Vísir


Vísir - 09.07.1980, Qupperneq 8

Vísir - 09.07.1980, Qupperneq 8
8 VÍSIR MiQvikudagur 9. júli 1980 utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Oavifi Gufimundsson. ' Ritstjórar: ölafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Gufimundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blafiamenn: Axel Ammendrup, Frifia Astvaldsdóttir, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttlr, Magdaiena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blafiamaöur á Akureyri: Glsli Sigur- geirsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86011 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4simi 86611. Askriftargjald er kr.5000 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 250 krónur ein- takið. Visirer prentafiur í Blafiaprenti h.f. SIAumúla 14. Lítll handbók I Sovet Vfsir birti i fyrradag úrdrátt úr handbók fyrir flokksfélaga, sem kommúnistaflokkurinn i Sóvétrikjunum hefur gefiö út. Þær upplýsingar hafa vakiö mikla athygli, þvi þær varpa ljósi á skilning Sovétmanna á tilgangi tllympiuleikanna. Upplýsingar Vísis í fyrradag um litlu handbókina fyrir flokks- félagana í Sovét hafa vakið mikla athygli. Þar eru dregin fram í dagsljósið viðhorf ráða- manna í Moskvu til Olympíuleik- anna og tilgangs þeirra. Þar er enginn tæpitunga töluð. Ákvörð- unin um að veita þann heiður að halda 'Olympiuleikana í höfuð- borg fyrsta sócialista-ríkis heims" segir þar, „var sannfær- andi vitnisburður um almenna viðurkenningu á sögulegu mikil- vægi og réttmæti pólitískrar ut- anríkisstef nu lands okkar, á stór- kostlegu framlagi Sovétríkjanna til baráttunnar fyrir friði, á framlagi þeirra til alþjóðlegu 'olympíuhreyfingarinnar". I þessum dúr er talað til f lokks- félaganna í litlu handbókinni. Moskva skal vera „sýningarhöll kommúnismans" og Kremlverj- um til pólitískrar upplyftingar um víða veröld. Þeim finnst ekki nóg að verið með fólskulegri árás sinni á Afghanistan. Nú skal bókstaf- lega og áþreifaniega sannað, að þar haf i verið rétt að verki staðið og að aðrar þjóðir haf i ekkert við það að athuga. Litla handbókin í Moskva er lýsandi dæmi um ástandið og inn- rætinguna í þessu fyrirmyndar- ríki heimskommúnismans. Hún er viðurstyggilegur áróður eins og hann gerist verstur, og sorg- legttákn þess, hvernig fámennar f lokksklíkur leyfa sér að tilkynna 250 milljón manna þjóð, hvaða skoðun hún eigi að hafa á tiltekn- um atburði. En þessi litla, Ijóta handbók er sömuleiðis hnefahögg framan í alla íþróttahreyf inguna, gróf- asta tilraun, sem spurnir fara af, síðan í Berlín 1936, til að misnota hugsjón ólympíuleikana í póli- tískum tilgangi. íþróttamenn allra þjóða eru samkvæmt litlu handbókinni fyr- ir f lokksfélaganna, að lýsa vel- þóknun sinni á heimsvaldastef nu Sovétríkjanna, leppstjórn þeirra á Austur-Evrópu og innrásinni í Afghanistan. Fánar frjálsra þjðða eiga vera vottur þess, að Sovétríkin séu friðelskandi þjóð, og íþróttamennirnir munu heiisa friðardúf unum í Kreml í heiðurs- skyni. Að vísu verða hvorki herleiddir Afghanar eða fangelsaðir and- ófsmenn til staðar til að klappa þeim lof í lófa, en samkvæmt til- kynningum flokksins, eru það hvort sem er vondir menn og ill- gjarnir, sem eiga ekkert betra skilið en herleiðingu og útlegð. Ekki skiptir máli hvort þar sé nokkrum þátttökuþjóðum fleira eða færra, Moskva verður sýn- ingarhöll kommúnismans, fagur vitnisburður þess, að kerfið og Kreml hafi yfirburði yfir kapitalismann „sem runnið hef- ur sitt skeið á enda, en sócial- isminn vex og efiist með degi hverjum". íþróttamenn vilja ekki blanda saman íþróttum og pólitík. Marg- ir þeirra réttlæta för sína til Moskvu út frá þeirri fögru og sígildu hugsjón. Eða hvar væru íþróttaleg samskipti á vegi stödd, ef þau réðust af litarhætti, þjóð- erni eða pólitiskum landamær- um? Iþróttir hafa tengt þjóðir, eytt tortryggni og aukið friðar- vonir í stríðandi veröld. Þetta er ólympíuhugsjónin og margur íþróttamaðurinn hefur í einfeldni sinni trúað því að hún væri virt og viðurkennd, hvort heldur vestan hafs eða austan. Litla handbókin í Sovét hefur upplýst þá um annað. íslenskum íþróttamönnum verður ekki bannað að halda til Moskvu. En þeir skyldu minnast þess að í augum Sovétríkjana mun íslenski fáninn blakta í heiðurs- skyni fyrir sovéskri utanríkis- stefnu, og þátttaka þeirra skoð- ast sem þakklæti fyrir stórkost- legt framlag Kremlverja í þágu friðarins. YFIR VERBL AGSST J0RNIN Fyrir rúmum áratug tóku rlkisstjórnir Islands sér þaö verkefni aö vera æösti úr- skuröaraöili um leyfi til verö- hækkana. Meö þessum hætti átti aö veita viönám gegn verö- bólgu. Þaö sýndi sig þó fljótt, aö þessi aöferö var ekki til bóta og á þeim tima sem þetta yfirverö- lagseftirlit rlkisstjórna hefur neöanmáls p Jón Magnússon, fór- i maður Sambands ungra | Sjálfstæöismanna gerir að umtalsefni orð og 1 efndir ríkisstjórnarinnar ■ varðandi aðgerðir í orku- ^ málum, og þá staðreynd H að Hitaveita Reykjavíkur B þurfi að draga saman “ seglin vegna ákvarðana I yfirverðlagsstjórnar i (les: ríkisstjórnar). 1 i 1. L staöiö hefur veröiag hækkaö meö meiri hraöa en fyrr. Þaö er alkunn staoreynd aö fólk er mismunandi af guöi gert, sumir eru fljótir aö læra af mis- tökum meöan aörir þurfa aö reka sig á hvaö eftir annaö og læra jafnvel ekkert af þvi. Svo viröist sem islenzkir stjórn- málamenn siöasta áratuginn hafi veriö I öftustu rööinni, þegar drottinn deildi út álykt- unarhæfninni, annaö veröur ekki ráöiö af þeim siendurteknu mistökum sem þeir gera I yfir- verölagsstjórn sinni. Veröbólgan æöir áfram án tillits til þess, aö bakarar þurfi aö gefa meö visitölubrauöum eöa Hitaveita Reykjavikur þurfi aö draga saman seglin vegna yfirverölagsstjórnar núverandi rlkisstjórnar. Þetta er hins vegar liöur I þeim skollaleik sem rlkisstjórnin leikur viö verkalýösforingjana I þvl skyni aö falsa vlsitöluna. Verkalýös- leiötogarnir þykjast ekki sjá þó aö búiö sé að taka trefilinn frá augunum á þeim. Slöasta afrek rikisstjórnar- innar I yfirverölagsstjórn er aö hafna hækkunarbeiöni Hita- veitu Reykjavíkur. Þessi af- staöa veldur þvi, aö nokkrir ein- staklingar veröa fyrir verulegu tjóni auk þess sem rekstrar- og þjónustumöguleikar Hitaveit- unnar eru verulega skertir. Rikissjóö munar aö sjálfsögöu ekkert um aö bæta nokkrum fjölskyldum við á lista yfir þá sem fá olíustyrk, en erfitt er aö sjá samhengið I afstööu rlkis- stjórnarinnar við þaö ákvæöi málefnasamnings hennar sem segir: „Sérstök áherzla veröi lögö á aögeröir I orkumálum, m.a. meö þaö að markmiöi, aö inn- lendir orkugjafar komi sem fyrst I stað innfluttrar orku og unnt veröi, meö viðunandi öryggi, aö tryggja afhendingu orkunnar til notenda”. Þeir húsbyggjendur á Stór- Reykjavíkursvæöinu, sem á næstu dögum þurfa aö gera ráð- stafanir til aö láta leggja fyrir ollukyndingu I húsum slnum og breyta teikningum I sama skyni, geta sjálfsagt slöar, á köldum vetrarkvöldum ornaö sér viö yfirlestur þessa ákvæöis málefnasamningsins á sama tima og þeir lesa um ákvöröun OPEfrikjanna um hækkun á oliuveröi. í kyrrlátri bæn geta þeir þá þakkaö ríkisstjórninni fyrir að meta heildarhagsmuni umfram hagsmuni einstakl- inga, án nokkurs sýnilegs á- rangurs I baráttunni gegn verö- bólgunni. Þessir húsbyggjendur eru þó ekki einu fórnarlömb yfirverö- lagsstjórnarinnar. Þjóöin öll llöur fyrir þann skort ráöa- manna á hæfileikum til aö geta dregiö réttar ályktanir af gefn- um forsendum. Meö sama áframhaldi horfum viö fram á aukna veröbólgu, verri afkomu og aukinn landflótta hæfra ein- staklinga. Þegar rlkisstjórnin var mynduö I upphafi ársins, varö strax ljóst, aö hún mundi leita sömu úrræöanna og höföu oröiö fyrri rikisstjórnum síöasta ára- tugs aö fótakefli. Nýjustu aö- geröir hennar hafa einmitt staö- fest þetta. Reynt er aö stinga vandamálunum undir stól eöa ýta þeim á undan sér, en engin tilraun gerö til aö koma á nauð- synlegri kerfisbreytingu sem gæti orðið forsenda nýs vaxtar I Islenzku þjóölifi. Meöan þetta ástand varir er vissulega ekki nokkurs aö vænta, en þaö er löngu kominn timi til aö breyta þessu og gefa nýjum mönnum tækifæri til aö spreyta sig. Þaö er raunar eina vonin. Jón Magnússon, form. Sambands ungra S jálfstæöismanna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.