Vísir - 25.06.1980, Page 16

Vísir - 25.06.1980, Page 16
16 Umsjón: Magdalena Schram VÍSIR Mi&vikudagur 25. júni 1980. Kauplélög og sveiiasæla Álit á ðöali feöranna úr ýmsum áttum - Laxnes segir myndina vera „gjaldgengan sjönleik” Samkvæmt upplýsingum frá Háskólabiói og Laugarásbiói hefur a&sókn a& kvikmyndinni Ó&al feöranna veriö góö. Myndin hefur vakiö athygli og hrós gagnrýnenda. Sæbjörn Valdimarsson segir t.d. I MorgunblaOinu i gær, aö „þaö sé ánægjulegt aö viö islendingar eigum or&iö marga afbragðs kvikmyndageröarmenn i flest þau störf, sem þarf aö vinna til þess aö gera góöa kvikmynd” og telur Óöal feöranna bera vott um þaö. Um kvikmyndatökuna segir aö hún sé „snilldarhandbragö”, um hljóöupptöku aö hún sé óaöfinnanleg”. Gagnrýnandi Þjóöviijans, Ingibjörg Haraldsdóttir, hrósar einkum leiknum I myndinni og kemur þaö henni „skemmtilega á óvart hve Hrafni virðist hafa fariö fram aö þvi leyti”. Allir þeir, sem skrifa um kvikmyndina fagna þeim árangri sem náö hefur veriö og þótt ýmislegt sé aöfinnsluvert, þá er nú svo komiö, aö „islenskar myndir af fullri iengd eru ekki lengur hvitir hrafnar. Þaö fer aö koma aö þvi aö viö getum ieyft okkur aö gagnrýna án þess aö eiga á hættu aö vera kölluð landráöamenn sem vilja fslenska kvikmyndageröarlist feiga” eins og Ingibjörg kemst réttilega aö orði. Nokkra athygli hefur vakiö sú mynd, sem I Óðali feöranna er dregin upp af kaupfélagsvaldinu, „þessum örlagavaldi bænda um land allt” (Mbl.). Og Ingibjörg skrifar, aö ef sú mynd er raunsæ, „hiýtur niöursta&a áhorfandans aö vera sú, aö Islenskir bændur væru ánauðugir þrælar og byggju I einhvers konar lénsskipulagi” og dregur gagnrýnandinn þetta i efa i grein sinni. En vist er aö margir áhorfendur muni velta þessu fyrir sér. Blaðamaöur geröi þaö til fróöieiks aö hafa tal af nokkrum, sem voru viðstaddir frum- sýningu myndarinnar og innti þá sér i lagi eftir „kaupfélagsmál- inu”. Ólafur Jóhannesson: Hann vildi litiö segja: „Ég hrökk nú ekkert við”, sagði Ólafur. „Ég tók þetta alls ekki sem aðalatriði og hef ekki hugs- að nánar út I þetta. En mér þótti myndin vel gerð”. Ólafur Ragnar Grims- son: — „Mér fannst myndin mjög góð. Hún sýnir, ásamt þeim sem á undan eru gengnar, að íslensk kvikmyndagerð er að taka framförum. Hvað varðar þá skoðun, sem fram kemur hjá aðalpersónun- um, sem ekki vilja hokra bara til aö hokra, þá á þetta sjónar- mið fullkomlega rétt á sér og á við viða um landið. Þessi bóndi var i hópi smábænda og mér hefur ekki fundist það koma nægilega fram á siðari árum einmitt þessi tvlskipting sem er I bændastéttinni, annars vegar rikir stórbændur og fátækir smábændur hins vegar. Trú- verðugt? tja — jú, mér þótti þetta trúverðugt sem saga, en það eru ekki allir bændasynir sem gera uppreisn og ekki allir kaupamenn, sem koma úr bæn- um, svona slæmir. Það sama á við um myndina, sem dregin er upp af kaupfélög- unum. Þaö eru t.d. ekki allir kaupfélagsstjórar I landinu, sem eiga svona finar sundlaug- ar eða svona fallegar dætur. En sú spurning, sem fram kemur i kvikmyndinni um samskipti stjórnanda eða manna valdsins — hún á alveg rétt á sér. Aftur á móti er margt annað I fari kaup- félaganna og samvinnuhreyf- ingarinnar yfirleitt, sem er skil- ið eftir úti I þessari umræðu”. Jón Sigurðsson, rit- stjóri Tímans: — „Ég var mjög ánægður með myndina og mér fannst hún trúverðug. Það verður að segja Hrafni til hróss, að hann gefur öllum aðilum tækifæri að túlka sina afstöðu. Auðvitað er þetta ekki beint fyrirlestur um ágæti kaupfélaganna, en um þau er fjallað bæði frá sjónarhóli stráksins og eins og honum koma málin fyrir sjónir, en kaupfélagsstjórinn og hans menn fengu lika að túlka sina afstöðu. Og ég get ekki séð að það þurfi neinn sérstakur flokk- ur að taka til sin ræðuna I erfis- drykkjunni. Slik ræöa er spurn- ing um kynslóð og staðsetningu, hefði þessi erfisdrykkja farið fram á heimili verkamanns i Reykjavik, hefði eflaust verið rætt um kjarabaráttu... Nú, og kaupfélagsstjórinn sýnir góðar hliðar lika, hann reynir að koma til móts við þarfir móðurinnar og þingmaðurinn kemur jafnvel I heimsókn til stráksins i tugt- húsið — þaö þótti mér jákvætt. En það er erfitt að búa á kotbæ, alveg eins og það er erfitt að reka litla útgerð eða litla versl- un, það er ekkert óeðlilegt þó tir óðali feöranna: Jóhann Sigurðsson I hlutverki Helga. menn verði argir. Nú, svo má jafnvel segja að myndin sé stuðningur við erfið- leikatalið hjá kaupfélögunum”, sagði Jón e.t.v. meira i kersknistón, „og annars var einn galli á myndinni, sem ég tók að visu ekki eftir heldur þurfti Sjálfstæðismenn til að benda mér á hann, nefnilega að kaupfélagsstjórinn ók á Volvo, en auðvitað átti hann að vera með bil frá Sambandinu!” „Leiklistarlegt drama” Þá var einnig spjallað við Halldór Laxnes um Óðal feðr- anna, ekki hvað sist vegna þess að Hrafn Gunnlaugsson hefur gert tvær myndir eftir sögum skáldsins, Lilju og Silfurtunglið. En hvernig fannst Halldóri Hrafni hafa tekist upp með sina eigin sögu? — „Mér þótti þetta góð mynd. Hrafn hefur viðað að sér mikl- um fróðleik, kemur honum til skila — mér þótti þessi mynd vekjandi. Hún brýtur að nokkru leyti i bága við aðra mynd, sem sýnd var I fyrra, þar sem tragedian var falin i þvi að fólk varð að flæmast burt af jörðum slnum og fara til Reykjavikur. Málsmeðferðin i báðum þessum myndum er mjög athyglisverð. Ef maður litur á þetta gegn um sjónargleraugu útlendinga — ef maður gæti imyndað sér að setja upp svoleiðis gleraugu, þá er náttúrlega flóttinn frá lands- byggðinni íslenzkt vandamál. Ef fólk er að flýja eymd eða volæði til að komast i betri lifs- kjör, nú þá etur sagan sjálfa sig. Þvi ef það er tragedia að flýja ástand, sem er helviti, hver er þá mórallinn? Þetta skilja út- lendingar ekki. Sveitafólkið hef ur ekki áhuga á þessu, þakkar guði fyrir ef það kemst úr hokr- inu. Þess vegna held ég að þessi tilhneiging til að sýna að fólk sé að flýja einhverja paradis, komist ekki til skila. Nú, en hér heima er svo sem allt öðru visi publikum. Mynd Hrafns setur strik I reikninginn.keyrir þvert á hina. Sveitasælan og rómantikin I sambandi við hana — þetta eru náttúrulega 19. aldar sjónar- mið. Hjá Hrafni koma fram ný sjónarmið og söguefnið etur sig aldrei sjálft, það koma fram dramatiskir hlutir, sem standa án tillits til umræðu um sveita- lifið. Það má vissulega segja um landbúnað eins og segir I gömlum latneskum fræðum um sjómennsku: navigare necesse est — það er nauðsyn að sigla. En ef sveitasælan er ekki betri en það, að fólk sé að drepast úr henni eða lifi eins og hundar, hver er þá tilgangurinn? Jú, hann tekur samvinnu- hreyfinguna á beinið, ég veit ekki — kannske misbrúk á sam- vinnuhreyfingunni, sem eventuelt hefur átt sér stað. Sllkt getur hafa átt sér stað i til- fellum, en er ekki hægt að halda fram sem málstaö i landbúnað- arpólitik og ég lit ekki á leikritið frá þvi sjónarmiði. Þetta voru dramatiskir hlutir, I myndinni er leiklistarlegt drama. Það stendur ekki til að það eigi að taka verslun i sveitum til bæna, ha. Já, viða var þetta gjald- gengur sjónleikur”. Ms „Stor stemnlng l Trudvang” NY SKALOSAGA UM GLÆP Karlakórinn Heimir úr Skagafirði er nýkominn úr söngför um Noreg. Formaður kórsins, Þorvaldur G. Óskars- son frá Sleitustöðum hitti Visis- mann aö máli og sagði kórinn afar ánægðan með ferðina og allar móttökur I Noregi. Flestir kórfélaganna eru bændur og létu þeir vetur og vorannir ekk- ert á sig fá heldur æfðu og skipulögðu af kappi og fóru sið- an utan að loknum sauðburði. Með I förinni voru eiginkonur og skyldfólk, en alls fóru um 70 manns utan og voru I 10 daga. Stjórnandi kórsins i vetur hef- ur verið Norðmaðurinn Svein Arne Korshamm og undirleikari var landi hans, Einar Schwaiger. I blaðadómum, sem Þorvaldur hafði I fórum sinum, segir m.a. að Heimir sé „gæða- kór i fyrsta flokki”, að „hljómur hans sé jafn og þéttur á öllum raddsviöum” og að „textameð- höndlunsé fáguö”. (Ostlending- en I Hamar) Aðrir dómar eru i svipuðum dúr. Um móttökurnar i Noregi sagði Þorvaldur að öllum Skag- firðingunum heföi boriö saman um gestrisni Norðmannanna. T.d. var tekið á móti gestunum með lúörablæstri i Hared við Alasund, þegar ferjan lagði að Þorvaldur G. Óskarsson form. Karlakórsins Heimis. bryggjunni. Þá nýttu kórfélagar tækifærið til að kynna sér búskaparhætti I Noregi, heim- sóttu m.a. kúabú með finasta fjósi, sem þeir höfðu augum lit- ið, en það vakti athygli gest- anna, að þar I landi eru kýr varla settar út fyrir dyr allan ársins hring. „Brunabillinn, sem hvarf” er nýjasta bók sænsku rithöfund- anna Maj Sjöwall og Per Wahlöö, sem nýlega var gefin út af Bóka- útgáfu Máls og menningar. Bókin er sú fimmta I sagnaflokknum Skáldsaga um glæp eftir höfund- ana, en i flokknum eru alls 10 bækur. Þær eru sjálfstæðar hver um sig, en aðalpersónurnar þær sömu, Martin Beck og starfs- bræður hans I rannsóknarlög- reglu Stokkhólmsborgar. „Brunabilinn, sem hvarf” verður aðdáendum þeirra Sjöwall og Wahlöö kærkominn sumarauki, og hinum, sem ekki hafa þegar kynnst þessum sænsku glæpasög- um, góö kynning á úrvalsbókum. Þá er einníg komið út fyrsta Tlmarit Máls og menningar á þessu ári. Eins og siður hefur ver- ið á undanförnum árum, er hluti þessa heftis lagöur undir greina- flokka um tiltekið efni og er það efni nú málefni og andstæður rikra þjóöa og fátækra. Meðal annars efnis I timaritinu að þessu sinni, má geta greinarinnar „Shakespeare á meðal vor” eftir Jan Kott I þýðingu Helga Hálf- dánarsonar, kvæði eftir enska skáldið Ted Hughes i þýðingu Sverris Hólmarssonar og erindi eftir Jakob Benediktsson, sem ber heitið Hafnarháskóli og Islensk menning. Umsagnir um bækur skrifa Óskar Halldórsson, um siðustu bók Snorra Hjartar- sonar, Hauströkkrið yfir mér, Pétur Gunnarsson skrifar um „Næstsiöasta dag ársins” eftir Normu E. Samuelsdóttur og Þorleifur Hauksson um ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur, Verksummerki. Ms

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.