Vísir - 04.07.1980, Qupperneq 13

Vísir - 04.07.1980, Qupperneq 13
I VISIR Föstudagur r-—- 4. júll 1980. PUNKTUR.PUNKTUR” KOMINN Á SKRIÐ KvikmyndataKa hefst 13. júlí - Áætlaður Kostnaður um 100 milliónir SNú er búið að finna stráka i hlutverk Andra 1 Punktur, _ punktur, komma.strik, skáld- | sögu Péturs Gunnarssonar, sem _ á að kvikmynda i sumar. Andra | 10 ára leikur Pétur Jónsson, b strákur úr Breiðholtinu sem | fannst á Lækjatorgi 17. júni og m Andra 15 ára leikur Hallur I Helgason úr Hafnarfirði. Hallur ■ lék i kvikmyndinni Veiðiferð, og ■ er þvi ekki alls ókunnugur um ■ starfið. Andrarnir voru kynntir blaða- I mönnum á fundi i gær, sem og I foreldrar Andra, en þeir verða I leiknir af Erlingi Gislas. og 1 Kristbjörgu Kjeld. Valdemar I Helgason og Aróra Halldórs- dóttir leika afa og ömmu og aðrir leikarar i myndinni verða m.a. Bjarni Steingrimsson, Halla Guðmundsdóttir, Karl Guðmundsson, Stefán frá Möðrudal, Asi i Bæ o.fl. Enn vantar þó fólk einkum á aldrin- um 30-80 ára, og geta þeir, sem hafa áhuga, gefið sig fram við skrifstofuna i Hagaskólanum. Gert er ráð fyrir að um 300 manns komi fram i myndinni, þ.á.m. mikill fjöldi barna og unglinga. Umsjón með leikmynd hafa þau Björn Björnsson og Friður ólafsdóttir, sem hannar bún- inga. Þau sögðu viðbrögð alls almennins hafa verið með ein- dæmum góðviljuð, þegar aug- lýst var eftir fötum, hlutum og öðru, sem nauðsynlegt er til að gefa kvikmyndinni rétta um- gjörð, en hún gerist á árunum 1955-1962. Sem dæmi um greið- viknina nefndi Björn, að þegar ibúð með timaréttum innbúnaði hefði fundist, hefðu ibúarnir boðist til að flytja út á meðan á myndatökunni stæði og einfald- lega afhent Punkts-fólki lykla- völdin! ,,En okkur vantar enn þá ýmislegt” sagði Björn, „smáhluti eins og t.d. sængur- fatnað, buddur, gleraugu, tima- rit o.fl.” Friður bætti við að það helsta sem enn vantaði af fatnaði, væru barnaföt, ,, og Mamma, pabbi, Andri og Andri. Kristbjörg, Erlingur, Pétur og Hallur. ekki spariföt, heldur hversdags- föt, skó og stigvél”. Báðu þau blaðamenn fyrir skilaboð til les- enda þess efnis, að athuga nú vel hvað leyndist af öllu mögu- legu frá árunum 1947, 1958 og 1963og láta vita i s. 16717, ef það óskaði að lána það á meðan á kvikmyndatöku stendur. „Og við skilum öllu aftur i sama ásigkomulagi og það var.” Leikstjóri kvikmyndarinnar er Þorsteinn Jónsson. Hann gerði einnig handrit i samvinnu við Pétur Gunnarsson. Þorsteinn hlaut i vetur styrk úr Kvikmyndasjóði til að gera þessa mynd. Sá styrkur mun þó aðeins kosta myndina að sem nemur einum tiunda hluta, en áætlaður kostnaöur er imi 100 milljónir. Aðstoðarleikstjóri er Þór- hallur Sigurðsson, kvikmynda- töku annast Sigurður Sverrir Pálsson og Finninn Mikael Sievers sér um hljóðupptöku. Taka myndarinnar mun hefjast 13. júli og fer að miklu leyti fram á heimaslóðum Andra, i Vesturbænum. Ibúðin, sem I myndinni veröur heimili Andra og fjölskyldu hans, er við Selja- veg. Þ.e.a.s. að innan, heimilið að utan verður aftur á móti hús við Framnesveg. Það verður ekki siður erfitt að skapa réttu umgjörðina i útisenunum, t.d. var enn vinstri umferð i landinu á sögutimanum og hefur m.a. orðið að finna strætisvagn með stýri réttu megin til að koma fram i myndinni. önnur útiatriði verða tekin upp viða I Reykjavik, á Suður- nesjum og sveitaatriði verður tekið að Indriðastöðum i Skorradal. Framleiðandi myndarinnar er Óðinn h.f., hlutafélag stofnað af aðstandendum myndarinnar. Framkvæmdastjóri er órnólfur Arnason. Bækistöð Óðins h.f. er i Hagaskóla. Kvikmyndatakan hefst 13. júli og stendur til 24 ágúst. Lengd myndarinnar verður um 90 min. og gert er ráð fyrir að frumsýn- ingin verði 1. mars 1981. 1w;/.vv.v.v.v.v.v.v.,.,.v.v.w.v.,.v.w.v.v.v.v.,,v1 NÝTT íBÍLAVIÐSKIPTUM I Opið frá S>í.;■?:<> ' Vegna mikillar sö/u vantar okkur bila i sýningarsal okkar að Borgartúni 24 Bílasala T ómasar Borgartúni 24 — Sími 28255 l I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.