Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 1
111. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 14. MAÍ 2002 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti skýrði frá því í gær að náðst hefði samkomulag í samningavið- ræðum við Rússa um að fækkað verði verulega kjarnavopnum beggja ríkjanna. Er kveðið á um að hvort ríki fækki kjarnaoddum lang- drægra vopna úr um 6.000 í 1.700 til 2.200 á næstu tíu árum. „Samning- urinn mun gera út af við arfleifð kalda stríðsins,“ sagði Bush er hann flutti ávarp í Hvíta húsinu og skýrði frá niðurstöðunni í gær. Vladímír Pútín Rússlandsforseti fagnaði einn- ig samningnum, hann hrósaði stjórn Bush og þakkaði árangurinn ekki síst því að forsetinn hefði lagt áherslu á að málið yrði leyst. Hart hefur verið deilt á bak við tjöldin í samningunum síðustu mán- uði. Yfirlýsingin í gær kom því á óvart, flestir stjórnmálaskýrendur töldu að enn bæri svo mikið í milli að ekki tækist að ganga frá jafnum- fangsmiklum af- vopnunarsamn- ingi á næstunni. Heimildarmenn segja að aðstoð- arutanríkisráð- herrar landanna, Rússinn Georgí Mamedov og Bandaríkjamað- urinn John Bolt- on, hafi loks á fundi í Moskvu í gær fundið leið til að jafna ágreininginn. Forsetarnir tveir hyggjast undir- rita samninginn á fundi sínum í Rússlandi 23.–26. maí og ætlunin er að staðfesta á leiðtogafundi í Róm tveim dögum síðar samning um nýtt samstarfsráð Atlantshafsbandalags- ins, NATO, og Rússa þar sem kveðið er á um nýtt og aukið hlutverk hinna síðarnefndu í starfi bandalagsins. Utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna og Rússlands, Colin Powell og Ígor Ívanov, hittast á ráðherrafundi NATO og samstarfsríkja þess í Reykjavík í dag og á morgun og munu ráðherrarnir tveir ganga frá textum annarra hluta leiðtogafundar Bush og Pútíns þar sem m.a. er kveðið á um tvíhliða samstarf ríkjanna tveggja í varnarmálum. Eyða kjarnavopnum eða geyma þau? Núverandi hámark á fjölda kjarnaodda, 6.000, var sett í START I samningnum um takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar árið 1991. Ágrein- ingur hefur verið um mikilvægt at- riði: hvað gera skuli við oddana sem ekki verða lengur hluti af vopnakerf- inu. Rússar vildu eyða þeim en Bandaríkjamenn koma þeim fyrir í geymslu þar sem hægt yrði að grípa til þeirra ef ástand í öryggismálum gerbreyttist einhvern tíma í framtíð- inni. Háttsettir embættismenn í Washington, sem óskuðu nafnleynd- ar, sögðu að sæst hefði verið á að sumum oddunum yrði eytt en aðrir settir í geymslu. Þykir það verulegur sigur fyrir Pútín að Bush lagði til hliðar kröfu sína um að samkomu- lagið yrði óformlegt og að ekki yrði gerður skriflegur samningur um fækkunina. Niðurstaðan merkir að Bush verð- ur að leggja ákvörðunina fyrir öld- ungadeildina, þar sem repúblikana- flokkur hans er í minnihluta. Pútín nýtur hins vegar stuðnings meiri- hluta rússneska þingsins í málinu. Rússar munu á næstunni fá rétt til reglubundins samráðs á ákveðnum sviðum í starfi NATO. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá samningi um þau málefni á fundinum í Reykja- vík. Auk ráðherra bandalagsins og Rússlands eru á honum fulltrúar frá mörgum Evrópu- og Asíulöndum ut- an NATO. Samið um mikla fækk- un kjarnorkuvopna Moskvu, Washington. AP, AFP. Bush COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom til Íslands í gærkvöldi til fundar utanrík- isráðherra Atlantshafsbandalagsins (NATO), sem hefst í dag. Við kom- una til Keflavíkur heilsaði Powell m.a. Helgu Hauksdóttur, sendiráðs- ritara í utanríkisþjónustu Íslands (t.h.). Á milli þeirra standa John T. Waickwicz, aðmíráll á Keflavík- urflugvelli, og Jóhann Benediktsson, sýslumaður á vellinum. Einnig tók á móti Powell Sveinn Björnsson próto- kollmeistari (t.v.). Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði í gær, að meðal þess sem utanríkisráðherrar NATO- ríkjanna 19, og 27 samstarfslanda þeirra, muni ræða á fundinum sé grunnur að nýjum samstarfsvett- vangi NATO og Rússlands, en rúss- neski utanríkisráðherrann, Igor Iv- anov, er væntanlegur til landsins í dag. Einnig verður rædd stækkun bandalagsins, sem síðan verður end- anlega ákveðin á leiðtogafundi bandalagsins í Prag í haust. Ljósmynd/Lárus Karl Ingason Powell kominn til Íslands  Allir ráðherrar/baksíða  Mikill viðbúnaður/32 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti mun áfram hvetja til þess að stofnað verði sjálfstætt ríki Palest- ínumanna, að því er forsetaembættið tilkynnti í gær, í kjölfar þess að mið- stjórn Likud-bandalagsins, flokks Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, hafnaði á sunnudagskvöldið möguleikum á að Palestínumenn stofni eigið ríki. Samþykkt miðstjórnarinnar geng- ur gegn vilja Sharons, en ráðherrar flokksins eru nú skuldbundnir til að hefta allar friðarumleitanir er fela í sér að Palestína verði sjálfstætt ríki. Ari Fleischer, fréttafulltrúi Bush, sagði við fréttamenn í gær að forset- inn væri „enn þeirrar skoðunar að besta leiðin til að koma á friði feli í sér stofnun palestínsks ríkis er fái þrifist í öryggi við hlið Ísraels“. Það var að tillögu Benjamins Net- anyahus, fyrrverandi forsætisráð- herra Ísraels, að miðstjórn Likud- bandalagsins samþykkti þessa afdráttarlausu afstöðu, en Sharon andmælti henni harðlega og sagði að þetta myndi hafa slæm áhrif á tengsl Ísraela og Bandaríkjamanna, sem eru mikilvægustu bandamenn Ísr- aela. Sharon hefur samþykkt, en með skilyrðum þó, þann möguleika að Palestínumenn stofni eigið ríki. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði í gær að samþykkt Lik- ud-bandalagsins þýddi í raun að Óslóarsamkomulagið, sem Ísraelar og Palestínumenn gerðu með sér 1994, væri endanlega dautt og grafið. Palest- ínumenn fái ekki eigið ríki Chicago, Tel Aviv. AFP. Likud-bandalagið geng- ur gegn vilja Sharons STUÐNINGUR við flokk hollenska stjórnmálamannsins Pims Fortuyns, sem myrtur var í síðustu viku, hefur aukist ef marka má skoðanakönnun sem birt var í gær. Könnunin bendir til að flokkur Fortuyns verði næst- stærsti stjórnmálaflokkur Hollands að afloknum þingkosningunum, sem fram eiga að fara á morgun. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð hefur verið frá því að Fortuyn var myrtur. Sýnir hún að flokkur hans myndi ná 28 þingsæt- um af 150 en sambærilegar kannanir höfðu áður spáð því að flokkurinn fengi 26 þingmenn kjörna. Stjórnin missir meirihlutann Verkamannaflokkur Wims Koks forsætisráðherra og samstarfsflokk- ar hans í núverandi ríkisstjórn tapa fylgi samkvæmt könnuninni og missa meirihluta sinn á þingi. Verði úrslit kosninganna í samræmi við þessa könnun verður erfitt að ganga fram hjá flokknum, sem kenndur er við Fortuyn, þótt frambjóðendur hans hafi enga stjórnmálareynslu. Samkvæmt könnuninni fá kristi- legir demókratar 20,5% atkvæða sem þýðir um 31 þingsæti af 150, flokkur Fortuyns 18,5% og 28 þing- sæti og Verkamannaflokkurinn um 16,5% og 25 þingsæti. Aukið fylgi við flokk Fortuyns Haag. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.