Vísir - 04.07.1980, Síða 11

Vísir - 04.07.1980, Síða 11
Vl&lÆl Föstudagur 4. júll 1980. "Uppsagnirn- ar valda mér vonbrigöum" - segír Steíngrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra „Þaö hefur valdiö mér von- brigöum aö á meöan unniö hefur veriö sleitulaust aö þvi af hálfu ráöuneytisins, aö finna lausnir á vanda frystihúsanna, þá berast enn fréttir af uppsögnum starfs- fólks”, sagöi Steingrimur Her- mannsson, sjávariltvegsráö- herra, á fundi meö fréttamönnum I gær. Steingrimur ræddi vanda frystihúsanna og kvaö hann ekki stafa fyrst og fremst af þeirri markaöstregöu sem nú rikti, heldur yröi aö rekja hann til aö- stæöna sem sköpuöust I fyrra, þegar laun og annar kostnaöur hækkuöu um 55% án þess aö á móti kæmu veröhækkanir á erlendum mörkuöum. „Viö þetta bætist svo vægast sagt vafasöm fiskveiöistefna þar sem ekkert er hugsaö um aö tengja veiöarnar vinnslunni og markaönum. Þetta hefur komiö glöggt I ljós upp á siökastiö þegar stór hluti leyfilegs ársafla er tek- inn upp á skömmum tima, án þess aö vinnslan og markaöurinn geti meö góöu móti tekiö viö hon- um”, sagöi Steingrimur. Hann sagöi einnig aö vanda frystihúsanna væri tæpast hægt aö rekja til fiskveröshækkana, þar sem þær heföu allar veriö bættar meö gengissigi. Steingrfmur sagöi þaö einkum vera fernt sem ráöuneytiö heföi á prjónunum til aö leysa vandann. t fyrsta lagi er nú unniö aö mót- un nýrrar fiskveiðistefnu, sem á aö tengja veiðar, vinnslu og markað. Veiöamar veröa þannig takmarkaöar viö þaö sem vinnsl- an og markaöurinn geta tekiö viö á hverjum tima. Starfandi er nefnd sem á aö vinna aö þessum málum og I henni eiga sæti, auk Steingrims, þeir Kjartan Jó- hannsson, Lúövík Jósepsson, Matthías Bjarnason og Stefán Guömundsson. Vonast er til aö hægt verði aö leggja fram frum- varp um fiskveiöistefnuna fljót- lega eftir að þing kemur saman I haust og aö hún geti komið til framkvæmda I byrjun næsta árs. Þá sagöi Steingrlmur aö stöö- ugt væri unniö aö markaösmál- unum og náöst heföu samningar um viöbótarsölu til Sovétrikj- anna, sem kæmu sér mjög vel, sérstaklega hvaö snertir karfann. Hann sagöist telja aö vel heföi veriö haldiö á spööunum á Bandarlkjamarkaöi, en hins vegar mætti kannski segja aö of þung áhersla heföi veriö lögð á þann markaö. Þaö ætti slnar Steingrimur Hermannsson, sjávariítvegsráðherra, ræöir viö blaöamenn i gær. Vlsismynd: GVA. skýringar I þvl, aö þar heföi verö- iö einfaldlega veriö hæst. Steingrímur nefndi einnig aö nú væri komin til framkvæmda hækkun á viðmiöunarveröi þorsk- blokkar og ætti hún nú ekki aö vera óhagstæöari I framleiöslu en flökin. Veriö er aö athuga möguleika á þvl aö hækka afuröalánin úr 75% I 85% og eru nú i gangi viöræöur viö Seðlabankann um leiöir til þess aö framkvæma hækkunina. Steingrfmur lagði á þaö áherslu, aö þessi ráöstöfun yröi aöeins til bráöabirgöa, meöan birgöa- söfnunin væri svona mikil. Loks nefndi Steingrlmur aö veriö væri aö kanna möguleikana á því aö breyta lausaskuldum sjávarútvegsins I föst lán, en Steingrimur taldi ekki fjarri lagi aö þessar skuldir næmu nú 8-10 milljöröum ef allt væri taliö. Steingrimur sagöist viss um aö þessar aögeröir myndu gerbreyta stööu frystihúsanna og halda þeim samdrætti, sem nú er boö- aöur, I lágmarki. —P.M. Æfingagallar á alla %Margar /itasamstæður • Ýmsar gerðir Émeð eða án hettu Verð frá tAUGAVEGlltS. VIO i SfMÁR 14390 * 26690 GULL - SILFUR Kaupum brotagull og silfur, einnig mynt og minnispeninga úr gulli og silfri. Staðgreiðsla. Opið 10-12 f.h. og 5-6 e.h. íslenskur útflutningur Ármúla 1 Sími 82420 Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir opnu golfmóti fyrir alla kylfinga landsins dagana 5.og 6. júlí 1980 Keppnisfyrirkom u/ag: Fjórboltaleikur betra skor (Stableford) með 7/8 forgjöf hámarks — Gefin forgjöf 18 - Keppni hefst laugardaginn 5. júlí kl. 9,00 Vinningar: 1. 2 sólarlandaferöir (úrval hf.) 2. 2 flugferöir — Reykjavík — London — Reykjavik (Flugleiöir hf.). 3. 2 golfsett Slazenger (Slazenger- umboöiö). 4. 3Kenwood hrærivélar (Hekla hf.). 5. 2 grillofnar (Hekla hf.). 6. 2 útvörp meö vekjaraklukku Philips (Vörumarkaöurinn). 7. 2. heimilistæki (Smith og Nor- land). 8. 2 veiöistengur (I. Guömundsson & Co hf.). 9. 2hlutir til útilegu (Skeljungur hf.). 10. 2hlutir tilútilegu (Ollufélagiö hf.). 11. 2 hlutir til útilegu (Oliuverslun ls- lands). 12. 2 Luxo gólflampar (Ljós og orka). 13. 2 kvöldveröir (Hótel Saga). 14. 2 kvöldveröir (Hótel Holt). 15. 2 vöruúttektir (S.S. Glæsibæ). 16. 2 vasatölvur. 17. 2 putterar (Austurbakki hf.). 18. 2 hliföargallar (Henson). 19. 2 Iþróttagallar (Hummel). 20. 2peysur og skyrtur (Nolan’s versl- un). 21. Málverk eftir Baltazar, sá er slær fyrsta teighögg I holu á 2. braut. 22. Málverk eftir Gunnar Þorleifsson, sá er slær fyrsta teighögg 1 holu á 6. braut. 23. Tweed jakki, (Herrahúsiö) sá er slær teighögg næst holu á 2. braut. 24. Herraföt (Gefjun hf.), sá er slær teighögg næst holu á ll. braut. 25. Golfpoki (Slazengerumboðiö), sá er slær teighögg næst holu á 6. braut. 26. Bifreið „Chrysler Horizon” (Vök- ull hf.). Bifreiöina getur sá unniö, sem slær holu I fyrsta teighöggi á 17. braut. Ef fleiri en einn slá fyrsta teighögg I holu á 17. braut þá veröur dregiö úr spilum til vinningshafa. — Sami háttur veröur haföur á ef fleiri enn einn fara holu I teighöggi á 2. og 6. braut aö dregiö veröur úr spilum til vinningshafa. O Vttkull FEROASKHFSTOFAN URVAL TRAÆL BUftSAU G=0 [1 S lAUOAVEQI SMm >1M0 PÓCTMÚL/ DH makmm. m NFVKJAVIK KENWOOD FLUGLEIÐIR Farskrárdeild Sami: 2 51OO Allir kylfingar hafa jafna vinningsmöguleika Vinnið bifreið með því að s/á hoiu i höggi STJÓRN GOLFKLÚBBS REYKJAVÍKUR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.