Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 1
111. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 14. MAÍ 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti skýrði frá því í gær að náðst
hefði samkomulag í samningavið-
ræðum við Rússa um að fækkað
verði verulega kjarnavopnum
beggja ríkjanna. Er kveðið á um að
hvort ríki fækki kjarnaoddum lang-
drægra vopna úr um 6.000 í 1.700 til
2.200 á næstu tíu árum. „Samning-
urinn mun gera út af við arfleifð
kalda stríðsins,“ sagði Bush er hann
flutti ávarp í Hvíta húsinu og skýrði
frá niðurstöðunni í gær. Vladímír
Pútín Rússlandsforseti fagnaði einn-
ig samningnum, hann hrósaði stjórn
Bush og þakkaði árangurinn ekki
síst því að forsetinn hefði lagt
áherslu á að málið yrði leyst.
Hart hefur verið deilt á bak við
tjöldin í samningunum síðustu mán-
uði. Yfirlýsingin í gær kom því á
óvart, flestir stjórnmálaskýrendur
töldu að enn bæri svo mikið í milli að
ekki tækist að ganga frá jafnum-
fangsmiklum af-
vopnunarsamn-
ingi á næstunni.
Heimildarmenn
segja að aðstoð-
arutanríkisráð-
herrar landanna,
Rússinn Georgí
Mamedov og
Bandaríkjamað-
urinn John Bolt-
on, hafi loks á fundi í Moskvu í gær
fundið leið til að jafna ágreininginn.
Forsetarnir tveir hyggjast undir-
rita samninginn á fundi sínum í
Rússlandi 23.–26. maí og ætlunin er
að staðfesta á leiðtogafundi í Róm
tveim dögum síðar samning um nýtt
samstarfsráð Atlantshafsbandalags-
ins, NATO, og Rússa þar sem kveðið
er á um nýtt og aukið hlutverk hinna
síðarnefndu í starfi bandalagsins.
Utanríkisráðherrar Bandaríkj-
anna og Rússlands, Colin Powell og
Ígor Ívanov, hittast á ráðherrafundi
NATO og samstarfsríkja þess í
Reykjavík í dag og á morgun og
munu ráðherrarnir tveir ganga frá
textum annarra hluta leiðtogafundar
Bush og Pútíns þar sem m.a. er
kveðið á um tvíhliða samstarf
ríkjanna tveggja í varnarmálum.
Eyða kjarnavopnum
eða geyma þau?
Núverandi hámark á fjölda
kjarnaodda, 6.000, var sett í START
I samningnum um takmörkun kjarn-
orkuvígbúnaðar árið 1991. Ágrein-
ingur hefur verið um mikilvægt at-
riði: hvað gera skuli við oddana sem
ekki verða lengur hluti af vopnakerf-
inu. Rússar vildu eyða þeim en
Bandaríkjamenn koma þeim fyrir í
geymslu þar sem hægt yrði að grípa
til þeirra ef ástand í öryggismálum
gerbreyttist einhvern tíma í framtíð-
inni. Háttsettir embættismenn í
Washington, sem óskuðu nafnleynd-
ar, sögðu að sæst hefði verið á að
sumum oddunum yrði eytt en aðrir
settir í geymslu. Þykir það verulegur
sigur fyrir Pútín að Bush lagði til
hliðar kröfu sína um að samkomu-
lagið yrði óformlegt og að ekki yrði
gerður skriflegur samningur um
fækkunina.
Niðurstaðan merkir að Bush verð-
ur að leggja ákvörðunina fyrir öld-
ungadeildina, þar sem repúblikana-
flokkur hans er í minnihluta. Pútín
nýtur hins vegar stuðnings meiri-
hluta rússneska þingsins í málinu.
Rússar munu á næstunni fá rétt til
reglubundins samráðs á ákveðnum
sviðum í starfi NATO. Gert er ráð
fyrir að gengið verði frá samningi
um þau málefni á fundinum í Reykja-
vík. Auk ráðherra bandalagsins og
Rússlands eru á honum fulltrúar frá
mörgum Evrópu- og Asíulöndum ut-
an NATO.
Samið um mikla fækk-
un kjarnorkuvopna
Moskvu, Washington. AP, AFP.
Bush
COLIN Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom til Íslands í
gærkvöldi til fundar utanrík-
isráðherra Atlantshafsbandalagsins
(NATO), sem hefst í dag. Við kom-
una til Keflavíkur heilsaði Powell
m.a. Helgu Hauksdóttur, sendiráðs-
ritara í utanríkisþjónustu Íslands
(t.h.). Á milli þeirra standa John T.
Waickwicz, aðmíráll á Keflavík-
urflugvelli, og Jóhann Benediktsson,
sýslumaður á vellinum. Einnig tók á
móti Powell Sveinn Björnsson próto-
kollmeistari (t.v.).
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra sagði í gær, að meðal
þess sem utanríkisráðherrar NATO-
ríkjanna 19, og 27 samstarfslanda
þeirra, muni ræða á fundinum sé
grunnur að nýjum samstarfsvett-
vangi NATO og Rússlands, en rúss-
neski utanríkisráðherrann, Igor Iv-
anov, er væntanlegur til landsins í
dag. Einnig verður rædd stækkun
bandalagsins, sem síðan verður end-
anlega ákveðin á leiðtogafundi
bandalagsins í Prag í haust.
Ljósmynd/Lárus Karl Ingason
Powell kominn til Íslands
Allir ráðherrar/baksíða
Mikill viðbúnaður/32
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti mun áfram hvetja til þess að
stofnað verði sjálfstætt ríki Palest-
ínumanna, að því er forsetaembættið
tilkynnti í gær, í kjölfar þess að mið-
stjórn Likud-bandalagsins, flokks
Ariels Sharons, forsætisráðherra
Ísraels, hafnaði á sunnudagskvöldið
möguleikum á að Palestínumenn
stofni eigið ríki.
Samþykkt miðstjórnarinnar geng-
ur gegn vilja Sharons, en ráðherrar
flokksins eru nú skuldbundnir til að
hefta allar friðarumleitanir er fela í
sér að Palestína verði sjálfstætt ríki.
Ari Fleischer, fréttafulltrúi Bush,
sagði við fréttamenn í gær að forset-
inn væri „enn þeirrar skoðunar að
besta leiðin til að koma á friði feli í
sér stofnun palestínsks ríkis er fái
þrifist í öryggi við hlið Ísraels“.
Það var að tillögu Benjamins Net-
anyahus, fyrrverandi forsætisráð-
herra Ísraels, að miðstjórn Likud-
bandalagsins samþykkti þessa
afdráttarlausu afstöðu, en Sharon
andmælti henni harðlega og sagði að
þetta myndi hafa slæm áhrif á tengsl
Ísraela og Bandaríkjamanna, sem
eru mikilvægustu bandamenn Ísr-
aela. Sharon hefur samþykkt, en
með skilyrðum þó, þann möguleika
að Palestínumenn stofni eigið ríki.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði í gær að samþykkt Lik-
ud-bandalagsins þýddi í raun að
Óslóarsamkomulagið, sem Ísraelar
og Palestínumenn gerðu með sér
1994, væri endanlega dautt og grafið.
Palest-
ínumenn
fái ekki
eigið ríki
Chicago, Tel Aviv. AFP.
Likud-bandalagið geng-
ur gegn vilja Sharons
STUÐNINGUR við flokk hollenska
stjórnmálamannsins Pims Fortuyns,
sem myrtur var í síðustu viku, hefur
aukist ef marka má skoðanakönnun
sem birt var í gær. Könnunin bendir
til að flokkur Fortuyns verði næst-
stærsti stjórnmálaflokkur Hollands
að afloknum þingkosningunum, sem
fram eiga að fara á morgun.
Þetta er fyrsta skoðanakönnunin
sem gerð hefur verið frá því að
Fortuyn var myrtur. Sýnir hún að
flokkur hans myndi ná 28 þingsæt-
um af 150 en sambærilegar kannanir
höfðu áður spáð því að flokkurinn
fengi 26 þingmenn kjörna.
Stjórnin missir meirihlutann
Verkamannaflokkur Wims Koks
forsætisráðherra og samstarfsflokk-
ar hans í núverandi ríkisstjórn tapa
fylgi samkvæmt könnuninni og
missa meirihluta sinn á þingi. Verði
úrslit kosninganna í samræmi við
þessa könnun verður erfitt að ganga
fram hjá flokknum, sem kenndur er
við Fortuyn, þótt frambjóðendur
hans hafi enga stjórnmálareynslu.
Samkvæmt könnuninni fá kristi-
legir demókratar 20,5% atkvæða
sem þýðir um 31 þingsæti af 150,
flokkur Fortuyns 18,5% og 28 þing-
sæti og Verkamannaflokkurinn um
16,5% og 25 þingsæti.
Aukið fylgi
við flokk
Fortuyns
Haag. AFP.