Vísir - 24.06.1980, Side 9

Vísir - 24.06.1980, Side 9
VÍSIR Þriðjudagur 24. júnl 1980. Fréttamaður Vísis í Tokyo skrifar: Maímánuður einn sá við- burða ríkasti frá stríðslokum! I i I 1 Japan er fyrsta vikan i maí liklega einhver vinsælust þeirra fimmtiu og tveggja vikna sem árið hefur upp á að bjóða. I þeirri viku hafa Japanir hvorki meira né minna en þrjá eöa fjóra helgidaga eða fridaga fyrir utan hinn vikulega sunnu- dag. Þó svo að þessir fridagar séu allir aljapanskir ef undan er skilinn 1. mai þá nota Japanir hið ófrumlega enska nafn „golden week” (gullin vika) um hana. Byrjar vika þessi raunar þann 29. april á afmælisdegi keisarans sem að sjálfsögðu er almennur fridagur. 1. mai, sem Japanir kalla á bandariska visu „May Day”, þykir hins vegar ekki ástæða til að leggja niður hversdagsstörfin, enda afmælisdagur keisarans liklega merkilegri en alþjóðadagur verkalýösins i augum japanskra stjórnvalda. Þó gefa ýmis fyrir- tæki starfsmönnum sinum fri 1. mai og leyfa þeim að taka afmælisdag keisarans út 30. april svo aö úr þessu verði samfellt fri. Og þó að ekki sé veitt fri i skólum landsins þá mætti t.d. kennari minn i japanskri tungu ekki i skólann þann dag. Ekkert varð ég var við fjöldagöngur 1. mai eins og tiökast á Islandi, en frétti samt að kommúnistar og sósialistar hefðu skipulagt einhverjar kröfugöngur eða utifundi. Þann 3. mai halda Japanir svo hátiðlegan stjórnarskrárdag sinn til að minnast þess dags er bandamenn úthlutuðu þeim stjórnarskránni 1947 (að visu i samráði við eftirstriðsstjórn Japana). 5. mai er svo siðasti dagur gullnu vikunnar. Er hann til- einkaður litlum drengjum og mun eiga sér ævafornar rætur. Litið er þó oröið eftir af upp- runalegum hefðum dagsins annað en almennt fri sem nær til einstaklinga af báðum kynjum og á öllum aldri. Ótrúlegur fjöldi Japana notar tækifærið þessa „gullnu viku” til ferðalaga, aðallega innan- lands. Hið sama gerði undirrit- aður. Tók ég þátt i þriggja daga námskeiði japanskra esperant- ista I æskulýðsheimili i borginni Yaizu. Ég held að ég hafi sjald- an komiö i troðnari lestir á æv- Vormynd frá Tokitð: Ragnar Baldursson ásamt konu sinni, Sari, tengdamóður (I „kimono”) og sam- nemendum undir blómguöu kirsiberjatré (sakura) viö heimili sitt i Toklo. Heföbundinn vorsiður i Japan er svonefnd „krisibiómaskoðun” (hanami). inni enda er þrjú hundruö prósent nýting á öllum helstu hraðlestum I Japan þessa daga. Fljótlega eftir gullnu vikuna má merkja komu sumarsins. Vorið er að visu löngu komið og hitastig þess svipað Islensku sumri en sumar er ekki I lofti hér fyrr en hitamælirinn fer aö nálgast þrjátiu stig á Celsius. Um miðjan mánuðinn var skyndilega kominn 28 stiga hiti en Japanir telja samt ekki að sumarið byrji fyrr en i júni þvi að þannig fá þeir þrjá mánuði I hverja árstið (Kinverjar eru lika haldnir þessari áráttu að deila 4 upp 112 og fá þannig út að þaö séu þrir mánuöir I öllum árstiðum i Kina). Ekki skal ég segja um það hvort hækkandi hitastig veöurs- ins hafi nokkru valdið um það að skyndilega sauð upp úr i japönskum stjórnmálum og þingið lýsti yfir vantrausti á for- sætisráðherrann, Ohira, og flokk hans að tilhlutan sósial- ista. Þegar þvllikir atburðir gerast á Islandi þykir þaö varla ýkja fréttnæmt, en flokkur Ohira, Frjálslyndi lýöræðis flokkurinn, hefur veriö við völd allt frá þvi skömmu eftir seinni heimsstyjöld eða i hartnær þrjátiu ár og verið nær einráður i japönskum stjórnmálum allan þann tima þvi aö hann hefur ávallt haft hreinan meirihluta á þingi. Hið kaldhæðnislega er að þótt vantrausttillaga á stjórn flokksins hafi verið samþykkt þá hefur flokkurinn samt örugg- an meirihluta á þingi. Astæðan fyrir þvi aö sósialistum tókst að fá meirihluta fyrir vantrausttil- lögu sinni er einfaldlega sú að þeir gátu notfært sér klofning innan Frjálslynda lýöræðis- flokksins þannig að hluti þing- manna hans var fjarverandi viö atkvæðagreiösluna eöa sat hjá. Þannig komu upp stjórnarand- stæðingar i stjórnarflokknum! Eitthvað minnir þetta á Sjálf- stæöisflokkinn á tslandi nema hvað þar eru stjórnarsinriar i stjórnarandstæðingaflokki. Biða nú allir með óþreyju eftir komandi kosningu. Þann 27. mai, i miðjum þessum japanska stjórnmálaslag, kom forsætis- ráðherra Kinaveldis og formað- ur Kommúnistaflokks Kina, Hua Guofeng, i nokkurra daga heimsókn. A meöan á henni stóð notuðu blaöamenn tækifærið og fengu hálfs klukkutima fund meö honum. A þennan blaöamannafund voru boðaðir ekki aðeins japanskir blaðamenn heldur einnig fulltrúar erlendra stór- blaöa. Blaðamaður Visis var þó ekki þar á meðal. Tæplega kom það að sök þvi að fundinum var sjónvarpað beint og kom litið sem ekkert fram á honum sem ekki var þegar vitaö. Eitthvað viröist japanska utanrikisráðu- neytið hafa verið tvistigandi við undirbúning þessa fundar um það hvernig haga bæri túlkun og hvort túlka skyldi yfir á ensku þvi að meöal annars var hringt til undirritaðs og hann inntur eftir þvi hvort hann treysti sér til túlkunar milli kinversku og ensku. Að lokum var þó ákveðiö aö láta nægja að þýöa yfir á japönsku þvi aö flestir frétta- mannanna eru fleygir á þeirri tungu. Létti undirrituöum mikið við þá ákvörðun þvi að Hua for- maður er frá Hunan-héraði og talar aðallega Hunan-mállýsku sem er nokkuð frábrugöin þeirri Pekingmállýsku sem stundum er köllum mandarin og ég hef lært. Vegna þeirrar ólgu sem er I japönskum stjórnmálum, auk frétta af fasisma og blóðugri kúgun hersins i Kóreu á lýð- ræðissinnum, féll koma Hua Guofengs nokkuð i skuggann. Ekki verður þó annað séð en að hann hafi verið ánægður með móttökurnar og þessi fyrsta heimsókn æðsta manns Kina- veldis til Japans frá þvi sögur hófust hafi verið árangursrik. Þannig var siðastliðinn maf- mánuður ef til vill einn af við- burðarikustu mánuðum allt frá þvi i strfðslok I Japan, a.m.k. á stjórnmálasviðinu. Tókió, 4. júni 1980. Ragnar Baldursson. aöutan Ragnar Baldursson, f réttaritari Vísis í Tokyo í Japan segir hér fréttir þaðan af hátíðahöldum, stjórnmálahræringum og fleiru þar eystra. Eins og sjá má er fréttabréfið skrifað áður en Ohira, fyrrverandi forsætisráð- herra Japans, lést skyndilega á dögunum. Skoöanamyndanir og innræting Liklega er óskemmtilegt að vera i útvarpsráði. Eilift kvabb um mismunandi smekk og skoð- anir. Þegar meiri tiöindi gerast, þarf að fjalla um i sömu andrá dauða prinsessu i landi þúsund- og einnar nætur og olluviöskipti. Hins vegar virðist hafa farið næstum algjörlega framhjá þessum vöröum réttra skoðana og hagsmuna, að undanfarna mánuði hefur átt sér staö á Islandi kosningabarátta til for- setakjörs. Aðgerðaleysi rikis- fjölmiðlanna og siðbúin við- brögö gagnvart þessu aðal- fréttaefni undanfarandi vikna eru með ólíkindum. Enn verra er, aö það viröist hafa gleymt mikilvægi hinna opinberu fjöl- miðla varðandi lýöræðislega upplýsinga skyldu um mikilvægi landsmálefni. I umræöum um „frjálst út- varp”, sem alltaf skýtur upp kollinum við og við hafa verið aöalrök foráöamanna Rikisút varpsins, að algjörlega óheft leyfi til útvarpssendinga i land- inu fæli I sér þá hættu, að skoö- anamyndun og alls kyns innræt- ing gætu falliö undir vald fjár- sterkra og áróðurshneigöra hópa, en hlutlausri, málefna- þá menn, sem þjóöin þarf að taka afstöðu til við val i æðsta embætti landsins. Þá gerist ein- mitt þaö I eigin garði, sem hindrað skyldi með þvi að gefa ekki hverjum sem er leyfi til út- varpsreksturs: öðrum fjölmiðl- um er látin eftir nær öll upplýs- ingamiölun um jafn afgerandi málefni fyrir þjóðina og forseta- jör, og þar með einmitt stofnað legri og ítarlegri upplýsinga- miðlun, og þar með upplýstri lýðræöislegri framvindu, væru hættur búnar. Eru þetta gild og falleg rök. Þess vegna er þvi hrapallegra að horfa uppá Rikisútvarpið gleyma þeim svo illilega, þegar verulega ætti að koma til kasta þess að sinna þessari yfirlýstu lýðræðislegu skyldu sinni og kynna sem best Jrfn telur að útvarpið hafi gleymt mikilvægi hinna opinberu fjölmiðla varðandi lýðræðislega upplýsingaskyldu um mikilvæg landsmálefni. til þeirrar hættu, að valdamikl- ir, f jársterkir og áróöurshneigð- ir flokkar geti haft afgerandi áhrif á úrslitin. Er hér um miklu alvarlegra mál að ræða en virð- istviö fyrstu sýn, sem nær langt útfyrir þetta einstaka tilefni. Undanfarið hefur verið bent nokkuð á þetta sinnuleysi rikis- fjölmiölanna, og fyrir nokkru siöan kom fram opin áskorun til útvarpsráös um að einhver bragarbót yrði gerð. Hinu háa ráöi hefur ekki þótt slik ábend- ing neðan frá hinum almenna hlustendahópi svaraverö og lát- iö nægja hina siöbúnu og tak- mörkuöu kynningu, sem nú er loks hafin. En með henni viröist vakna stórum áhugi hjá þessari þjóð, sem ekki á að vera að skipta sér af málefnum fjöl- miðlunarstjóra, um að fá betri kynningu á frambjóðendunum en boðiö er upp á, þvi að töluvert er I húfi. Þvi er hér með, þótt á siðustu stundu sé, enn farið fram á aukna kynningu á fram- bjóðendum, t.d. með lýsingum á fundum þeirra og málflutningi þar þessa siðustu daga fyrir kosningar. Jón Asgeirsson Ægislðu 68 Reykjavlk. neöanmóLs Jón Ásgeirsson, skrifar hér um útvarpsráð og Ríkisútvarpið í tilefni umfjöllunar um forseta- frambjóðendur og telur, að útvarpið hafi gleymt sér illilega, þegar veru- lega hefði átt að koma til kasta þess. Fer hann fram á að kynning á frambjóðendum verði enn aukin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.