Vísir - 08.07.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1980, Blaðsíða 2
Þriöjudagur 8. júll 1980. Attu bíl? Vigfús GuBmundsson: „Já, Mercedes Benz” Ruth S. Dahl: Nei, þvi miBur. Jón Haraldsson vinnur hjá póst- inum: „Nei, — og ég hef ekki á- huga á aB eignast bil, nema þá I happdrætti”. Svana Þorvarfiardóttir veitinga- stúlka: „Nei, en ég hef mikinn á- huga á þvi.” Pétur GuBfinnsson, starfsmaBur hjá sjónvarpinu: „Já, ég á mjög góöan Lada Combi.” 2 1 Enn um eftlrsótlu islensku fáikana: Fálkatemjari hingað í „hrúðkaupsíerö! Tilraunir til flutnings á fálkum úr landi viröast vera fleiri en almenningur gerir sér grein fyrir. Auk þeirra uppiýs- inga sem Vfsir kynnti lesendum um þessi mál á föstudaginn, hefurfrést af enn einum fáika- temjara sem reyndi hér land- göngu. „ViB fengum upplýsingar erlendis um þaB aö von væri á breskum fálkatemjara hingaB i mafmánuöi” sagöi Arni Sigur- jdnsson fulltrúi lögreglustjóra hjá Útlendingaeftirlitinu. „ViB geröum strax viöhlftandi ráö- stafanir er hann kom#vegna þess aö hann haföi gefiö upp annaö nafn á farseölinum en var í vegabréfi. A þeirri forsendu fékk hann ekki landvistarleyfi. Hann fékk aB sofa yfir nóttina á Hótel Loftleiöum og farangri hans var haldiö hjá útlendinga- eftirlitinu. Þar var m.a. búnaöur sem hægt var aö nota til fálkaveiöa. Daginn eftir fór hann Ur landi.” Ævar Petersen, deildarstjóri Dýrafræöideildar Náttúrufræöi- stofnunar íslands og formaöur fuglafriöunarnefndar, hefur fylgst ötullega meö þessum málum. Vísir leitaöi til hans um nánari deili á breska fugla- temjaranum. „Breskir fuglaverndunar- menn kannast vel viö þennan mann. Hann hefur margsinnis veriö grunaöur um ólöglegan fálkaútflutning og þykir meö fá- dæmum klókur i þeim efnum.” „I maí kom hann hér nýgiftur, meö eiginkonunni, — en fæsta grunaöi nú aö þetta væri eigin- leg brúökaupsferö” „Ég ræddi viö hann og var hann mjög kunnugur öllu hér og sagöi mér sitthvaö um varp á tslandi sem hvergi hefur komiö fram I prentuöum heimildum” sagöi Ævar Petersen. Samkvæmt áreiöanlegum heimildum Visis, hefur þessi Breti áöur komiö hingaö til landsins, og þá i fylgd meö annarri konu. Sú kona var siöar handtekin á Spáni, þar sem hún . reyndi aö smygla fuglaeggjum úr landi. En nýja brúöurin fékk vist aöeins aö gista eina nótt á íslandi meö temjaranum sln- um. —AS Stórframkvæmdir. Heildartekiur SS jukust um 70% I fyrra: Sala á nautgripa- kjöti lókst um 64%! Heildartekjur Sláturfélags Suöurlands á siBasta ári námu 18.1 milljarBi króna og höfBu aukist um 70.6% frá árinu á undan. Þar af voru 17.7 mill- jarBar vegna afurBa- og annarrar vörusölu, og var mestur hluti sölunnar eigin framleiösla fyrirtækisins. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins, sem haldinn var fyrir helgina. Rekstrartekjurnar skiptust þannig, að sala afuröadeildar nam 7.452 milljónum, sala kjöt- vinnslu 3.199 milljónum, sala sútunarverksmiöju 704 milljón- um og sala verslana- og vöru- miöstöövar 6.395 milljónum króna. Heildargjöldin námu tæpum 18 milljöröum króna, og voru aöalþættirnir þessir: vöru- og umbúöanotkun 12.585 milljónir. laun 2.395 milljónir, launatengd gjöld 267 milljónir, afskriftir 415 milljónir, opinber gjöld 163 milljónir, önnur rekstrargjöld 1.230 milljónir og fjármagns- gjöld 863 milljónir, en þar af voru afurðalánavextir 517 milljónir króna. Fá ekki fullt verð A fundinum kom fram, aö nú vantar talsvert á, aö búvöru- framleiðendur i landinu hafi fengiö verölagsgrundvallarverö fyrir afuröir sinar, þar sem Framleiösluráö iandbúnaöarins varö aö leggja sérstakt útflutn- ingsgjald á framleiöendur kindakjöts til þess aö jafna halla á útflutningi á slöasta ári. Þaö nam 165 krónum á klló dilka- kjöts og 82 krónum á kíló kjöts af fullorönu fé. Meö sérstökum lántökum Framleiösluráös reyndist unnt aö endurgreiöa af þessu 97.50 krónur á hvert kiló af dilkákjötsgjaldinu ög 48.75 krónur á hvert klló kjöts af full- orönu fé. SS endurgreiddi til viöbótar úr sinum rekstri 40 krónur á klló af dilkakjöti og námu þær greiðslur um 100 milljónum króna. Stjórn SS tók ákvöröun um þessa greiöslu til framleiöenda enda þótt hvorki verölagning afuröanna né af- koma afuröadeildanna gæfi svigrúm til þess. A liönu ári varö 64% aukning á sölu nautgripakjöts hjá SS, en tæplega 20% aukning kjötsölu almennt. Fastráönir starfsmenn voru um áramótin 599, en haustiö 1979, þegar flest starfaði hjá félaginu, voru starfsmenn 1.481 talsins. Velta SS jókst um 70% á siöasta ári. Unnið er aö undirbúningi tveggja stórframkvæmda á vegum SS, þ.e. kjöt- og beina- mjölsverksmiöju, sem áætlaö er aö reisa á Selfossi, og vinnslu- og dreifingarstöövar, sem reist veröur i Reykjavlk. Búist er viö aö framkvæmdir á Selfossi geti hafist slðari hluta ársins, og félagiö hyggst hefja byggingar- framkvæmdir á nýrri 22 þúsund fermetra lóö viö Laugarnesveg I Reykjavik á næsta ári. —ESJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.