Vísir - 25.06.1980, Síða 14
vtsm
MiÖvikudagur 25. júni 1980.
•fV'
Í4
HVAR ER LÖGREGLAN?
Halldór Páll Gislason
skrifar:
Er maöur ekur upp i Hval-
fjörö, fer þaö ekki fram hjá
neinum, að i Kjósinni, rétt fyrir
neðan bæinn Eyrarkot, stendur
gamall, hvitur, ameriskur
station bill.
Bill þessi hefur sennilega
staöiö þarna um lengri tima, þvi
ermaöur ekur fram hjá bilnum,
sést lausamöl allt i kring um bil-
inn eins og um vegarkant væri
að ræða.
Bíll þessi er mikil slysagildra,
þar sem nokkra metra frá biln-
um er blindbeygja og þar aö
auki er vegurinn þarna afar
mjór og holóttur. Ef tveir bilar
mættust þarna og væru á venju-
legum þjóövegahraða, um 100
km/klst., þyrfti ekki aö spyrja
að leikslokum.
En hvar er lögreglan? Já,
hvar er lögreglan — það mætti
segja mér að hún hafi ekiö fjöl-
mörgum sinnum þarna um, án
þess aö gera nokkuð.
En nú finnst mér nóg komið.
Er það ekki i verkahring lög-
reglunnar aö fjarlægja svona
aöskotadýr eins og þennan bil?
Hverjum er um að kenna ef
slys hlýst af?
Hefur lag
áað ná
farsælii
lausn
V i 1 h j á 1 m u r B .
Vilhjálmsson skrifar:
Það er mikiö rætt um forseta-
kosningar þessa dagana og er
það aö vonum. Athygli vekur aö
all stór hluti þjóöarinnar viröist
ekki hafa ákveöiö ennþá hver
skuli veröa næsti forseti, enda
eru allir frambjóöendur góöum
hæfileikum búnir. I þjóðfélagi
okkar eru nú ýmsar blikur á
lofti.sem öllum eru kunnar þótt
stæröargráöa þeirra vanda-
mála, sem viö er aö etja, sé ekki
kynnt sem skyldi.
Guölaugur Þorvaldsson rikis-
sáttasemjari hefur sýnt meö
verkum sinum á undanförnum
árum, aö hann hefur sérstakt
lag á aö sætta hin ólikustu
sjónarmiö og þannig ná fram
farsælli lausn á þeim vanda sem
steöjaö hefur aö hverju sinni.
Þaö er sannfæring min aö Guö-
laugur Þorvaldsson sé rétti
maðurinn til aö setjast I forseta-
stól aö Bessastööum vegna
góðra mannkosta og hæfni sem
mannasættir. Þess vegna vil ég
skora á fólk aö kjósa Guölaug
Þorvaldsson i forsetakosning-
unum hinn 29. þessa mánaöar.
Grkusparnaður sayn
opnunarlíma verslana
Húsmóðir i Reykjavik
hringdi
og vildi gera athugasemdir
viö opnunartima verslana, sér-
staklega á laugardögum. Hún
sagöi aö fyrir fólk meö stórar
fjölskyldur væri ófært aö þurfa
aö aka langar leiöir á timum
orkusparnaðar til þess aö kaupa
inn varning sem alltaf stendur
til boöa i næstu verslun t.d. i
Bandarikjunum.
Sú örtröö sem skapast um
helgar i hinum fáu búöum á
Stór-Reykjavikursvæöinu, sem
hafa opiö, er ekki til þess aö fólk
sé aö eyöa stórum tima helgar-
innar i akstur og biöraðir vegna
innkaupa, slikt sé ekki nútima-
þjónusta.
Guðlaugur var bestur!
Ágætu lesendur
Þaö var vissulega ánægjulegt
aö fá loksins aö sjá forsetafram-
bjóöendurna i sjónvarpi siðast-
liöinn föstudag. Mér þótti þau
öll standa sig nokkuö vel, en þvi
er ekki aö neita að Guölaugur
Þorvaldsson bar af. Hann svar-
aöi spurningum ákveöiö, en
samt af þeirri háttvisi og prúö-
mennsku sem honum er lagin og
komst þar meö aö minum dómi
bestfrá þættinum þegar á heild-
ina er litiö.
Nú er lokasprettur kosn-
ingabaráttunnar hafinn og ekki
annað aö sjá en aö baráttan
standi milli Vigdisar og Guö-
laugs. Mikilvægt er fyrir okkur
stuöningsmenn Guölaugs aö
fylkja okkur þétt saman og mig
langar til aö skora á alla stuön-
ingsmenn hans og reyndar alla
landsmenn aö halda áfram
heiðarlegri og drengilegri
baráttu, en sérstaklega langar
mig til aö hvetja stuöningsmenn
Guðlaugs til aö vinna nú mark-
vist aö kjöri hans þessa siöustu
daga.
Hólmfrlöur Gunnlaugsdóttir
Bóistaöarhllð 62
Reykjavik
Nnr.: 4270-0878
sandkom
Sveinn Guö-
jtínsson
skrifar.
ðslður
Listahátiö var aö vonum
mjög ofarlega i hugum manna
á meðan hún stóö enda varö
hún fjölmiölum drjúgt um-
ræðuefni þar sem sitt sýndist
hverjum. Aö Listahátiö lok-
inni heldur umræöan áfram og
nú snýst máliö um þaö, hvort
hátföin skilaöi gróöa eöa tapi.
Lmræöa af þessu tagi er
óeölileg og raunar ógeöfelld á
margan hátt þar sem menn-
ingarstarfsemi veröur tæpast
mæld I peningum. Þótt tap
hafi verið á Listahátiö, sem
reyndar hefur enn ekki verið
reiknaö út, segir þaö ekkert
um gæöi hennar. Ljóst er, aö
forráöamönnum hátiöarinnar
tókst þaö markmiö sitt, aö
færa hátiöina út til fólksins
þótt ýmis atvik yröu til þess aö
draga úr aösókn á einstök
atriöi. Og þótt menn greini á
um listrænt gildi einstakra
atriöa breytir þaö ekki þeirri
staöreynd aö þarna fór fram
menningarstarfsemi sem var
allrar athygli verö.
Sandkorn getur þvi tekiö
undir meö örnólfi Árnasyni,
framkvæmdastjóra hátiöar-
innar, aö þaö er ósiður i sam-
bandi viö Listahátið aö ein-
blina á krónur og aura og gild-
ir þaö sjónarmið raunar einn-
ig um aöra menningarstarf-
semi...
Að kafna í
kjaftæðl...
Umræöur um forsetakosn-
ingarnar eru nú i hámarki og
hafa þær þótt einkennast af
„hógværð og stillingu” eins og
einhver oröaöi þaö. Og rétt er
þaö, aö frambjóöendur hafa
blessunarlega sloppiö viö
söguburö af lakara taginu,
sem áöur hefur boriö á I for-
setakosningum og er þaö vel.
Mörgum hefur þó þótt nóg
um alla mæröina, sem hellt er
yfir þjóöina I formi lesenda-
bréfa og stuöningsmanna-
greina og dritaö hefur veriö
um siður dagblaöanna undan-
farnar vikur. Um þetta sagöi
góöur kunningi Sandkorns nú i
vikunni: „Þessar kosningar
eru aö kafna i kjaftæöi svo aö
ég er aö hugsa um aö kjósa
ekki neinn...”
Hér skal ekki lagöur dómur
á hvort framhjóöendur séu aö
kafna i kjaftæöi stuönings-
manna sinna en vissulega fer
þeim fjölgandi sem telja aö
mál sé aö linni varöandi skrif
þessi enda vafamál aö menn
almennt nenni aö leggja sig
niöur viö aö lesa þau úr þvl
sem komiö er..^^
Hestamenn
ekki f ísí
Þau mistök uröu hér I Sand-
korni I gær, aö fullyrt var aö
hestamenn væru komnir i
Í.S.t. sem ekki er rétt. Mis-
skilningur okkar stafaöi af
ruglingi á upplýsingum frá
þingi iþróttaba nda la gs
Reykjavikur svo og fyrirhug-
aöri þátttöku hestamanna á
iþróttahátiö Reykjavikur.
Hiö sanna i málinu er, aö
innganga hestamanna i Í.S.l.
hefur veriö til umræöu i
nokkur ár og nú á þingi
iþróttabandalags Reykja-
vikur hefur veriö fjallað um
umsókn Fáks I bandalagið. Þá
hefur Sandkorn fyrir satt, aö
innganga hestamanna i 1.8.1.
veröi tekin til umfjöllunar á
þingi t.S.I. sem hefst innan
tlöar.
Hlutaöeigandi eru hér meö
beönir velviröingar á þessum
mistökum....