Vísir - 25.06.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 25.06.1980, Blaðsíða 5
5 vlsm MiOvikudagur 25. júni 1980. • Umsjdn: Axel Ammendrup Haföi Sanjay ekki tilskilin réttindi? - indversk stlórnvðld hættu skyndllega við rannsókn á tlugslysinu Sanjay ekur um götur Nýju Delhi og tekur við hamingjuóskum stuön- ingsmanna sinna eftir aö hafa náö kjöri I þingkosningunum I janúar. Indverska stjórnin hætti skyndilega viö rannsókn á flug- slysinu, sem leiddi til dauða Sanjays Gandhi, sonar Indiru Gandhi. Pólitiskir andstæðingar Sanjays halda þvi fram, að það sé vegna þess að sonur forsætisráð- herrans hafi ekki haft tilskilin réttindi til að fljúga listflugvél- inni. Þá segja indversk dagblöð, að listflug Sanjays yfir þéttbýlis- svæðum hafi þverbrotið allar flugreglur og að hann hafi áður verið varaður við þessu. Llk Sanjays, sem var 33 ára gamall, var brennt i gær. Þjóðar- sorg rikir I landinu, en tilfinning- ar landsmanna vegna fráfalls Sanjays eru skiptar, því á stutt- um stjórnmálaferli sinum eign- aðist hann bæði ákafa stuðnings- menn og hatursmenn. Nú biða andstæðingar jafnt sem stuðningsmenn Indiru Gandhi spenntir eftir þvi að sjá hvernig hún bregst við fráfalli Sanjays, sem gerði að engu spár um að enn einn ættliður Nehru-fjölskyldunn- ar tæki við stjórn Indlands. Pakistanir: Krefjast harkalegra aögeröa gegn ísrael - Haldl peir lasl við áform um að gera Jerúsalem að hðfuðborg fsraels Oryggisráð Sameinuðu þjóð- anna mun greiða atkvæði um nýja tillögu, þarsem Israelsmenn eru fordæmdir fyrir ráðagerðir um að gera Jerúsalem að höfuð- borg rikisins, slðar I þessari viku. Umræðum um tillöguna var frestað I gær eftir að Pakistan og fleiri islamskar þjóðir, sem ekki eiga aðild að ráðinu, kröfðust harkalegra aðgerða ef Israelsmenn héldu fast við áform sln, en málið er nú fyrir isreaelska þinginu, Knesset. Orðalagið I tillögum Pakistana, sem dreift var til fulltrúa örygg- isráðsins I gær, er að öllum llk- indum óaðgengilegt fyrir Banda- rikjamenn, þvi samþykkt slíkrar tillögu myndi sennilega kosta Carter forseta atkvæði Gyðinga i forsetakosningunum i haust. Fulltrúar ráðsins munu ræðast óformlega við I dag og reyna að breyta orðalaginu þannig, að Bandarikjamenn geti setið hjá i Pakistan, sem talaði fyrir hönd við atkvæðagreiðsluna frekar en I islömsku rikjanna, ásakaði að beita neitunarvaldi. Israelsmenn um útþenslustefnu. Agha Shahi, utanríkisráðherra | Shahi sagði, að ástandið hefði versnað vegna seinustu aðgerða þeirra I þá átt að innlima Jerúsal- em algerlega. Hann ásakaði Israelsmenn fyrir að eyðileggja arfleifð borgarinnar i ofsafengn- um tilraunum til að gera borgina, sem hann kallaði jafnan sinu arablska nafni, A1 Quds A1 Sharif, „gyðinglega”. Framdi herinn Ijölda- morð í El Salvador? Jose Guillermo Garcia, hers- höfðingi og varnarmálaráðherra E1 Salvador, neitaði I gær ásökun- um biskups I Honduras um að hersveitir hans hefðu drepiö sex hundruð manns, sem reyndu að flýja landið. Jose Carranza Chavez, biskup við landamæri E1 Salvador, sagði I gær að f jöldamoröin hefði átt sér stað 14. mai, eftir leynifund yfir- mann herja E1 Salvador, Guate- mala og Honduras. Hann sagöi, að þjóðvarðliðar hefðu hafið skothrlð á flótta- mennina, þar á meðal margar konur og börn, þar sem þau biðu eftir að komast fyrir ána Sumpul til Honduras. Guillermo, hershöfðingi, bauð blaðamönnum að fara með þáámeintan morðstað til að sannafyrir þeim, að ásakanirnar væru falsaðar. „Það er alger fjarstæða aö her- inn standi að sllkum glæp”, sagði ráðherrann. Baskarmeö enn eina sprengju- herferöina Spænska lögreglan lét tæma mörg hótel og veitingahús I austurhluta landsins I gær eftir að skæruliðar Baska hótuðu að sprengja þar tvær sprengjur. Aðskilnaðarsamtökin ETA höfðu samband við fréttastofu Baska og tilkynntu að þau hefðu komið sprengjunum fyrir I Alicante og Javera, og myndu þær springa einhverntima á timabilinu frá miðnætti til klukk- an átta I morgun.ETA samtökin gáfu nákvæmar upplýsingar um hvar sprengjurnar væru og lögðu til að staðirnir yrðu tæmdir af fólki. Siðast þegar fréttist höfðu engar sprengjur sprungið. ETA-samtökin tilkynntu á laugardaginn, að þau hygðust hefja nýja sprengjuherferð á fjöl- förnustu ferðamannastöðum Spánar. Sprengingarnar myndu halda áfram þangað til stjórnvöld leystu úr haldi 19 Baska, sem grunaðir væru um hermdarverk. Fjórir skæruliöar Baska með al- væpni ræðast við. Litiö hefur frest af skæruliðunum undanfarna mánuði, en nú hafa þeir hafiö nýja sprengjuherferð. Kviknaðl í út frá sígarettu Siðustu fréttir af brunanum i skýjakiúfnum I Manhattan herma, að eldurinn hafi kviknað út frá sigarettuglóð. , Eins og sagt er annars staöar á siðunni veiktust á sjötta tug slökkviliðsmanna af reykeitrun en um 200 slökkviiiðsmenn tóku þátt I að slökkva eldinn. Gerði allt vlttaust í tiiótabátnum ' Drukkinn, þýskur sjómaöur, gekk berserksgang á fljótabát og sigldi bátnum sem brjálaður væri um sex kllómetra langa leið eftir skurðum V-Berlinar, áöur en lög- regla náði að stökkva um borð I bátinn og stöðva manninn. Lögregluþjónar sáu bátinn rek- ast utan I tvær brýr, sigla á nokkra báta og rekast stöðugt ut- an I skuröbakkana. Lögreglan sagöi, að hinn 28 ára gamli sjómaður hafi tekiö bátinn eftir mikla drykkju, og hafi hann áður skýrt skipstjóranum frá þvi, að hann ætlaöi að sigia niður að Rinarfljóti til hafnar, nálægt heimkynnum hans. Gullverð hækkar skyndllega Gullverð hækkaði um lSdoilara I New York i gær og þegar verð- bréfamarkaöir voru lokaðir, var gullverðið 10 dollurum hærra I New York en i London. Gullúnsan komst upp I 616,50 og gátu menn ekki skýrt þessa snöggu veröhækkun. Töldu sum- ir, að arabiskir oliukóngar væru að taka guli sitt út úr vestrænum bönkum. Skiptu peningum bankans á mim íbúa borpslns Vinstri sinnaðir skæruiiðar tóku kolumbiskt þorp á sitt vald og héldu þvi I tvo tima I gær. Þeir drápu einn lögregluþjón og tóku alla peninga ur bönkum þorpsins og dreifðu þeim á milli þorpsbú- anna. 18 félagar i M-19 hópnum, þeim sama og tók Dóminikanska sendi- ráðið i Bógóta i febrúar og hélt þvi I tvo mánuöi, komu til ICONONZO SEM ER UM 250 kflómetra frá höfuðborginni, i tveimur strætisvögnum i gær. Þeir hófu skothrið á lögregluliö bæjarins, drápu einn lögreglu- þjón og særðu þrjá alvarlega. Aður en þeir hurfu á braut aftur, tóku þeir 65 þúsund dollara úr tveimur bönkum þorpsins og dreifðu þeim á milli Ibúanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.