Vísir - 08.07.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 08.07.1980, Blaðsíða 15
vísm Þriðjudagur 8. júli 1980. íki.. fljiii Sveinn Björnsson og Jón Krabbe á skrifstofu sendirábs tslands f Danmörku. Þeir störfuöu saman á hinum örlagariku timum i Danmörku 1940, en islenska utanrikisþjónustan var stofn- sett vegna hernáms Danmerkur. ..Þetta er liklega eina stofnunin þar sem rikis- starfsmenn eru flutningsskyldir — og fluttir á milii landa” — „venjulega er þarna um aö ræöa þriggja til fimm ára timabil” sagöi Hannes Haf- stein yfirmaöur Alþjóöadeildarinnar. UtanriKispjónustan fjörutiu ára: Starfið er llfandi og tilbreytlngarríkt Sjónarsviðið er Kaup- mannahöfn, að morgni dags hinn 8. apríl. Ber- lingske Tidende og Nationaltidende flytja ískyggilegar viðvaranir, sem danskir fréttaritarar í Berlín höfðu getað sent frá sér, þrátt fyrir harða ritskoðun. Viö þessi tiöindi hófu þeir Sveinn Björnsson þáverandi sendiherra i Danmörku og siöar fyrsti forseti Islenska lýöveldis- ins, og Jón Krabbe trúnaðar- maður tslands I danska utan- rikisráðuneytinu, athuganir á stöðu mála, á undan dönskum hernaðarsérfræðingum. Þeir fengu upplýsingar um vélvædd- ar herdeildir á ferð frá Holtsetalandi norður á bóginn og óvenjumiklar skipaferðir um sundið. Sveinn Björnsson náði sima- sambandi við Hermann Jónas- son, forsætisráðherra og skýröi L Sigurður M. Þorsteinsson sat frammi i móttöku er Visir kom aðvifandi. „Ég er nú rétt búinn aö starfa hér i 2 mánuöi eftir aö hafa veriö 36 ár I lögreglunni”. „Jú, hér koma margir og frá ýmsum löndum, svo starfið er mjög lifandi og tilbreytingar- rikt”. honum frá yfirvofandi hættu á að Danmörk yrði hertekin. Daginn eftir, marseruðu svo þýskar hersveitir inn I Dan- mörku án nokkurs viönáms danskra yfirvalda, sem tóku skömmu slðar þá óhjákvæmi- legu ákvörðun að gefast upp. Vegna hinna válegu tiðinda, frá Danmörku, samþykkti Alþingi, daginn eftir hernámið, ályktun þess efnis, að Islendingar tækju að svo stöddu meðferð utanrlkismála I eigin hendur. A grundvelli þessarar ályktunar voruslðan gefin út bráðabirgðalög nr. 120, 8. júli 1940 um Utanrlkisþjónustuna erlendis. Utanríkisþjónustan islenska er þvl 40 ára I dag — en allt frá sambandslögunum 1918, réðu Islendingar sjálfir yfir utan- rikismálum sinum, ákváðu hvaða stefnu skyldi fylgt en danska utanrikisráðuneytiö annaðist meðferð utanrikismála fyrir þeirra hönd og samkvæmt fyrirmælum þeirra. Þessi samskipti fóru fyrst i stað i gegnum forsætisráöherra en 1926 var sérstakur maður ráðinn til þess að annast þessi störf I forsætisráöuneytinu. Smám saman jukust störfin og visir að skrifstofu varð til, sem fékk heitið utanrikismála- deild. 1 fyrstu var þar einn full- trúi og skrifstofustúlka, sem fjölgaöi töluvert er lslendingar tóku sjálfir aö gera viöskipta- samninga i rikari mæli við út- lönd. I dag starfa nú við utanrlkis- þjónustuna 69 manns. Þar af starfa 24 i aðalráöuneytinu, 4 i varnarmáladeild og 39 erlendis, auk tveggja viðskiptafulltrúa. Auk þessa fjölda eru 18 manns sem starfa við aðstoðarstörf, s.s. húsveröir og bilstjórar. Vlsir leit inn á skrifstofur Utanrikisráðuneytisins við Hverfisgötu, i tilefni afmæiisins en þar lét starfsfólk ekki afmæl- ið raska starfinu og vann af kappi. —AS. „Það hefur slnar jákvæðu og neikvæðu hliðar að vera sendur utan” sagði Sveinn Björnsson, sendiráöunautur, „en gallarnir aukast þegar framl sækir t.d. vegna barna.” „Hér höfum við til umfjöllunar hin margbreytilegustu mál, svo sem fjárreiður sendiráða og þjónustu, milligöngu I barnsfað- ernismálum, hjónaskilnaöar- mál og ýmislegt sem tengist sið- an dómsmálaráðuneytinu” sagði Gunnar Snorri Gunnars- son, fulltrúi i almennu deildinni. 15 E/GENDUR B/FRE/ÐA Verkstæði okkar verður lokað vegna sumarleyfa frá 18. júlí til 5. ágúst. Sveinn Egi/sson hf. Skeifan17. Sími 85100 GULL - SILFUR Kaupum brotagull og silfur, einnig mynt og minnispeninga úr gulli og silfri. Staðgreiðsla. Opið 10-12 f.h. og 5-6 e.h. w Islenskur útflutningur Ármúla 1 Sími 82420 Tilkynning frá Framleiðsluráði /andbúnaðarins ti/ framleiðenda i alifugla og svinarækt Ákveðið hefur verið að afhenda eigendum ali- fugla og svina sérstök kort, sem veita þeim heimild til kaupa á kjarnfóðri án þess að þurfa að greiða að fullu það kjarnfóðurgjald, sem nýlega hefur verið ákveðið með lögurrt. Leyfisveitingín gildir tíl loka september næst- komandi og miðast við 25% af því kjarnfóður- magni sem viðkomandi aðilar geta fært sönn- ur á að þeir haf i keypt á sl. ári til svína og ali- fuglaræktar. Framleiðendur skulu senda Framleiðsluráði samanteknar upplýsingar um kjarnfóðurkaup sl. árs ásamt verslunarnótum yfir kaupin. Þörf nýrra framleiðenda verður metin sér- staklega. Leyfiskortin verða síðan send við- komandi aðilum jafnóðum og þau verða tilbú- in. Umsóknum skal fylgja nafn og nafnnúmer viðkomandi umsækjenda ásamt greinilegu heimilisfangi. Þeir sem til þess hafa aðstöðu geta skilað um- sóknum og sótt leyfin sjálfir á skrifstofu Framleiðsluráðs í Bændahöllinni,Reykjavík. Afhending leyfanna hefst mánudaginn 7. júlí. Reykjavík, 5. júlí 1980. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Biaðburðarfólk óskast: Þórsgata Baldursgata Freyjugata Sjafnargata

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.