Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ WWW.XR.IS REYKJAVÍKURLISTINN Vi› höfum • Byggt sem nemur 10 rá›húsum í grunnskólum • Einsett skólana a› fullu • Fjölga› kennurum • Auki› sjálfstæ›i skólanna • Komi› fjölda nemenda á hverju tölvu úr 26 ni›ur í 8 • Auki› n‡breytni og flróunarvinnu í skólastarfi. Vi› munum • Hefja samvinnu vi› íflróttafélög, tónlistarskóla og frjáls félagasamtök um starfsemi í frítíma • Bjó›a upp á heitar máltí›ir í öllum grunnskólum • Mi›a námsefni í auknum mæli vi› flarfir og hæfileika ólíkra einstaklinga • Gera skólana a› mi›stö› fjölbreyttrar menningar- og æskul‡›sstarfsemi í hverfunum. SJÁLFSTÆÐISMENN buðu gestum og gangandi til grillveislu við Breiðholts- og Árbæjarlaugar á laugardag. Auk þess að grilla var farið í leiki með börnunum en búið var að koma leiktækjum fyrir við sundlaugalóðirnar. Þó kalt hafi verið í veðri virtust börnin ekki láta það á sig fá og frambjóðendur höfðu í nógu að snúast við að blása upp blöðrur. Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks og aðrir frambjóðendur D-listans, létu ekki sitt eftir liggja og blésu upp blöðrur fyrir unga Reykvíkinga við Breiðholtslaug þegar ljósmyndara bar að garði. FULLTRÚAR R-lista buðu Reykvíkingum í gönguferð um borgina á sunnudag og hófst gangan við Austurbæjarskóla. Þaðan var gengið niður að Sæ- braut, meðfram Skugga- hverfi, um hafnarsvæðið þar sem Tónlistar- og ráðstefnuhús var kynnt og loks um Slippinn þar sem fjallað var um framtíðaruppbyggingu svæðisins. Göng- unni lauk með pylsuveislu við Ánanaust. Með í för voru auk annarra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sem jafn- framt er sagnfræðingur að mennt, Guðjón Friðriksson, rithöfundur og sagnfæðingur, og Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi. Morgunblaðið/Kristinn Í gönguferð um borgina EINBÝLISHÚS við Fjölnisveg í Þingholtunum var nýlega selt fyrir rúmar 100 milljónir króna, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, eftir að tilboði í húsið upp á litlu lægri upphæð hafði verið hafnað. Húsið hefur verið í eigu Skúla Mog- ensen, forstjóra tölvufyrirtækisins Oz. Ekki náðist í Skúla vegna þessa í gær en samkvæmt heimildum blaðs- ins hafði húsið, sem er við Fjölnisveg 11, gengið í gegnum miklar breyting- ar og endurbætur að innan og utan og verðmat þess hækkað töluvert við það. Þess má geta Oz seldi nýlega höf- uðstöðvar sínar við Snorrabraut, gamla Osta- og Smjörsöluhúsið, til Söngskólans í Reykjavík fyrir 103 milljónir króna. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á sunnudag hefur eftirspurn eftir góð- um einbýlishúsum í Þingholtunum verið langt umfram framboð að und- anförnu. Fasteignaverð hefur sömu- leiðis hækkað en fasteignasalar telja þó að sala fyrir 100 milljónir króna endurspegli ekki markaðsverðið á þessu svæði. Nær sé að tala um 30–50 milljóna markaðsverð fyrir vel stað- sett og útlítandi einbýlishús, einkum sunnan megin í Þingholtunum. Einbýlishús við Fjölnisveg Selt á rúmar 100 milljónir GÍSLI Már Gíslason, prófessor við Háskóla Íslands í vatnalíffræði, hefur þegið boð um að verða félagi í náttúruvísindadeild Konunglega danska vísindafélagsins, Det Kongelige Danske Videnskabernes Selskab. Gísli er fyrsti Íslending- urinn sem er boðin aðild að nátt- úruvísindadeild félagsins frá árinu 1944 og fyrsti Íslendingurinn sem fær aðild að deildinni sem ekki er búsettur í Danmörku. Auk Gísla á Pétur M. Jónasson, prófessor við Hafnarháskóla, sæti í náttúruvís- indadeild félagsins. Fræðimenn- irnir Jakob Benediktsson og Jón Helgason, sem báðir eru látnir, áttu á sínum tíma sæti í hugvís- indadeild félagsins. Átti alls ekki von á þessu „Þetta kom mér mjög mikið á óvart, ég átti alls ekki von á þessu. Þetta er mikill heiður og vegsauki, sérstaklega á sama tíma og ýmsir innlendir aðilar eru að reyna að gera lítið úr mínu fræðistarfi,“ segir Gísli Már, en hann er for- maður Þjórsárvera- nefndar og hefur stað- ið í stappi við höfunda matsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu, sem Landsvirkjun hyggst byggja. „Þetta er fyrst og fremst heiður því ég á ekki góð tök á að sækja fundi í Danmörku, en ég get það ef ég er þar á ferð um leið og það eru fundir eða önnur starfsemi,“ seg- ir Gísli. Hann segist ekki vita hvers vegna sér hafi verið boðin þátttaka en félagið hljóti að hafa fylgst með rann- sóknum hans. Hann hafi tekið að sér að ljúka útgáfu á ritröðinni Dýrafræði Ís- lands, sem Carlsberg-sjóðurinn gefi út, en sjóðurinn hýsir einnig Konunglega vísindafélagið. Einnig segist Gísli hafa átt í nokkru sam- starfi við Kaupmannahafnarhá- skóla, t.d. hafi hann unnið rannsóknar- verkefni í samvinnu við skólann á vatna- líffræði í Færeyjum auk þess sem hann hafi unnið með Um- hverfisrannsóknar- stofnun Danmerkur í Silkiborg varðandi vöktun á dýrastofn- um, ám og stöðuvötn- um á Norðurlöndum. Nýir félagar í vís- indafélagið eru valdir í tvennum kosningum og er félagafjöldi fastur, þannig að nýir menn eru valdir í stað þeirra sem falla frá. Árið 1999 var skipting félagsmanna þannig að 93 hugvísindamenn áttu sæti í félag- inu, 143 náttúruvísindamenn og 265 erlendir félagar. Konunglega danska vísindafélagið var stofnað árið 1742 í tíð Kristjáns VI, sem var verndari félagsins, og varð Kristján VIII síðar forseti vísinda- félagsins. Gísla Má Gíslasyni prófessor boðin aðild að Konunglega danska vísindafélaginu „Þetta er mikill heiður og vegsauki“ Gísli Már Gíslason Grillað við sundlaugarnar 25.maí2002 Reykjavík Veitir 10% staðgreiðslu- afslátt til áramóta HÚSASMIÐJAN var meðal þeirra fyrirtækja sem í upphafi árs leiddu baráttuna fyrir því að verðbólgu- markmiðin næðust. „Umtalsverður viðsnúningur hefur orðið í fjár- magnsliðum Húsasmiðjunnar í kjöl- farið og vill félagið leggja sitt af mörkum til þess að verðbólgumark- mið haldi til lengri tíma. Húsasmiðjan hefur ákveðið að gefa 10% staðgreiðsluafslátt af öll- um vörum í sautján verslunum fé- lagsins um allt land til áramóta. Við- skiptavinir sem greiða með greiðslukorti fá 7% afslátt af sínum viðskiptum,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu frá Húsasmiðjunni. Þar segir ennfremur: „Húsasmiðjan er nú stærsta fyrirtækið í verslun og þjónustu á heimilis- og bygginga- vörumarkaðinum. Félagið vill með þessu útspili leggja sitt af mörkum til að verðbólgumarkmið náist til lengri tíma. Húsasmiðjan hvetur at- vinnulífið, og ekki síður hið opinbera til að taka höndum saman um að stuðla að stöðugu verðlagi, svo vext- ir megi lækka. Fyrir Húsasmiðjuna hefur minnk- andi verðbólga, og styrking krón- unnar í kjölfarið, leitt til viðsnúnings í fjármunaliðum félagsins. Gengis- tap ársins 2001 nam 415 milljónum. Það sem af er þessu ári er geng- ishagnaður hins vegar þegar orðinn tæpar 200 milljónir, auk þess sem bati í verðbótaþætti fjármagns- gjalda nemur tugum milljóna. Vöxtur Húsasmiðjunnar á undan- förnum árum hefur leitt til hagræð- ingar í aðfangakeðjunni. Verðlag mikilvægra vöruflokka hefur lækk- að ef tekið er tillit til verðbólgu og gengisbreytinga undanfarin ár. Það er von forsvarsmanna Húsasmiðj- unnar að viðskiptavinir kunni að meta þetta útspil félagsins," segir þar ennfremur. Fjármagnsliðir Húsasmiðjunnar hafa batnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.