Vísir - 18.06.1980, Síða 16

Vísir - 18.06.1980, Síða 16
ié VISIR Miövikudagur 18. júnl 1980 Umsjón: Magdalena Schram Ur myndsmiÐjunni Að gefa umhverfinu gaum EYJALiF Regnboginn: „Mörg eru dags augu” Handrit, texti og stjórn: Guömundur P. Ólafsson Kvikmyndun og klipping: Óli örn Andreassen Tónlist: Ketil Hvoslef (Sæverud) Hljóösetning: Jan Lötvedt Lesarar: Þorleifur Hauksson, Eiinborg Stefánsdóttir og óskar Halidórsson Ljóö: Nina Björk Arnadóttir, Jón Jóhannesson, Þórbergur Þóröar- son, Eggert Ólafsson og Jónas Hallgrfmsson. Umhverfi 80 Fáir efast vist um aö umhverfiö hefurmikiláhrifálif okkar. Þrátt fyrir þá vitneskju erum viö yfir- leitt áhugalltil um aö skapa okkur mannsæmandi umhverfi. Sagt er, aö þegar maöurinn sé búinn aö fullnægja sinum frumþörfum, hafi bæöi I sig og á, fari hann fyrst aö gefa umhverfi sinu gaum. Ýmsir eru búnir aö koma sér upp þaki yfir höfuöiö, sumir meö óheyrilegri vinnu og þrældómi en myndlist oft fer þaö svo, aö þegar þakiö er komiö á húsiö, sitja hetjurnar þreyttar og leiöar þegar loksins komiö er aö þvi, aö þær ættu aö geta komiö þvi viö aö vera til og rækta sina sál, reit og umhverfi. Uppi á Skólavöröustig er nú aö ljúka umfangsmikilli sýningu sem fengiö hefur heitiö Umhverfi 80 og er markmiö sýningarinnar aö vekja athygli og áhuga fólks á umhverfinu og fá þaö til aö leiöa hugann aö þvl hvernig umhverfi þaö vilji eyöa ævinni I og hvaö hægt sé aö gera til aö þaö veröi aölaöandi og hættulaust. Náttúran er varnarlaus Fjölmargir myndlistarmenn hafa lánaö verk á sýninguna sem stendur inni I Breiöfiröingabúö, sum verkin eru ný en allflest eldri og tengjast þvl þema sýningar- innarmisvel. Of langt mál yröi aö telja upp höfunda verkanna, en þau eru 69 aö tölu. Sumir lista- mennirnir koma boöskap slnum áleiöis meö þvl aö bregöa upp raunsæjum svipmyndum eöa beinum ábendingum, aörir fjalla um eigin afstööu og tilfinningar. Messiana Tómasdóttir lýsir i verki sinu einangrun og þröng- sýni manneskjunnar, Vignir Jóhannsson fjallar um brenglaö verömætamat, Jóhanna Boga- dóttir sýnir manneskjuna sem strengjabrúöu. sem ekki getur gert upp viö sig.hvaöa ásjónu hún á aö bera og mynd Siguröar Þóris (nr. 58) er eftirminnileg og hroll- vekjandi ábending. Myndlistar- mennirnir hafa fengiö I liö meö sér tónskáld, rithöfunda og arki- tekta. Gunnar Reynir Sveinsson tónskáld hefur samiö sérstaklega fyrir sýninguna umhverfishljóö sem eru leikin inni á sýningunni og Guöbergur Bergsson rithöf- undur hefur aukiö verulega gildi sýningarinnar meö textum sem eru Ihuganir hans á umhverfinu og þeim myndverkum sem þarna eru sýnd, „Náttúran er varnar- laus og þess vegna nlöist maöur- inn á henni. Hann brýtur lögmál hennar og sin eigin lögmál um leiö”. Slöan spyr Guöbergur „Hvaö er hús? Er hús náttúra? Geta bílar átt börn?” Uppi á lofti I Breiöfiröingabúö er rekin myndsmiöja fyrir börn og fulloröna og þar geta allir fengiö leiöbeiningar meö hin ýmsu efni, málaö, teiknaö eöa of- iö. Aösóknin aö myndsmiöjunni sýnir aö þörfin fyrir slika starf- semi viröist vera mikil og Breiö- firöingabúö er jú svo skelfing litiö hátiölegt hús sem flestir þekkja og enginn þarf aö vera hræddur viö aö koma i. Hjá Guömundi á Mokkakaffi stendur I tengslum viö Umhverfi 80 litil sýning sem ber yfirskriftina „Kaffi”sencer og er þar aö sjá innan um eitthvaö gott, þó margt sé frekar þunnur uppáhellingur. A annarri hæö I Pfaff-húsinu hafa síöan arkitekt- ar í tengslum viö Umhverfiö sett upp litla sýningu.en þvi miöur hef ég ekki komist þar inn þrátt fyrir itrekaöar tilraunir, alltaf komiö aö lokuöum dyrum. Þeir sem aö Umhverfi 80 standa hafa gert lofsveröa tilraun til aö vekja okk- ur til umhugsunar um umhverfi okkar og ég heldaö þeir hafi meö sinum sýningum og fjölþættu dagskrá náö til miklu stærri hóps en þeirra sem stunda listsýningar I borginni, aö staöaldri. Auövitaö viljum viö öll aö heimurinn standi lengur en viö sjálf, viö viljum aö eitthvaö sé eftir handa börnunum okkar. Þaö er kannski ennþá I dag i okkar valdi, en kannski ekki á morgun eöa hinn daginn. Hrafnhildur Schram 1 kvikmyndinni „Mörg eru dags augu” er efnismikil saga sögö, saga uppgangs og hnign- unar Flateyjarhrepps I Breiða- firöi, saga bóndans og sjó- mannsins, en þó er kvikmyndin fyrst og fremst Irásögn af sam- skiptum manns og náttúru. Guömundur Páll ólafsson sem stjórnar gerö myndarinnar og samdi handrit og texta, hefur sjálfur veriö búsettur i Flatey s.l. átta ár. Umfjöllun hans um Vestureyjar speglar skilning hans og ást á lifi eyjanna og um- hverfi þeirra. í „Mörg eru dags augu” kafar hann ekki djúpt I liffræöileg atriöi, heldur fjallar um það sem blasa ætti við hverjum leikmanni. Hann gerir þó skýra grein fyrir hringrás lifsins i Breiðafiröi. Kvikmynd- in ber þvi ekki á nokkurn hátt keim þeirrar þurru nákvæmni sem oft einkennir fræðslumynd- ir og ber þær ofurliði. Lifriki Breiðafjarðar er ein- stakt fyrir margra hluta sakir. Hvergi við landið er svo stórt flæmi grunnsævis enda er gróska þörunga og annarra sjávarlifvera I samræmi við það. Hvað leiðir af öðru og fuglalifið er fjölskrúðugt i eyj- unum. Breiðafjarðareyjar voru þvi sannkallað matarbúr fyrr á öldum og hvergi fundust slikar kostajarðir aö þær þættu taka eyjum á borö við Flatey og Svefneyjar fram. Tvennir timar En nú er öldin önnur og allt frá upphafi tuttugustu aldar hefur arðsemisgildi Vestureyja farið minnkandi i augum flestra. Þó eru enn til menn á borð viö Guðmund Pál sem skynja og skilja hvaö Breiöa- fjarðareyjar hafa uppá að bjóða af fegurð og lifsins gæöum, — og það vill hann sýna i „Mörg eru dags augu”. í Vestureyjum lifðu menn á þvi sem landið gaf og gera enn i dag. Búannir eyjaskeggja eru margvislegar og þeir leita fanga á sjó og landi. Auk hinna algengu búskaparþátta, kúa- og fjárbúskapar, stunda bændur i Vestureyjum útræöi, selveiðar og fuglaveiðar, en að likindum er dúntekjan nú það sem gefur bændum mest I aðra hönd. Allt er þetta tiundað i „Mörg eru dags augu”. Býsna fróðlegt er að sjá hversu írábrugðinn fjár- búskapur eyjaskeggja er þvi sem annarstaöar gerist á land- inu, svo dæmi sé tekiö um heim- ildagildi myndarinnar. Onnur atriði kvikmyndarinnar eru næsta einstök, t.d. þaö sem sýn- ir skarfadráp. sem aldrei fyrr hefur verið fest á filmu. Skarfaveiöarnar eru gott dæmi um vandaða vinnu við gerð „Mörg eru dags augu”. Bændur og unglingar ganga upp á skarfaskerið. Fullorðnu karl- mennirnir afllfa fuglana með æfðum handtökum en ungling- ana skortir enn reynslu. Menn- irnir nota snögg handtök við að handsama fuglana sem flýja ringlaðir i ofboði. Að veiðunum loknum eru bareflin ekki lengur vopn heldur einungis spýtna- kubbar og hópur þreyttra veiði- manna safnar bráðinni saman út f bátana. Þannig léttir spenn- unni. Ef til vill fer hrollur um borg- arbúann við að sjá veiðiaðferðir eyjabóndans en slikt ætti að vera óþarft. Bændur i Breiða- firði veiða enn útselskópa en veiðar á þeim hafa nú um skeið verið umdeildar úti I hinum stóra heimi. En þvilikur regin- munur er ekki á kanadiska veiðimanninum, sem engu verki sinnir ööru en aö drepa tugi kópa dag hvern á veiöitimanum og breiöfirska bóndanum sem sækir sér fjóra kópa til eigin neyslu. Veiöiaðferðin er forn, en enginn getur sakað Breiðfirð- inga um illa meðferð á veiðidýr- unum. kvikmyndir Hófsöm viðskipti Hófsemin einkennir samskipti breiöfirskra bænda við náttúr- una, en sama verður ekki sagt um alla. Þróun fiskveiða hefur leitt til þess að fiskimið Breiða- fjarðar eru nú sem þurausinn brunnur en veittu áður drjúga björg i bú. Enn er hægt að vinna frekari spjöll á náttúrunni og stórvirkur þangskurðardrekinn er látinn minna á að kapp er best með forsjá. I „Mörg eru dags augu” eru engir leikarar. Ibúar Vestur- eyja eru myndaðir við störf sin. Þúsund ára byggð I eyjunum og samskiptum manna við náttúr- una eru gerð verðug skil i sam- spili texta, tóna og myndar. Textinn er einkar vandaður og prýddur ljóðum frá liðnum tima. Guðmundur Páll hefur fengið til liðs við sig einhverja bestu upplesara sem völ er á, þá Þorleif Hauksson og Óskar Halldórsson, en auk þeirra er Elinborg Stefánsdóttir lesari. öll sanna þau hvert gildi góður upplestur hefur. Tónlist norð- mannsins Ketils Hvoslef (Sæ- verud) sem einungis er leikin á dragspil og orgeL er einkar vel við hæfi. Auk þess er i myndinni leikinn Flateyjarpolki Jóns Ýngva Ýngvasonar. Að öðrum ólöstuðum tel ég fáar heimildamyndir standa „Mörg eru dags augu” framar, svo falleg sem kvikmynd Guð- tnundar Páls Ólafssonar er og innihaldsrik. —SKJ Höfundar „Mörg eru dags augu” notuöu lltinn gúmmibát tii feröa- laga viö gerö myndarinnar. Ævintýrið í kirkjunni Miövikudaginn 11. júnl lauk fjórdægru John Cage áListahátlö meö tónleikum I Bústaöakirkju. Fyrst var boöiö upp á nýtt lag — Sálmar og tilbrigöi fyrir tólf- radda kór — en þaö hefur vlst aöeins veriö sungiö einu sinni áö- ur. Þetta kvöld stjórnaöi Þor- geröur Ingólfsdóttir kór Mennta- skólans viö Hamrahlíö. Tilviljun- arúrvinnsla John Cage á tveim gömlum sálmum er aö sjálfsögöu rétt samkvæmt lögmálum tilvilj- unar — þaö er aö segja: spurning veröur aö vera góö ef svar á aö vera einhvers viröi. En flutningur kórsins þetta kvöld var ekki nein tilviljun. Þorgeröur hefur unniö mikiö verk, æft af einstökum dugnaöi, þaö er auöheyrt og átti svosem enginn von á ööru frá hennarhönd. Lagiö er fremur lát- laust, þessi sæta fegurö sem kem- ur fram I svo mörgum verkum John Cage ræöur hér rlkjum. Þorgeröi tókst sérdeilis vel aö ráöa viö finlegar styrkleikabreyt- ingar innan þeirra marka sem upp eru gefin, en I laginu er styrk- leikasviöiö pppp til mf — þaö er: afar veikt upp I meöalsterkt. Framburöur kórfélaga á sér- hljóöatáknunum fjórtán sem not- uö eru i laginu heföu þó mátt vera ögn skýrari. Kórinn söng sálm- ana tvo, þá fjögur tilbrigöi (þvi ekki öll tlu? þaö heföi oröiö enn skemmtilegra) og svo sálmana tvo aftur. Glæsileg frammistaöa. Þá var flutt lag fyrir hljóm- breytt planó: Dætur einmanaeyj- ar. Inn á milli strengja hljóöfær- isins er troöiö skrúfum, boltum, strokleðrum, papplrsklemmum o.fl. á ákveðnum stööum, þannig aö hver nóta á hljómboröinu get- ur gefiö frá sér hljóm (vissa yfir- tóna). Þetta er unniö þannig aö niöurstaöan er engu llk — nema ef til vill ,,gamelan”-hljómsveit frá Bali. Ég átti þess ekki kost aö læra eöa a.m.k. kynna mér þetta lag og get þvl lltiö skrifaö um þaö, en fallegt er þaö og Hjálmar Sig- hvatsson lék músikalskt. I hléi hrúguöust áheyrendur utan um flygilinn til aö skoöa breytta strengi. Eftir hlé fluttu um þaö bil tutt- ugu nemendur Tónlistarskóla Reykjavlkur Atlas Eclipticalis — stjörnukort oröin aö tónum. Ævintýri. Atlas Eclipticalis er tónsmlö sem ekki er hægt aö llkja eftir, þótt ótal manns hafi reynt þaö meö misjafnlega leiöinlegum árangri. Atlas Eclipticalis er komiö á þrltugsaldurinn og er ennþá ævintýri. Einn maöur get- ur leikiö þaö, nlutiuogátta manns geta leikiö þaö, samtimis er hægt aö leika „Winter Music” á planó og alltaf er útkoman ævintýri. En gaman. Meistari John Cage stjórnaöi meö glæsibrag og halda menn aö hann hafi náö mun hæg- ari hreyfingum en Min Tanaka. Þetta er aö veröa ein skemmtileg Listahátíö. I I I I I I I I I I I I I I I Dagskráin á morg- un, fimmtudag: ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ KL. 20.30: „Væri ég aöeins einn af þessum fáu”: Dagskrá um lif og skáldskap Jóhanns Sigurjónssonar á 100 ára afmæli hans. í dag: LISTDANS 1 ÞJÓÐLEIK- HUSINU KL. 20.00: LAUGARDALSHÖLL KL. 20.30: The Wolfe Tones. Irsk þjóölög.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.