Vísir - 27.06.1980, Blaðsíða 1
f"Ta)
•>*
Föstudagur 27. júní 1980. 150. tbl. 70. árg.
Maður lést
víöFnjóská
Maður um sextugt lést I gær er
hann var að veiðum við Fnjóská
ásamt syni sinum. Maðurinn
fannst liggjandi i brattri grjóturð
og var hann látinn er læknir og
sjiíkraliö kom á vettvang. Ekki er
enn ljóst með hvaðá hætti maður-
inn lést en talið er liklegt að hann
hafi fengiö aðsvif og fallið niður
gr jóturðina. —Sv. G.
Drengurinn
er látinn
Drengurinn sem slasaðist er
hann féll af stuðara Land-Rover-
bifreiðar við Félagsheimilið
Njálsbúð i V-Landeyjum á þriðju-
dagskvöldið lést I gær af áverka,
sem hann hlaut við slysið.
Hann hét Tryggvi Hákonarson
til heimilis að Viðihvammi 22 i
Kópavogi. Hann var tæplega 14
ára gamall. —Sv.G.
Bandarískur forsetaframbjóðandi
ræðir víð Flugleiðamenn:
LEIGIR ANDERSON
FLUBLEBAÞOTU?
Allar líkur benda til,
að John Anderson, for-
setaframbjóðandi i
Bandaríkjunum, muni
taka á á leigu Boeing
727 þotu Flugleiða sem
hann hyggst nota á
tveggja vikna ferð
sinni um heiminn i júli.
Sveinn Sæmundsson,
blaðafulltrúi Flugleiða
staðfesti þetta f samtali
við Visi i morgun og
sagði hann að samn-
ingaviðræður hefðu
staðið yfir að undan-
förnu og benti allt tii að
samningar myndu tak-
ast.
Hér er um að ræða leigu á
þotu þeirri sem verið hefur i
innanlandsflugi að undanförnu
og veröur hún leigð meö fullri
áhöfn. Ef af verður mun vélin
fara utan i byrjun júli, til
Washington þar sem hún sækir
•80manna hóp úr fylgdarliði for-
setaframbjóðandans en síðan
liggur leiðin til London og þaðan
til Tel Aviv og Cario og siðan til
ýmissa borga i Evrópu áður en
haldið verður til baka til
Washington.
Reiknað er með að Anderson
taki vélina á leigu fram til 18.
júli og verður innréttingu henn-
ar breytt svo að betur megi fara
um hann og fylgdarlið hans ef úr
þessu verður.
—Sv.G.
Frá setningu Iþróttahátíöar ÍSIígær. Fremstá myndinni sést eldurinn, sem tendraður var i upphafi hátíðarinnar og logar meðan á henni
stendur. Vísismynd: FH.
Er vsí að neyða ASÍ tii aðgerða?
»
ÞAÐ ER HREIN FJARSTÆÐA
- segír Þorsteinn Pálsson. framkvæmdastióri vsí
99
„Það er auðvitað hrein fjar-
Ktœöa", sagði Þorsteinn Pálsson
framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins við Visi i
morgun er hann var inntur álits á
þeirri staðhæfingu samninga-
nefndar Alþýðusambandsins, að
VSt væri að neyða ASt til að-
gerða. „Það er aðeins verið að
kalia á", sagði Þorsteinn, „að
þeir samþykki eina af forsendum
þessa samræmda samnings. Af
okkar hálfu var ljóst, að ekki var
hægt að eyða meiri vinnu nema
forsendan um hlutfallslegar verð-
bætur lægi Ijós fyrir af þeirra
hálfu".
Þorsteinn sagði, að þetta sýndi
aðeins, að ASI hefði i raun og veru
engan áhuga á samræmdum
launastiga. „Það kemur best
fram i þvi", sagði hann, „að I
svartillögum þeirra við okkar
uppkasti, eru fólgnar miklu meiri
kauphækkanir til þeirra sem hafa
há laun en þeirra sem minni laun
hafa. Og þaö er svolitið undarlegt
að Verkamannasambandið skuli
standa að slíkum tillögum á sama
tima og þeir tala um nauðsyn lág-
launastefnu".
Þorsteinn kvað VSÍ hafa Iagt
fram í einu lagi tillögu að kjarna-
samningi, sem hefði bæði falið i
sér tillögu að launastiga og sam-
ræmdum almennum kjaraákvæð-
um. óskað hefði verið eftir þvi að
viðræður hæfust þegar um siðar-
nefndu tillöguna, en þvi veriö
hafnað.
Þorsteinn var spurður að þvi
hvernig honum litist á stöðuna.
„Þeir hafa greinUega hafnað þvi
að halda áfram", sagði hann.
„Það er augljost að engin sam-
staða er innan þeirra raða að
koma & samræmdum launa-
stiga."
„Og þið ætlið ekki að láta
undan?"
„Að sjálfsögðu ekki. Það er
ekki hægt að samræma launastig-
ann nema vlsitalan sé hlutfalls-
leg".
—Gsal