Vísir - 04.07.1980, Blaðsíða 9

Vísir - 04.07.1980, Blaðsíða 9
Fiskurinn er orðinn of dýr til aö standast samkeppni við önnur matvæli. Framleiðslu- kostnaðurinn er oröinn allt of mikill til þess að fiskurinn sé samkeppnishæfur, ekki að- eins við annan fisk, heldur lika aðrar fæðutegundir. Miklar blikur eru nú á lofti I utanrikisverslun okkar. Aöal- markaöurinn fyrir hraöfrystan fisk, Bandarikjamarkaöurinn, viröist mettaöur, aö minnsta kosti i bili. Birgöageymslur fyll- ast, frystihús hóta uppsögnum, atvinnuleysi blasir viö viöa um land og gjaldeyrisstaöa okkar getur versnaö til muna. Mitt i þessu undrast menn yfirlýsing- ar framámanna sölusamtaka okkar um aö ekki þýöi aö leita nýrra markaöa. Þó hafa þeir liklega raunalega rétt fyrir sér. í ógöngum Því miöur stöndum viö frammi fyrir þeirri ónotalegu staöreynd aö viö erum I alger- um dgöngum i framleiöslu þess- arar dýrmætu Utflutningsvöru okkar. Ógöngum sem ekki verö- ur sársaukalaust komist Ur, þvl til þess heföi þurft aö breyta um stefnu í atvinnumálum okkar fyrir alllöngu siöan, ekki bara i oröi heldur lika á boröi. Þessi ónotalega staöreynd er einfald- lega sU aö fiskurinn okkar er oröinn of dýr til aö standast samkeppni viö önnur matvæli. Framleiöslukostnaöurinn er oröinn allt of mikill til þess aö fiskurinn sé samkeppnishæfur, ekki aöeins viö annan fisk held- ur lika aörar fæöutegundir. Kostnaðurinn Cviöa i heiminum mun þaö fólk, sem vinnur aö framleiöslu matvæla, vera hátekjufólk. 1 þessu ielst enginn dómur um gildi starfsins, en verö matvæla skiptir ákaflega miklu máli. Þess vegna svelta fátækar þjóö- ir á meöan ofát hrjáir hinar rlku. Ef greiöa þarf há laun viö framleiösluna veröur varan dýr, nema þvi aöeins aö mikilli sjálfvirkni veröi komiö viö, en þá fækkar lika þeim höndum sem viö framleiösluna vinna. Þótt hérlendis séu vissulega margir sjómenn, sem ekki hafa neinn auö handa milli og einnig margt verkafólk, sem hefur litiö meira en til hnifs og skeiöar, er þó staöreyndin samt sU aö þegar vel aflast hafa sjómenn miklar tekjur og margt bónusfólkiö hefurlaun, sem eru I engu sam- ræmi viö þá taxta sem þrefaö er um I samningaviöræöum. Rekstri framleiöslufyrirtækj- anna er á ýmsan hátt ábóta vant, tæknin ekki nægilega nýtt og hagsýni mætti vera meiri. Viö þetta bætist svo aö viö erum meö allt of stóran og óhag- kvæman fiskiskipaflota. Til þess aö liggja ástæöur, sem öll- um eru kunnar og eru I sjálfu sér fullframbærilegar, eins og byggöajafnvægi og atvinnu- trygging um allt land. En þaö breytir engu um aö viö þetta veröur framleiöslukostnaöurinn of hár. Samkeppnin erlendis Seljendur Islenskra fiskaf- uröa eiga í mikilli samkeppni erlendis. Aö hluta til er þessi samkeppni viö fiskframleiöslu annarra þjóöa. Þvi má hins veg- ar ekki gleyma aö fleira er mat- ur en fiskur. A meöan fram- leiöslukostnaöur fiskafuröa okk ar hækkar og hækkar á sér staö allt önnur þróun i matvæla- framleiöslu Uti i heimi. A þvi hefurm.a. Islenskur landbUnaö- ur fengiö aö kenna. Fuglakjót, svo sem kjUklingar, er nU fyrst og fremst oröin ódýr verk- smiöjuframleiösla erlendis, aö minnsta kosti á vesturlöndum. Sama máli gegnir um svinakjöt og aö nokkru leyti um nauta- wwm ■■■■■■■ nedanmáls Magnús Biarnfreðsson, fjallar hér um þá stöðu, sem upp er komin i fiskiðnaðinum einkum að þvi er varðar sölu- mál þeirrar atvinnu- greinar erlendis. Segir Magnús, að við séum nú i algerum ógöngum i framleiðslu þessarar dýrmætu útflutnings- vöru okkar, ógöngum, sem ekki verði sárs- aukalaust komist út úr. kjöt. Verö á þessum vörum fer lækkandi hlutfallslega vegna hinnar miklu sjálfvirkniog höröu samkeppni, sem þar rikir. Þessi þróun hefur oröiö örust og mest i þeim löndum þar sem efna- hagur er bestur, en þaö eru jafnframt þau lönd þar sem fólk hefurhelst efni á aö kaupa hinn dýra islenska fisk. Og allra lengst hefur hUn náö I Banda- rikjunum, eins og fjölmargir feröamenn kannast viö vegna þess hve matur er þar ódýr. Viö þetta bætist svo aö fleiri þjóöir geta framleitt fisk en ls- lendingar. Þær eru aö sækja inn á bandariska markaöinn og gæta þess þvi frá upphafi aö halda veröi I skefjum til þess aö geta skotiö okkur ref fyrir rass. Samkeppnin innan- lands Þetta eru raunar sannindi, sem mörgum hafa veriö ljós um árabil. En þeir sem best þykjast þekk ja til hafa ekki viljaö viöur- kenna þau og munu heldur ekki gera nú, fyrr en I fulla hnefana. Þeir eiga I samkeppni hér inn- anlands — samkeppni um fjár- magniö. Þeir vilja undir engum kringumstæöum viöurkenna þaö aö viö veruleg vandamál sé aö etja i fisksölumálum, þvi þá gæti svo fariö aö fjármagninu yröi beint inn á aörar brautir. Þess vegna er reynt aö viöhalda blekkingunni um aö allt sé i lagi og öll vandamál séu timabund- in, rétt eiris og gert var I land- bUnaöinum til skamms tima. Engin þörf er talin á þvl aö leita nýrra markaöa, enda myndi þá hinn beiski sannleikur koma i ljós. Þaö kaupir enginn þennan dýra fisk okkar nema þær þjóöir sem viö seljum hann nU. Landhelgisdraumurinn Þegar landhelgin var færö Ut hér viö land lá viö eyöingu fisk- stofna. Þar var þvi vissulega ekki seinna vænna aö bregöast rétt viö. Þá dreymdi menn um alsnægtabUriö islenska, sem umheimurinn myndi mæna á i von um aö fá þaöan keyptan fisk. Hætt er viö aö þessi draumur geti breyst I snert af martröö um þaö leyti sem viö vöknum af honum. Svo getur fariö aö viö sitjum uppi meö auöugfiskimiö, stóran flota, full frystihUs og atvinnulaust starfs- fólk, nema viö bregöumst rétt viö. Og Ur þvl viö höfum dregiö svo lengiaö gera þaö er hætt viö aö viö eigum ekki aöra kosti en aö lækka framleiöslukostnaöinn meö þvl aö minnka hlut þeirra sem aö framleiöslunni starfa, annaö hvort meö þvi aö minnka hluthvers og eins eöa þá meö aukinni sjálfvirkni I fram- leiöslu, sem myndi aö visu geta viöhaldiö háum launum, en til mun færri manna. Hvorugt mun fýsilegt I augum þeirra sem meta fyrirtæki eftir starfs- mannafjölda en ekki afrakstri. Raunar er vandséö hvernig sú leiö er fær aö fækka starfandi fólki, þvi algerlega hefur veriö vanrækt aö byggja upp aöra at- vinnuvegi til þess aö taka viö vinnuaflinu. Þótt ekki hafi skort fögur orö og alls kyns pappirs- tigrisdýr hafi urraö hátt meö köflum hafa efndirnar oröiö litl- ar sem engar. Fyrir bragöiö stefnir nú i sömu sjálfhelduna I sjávarútvegi og landbúnaöurinn er nú aö reyna aö komast Ur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.