Vísir - 27.06.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Föstudagur 27. júnl 1980.
8
Utgefandl: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastióri: Davfó Guömundsson.
' Ritstjórar: ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram.
Ritstiórnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttast(óri
erlendra frétta: Guómundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Frfóa
Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugl Jökulsson, Jónfna Mlchaelsdóttlr, Kristln
Þorstelnsdóttlr, AAagdalena Schram, P4II AAagnússon, Slgur|ón Valdlmarsson,
Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaðamaður á Akureyri: Glsll Sigur-
gelrsson. Iþróttir: Gylfl Krlstiánsson, K|artan L. Pálsson. L|ósmyndir: Bragi
Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlit og hönnun:
Gunnar Trausti Guðbjörnsson og AAagnús Ölafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson.
Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Ritstjórn: Slðumúla 14slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8
slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slml 86611.
Askriftargjald er kr.5000 á mánuöi innanlands og verö I lausasöiu 250 krónur ein-
takiö. Visirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Slöumúla 14.
...meoan Róm brennur
Kosningabarátta forsetaframbjóöendanna hefur tekið hugi manna alla, og aö svo
miklu leyti sem almenn þjóbfélagsumrœöa hefur fariö fram, hefur hún veriö I skopstil.
Meban Röm brennur hafa vandamáiin hrannast upp og ráöamenn veriö villuráfandl
eöa annars hugar.
íslenskt samfélag er óneitan-
lega sérkennllegt um margt.
Fyrir þann, sem sloppið hefur út
úr hringiðunni um nokkurt skeið,
og vill setja sig inn I þjóðfélags-
umræðuna, mætti ætla að
framtíð þjóðarinnar réðist af
því, hvort næsti forseti Islands
verði karlkyns eða kvenkyns,
stór eða lltill, menntaður alþýðu-
maður eða alþýðlegur mennta-
maður. Umræðuefnin eru ekki
stærri eða alverlegri I sniðum ef
litið er yfir síður dagblaðanna
undanf arnar vikur, og er þó ekki
verið að gera lítið úr mikilvægi
forsetakosninga. Allur sá hama-
gangur og glansmyndauppsláttur
sem átt hefur sér stað er afar
broslegur, einkum fyrir það
hversu hástemmd lýsingarorð
eru notuð af miklum
alvöruþunga.
Það er lofsverð viðleitni hjá
landsmönnum, að vanda vel val
sitt á þjóðhöfðingja, enda þótt
f lestum sé greinilega meira annt
um að kynna frambjóðendur
frekar en að kynnast þeim, ef
dæma má öll þau kynstur af
blaðagreinum, sem fyllt hafa
síður blaðanna. Sorglegt er þó að
sjá, að áköfustu stuðningsmenn
sumra frambjóðenda hafa nú
fundið það út, að „samsæri
síðdegisblaðanna" geti orðið
þeirra mönnum að falli, fyrir það
eitt, að þessi blöð hafa haft uppi
tilburð! til þess að kynna sér og
lesendum sínum afstöðu kjós-
enda.
Hitt sýnist hafa gleymst f hita
leiksins, að forsetl fslands, hver
sem hann verður, og hversu
farsæll sem hann reyndist, getur
lítil sem engin áhrif haft á
daglega stjórn landsmála. Hann
er ekki pólitiskur valdamaður.
En meðan Róm brennur,
vandamálin hrannast upp og
þjóðarhagur tekur kollsteypu, þá
eru landsmenn uppteknir f harð-
vftguri kosningabaráttu, ráða-
menn villuráfandi, og þjóð-
félagsumræðan fer fram í skop-
stfl.
A sama tfma og ráðherrar telja
almenningi trú um, að ekki sé
grundvöllur til almennra kaup-
hækkana, ákveða þingmenn að
hækka laun sín í kyrrþey um 20%.
Þegar fiskafurðir okkar seljast
ekkki lengur, dettur rfkisstjórn-
innl það snjallræði f hug, að skrá-
setja allt geymslurými f landinu.
Þegar verðbólgan æðir áfram
hömlulaust, tilkynna landsfeður
að stefnan sé sú, að kynda undlr
með skipulögðu gengissigi.
Þingmaður Alþýðubandalags-
ins lýsir ólaf Ragnar Grímsson
og Ragnar Arnalds ósanninda-
menn og einustu viðbrögðin eru
þau, að ólafur þegir þunnu hljóði
á f jögurra tfma f undi, og Ragnar
tekur sér sumarleyfi!
Vísir efnir til skoðanakönn-
unar um vinsælasta stjórnmála-
manninn og hver verður efstur
nema verðbólgukóngurinn
sjálfur, Olafur Jóhannesson.
Þjóðin heldur 17. júnf hátíðlegan
og forsætisráðherra notar tæki-
færið, til að upplýsa þjóðina um
að það sé verðbólga f landinu! Og
allir klappa fyrir merkri ræðu og
glænýjum fróðleik.
Steingrímur Hermannsson er
farinn til Færeyja í leit að fisk-
veiðistefnu og Þjóðviljinn telur
fóðurbætisskattinn bera vott um
að rrkisstjórnin hafl tekið af
skarið í landbúnaðarmálum.
Frá Sjálf stæðisf lokknum
heyrist nákvæmlega ekkert, og
eru það eftilvill bestu tfðindin úr
þeim herbúðum.
Þetta er glæsileg þjóðlífsmynd
eða hitt þó heldur.
Neró lék á fiðlu meðan Róm
brann. (slendingar dunda sér við
hégómlegar vangaveltur um
útlitog metorð fjögurra forseta-
frambjóðenda. Ráðamenn flýja
veruleikann og vandamálin,
meðan jörðin brennur undir
fótum þeirra.
Þegar komnir voru fram þrir
heiöursmenn, sem boöiö höföu
sig fram til forseta fagnaöi ég
þvi, aö auövelt mundi vera aö fá
hæfan mann i þaö viröulega
embætti. Sumum fannst
reyndar aö þaö heföi veriö ekki
laust viö brdölæti hjd þeim, sem
haföi tilkynnt framboö sitt áöur
en niiverandi forseti haföi skýrt
frá þvi aö hann gæfi ekki kost á
sér lengur. En þar sem þetta
voru allt mannkostamenn hver.
á sinn hátt, gat veriö vandi aö
velja. Þaö er svo, sem betur fer,
aö viö Islendingar eigum svo
marga mannkostamenn, aö
ekki er neitt riim fyrir þá alla á
Bessastööum. Já, ef trúa má
stuöningsmönnum þeirra, og
hvi skyldum viö rengja þá þá
neöanmáls
Hlöðver Sigurðsson
segist ekki efast um að
einhver eða kannski
allir karlmannanna,
sem i framboði eru, séu
færir um að gegna
embætti forseta, en að
sinu mati beri Vigdis
Finnbogadóttir af þeim
öllum.
eru þetta næstum heilagir
menn.
Svo kom fjóröi frambjóöand-
inn og þaö var kona. Þá kom
mér til hugar, fyrst svona var
erfitt aö velja milli þessara
ágætu manna, aö ef til vill væri
rétt aö kjósa hana, en auövitaö
ekki nema hún væri jafnoki
þeirra, og þótt hún væri auö-
vitaö ekki helgari en þeir eöa
varla eins, þá gæti hún ef til vill
haft einhverja kosti, sem þeir
höföu ekki. Þaö er viöurkennd
staöreynd, aö jafnvel helgir
menn geta haft smávegis ann-
marka.
Viö lslendingar höfum hlotiö
ámæli fyrir, aö viö höllum rétti
kvenna meira en t.d. grannar
okkar á Noröurlöndum, og þær
fái ekki aö njóta sin hér I opin-
beru lifi eins og vera ber. Ef viö
nú kysum konu til forseta rækj-
um viö þó eftirminnilega af
okkur þaö slyöruorö, en auö-
vitaö ekki nema hún væri full-
komlega hæf til starfsins. Nú
hef ég sannfærst um aö Vigdis
Finnbogadóttir sé vel hæf til
starfsins og fyllilega jafnoki
sinna mótframbjóöenda og
heföi jafnvel nokkuö fram yfir
þá. Um þetta sannfæröist ég enn
betur, þegar forsetaefnin sátu
fyrir svörum i sjónvarpi 20.
júní, og skal nú aö þvi vikiö.
Allir voru þeir samtaka um aö
halda þvi fram, aö Vigdis væri
ekki fær um aö gegna starfi for-
seta, aö þvier helst mátti skilja
af þvl aö hún væri einhleyp, sem
kallaö er. Þó læddist aö má sá
grunur, aö þeir heföu lika reynt
aö halda þessu fram, þótt hún
væri manni gefin eins og þaö er
kallaö. Ég trúi nú varla, aö
þetta sé bjargföst sannfæring
þeirra, en þótt svo væri finnst
mér þaö næstum skortur á hátt-
visi aö slá þessu fram, en hátt-
vlsi er mikill kostur á þjóöhöfö-
ingja, svo ekki sé meira sagt.
Vigdisi bráát heldur ekki hátt-
visin.
Agæt vinkona min, sem all-
lengi hefur búiö ekkja sagöi i
LEYST ÚR VANDA !
min eyru: „Karlmaöur, sem er
forseti þarf aö eiga konu, en
kona getur veriö forseti þótt hún
sé einhleyp”. Ég hygg aö I þess-
um oröum séu mikil sannindi
fólgin. Mörg Islensk bóndakona,
hefur misst mann sinn frá ung-
um börnum og tekist aö vera
bæöi bóndinn og húsfreyjan, þar
til börnin voru komin til manns.
Þetta þekki ég raunar allnáiö
frá minni barnæsku.
Þegar forsetaefni voru spurö
um afstööu slna til kristindóms,
fannst mér svar Vigdlsar eitt
vera nokkurn veginn viðhllt-
andi. Aö mlnu mati er kristin-
dómur fyrst og fremst siögæöis-
hugmyndir þær sem Jesús boö-
aöi og lesa má um I guöspjöll-
unum og kristnar menningar-
erföir fremur en einstakar
trúarsetningar. Viö tslendingar
eru aldir upp viö kristin viöhorf
og ég held þvl, aö viö séum allir
nokkum veginn kristnir I þá
veru. Jafnvel þeir sem kalla sig
ásatrúarmenn, held ég aö aö
játi fremur siögæöishugmynd-
um kristindóms en hugmyndum
ásatrúar. Ég undanskil aö sjálf-
sögöu þá Islendinga, sem aöeins
dýrka mammon.
Herrarnir allir skilgreindu
þetta helst meö þvl, aö þeir
heföu varöveitt slna barnatrú,
án þess aö skýra frekar, hvernig
sú trú var. Þetta slagorö um
barnatrú heyrist oft frá mönn-
um, sem aldrei hafa gert sér
þaö ómak aö hugleiða rök til-
verunnar. Ef þeirra barnatrú er
fólgin I þvl aö trúa gagnrýnis-
laust öllu, sem stendur I barna-
lærdómi Klaveness, sem þeir
e.t.v. hafa lært undir fermingu,
þá hafa þeir aldrei þurft aö
hugsa sjálfir um vandamál Hfs
og dauöa. Hvaö segja þeir til
dæmis um þaö sem Danir kalla
svo skemmtilega: „Ködets op-
standelse”. Ég efast reyndar
um aö þeir séu eins heittrúaöir
og hann vinur minn hann Gústi
guösmaöur, sem stundum
predikar fyrir okkur á torginu
og hefur variö öllum sinum
tekjum umfram allra brýnustu
llfsnauösynjar til trúboös meöal
heiöingja og til aö mennta unga
menn I þróunarlöndunum.
Ekki efast ég um aö einhver
kannski allir þessara manna
væru færir um aö gegna
embætti forseta, en aö mlnu
mati ber Vigdls af þeim öllum.
Ef viö kjósum hana, þá losnum
viö viö þann vanda aö velja á
milli þeirra. Þá veröur einu
vandamálinu færra I okkar
landi.
Siglufiröi 21. júnl 1980
Hlöðver Sigurðsson
Vigdis á kosningaferðalagl.
Vfslsmynd GVA.