Vísir - 27.06.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 27.06.1980, Blaðsíða 16
20 vtsm Föstudagur 27. júni 1980. Tilboð óskast i eftirfarandi bifreiðar i tjónástandi: Daihatsu Charmant station árgerð 1979. Lada sport árgerð 1978. Simca 1100 station árgerð 1976. Fiat 132 árgerð 1974. Lada 1500 árgerð 1979. Saab 99 árgerð 1975. Lada 1600 árgerð 1979. Datsun 100A árgerð 1974. Bifreiðarnar verða til sýnis að Melabraut 26/ Hafnarfirði laugardaginn 28. júní frá kl. 1—5. Tilboðum sé skilað til aðalskrifstofu Lauga- vegi 103 fyrir kl. 5 mánudaginn 30. júnf. Brunabótafélag Islands. GULL - SILFUR Kaupum brotagull og silfur, einnig mynt og minnispeninga úr gulli og silfri. Staðgreiðsla. Opið 10-12 f.h. og 5-6 e.h. Islenskur útflutningur Ármúla 1 Sími 82420 T Hafnarfjörður - == Skrifstofustarf Laust er til umsóknar starf afgreiðslugjald- kera á Bæjarskrifstofunum. Laun eru samkvæmt 10. launaflokki bæjar- starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist undirrituðum á Bæjarskrifstofurnar Strandgötu 6 fyrir 5. júlí n.k. Bæjarritari Frá Kennaraháskó/a ís/ands Ennþá er hægt að komast á námskeið í Dan- mörku 12.-28. ágúst fyrir íslenska dönsku- kennara 4.-6. bekkjar. Nánari upplýsingar eru veittar f Kennaraháskólanum i sfma 32290 kl. 10.30-12.00 Endurmenntunarstjóri HUSVORÐUR Starf húsvarðar í félagsheimili Frfmúrara Skúlagötu 55 er laust til umsóknar. Til greina koma eingöngu félagar i Frfmúr- arareglunni. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Reglunn- ar í Frímúrarahúsinu Skúlagötu 55 virka daga milli kl. 13-16. Umsóknir um starfiðþurfa að hafa borist fyr- ir 15. júlf n.k. Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi. t fjárlögum fyrir áriö 1980 eru ætlaðar 7.5 millj. kr. til leiklistar- starfsemi atvinnuleikhúsa, sem ekki hafa sérstaka f járveitingu f fjárlögum. liér meðer auglýst eftir umsóknum um styrki þessa. I msóknum skal fylgja greinargerð um leikstarfsemi um- sækjenda á siðastliðnu leikáriog áætlun um slarfsemina á næsta leikári. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 25. júli n.k. Menntamálaráðuneytið, 25. júni 1980. Gerast lánadrottnar hluthafar í NlðursuDuverksmiðju K. Jónssonar & Co ? Eins og fram kom i Visi I gær, þá er allt útlit fyrir að rekstur Niðursuðuverksmiðju K. Jóns- sonar & Co stöðvist i byrjun næsta mánaðar verði ekkert aö gert. Kemur þetta fram I bréfi sem Mikael Jónsson, einn af forráða- mönnum verksmiðmunnar, ritaði til forseta bæjarstjórnar, Freys Ófeigssonar, mánudaginn 23. júní. 1 bréfinu segir orðrétt: Þar sem fyrirsjáanleg er rekstrarstöðvun i fyrirtæki okkar i byrjun næsta mánaðar, sem skapa mun mjög alvarlegtástand I atvinnumálum bæjarins, förum við þess á leit aö fjárhagserfiöleikar fyrirtækis okkar verði teknir til umræðu á fundi bæjarstjórnar sem haldinn veröur á morgun þ.e. 24. júni 1980. Við höfum sjálfir undanfarna mánuði unniö að lausn þessara erfiöleika, en þykir nú einsýnt að þeir verði ekki leystir án for- göngu bæjarfélagsins. Er það þvi ósk okkar að bæjarstjórn Akur- eyrar skipi nefnd til aö gera til- lögur um lausn á þessum vanda- malum. Við leggjum áherslu á að mál þetta þolir enga bið.” Traust og gott fyrirtæki Niðursuðuverksmiðja K. Jóns- son & Co á sér áratuga sögu að baki i atvinnulifi Akureyrar. Þar hefur átt sér stað mikil uppbygg- ing, svo eftir hefur verið tekið. Verksmiðjan er einkafyrirtæki. Hluthafar eru fimm og munu bræöurnir Kristján og Mikael Jónssynir vera aöaleigendurnir, enda hvilir reksturinn á þeirra herðum. Hefur dugnaður þeirra verið rómaður hjá þeim er til þekkja. Til skamms tfma naut fyrirtækiö trausts og var álitið stöidugt. Segir það sig raunar sjálft, fyrst það er ekki löngu orð- ið gjaldþrota eftir þau áföll sem dunið hafa yfir. Áföllin hafa verið stór En skakkaföllin sem verk- smiðjan hefur orðið fyrir hafa gengið nærri fyrirtækinu. Það fyrsta varð vegna gallaðra gaff- albita, sem komnir voru á Rúss- landsmarkað. Þeir reyndust skemmdir að þvi er taliö var vegna þess að hráefnið hafi veriö Gisli Sigurgeirsson blaðamaður skrifar: skemmt. Samið var við kaupand- ann um að bæta honum tjónið, að hluta með fjárbótum og að hluta meö nýjum gaffalbitum og skipf- ist það nokkurn veginn til helm- inga. Að sögn Gylfa Þórs Magnússonar var tjón verksmiðj- unnar af þessu á bilinu 130-150 m. kr. Ekki urðu menn ásáttir um hver væri ábyrgur fyrir þvi að gaffalbitamir fóru skemmdir á markað. Kristján Jónsson tairi að Rannsóknarstofnun fiskiönaöar- ins hafi fengið marktæk sýni af hráefninu. Starfsmenn stofnunar- innar hafi þvi átt að finna gallann og gera viðvart. Forráðamenn Rannsóknarstofnunarinnar létu hins vegar á sér skilja, aö Kristj- an hafi valiö i þá sýnin. Þá var haft eftir starfsfólki i verksmiðj- unni, að þvi hafi ekki þótt allt með ^Unnið við niðuriagningu hjá K. Jónsson & co. felldu við niðurlagningu á gaffal- bitunum. Stjórnendur verksmiðj- unnar hafi hins vegar ekki viljað hlusta á slikt. Úr þessu varö leiðindamál, sem var látiö hjaöna niöur. Þaö þótti ekki ástæða til að „hengja” hvorkibakara eða smið. Það þótti hins vegar ljóst að gallinn var i hráefninu. Varö þetta til aö skaða Rúss- landsmarkaðinn i fyrra en Gylfi Þór Magnússon taldi að mark- aðurinn væri búinn að jafna sig og horfur á góöri sölu þangað I ár. Rækjurnar i rangri sósu En það var ekki búið með þetta. Á sfðasta ári var kvartaö undan rækjum frá verksmiðjunni, sem sendar höfðu veriö til Þýska- lands. Ekki er þó sýnt samkvæmt áreiðanlegum heimildum, að hægtsé að saka verksmiðjuna um handvömm I þvl sambandi. Hins vegar var ekki réttur lögur á rækjunum, aö þvl er virðist fyrir einhvern misskilning á milli kaupandans og framleiðandans. Þessar rækjur fóru aldrei á markað og það var samdóma álit heimildarmanna blaðsins að þessi mistök hafi ekki skaöað markaöinn I Þýskalandi, mest fyrir tilstuðlan góðs umboðs- manns Sölustofnunarinnar þar ytra. Niðurstaðan varð sú að rækjumar voru sendar til baka aftur til endurvinnslu og þær sett- ar I nýjan lög. Hvaö, þetta varö mikið tjón fyrir verksmiðjuna er ekki ljóst. Kostnaðurinn hefur þó verið verulegur við að endurvinna rækjuna, flytja hana fram og til baka og fá nýjar dósir. Óvist með sildina á Hornafirði Niðursuðuverksmiðjan á birgð- ir af saltslld á Hornafirði. Fyrir skömmu kom I ljós að svonefndur „spinnpækill” eöa „seigpækill” haföi gert vart við sig, a.m.k. I einhverjum hluta birgöanna. Heildarverðmæti þeirra er um 300 m kr., en ekki er ljóst hvað umfangsmikill pækillinn er, né hvort hægt er að vinna sildina i gaffalbita. Mun það ekki koma i ljós fyrr en að nokkrum mánuð- um liðnum. Þá verða opnaðar gaffalbitadósir, sem sildar úr þessum birgðum voru lagðar i. Það fer eftir lyktinni úr dósinni hvort tjón hefur orðið. Umræddur pækill hefur skotið upp kollinum I saltsild af og til. Hann hefur þó orðið tiðari á seinni árum, að þvl er heimildir blaðsins telja. 1 þessu tilviki sendi verk- smiöjan gamlar tunnur til Horna- fjarðar undir sildina og er talið að þær hafi ekki verið nægilega vel þrifnar. Þvl hafi gerillinn kvikn- að. Ýmislegt fleira hefur verið tint til Ýmislegt fleira hefur veriö tint til I fjölmiölum Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar & Co hf. til foráttu. Sumt hefur verið á rökum reist annað ekki. öll þessi umræða hefur orðiö til þess að verksmiöjan og fram- leiðsluvörur hennar hafa beöið verulegan álitshnekki. Hefur sá hnekkiroröið meirien ella vegna þess að Kristján Jónsson hefur veriö afskaplega fár I samskipt- um slnum við fjölmiöla, svo ekki sé meira sagt. Fyrst eftir að gaff- albitamáliö kom upp gaf hann þó „comment”, en hætti þvl fljót- lega. Slðan hafa blaðamenn oftast gengiö bónleiðir til búðar hjá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.