Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.XR.IS REYKJAVÍKURLISTINN
Vi› höfum
• Byggt sem nemur 10 rá›húsum í grunnskólum • Einsett skólana a› fullu • Fjölga›
kennurum • Auki› sjálfstæ›i skólanna • Komi› fjölda nemenda á hverju tölvu úr
26 ni›ur í 8 • Auki› n‡breytni og flróunarvinnu í skólastarfi.
Vi› munum
• Hefja samvinnu vi› íflróttafélög, tónlistarskóla og frjáls
félagasamtök um starfsemi í frítíma • Bjó›a upp á heitar máltí›ir
í öllum grunnskólum • Mi›a námsefni í auknum mæli vi› flarfir
og hæfileika ólíkra einstaklinga • Gera skólana a› mi›stö›
fjölbreyttrar menningar- og æskul‡›sstarfsemi í hverfunum.
SJÁLFSTÆÐISMENN buðu gestum og
gangandi til grillveislu við Breiðholts- og
Árbæjarlaugar á laugardag. Auk þess að
grilla var farið í leiki með börnunum en
búið var að koma leiktækjum fyrir við
sundlaugalóðirnar.
Þó kalt hafi verið í veðri virtust börnin
ekki láta það á sig fá og frambjóðendur
höfðu í nógu að snúast við að blása upp
blöðrur. Björn Bjarnason, borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokks og aðrir frambjóðendur
D-listans, létu ekki sitt eftir liggja og
blésu upp blöðrur fyrir unga Reykvíkinga
við Breiðholtslaug þegar
ljósmyndara bar að garði.
FULLTRÚAR R-lista buðu Reykvíkingum í
gönguferð um borgina á sunnudag og
hófst gangan við Austurbæjarskóla. Þaðan
var gengið niður að Sæ-
braut, meðfram Skugga-
hverfi, um hafnarsvæðið
þar sem Tónlistar- og
ráðstefnuhús var kynnt
og loks um Slippinn þar sem fjallað var um
framtíðaruppbyggingu svæðisins. Göng-
unni lauk með pylsuveislu við Ánanaust.
Með í för voru auk annarra Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem jafn-
framt er sagnfræðingur að mennt, Guðjón
Friðriksson, rithöfundur og sagnfæðingur,
og Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi.
Morgunblaðið/Kristinn
Í gönguferð um borgina
EINBÝLISHÚS við Fjölnisveg í
Þingholtunum var nýlega selt fyrir
rúmar 100 milljónir króna, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
eftir að tilboði í húsið upp á litlu lægri
upphæð hafði verið hafnað.
Húsið hefur verið í eigu Skúla Mog-
ensen, forstjóra tölvufyrirtækisins
Oz.
Ekki náðist í Skúla vegna þessa í
gær en samkvæmt heimildum blaðs-
ins hafði húsið, sem er við Fjölnisveg
11, gengið í gegnum miklar breyting-
ar og endurbætur að innan og utan og
verðmat þess hækkað töluvert við
það. Þess má geta Oz seldi nýlega höf-
uðstöðvar sínar við Snorrabraut,
gamla Osta- og Smjörsöluhúsið, til
Söngskólans í Reykjavík fyrir 103
milljónir króna.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
á sunnudag hefur eftirspurn eftir góð-
um einbýlishúsum í Þingholtunum
verið langt umfram framboð að und-
anförnu. Fasteignaverð hefur sömu-
leiðis hækkað en fasteignasalar telja
þó að sala fyrir 100 milljónir króna
endurspegli ekki markaðsverðið á
þessu svæði. Nær sé að tala um 30–50
milljóna markaðsverð fyrir vel stað-
sett og útlítandi einbýlishús, einkum
sunnan megin í Þingholtunum.
Einbýlishús við Fjölnisveg
Selt á rúmar
100 milljónir
GÍSLI Már Gíslason, prófessor við
Háskóla Íslands í vatnalíffræði,
hefur þegið boð um að verða félagi
í náttúruvísindadeild Konunglega
danska vísindafélagsins, Det
Kongelige Danske Videnskabernes
Selskab. Gísli er fyrsti Íslending-
urinn sem er boðin aðild að nátt-
úruvísindadeild félagsins frá árinu
1944 og fyrsti Íslendingurinn sem
fær aðild að deildinni sem ekki er
búsettur í Danmörku. Auk Gísla á
Pétur M. Jónasson, prófessor við
Hafnarháskóla, sæti í náttúruvís-
indadeild félagsins. Fræðimenn-
irnir Jakob Benediktsson og Jón
Helgason, sem báðir eru látnir,
áttu á sínum tíma sæti í hugvís-
indadeild félagsins.
Átti alls ekki
von á þessu
„Þetta kom mér mjög mikið á
óvart, ég átti alls ekki von á þessu.
Þetta er mikill heiður og vegsauki,
sérstaklega á sama tíma og ýmsir
innlendir aðilar eru að reyna að
gera lítið úr mínu fræðistarfi,“
segir Gísli Már, en hann er for-
maður Þjórsárvera-
nefndar og hefur stað-
ið í stappi við höfunda
matsskýrslu um mat á
umhverfisáhrifum
Norðlingaölduveitu,
sem Landsvirkjun
hyggst byggja. „Þetta
er fyrst og fremst
heiður því ég á ekki
góð tök á að sækja
fundi í Danmörku, en
ég get það ef ég er
þar á ferð um leið og
það eru fundir eða
önnur starfsemi,“ seg-
ir Gísli.
Hann segist ekki
vita hvers vegna sér
hafi verið boðin þátttaka en félagið
hljóti að hafa fylgst með rann-
sóknum hans.
Hann hafi tekið að sér að ljúka
útgáfu á ritröðinni Dýrafræði Ís-
lands, sem Carlsberg-sjóðurinn
gefi út, en sjóðurinn hýsir einnig
Konunglega vísindafélagið. Einnig
segist Gísli hafa átt í nokkru sam-
starfi við Kaupmannahafnarhá-
skóla, t.d. hafi hann
unnið rannsóknar-
verkefni í samvinnu
við skólann á vatna-
líffræði í Færeyjum
auk þess sem hann
hafi unnið með Um-
hverfisrannsóknar-
stofnun Danmerkur í
Silkiborg varðandi
vöktun á dýrastofn-
um, ám og stöðuvötn-
um á Norðurlöndum.
Nýir félagar í vís-
indafélagið eru valdir
í tvennum kosningum
og er félagafjöldi
fastur, þannig að nýir
menn eru valdir í stað
þeirra sem falla frá. Árið 1999 var
skipting félagsmanna þannig að 93
hugvísindamenn áttu sæti í félag-
inu, 143 náttúruvísindamenn og
265 erlendir félagar. Konunglega
danska vísindafélagið var stofnað
árið 1742 í tíð Kristjáns VI, sem
var verndari félagsins, og varð
Kristján VIII síðar forseti vísinda-
félagsins.
Gísla Má Gíslasyni prófessor boðin aðild að
Konunglega danska vísindafélaginu
„Þetta er mikill
heiður og vegsauki“
Gísli Már
Gíslason
Grillað við sundlaugarnar
25.maí2002
Reykjavík
Veitir 10% staðgreiðslu-
afslátt til áramóta
HÚSASMIÐJAN var meðal þeirra
fyrirtækja sem í upphafi árs leiddu
baráttuna fyrir því að verðbólgu-
markmiðin næðust. „Umtalsverður
viðsnúningur hefur orðið í fjár-
magnsliðum Húsasmiðjunnar í kjöl-
farið og vill félagið leggja sitt af
mörkum til þess að verðbólgumark-
mið haldi til lengri tíma.
Húsasmiðjan hefur ákveðið að
gefa 10% staðgreiðsluafslátt af öll-
um vörum í sautján verslunum fé-
lagsins um allt land til áramóta. Við-
skiptavinir sem greiða með
greiðslukorti fá 7% afslátt af sínum
viðskiptum,“ segir m.a. í fréttatil-
kynningu frá Húsasmiðjunni. Þar
segir ennfremur: „Húsasmiðjan er
nú stærsta fyrirtækið í verslun og
þjónustu á heimilis- og bygginga-
vörumarkaðinum. Félagið vill með
þessu útspili leggja sitt af mörkum
til að verðbólgumarkmið náist til
lengri tíma. Húsasmiðjan hvetur at-
vinnulífið, og ekki síður hið opinbera
til að taka höndum saman um að
stuðla að stöðugu verðlagi, svo vext-
ir megi lækka.
Fyrir Húsasmiðjuna hefur minnk-
andi verðbólga, og styrking krón-
unnar í kjölfarið, leitt til viðsnúnings
í fjármunaliðum félagsins. Gengis-
tap ársins 2001 nam 415 milljónum.
Það sem af er þessu ári er geng-
ishagnaður hins vegar þegar orðinn
tæpar 200 milljónir, auk þess sem
bati í verðbótaþætti fjármagns-
gjalda nemur tugum milljóna.
Vöxtur Húsasmiðjunnar á undan-
förnum árum hefur leitt til hagræð-
ingar í aðfangakeðjunni. Verðlag
mikilvægra vöruflokka hefur lækk-
að ef tekið er tillit til verðbólgu og
gengisbreytinga undanfarin ár. Það
er von forsvarsmanna Húsasmiðj-
unnar að viðskiptavinir kunni að
meta þetta útspil félagsins," segir
þar ennfremur.
Fjármagnsliðir Húsasmiðjunnar hafa batnað