Vísir - 08.07.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 08.07.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR ÞriOjúdagur 8. júli 1980. utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davfö Guömundsson. " Ritstjórar: ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. . Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Eilas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Friða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristln Þorstelnsdóttir, AAagdalena Schram, Páll AAagnússon, Slgurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaöamaöur á Akureyri: Gisli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14 slmi 86611 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr.SOOO á mánuöi innanlands og verð f lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentaður i Blaöaprenti h.f. Síðumúla 14. f síðustu viku virtist sem nokk- ur hreyfing væri að koma á samningamál BSRB og ríkisins, og fróðir menn töldu samkomu- lag á næsta leiti. Fulltrúar opin- berra starfsmanna höfðu átt óformlegar viðræður við nokkra ráðherra, og síðan voru reifaðar I samninganefnd BSRB hugmynd- ir að lausn, sem túlkaðar voru sem tillögur, sem ríkisstjórnin gæti gengið að. Aðalatriði þeirra voru tólf þúsund króna launa- hækkun á lægstu flokka og fullar verðbætur á öll laun. Gert var ráð fyrir styttri tíma til persónuupp- bótar, hækkuðum yfirvinnustuðli og ýmsum félagslegum umbót- um s.s. rýmkuðum samningsrétti og atvinnuleysisbótum. Á fundi samninganefndar BSRB í dag er þessum hug- myndum hafnað en gert gagntil- boð um fyrri kröfur með ein- hverjum tilslökunum. Er að heyra að þessi þróun mála leiði til þess, að samningar eigi langt I land og málið sé strand þar til i haust. Ef þetta reynist rétt verður að túlka þá niðurstöðu sem mikið áfall fyrir ríkisstjórnina og gjör- breytta stöðu í samningamálun- um almennt. BIÐSTADA í KJARAMALUM Þaö er áfall fyrir rikisstjórnina, aö opinberir starfsmenn hafa hafnaö hugmyndum um lausn kjaradeilunnar, sem runnar eru undan rifjum ráðherra. Engar iikur eru á samn- ingum fyrir 1. sept. Allt er I fullkominni óvissu um framvindu mála og næsta holskefla nálgast óðfluga. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að lausn fengist varð- andi kjaradeiluna við opinbera starfsmenn með hóflegum samningum, sem yrðu stefnu- markandi fordæmi fyrir aðila vinnumarkaðarins. Það mundi knýja á um gerð kjarasamninga nú í sumar. Að vísu vekur það athygli, að samkvæmt þeim tillögum, sem að framan eru raktar, er fallið frá þaki á verðbætur, en það var eittmeginatriðið í upphaf legu til- boði ríkisstjórnarinnar og veiga- mikil forsenda fyrir viðnámi gegn verðbólgu. Opinberir starfsmenn og raun- ar einnig Vinnuveitendasam- bandið hafa hinsvegar lagt áherslu á að fullar verðbætur verði greiddar á öll laun, til að raska ekki launastigunum. Að þessu leyti virðist því ríkis- stjórnin hafa beygt sig frá fyrri stefnu um hlutfallslega lægri verðbætur á hærri laun. Hvað sem menn segja um þetta við- kvæma en mikilvæga atriði, þá er hitt Ijóst, að með fullum verðbót- um er horfið frá þeirri stefnu að bæta sérstaklega kjör hinna lægst launuðu, og enn einu sinni er lagst á flótta undan verðbólg- unni og orsökum hennar. Fyrir ríkisstjórnina eru nú góð ráð dýr. Allt stendur fast í hinum almennu kjarasamningum, og fyrirsjáanleg biðstaða í málum opinberra starfsmanna. Allt sit- ur því við það sama og næsta hol- skefla í verðbótum og verðlagi nálgast óðfluga. Einhverjum kann að þykja bið7 lund verkalýðshreyf ingarinnar mikil og víst eru verkalýðsfor- ingjar umburðarlyndari gagn- vart núverandi ríkisstjórn en áð- ur hefur þekkst. Hér er ekki verið að brýna þá til ótímabærra aðgerða og með hliðsjón af efnahagsástandinu, ætti staðan að vera viðráðan- legri, meðan ekki er samið um hærri laun og ný útgjöld fyrir atvinnurekstur eða ríkissjóð. Gallinn er aftur á móti sá, að auk þess, sem lausir kjarasamn- ingar skapa óþolandi óvissu, munu sjálfvirkar hækkanir 1. september magna enn verðbólg- una og gera áfallið ennþá sárs- aukafyllra loks þegar skellurinn kemur fyrr eða síðar. Astandið er ekki glæsilegt eftir þær fréttir sem borist hafa af samningamálum. Allir kjara- samningar eru lausir, kaupmátt- ur rýrnar dag frá degi, og allir virðast hafa gleymt þeim ásetn- ingi, að bæta hið fyrsta kjör hinna lægst launuðu. Hversu lengi á að fljóta að feigðarósi? Verður pak sett á fjárlögin? Um þessar mundir sitja starfsmenn Fjárlaga- og hag- sýslustofnunarkófsveittir við að undirbúa fjárlög næsta árs, en þau verða lögö fram á Alþingi i upphafi þings. Fjármálaráð- herrann stýrir og ber ábyrgð á þessu verki og er varla öfunds- veröur af því starfi. Gerð fjár- laga markar hverju sinni stefnu næsta árs f rikisfjármálunum og rikisfjármálin eru afar mikil- vægur þáttur efnahagsmál- anna. Fjárlagafrumvarpið er þvi veigamikið tæki i baráttunni viö verðbólguna. Rykið dustað af gam- alli grein í núverandi rikisstjórn sitja þrír menn, sem hafa veriö fjár- málaráðherrar. Þess vegna skortir ekki reynslu i stjórninni við aö fást við þetta árlega verkefni. Þegar ég var að taka til á skrifborðinu um daginn, rakst ég á grein eftir þann þeirra, sem mestu reynsluna hefur. Fyrirsögn greinarinnar er „ÞAK A FJARLÖGUM LEIÐIR TIL LÆKKUNAR”, en hún birtist I Morgunblaðinu 28. nóvember s .1. Mér finnst greinin ' afbragðs góð og tel rétt að koma henni á framfæri einkum og sér I lagi, ef Ragnar Arnalds núver- andi fjármálaráðherra hefði ekki haft rænu á að klippa hana út úr Mogganum á sinum tíma. Þar sem greinin er stutt og gagnorö er hún birt hér orðrétt i heilu lagi. Halli rikissjóðs i viðureign við verðbólgu er afkoma rlkissjóðs meginmái. Halli á rikissjóöi árum saman og skuldasöfnun við Seðlabank- ann er ein af uppsprettum verð- bólgunnar. Hér þarf að verða gjörbreyt- ing og það strax. Áriö 1980 verður rikissjóöur að skila greiösluafgangi og byrja á þvi að borga skuidir sfnar við Seðla- bankann, sem nú nema 30-40 milljöröum króna. En hvernig má þetta verða? Það er ekki Iengur hægt að hækka skatta, þeir eru þegar orðnir alltof háir. Þetta veröur aö gerast meö þvi að lækka rikisútgjöldin. Hvernig á að fara aö þvi? Taka þarf upp ný vinnubrögö við gerð fjárlaga. Þak á fjárlögin Aður en fjárlagagerð hefst veröur rikisstjórn að ákveða há- mark rikisútgjaida, þak á fjár- neðamnaLs Hér rifjar Friðrik Sophusson alþm. upp grein eftir núverandi for- sætisráðherra, þar sem stungið er uppá, að þak verði sett á f járlög. lögin. T.d. mætti ákveða, að þau skuli á næsta ári vera 10% lægri en fjáriagafrumvarpiö, sem vinstri stjórnin lagöi fram i október og hljóðaði upp á 350 miiljarða. Innan þessa ramma verða fjárlaga- og hagsýsludeild og fjárveitinganefnd Alþingis að koma útgjöldunum fyrir. Ranglátar niður- greiðslur Niðurgreiðslur úr rikissjóði á landbúnaöarvörum kosta nú milli 20 og 30 milljaröa á ári og eru komnar úr hófi. Hér má spara milijaröa. Bændur sjálfir og samtök þeirra hafa látið i ljós, að þær megi helst ekki verða meiri en mismunur á framieiðsluverði og söluverði. Þessar miklu niðurgreiðsiur skekkja verðlag og draga úr hvöt til að ráðast I nýjar bú- greinar. Þær bjóða heim hættu á misnotkun og spiliingu. Þær leiöa til þess, að þeir riku fá meira I sinn hlut úr rikissjóði en þeir snauðu. Þegar dregið verður úr niðurgreiðslum, á að bæta láglaunafólki það upp með tekjutryggingu, fjölskyldubót- um og afnámi á tekjuskatti, þannig að kaupmáttur þessa fólks minnki ekki. Óþarfur fjáraustur Fyrir forgöngu ungra Sjálf- stæðismanna á sinum tima tók Sjálfstæöisflokkurinn almanna- tryggingar á stefnuskrá sina. Það þarf jafnan að búa svo um, að vanheilir menn, öryrkjar og aldraðir njóti mannsæmandi aðbúnaðar og iifskjara. En það er ástæðulaust, að hið opinbera greiði stórfé til þeirra, sem ekki þurfa á þvi aö halda. Ég vii nefna dæmi: Maður einn, sem hefur röska eina milljón i tekjur á mánuði, fór nýiega I árlega iæknisskoðun hjá heimilislækni, ekki vegna vanheilsu, heldur öryggis. Þaö var einn liöur I þeirri skoðun, að teknar voru röntgenmyndir af honum á Landspitaianum. Þegar hann fær reikninginn, kosta þessar myndir 18 þús. kr. Af þeim á hann sjáifur að borga 2 þús. kr., en 16 þús. kr. borgar rikið fyrir hann. Auðvitað er þetta fjar- stæða ein. Allt of mörg dæmi eru um slfkan óþarfa fjáraustur, þarsem má spara stórar fúigur, án þess að skerða hlut þeirra, sem á þurfa að halda. Verðbólgan er sálrænt og siðferðilegt vanda- mál Verðbóigan er ekki aðeins Fylgir Ragnar ráðum Gunnars og setur þak á fjárlög? efnahagsmál, heldur einnig og ekki siður sálrænt og siðferði- legt vandamál. Hún tærir sund- ur margar þær dyggðir, sem 'ávallt eiga að vera helgar hverri heilbrigöri þjóð. For- dæmi valdhafanna mótar allt þjóðfélagið. Ef stjórnendur landsins sýna i verki vilja til hagsýni og sparnaðar, ef þeir láta rikissjóð hætta hallabúskap og í þess stað skila afgangi og greiða skuidir, mun hugarfar borgaranna breytast og margt snúast til betri vegar með þessari þjóð”. Fylgir fjármálaráð- herrann stefnu for- sætisráðherrans Hér lauk grein dr. Gunnars Thoroddsen fyrrverandi fjár- málaráðherra og núverandi for- sætisráðherra. I þessari grein koma fram athyglisverð sjónar- mið, sem núverandi fjármála- ráðherra hlýtur að gefa gaum, þegar hann vinnur nú að gerö fjárlaga fyrir næsta ár. Verður fróðlegt að fylgjast með þvi, hvernig til tekst I þeim efnum. „En heyrðu nú. — Er það ekki eintómt grln að birta þessa grein, sem skrifúö var fyrir sið- ustu kosningar”, kann einhver að spyrja. 1 minum huga er full- komin alvara, þegar ég segi, að greinin sé gott og mikilvægt framlag til baráttunnar við verðbólguna, — ef rlkisstjórnin fylgir þeim viöhorfum, sem þar koma fram. Stuðningur Sjálfstæðis- manna er vis Sjáifstæðisflokkurinn hefur öðrum flokkum fremur skilið nauðsyn þess að takmarka rlkisútgjöldin og treysta fremur á framtak einstaklinganna. Of- þensla rlkisbáknsins er ein af orsökum verðbólgunnar. Minni útgjöld rlkissjóðs og þar af leið- andi lægri skattar og hærri ráð- stöfunartekjur hafa einnig verið á stefnuskrá verkalýðshreyf- ingarinnar undanfarin ár. Fjár- málaráöherrann getur þess vegna við gerð fjárlaga sýnt i verki hug sinn til verkalýðs- hreyfingarinnar um leið og hann fylgir hugmyndum for- sætisráöherrans. Til þess fær hann stuöning sjálfstæðismanna innan rlkisstjórnarinnar og einnig hinna, sem eru I stjórnar- andstöðu. Og svo er bara að biða og sjá, hvað gerist, þegar frum- varpið sér dagsins ljós.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.