Vísir - 24.06.1980, Síða 23

Vísir - 24.06.1980, Síða 23
23 vtsnt Þriöjudagur 24. júni 1980. Umsjdn: Kristln Þorsteinsdóttir, „Umheimurinn” er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld og er ögmundur Jónasson, frétta- maður, umsjónarmaöur hans. Þátturinn, scm fjallar um erlenda viðburði og málefni, hefst kl. 22.00 og stendur I tæpa klukku- stund. Annar þáttur myndaflokksins „Sýkn eða sekur" er á dagskrá sjönvarpsins i kvöld. Aðalhlut- verkið er I höndum Ron nokkurs Leibman, sem hér er til hægri á myndinni. Útvarp ki. 14.00: Setning presta- stefnunnar Prestastefnan verður sett i dag kl. 14.00. Setningin fer fram i Menntaskólanum i Reykjavik og verðurhenni útvarpað. Á setning- unni flytur biskup Islands ávarp og yfirlitsskýrslu um störf og hag þjóðkirkjunnar á synodusárinu. 1 tilefni prestastetnunar verður siðan flutt synoduserindi i útvarpinu kl. 19.35. Flytjandi er Kristján Valur Ingólfsson og nefnir hann erindið „Messan i sögu og samtið.” K.P. Biskup tslands, herra Sigurbjörn Einarsson.setur prestastefnuna i dag kl. 14.00. útvarp Þriðiudagur 24. júni 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10. Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Dag- skrá. Tónleikar. 8.55 Mælt máL Endurtekinn þáttur Bjarna Einarssonár frá deginum áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Frásagnir af hvutta og kisu” eftir Josef Capek. Hallfreður örn Eiriksson þýddi. Guðrún Asmunds- dóttir leikkona les (5). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- gregnir. 10.25 „Man ég það, sem iöngu leiö” Ragnheiður Viggós- dóttir gefur þessum þætti sérheitið: „Svanir til söngs, álftir til nytja”. Lesin grein eftir Jón Theodórsson I Gils- fjarðarbrekku um nytjar af álftafjöðrum. 11.00 Sjávarútvegur og siglingar. Umsjónarmaður- inn, Ingólfur Arnarson, fjallar um ýmis erlend mál- efni, sem sjávarútveginn varða. 11.15 Morguntónleikar: 12.00 Fréttir. Tónleikar. Til- kynningar. A frivaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.00 Prestastefnan sett i Menntaskólanum i Reykja- vik. Biskup tslands flytur ávarp og yfirlitsskýrslu um störf og hag þjóðkirkjunnar á synodusárinu. 15.15 Tónleikasyrpa.Tónlist úr ýmsum áttum og lög leikin á ' mismunandi hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 VeBurfregnir. 16.20 Sfðdegistónleikar 17.20 Sagan „Brauð og hun- ang” eftir Ivan Southall. Ingibjörg Jónsdóttir þýddi. Hjalti Rögnvaldsson les (5). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Rréttir. Tilkynningar. 19.35 Messan I sögu og samtið. Séra Kristján Valur Ingólfs- son flytur synoduserindi. 20.00 Frá Mozarthátiðinni I Salzburg I janúar þ.á. 21.00 Jónsmessuvaka bænda. Agnar GuBnason blaBafull- trúi bændasamtakanna tal- ar viB SigurB Agústsson i Birtingaholti um tónlist og Halldór Pálsson fyrrver- andi búnaöarmálastjóra um hrútasýningar fyrst og fremst. 21.45 Otvarpssagan: „Fugla- fit” eftir Kurt Vonnegut. Hlynur Arnason þýddi. Anna GuBmundsdóttir les (10). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Nú er hann enn á norð- an”. 23.00 A hljóöbergi. Umsjónar- maBur: Bjöm Th. Björns- son listfræöingur. Þrir heimskunnir myndhöggvar- ar ræöa um verk sin og viö- horf: Barbara Hepworth, Reg Butler og Henry Moore. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. sjonvarp Þriðjudagur 24. júní 1980. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Tommi og Jenni. 20.40 Dýrðardagar kvikmynd- anna. Fimmti þáttur. Gamanmyndirnar. ÞýBandi Jón O. Edwald. 21.10 Sýkn eöa sekur? 22.00 Umheimurinn. Þáttur um erlenda viBburöi og málefni. Umsjónarmaöur ögmundur Jónasson frétta- maöur. 22.50 Dagskrár'lok. GAGNRÝNi A FJðLDAHREYFINGAR Tvenn samtök bera gjarnan á tyllidögum heitið „fjöldahreyf- ingar fólksins” i munnum þeirra, sem halla sér til vinstri allt inn i miðjan Framsóknar- flokk. Þetta er verkalýðshreyf- ingin og sam vinnuhreyfingin. Það er án efa rétt aö finna má margan skyldleikann I sögu þessara samtaka, en óneitan- lega þykir oft leika vafi á þvi, að „fólkið” eigi eða ráði þessum hreyfingum. Ástandið innan verkalýös- hreyfingarinnar er öllum ljóst. Þar hefur á undanförnum árum og áratugum þróast fámennis- stjórn, sem kemur litið við, hvað hinir almennu félagsmenn i verkalýösfélögunum kunna að vilja. Þeim er mjög sjaldan gef- inn kostur á að tjá sig um mál- efni hreyfingarinnar, og þá yfir- leitt með þeim hætti, aö flestir almennir launþegar, sem litið kunna fyrir sér I málflutningi á fundum, veigra sér við að láta I sér heyra eða jafnvel aö mæta. ' Þess vegna er fundir I félög- unum fámennir og forystan ræður öllu sem hún vill ráöa og allt I nafni „fólksins” eða „al- þýðunnar”. Það bætir svo ekki úr skák, að þessar fámennis- stjórnir eru yfirleitt flokkspóli- tiskar, enda litið á þær af for- ingjum stjórnmálaflokka sem skiptimynt I flokkabaráttunni. Samvinnuhreyfingin býr einnig I reynd við flokkspóli- tiskar fámennisstjórnir. Þaö vita auðvitaö allir, aö I stjórnum langflestra kaupfélaga á land- inu eru framsóknarmenn með töglin og hagldirnarog er KRON I Reykjavik helsta undantekn- ingin, en þar hefur kommunum lengi tekist að halda völdum. I stjórn Sambandsins er svo flokkspólitisk blanda, þar sem framsóknarmenn hafa þó vænan meirihluta og ráða þvi öllu, sem þeir hafa hug á. Vmsir toppar I stjórnkerfi þessara hreyfinga kenna vafa- laust „fólkinu” um hvernig komið er, það sé áhugalaust, mæti ekki á fundum og notfæri sér þannig ekki þann rétt, sem það hefur á pappirnum til að hafa áhrif á gang mála I hreyf- ingunni, kjör I stjórnir o.s.frv. En meginástæöan fyrir þvi, hversu félagsmenn eru áhuga- litlir um að mæta á félagsfund- um, er hins vegar sú, aö þeir geta einir og hver um sig ná- kvæmlega engin áhrif haft gegn sameinuðu valdi t.d. stjórnar kaupfélags og kaupfélagsstjóra. Og ef félagsmenn á einhverju félagssvæðinu færu að koma á meö sér skipulögöum samtök- um til aö knýja fram breytta stefnu á aöalfundi, eöa jafnvel kaupfélagsstjóraskipti, er hætt viö að harkalega yröi gripið á móti. Þetta vita menn og láta þvi oft vera aö koma nálægt starfsemi félaganna. Mörgum, sérstaklega i sveit- um landsins finnst að kaupfélög in (Tafi mjög fjarlægst sitt upp- haflega markmið og séu stund- um rekin út frá allt öðrum sjónarmiðum en beinum hags- munum félagsmanna sjálfra. Þessa gagnrýni taka margir fé- lagsmenn I kaupfélögunum undir þegar hún ber á góma. t nýjasta afsprengi islenska kvikmyndavorsins, ööali feðr- anna eftir Hrafn Gunnlaugsson, er sett fram mjög hörö ádeila á kaupfélögin. Þar er að visu lögö megináhersla á spillingu for- ystumanna kaupfélaganna, og slik persónuleg spilling stund- um máluð of sterkum litum til þess aö hún verði raunsæ. Þess verður að sjálfsögðu að gæta i allri gagnrýni, aö ekki sé svo langt seilst, aö sá sem gagnrýn- ina á að nema, neiti að trúa. Þótt á þessu örli I Óöali feör- anna er rétt að undirstrika, að sú gagnrýni, sem fram kemur þar á réttindaleysi bænda gagn- vart kaupfélögunum, á I megin- atriðum rétt á sér, burtséð frá persónulegum uppákomum kaupfélagsstjóra og fjölskyldu hans i myndinni. Ekki er að efa að einhverjir eiga eftir að risa upp til varnar fyrir kaupfélögin þegar farið verður að sýna kvikmynd Hrafns út um land og jafnvel fyrr, enda ná ádeilukvikmyndir engum árangri I samtimanum nema þær leiði til umræðu og hugsanlega endurmats. Það væri vissulega skemmti- legt, ef Islenska kvikmynda- voriö, sem vonandi veröur innan tlðar að langvarandi sumri, kallaði á næstunni á kvikmynd, sem tæki á gagnrýn- inn hátt fyrir misbeitingu valds og aðstæðna i verkalýðshreyf- ingunni á svipaöan en kannski aö hluta til á raunsærri hátt en Óöal feöranna tekur samvinnu- hreyfinguna til bæna. Svarthöfði

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.