiðslu.
Hér væri stórt og samstillt átak
þjóðarnauðsyn.
Hvergi mætti slaka á um vöru-
vöndun og aldrei taka til vinnslu
meiri af la en svo, að hægt væri að
tryggja vörugæðin. Gunnar
Thoroddsen sagði í þjóð-
hátíðarávarpi sínu mikið í húfi
að hin nýju viðhorf í framleiðslu
og markaðsmálum yrðu metin af
raunsæi og rétt tök f undin í glím-
unni við þann vanda, sem þau
bæru með sér.
Svo alvarlegt er útlitið, að við
getum ekki leitt það hjá okkur,
þótt um hátíðarstundir sé að
ræða, og var því full ástæða til
þess hjá forsætisráðherra að
taka þetta vandamál til meðferð-
ar við fótstall styttu Jóns Sig-
urðssonar á Austurvelli. Fisk-
veiðar og fiskvinnsla eru grund-
völlur lifsins, sem lifað er í þessu
landi hér norður við ysta haf, og
hér getur gróandi þjóðlíf ekki
dafnað, ef grundvöllinn brestur.
Því miður virðist markaðs-
vandinn í Bandaríkjunum ekki
vera neitt stundarfyrirbrigði,
heldur afleiðing versnandi lífs-
kjara þar í landi og harðnandi
samkeppni öflugra fiskveiði-
þjóða á hefðbúndnum mörkuðum
okkar. Sala okkar minnkar, verð
lækkar og birgðir hrannast upp.
Þegar svo aukið magn en minni
gæði framleiðslunnar héðan að
heiman bætast við er ekki von á
góðu.
Hér er svo sannarlega verk að
vinna.
HVERNIG ER AB EIGA AFMÆLIÁ ÞJÚDHÁTfBARDAGINH?
,Mér leiddisl Daö
Degar égvar öarn’
„Mamma var stödd hjá syst-
ur sinni á Hvanneyri i Borgar-
firði daginn, sem lýðveldið var
stofnað. Eins og stór hluti lands-
manna, þá hafði flest fólk úr
sveitinni farið til Þingvalla og
pabbi var, að ég held, á sild á
Siglufirði. Aðeins tvær konur
voru staddar þarna á bænum,
og þegar manna sagði, að hún
væri orðin veik, brá þeim aldeil-
is, þvi að þær voru hræddar um,
að ekki myndi finnast ljósmóðir.
Þaö tókst þó að finna gamla
konu, sem var ljósmóðir en var
hætt að gegna störfum”.
Svo fórust Onnu Mariu
Amundadóttur orð, þriggja
barna móður úr Kópavogi, sem
er jafngömul sjálfu lýðveldinu.
„Núna, þegar ég er orðin full-
orðin, finnst mér bara gaman að
eiga afmæli þennan dag, en mér
leiddist það, þegar ég var
krakki,” sagði Anna.
„Ég hafði aldrei afmælisboð,
og dagurinn gleymdist i ys og
þys hátiöahaldanna. Nema
þegar ég var i sveit. Þá var
ekkert um aö vera og þvi var
haldið afmælisboð fyrir mig.
Annars öfundaöi ég hina
krakkana sem áttu venjulega
afmælisdaga. Það var ekki fyrr
en ég var oröin 16 eða 17 ára, að
mér fór að finnast fint að eiga
afmæli þennan dag og fór að
halda þvi á lofti”.
Anna Marla Amundadóttir.
Einar Lárusson.
„Gaman í skpúögöngu’
Við náðum i Einar Lárusson,
þar sem hann var að taka for-
skot á fimm ára afmJið i leik-
skólanum Holtaborg núna á
þriðjudaginn. Afmælisfagn-
aðurinn var i algleymingi, en
Einar gaf sér þó tima til að
spjalla við biaðamanninn.
Einar vissi nú ekki hvers-
vegna 17. júni er haldinn hátið-
legur, en gat sér þess til, að það
væri vegna þess að fólk færi i
skrúðgöngu. „Og mér finnst
gaman i skrúðgöngu,” bætti
hann við. — En er gaman að
eiga afmæli á 17. júni? „Já, þvi
ég fæ pakka og blöðru, og allir
hinir fara i skrúðgöngu og fá
blöðru”.
Einar var skrýddur kórónu i
tilefni dagsins, en daginn eftir
átti að halda boð fyrir vini og
kunningja heima hjá honum.
„og ég veit ekkert hvað ég fæ i
afmælisgjöf”.
„GLÆSILEGT”
„Mér þótti hálfleiðinlegt,
þegar ég var strákur, aö
eiga afmæli á þessum degi. Allir
hinir strákarnir voru i sveit og
þvi var ekkert haldið upp á dag-
inn”, segir Sigurgeir Gislason,
fulltrúi á bæjarskrifstofunni i
Hafnarfirði.
„Ég var nú samt hreykinn af
að eiga sama afmælisdag og Jón
Sigurðsson, sem ég hef alltaf
haldið mikið uppá.”
„Eftirminnilegasta afmælið
er nú þegar lýðveldið var stofn-
sett á Þingvöllum 1944. Ég var
þar i rigningunni eins og flestir
landsmenn.”
Sigurgeir segist taka það
rólega á afmælisdaginn, og seg-
ir, að það sé nú frekar konan,
sem haldi upp á afmælið en
hann. „Ég tek yfirleitt litinn eða
engan þátt i hátiðarhöldunum
og kýs frekar að eyða deginum
með fjölskyldunni”.
„Annars átti ég ekki siður
merkilegt afmæli þann 20. mars
siðastliðinn”, segir Sigurgeir,
sem varð 55 ára i gær, „þá átti
ég 21.000 daga afmæli, og konan
min átti 20.000 daga afmæli sama
dag. Mér finnst ég alveg eins
geta haldið upp á 500 mánaða
afmæli eins og að halda upp á 55
ára afmæli.”
„Já, það er nú glæsilegt að
eiga afmæli þann 17. júni”, seg-
ir Bótólfur Sveinsson, sem i gær
hélt upp á áttræðisafmælið.
„Mér hefur fundist gaman að
eiga afmæli á þessum degi
vegna þess.að það er svo mikið
um að vera i bænum og mikið
um hátiðahöld.”
Bótólfur segist hafa haldið
upp á flest afmæli siðan hann
gifti sig, en núna i desember
eiga þau hjónin 50 ára brúð-
kaupsafmæli.
„Jón Sigurðsson er okkar
besti maður”, segir hann. „Ég
hef mest dálæti á honum af öll-
um hetjum Islands”.
Bótólfur starfaði lengst af
sem vörubilstjóri, en var auk
þess með smábúskap i Breið-
holti við Laufásveg, þar sem
hann býr.
„Ég tók bilpróf árið 1929, og
ég keyrði fólk i boddii eða á
vörubilspallinum bæði á Alþing-
ishátiðina 1930 og á Lýðveldis-
hátiðina 1944.”
1 tilefni afmælisins brá Bótólf-
ur sér ásamt konunni upp i
Borgarfjörð og ætla þau að
dvelja þar i nokkra daga.
Bótólfur Sveinsson.
Sigurgeir Gfslason.
„Hreyhinn af nví