Vísir - 04.07.1980, Side 26

Vísir - 04.07.1980, Side 26
VÍSIR Föstudagur 4. júli 1980. Úr pokahorninu Dýrt er Drottins orðið Samkvæmt áreiöanlegum heimildum er nú risin mikil deila milli blaöstjórnar og rit- stjórnar á Helgarpóstinum vegna óhóflegs kostnaöar sem útgáfa blaösins hefur I för meö sér. Helgarpósturinn hefur á laun- um fimm blaöamenn, tvo rit- stjóra, ljósmyndara og útlits- teiknara fyrir þetta eina blaö sem kemur út vikulega og er þetta svipaöur mannafli og er á ritstjórn Þjóöviljans sem heldur þó úti dagbiaöi. Aö auki mun aö- keypt efni I Helgarpóstinn kosta um 600 þúsund krónur per blaö og þykir nú blaöstjórn nóg kom- iö af svo góöu. Rætt er nú um þaö i blaöstjórn Helgarpóstsins aö Arni Þörar- insson hætti störfum á blaöinu ef Björn Vignir fæst til aö taka einn viö ritstjórninni en enn sem komiö er hafa engar ákvaröanir veriö teknar aö þvi er siöast var vitaö. Áramóta- skaup á miðju ári Eins og flestum er kunnugt, hefur þaö ekki tfökast hjá sjón- varpinu aö endursýna áramóta- skaupin. Bæöi hafa þau veriö misjöfn aö gæöum, og eins hitt, aö endursýning mun kosta of- fjár, vegna launagreiöslna til þeirra fjöimörgu, sem þar hafa komiö fram. Nú er hinsvegar I bigerö, aö sjóða saman þaö skársta úr ára- mótaskaupum undanfarinna ára, og sýna einhverntima á næsta vetri. Telja margir aö þaö sé vel viö hæfi, miöaö viö rikjandi aöstæö- ur, aö áramótaskaup sé fastur liöur i dagskránni. Þar sé af nægu aö taka, og þurfti ekki gamalt skaup til. Geir Hallgrimsson Guðlaugs- menn sárir út í Geir Þaö á ekki af Geir Hallgrims- syni aö ganga. Nú hafa menn fundiö þaö út, aö hann sem for- maöur Sjálfstæöisflokksins meö þögn sinni varöandi forseta- frambjóöendurna, hafi valdiö þvl að Vigdis Finnbogadóttir, sem Alþýöubandalagiö telur „sinn frambjóöanda ”, náöi kjöri. Einkum eru þessar raddir háværar i rööum þeirra sjálf- stæöismanna, sem studdu Guö- laug Þorvaldsson. Þeir benda á, aö ekki hafi þurft nema vis- bendingu frá formanninum um stuöning viö Guölaug tii aö sá litli munur, sem reyndist milli hans og Vigdlsar heföi unnist upp. Þaö er ekki ein báran stök. Reiðhöll Mikill kraftur hefur veriö I starfsemi hestamannafélagsins Fáks I Reykjavik, eins og reyndar er i flestum hesta- mannafélögum I landinu. Fáks- menn hafa nú i hyggju aö byggja reiöhöll, og hafa þegar hafiö fjáröflun i þvi skyni. Gera þeir ráö fyrir aö fyrirtækiö muni kosta allt aö 70 milljónum króna. Ef hestreiöar veröa viö- urkenndar sem iþróttagrein mun reiöhöllin flokkast undir Iþróttamanna virki sem hiö opinbera styrkti aö verulegum hluta. Hinsvegar hafa iþrótta- samtökin (tSl) ekki samþykkt aö veita hestamönnum aöild enn sem komiö er. Nauðungaruppboð Eftir kröfu ólafs Ragnarssonar, hrl., f.h. bæjarsjóös Nes- kaupstaðar, Asgeirs Thoroddsen, hdl., f.h. Hagtryggingar h/f, og Hafsteins Sigurössonar, hrl., f.h. Verslunarbanka fslands h/f, veröa bifreiðarnar G-1577, Citroen, árg. 1971, talin eign Sigþórs EHassonar, Köldukinn 1, Hafnarfiröi, og G-2781, Ford sendiferðabifreiö, árg. 1971, talin eign Gunnars I. Guömundssonar, trabakka 4, Reykjavik, seldar á nauöungaruppboöi, sem fram fer föstudaginn 11. júli 1980, kl. 14,00, aö Melabraut 261 Hafnarfiröi. Greiösla fari fram viö hamarshögg. Uppboösskilmálar Iiggja frammi I skrifstofu embættisins. Uppboðshaldarinn I Hafnarfiröi. Leysum út vörur fyrir fyrirtæki, kaupum vöruvíxla. Tilboð sendist augl. Vísis, Síðumúla 8, Merkt „Víxlar" Um 30 milljóna tap Rekstur Flugleiöa veldur mönnum sifellt meiri áhyggj- um, enda þótt flestum sé ekk: ljóst, hvaöa tilgangi þaö þjóni aö skipa sérstaka kommissara, Baldur óskarsson og Birgi Guö- jónsson, sem aldrei hafa nálægt fyrirtækjarekstri komiö. Nýlega mun hafa veriö gerö athugun á rekstrarstööunni og einn dagur valinn af handahófi. Niðurstaðan var sú, aö tap- rekstur þennan eina dag, nam rúmum 60 þúsund dollurum, eöa 30 milljónum króna, sem þýöir rúmlega milljón króna tap á klukkustund. Framsóknar- menn studdu Vigdísl Almennt var því haldiö fram fyrir forsetakosningar aö fram- sóknarmenn upp til hópa myndu styöja Guðlaug Þorvaldsson, og þá einkum vegna yfirlýsts stuönings Eysteins Jónssonar. Aö visu voru nokkrir máls- menntandi framsóknarmenn s.s. Indriöi G. Þorsteinsson, Jónas Guömundsson, Jón Arn- þórsson og Jón Aöalsteinn Jónasson framarlega I fylk ingu fyrir Albert Guðmundsson, en þegar upp er staöið er taliö vlst aö meginhluti framsóknar- fylgisins ilandinu hafi farið yfir á Vigdisi. Vigdis Finnbogadóttir. Athvarf sjálf- stæðlsmanna Nýlega tóku sig til ungt fólk, sem allt hefur starfaö i rööum ungra sjálfstæðismanna, og hélt til Kina I hálfs mánaðar reisu. Meðal þátttakenda má nefna Baldur Guölaugsson, Jón Stein- ar Gunnlaugsson, Ingu Jónu Þóröardóttur og Einar Guö- finnsson. Mun hafa verið tekiö á móti þeim feröalöngum meö kostum og kynjum austur þar, og segja gárungarnir, aö Kina sé siöasta athvarf sjálfstæöis- manna. Andrés í leyfl Nýlega var Karl Jeppesen ráöinn sem dagskrárgerðar- maöur hjá sjónvarpinu, en Karl starfaöi þar á árum áöur. Þá hefur Andrés Indriðason fengiö tveggja mánaöa starfsleyfi, og hefur Kristln Pálsdóttir tekið sæti hans á. meðan sem pródú- sent. Þetta ieyfi Andrésar hefur vakiö nokkrar deilur á sjón- varpinu, þar sem allstór hópur annarra starfsmanna hefur einnig sótt um starfsleyfi, en verið synjaö. Nýlega samþykkti útvarpsráö tillögu lista- og skemmtideildar um aö gera stutta kvikmynd um Jakob Magnússon hljómlista- mann, en hann hefur haslaö sér völl I hljómlistarheiminum vestan hafs. Gert er ráö fyrir aö myndin muni kosta um sex milljónir. UMSÓKIMARFRESTUR NÁMSLÁNA Umsóknarfrestur um HAUSTLÁN veturinn 1980 — 81 er til 15. júlí n.k. Áætlað er að afgreiðsla lánanna hefjist. fyrir námsmenn erlendis 1. okt. 1980 fyrir námsmenn á islandi 1. nóv. 1980 Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins að Laugaveg 77, afgreiðslutími er frá 1-4 e.h. Sími 25011. Reykjavík, 3.7. 1980. Lánasjóður ísl. námsmanna. 30 sjó~iiYbh~óríí og pðiitík Forsetakosningarnar eru nú afstaönar meö öliu þvl brölti sem I kringum þær er. Skyndi- lega viröist friöur hafa færst yfir i þessu þjóöfélagi eftir aö áróöur forsetakosninga hefur flætt yfir landslýð i fleiri vik- ur. Forsetakosningarnar gengu aö mestu leyti friösamlega fyrir sig þrátt fyrir töluverö háreysti stuöningsmanna frambjóöendanna. Þaö var helstaö mönnum tók aö hitna i hamsi þegar skoöanakannanir siödegisblaöanna voru birtar. Hófu þá stuöningsmenn þeirra tveggja frambjóöenda sem færri atkvæöin hlutu I kosning- unum upp mikiö ramakvein og vildu kenna siödegisblööunum um hlutdrægni og áróöur fyrir vissum frambjóðendum. Gekk þetta jafnvel svo langt aö skrlbentar blaöanna sjálfra fóru meö ásakanir á hendur þeim I þessum efnum. Eru þetta dæmigerð viöbrögö manna sem eru aö verja sjálfa sig falli sem þeir vita aö er á næsta leiti. Þegar horft er til baka yfir afstaöna kosningahrinu kem- ur einnig upp i hugann sá gengdarlausi oröavaöall sem viögekkst um forsetafram- bjóöendurna. Þeir voru dá- samaöir upp I hástert og dæmi voru til þess aö starfsmenn á stuöningsmannaskrifstofum skrifuöu greinar um slnn mann, en fengu siöan örvasa gamalmenni til aö setja nafniö sitt undir. Veröur sllkt aö telj- ast hæpin notkun á tjáningar- frelsi manna. Vonandi veröur þessi fagur- gali um fjórmenningana þó ekki til aö brengla sjálfsmynd þeirra aö lokinni baráttunni. Þaö er gott aö hæla fólki, en hól veröur auöveldlega aö skjalli. Enginn þessara fjög- urra, hvorki þeir þrir sem töp- uöu né sú eina sem vann, hefur enn veriö kanoniseraöur og tekin I helgra manna tölu. Svo er þaö pólitisering for- setakosninganna: Hér á ts- landi þarf aö draga allt sem bærist i pólitlskan dilk og var svo þráfaldlega reynt I þess- um kosningum. Einkum varö sá frambjóðandinn sem nú hefur veriö kjörinn til forseta fyrir þessu. Vonandi sjá þessir menn aösér nú þegar kosning- um er lokiö og hætta aö kllna á fólk pólitlskum sauöalitum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.