Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VANDAMÁL hafa komið upp með frárennsli frá salernum í um 25% húsa í Molduhrauni í Garðabæ og virðist pottur víða brotinn í frárennsliskerfi svæðisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkfræðistof- unnar Línuhönnunar. Úttektin var gerð að beiðni bæjarverkfræðingsins í Garðabæ en með henni átti að kanna ástand rotþróakerfis, olíu- og sandgildrukerfis og regnvatnskerfis í Moldu- hrauni sem er almennt iðn- aðar- og þjónustusvæði. Kem- ur fram í skýrslunni að farið hafi verið í 28 fyrirtæki í 20 húsum og rætt við húseigend- ur eða rekstraraðila. Niðurstöður könnunarinn- ar urðu þær að af 20 húsum var ekkert athugavert með frárennsli í átta sem eru um 40%. Í fimm húsum eða 25% höfðu komið upp einhvers- konar vandamál með frá- rennsli frá salernum. „Þetta lýsti sér með því að það hækkaði í salernisskálum vegna tregðu í frárennsli. Í tveimur tilfellum hafði flætt upp úr rotþróm,“ segir í skýrslunni. Þá segir að í einu húsi hafi það komið fyrir að ekki rann niður úr gólfniður- föllum innandyra. 40% regnvatnsniður- falla stífluð Sé litið til regnvatnsniður- falla utandyra þá hafði það komið fyrir í 8 húsum eða 40% tilfella að niðurföllin stífluðust. „Þetta veldur því að á plönum myndast jafnvel mjög stórar tjarnir sem valda vandræðum og orsaka hættu fyrir umferð,“ segir í skýrsl- unni. Þá er það tilgreint að í þremur húsum eða 15% til- fella hafði komið upp tregða í púkki fyrir fyrir bakrennslis- vatn hitaveitu og virtist það vera vandamál í einu húsi í dag. Ástand niðurfalla í götu- kanti Suðurhrauns og hluta Miðhrauns var einnig kannað og reyndust um 28% þeirra eða 7 af 25 vera stífluð. Í skýrslunni eru tilgreindar þrjár ástæður sem eru taldar helstar fyrir tregðu í frá- rennsli frá salernum. Eru þar nefndir aðskotahlutir og óhreinindi frá byggingartíma, að útloftun á rotþró sé ekki nægjanleg og að vatnsstaða í rotþró sé of há eða að vatn standi í lagnakerfi. Í niðurlagi skýrslunnar segir að þar sem vandamál er með rotþrær í hverfinu skapi það viðkomandi fyrirtækjum rekstrarvanda og setji þeim ákveðnar skorður. Segir að eðlilegt sé að eigendur þeirra kerfa, þar sem komið hafa upp vandamál, kanni á fagleg- an hátt ástand sinna eigna en rotþrær, sand- og olíuskiljur auk lagnakerfa eru í eigu hús- eigenda. Tæming rotþróa er hins vegar á höndum Garða- bæjar. Er í skýrslunni talið rétt að Garðabær fari nánar yfir forsendur þær sem liggja að baki rotþróarvæðingu hverfisins og kanni í því sam- bandi stöðu grunnvatnsmála sérstaklega. Tengjast skolplagnakerfi Hafnarfjarðar Að sögn Guðfinnu B. Krist- jánsdóttur, upplýsingastjóra Garðabæjar, hefur bæjarráð tekið vel í þá hugmynd bæj- arverkfræðings að byggingu dælustöðvar fyrir hverfið verði flýtt og það tengt skolp- lagnakerfinu í Hafnarfirði. Segir hún það í samræmi við samning sem bæjarfélögin gerðu sín á milli þegar þau höfðu makaskipti á lands- svæðum árið 1992. Þá hafi Garðabær fengið Moldu- hraunið en Hafnarfjörður fengið hluta af Setbergsland- inu í staðinn. Verði ráðist í þessar að- gerðir verða rotþrærnar teknar úr notkun að sögn Guðfinnu og á vandamálið hvað þær varðar að verða úr sögunni þar með. Hins vegar fer regnvatnið ennþá sömu leið og til að koma í veg fyrir vandamál því tengt segir hún þurfa að gera grjótsvelgi kring um niðurföllin og losa um hraunklöppina til að greiða fyrir regnvatninu. Það hafi verið gert á nokkrum stöðum með góðum árangri en þessar framkvæmdir séu á ábyrgð lóðarhafa. Ekki liggur fyrir kostnað- aráætlun vegna fram- kvæmdanna en á fundi bæj- arráðs í síðustu viku var bæjarverkfæðingi falið að gera drög að bréfi til húseig- enda í Molduhrauni þar sem hugsanlegar lausnir á frá- rennslismálum í hverfinu verða kynntar. Það bréf á að sögn Guðfinnu eftir að fara fyrir bæjarráð áður en það verður sent húseigendum. Tregða í frárennsli í Molduhrauni Í athugun að flýta byggingu dælustöðvar samkvæmt upplýsingum bæjarins              ! " #          ! Garðabær ÞAÐ vantaði ekki nákvæmn- ina hjá löggunum sem tóku út hjólhesta og annan hjól- reiðaútbúnað krakkanna í Grafarvogi síðastliðinn laug- ardag en þá var hjóladagur fjölskyldunnar haldinn með pomp og prakt í hverfinu. Alda Baldvinsdóttir lög- regluþjónn skoðaði meðal annars hjól og hjálm Hrafn- hildar Snæbjörnsdóttur og hjálpaði til við að stilla allar reimar þannig að sem best færi. Að skoðun lokinni var hjól- að eftir göngu- og hjólastígum í Grafarvoginum og á enda- stöðinni neðan við byggðina í Staðahverfi gæddu hjóla- garparnir sér á grilluðum pulsum og öðru góðgæti. Þá voru leikir í boði fyrir alla fjölskylduna og hjólaþrauta- brautir sem hægt var að spreyta sig á. Það var Gufu- nesbær í samstarfi við Mið- garð sem stóð fyrir deginum. Morgunblaðið/Kristinn Hjól og hjálmar skoðaðir Grafarvogur STEFNT er að því að gera gönguleið yfir Baugshlíð gegnt Lágafellsskóla í sumar en útlit er fyrir að umferð um götuna aukist verulega í haust þegar hún tengist Vestur- landsveginum. Bæjarverk- fræðingur á von á því að upp- hækkuðum gangbrautum verði komið fyrir á tveimur stöðum yfir götuna. Að sögn Tryggva Jónsson- ar bæjarverkfræðings er ekki mikil umferð um götuna í dag en það muni breytast í haust. Í minnisblaði hans til bæjar- ráðs segir að Baugshlíðin verði ein af meginumferðar- æðum Mosfellsbæjar þegar hún tengist Vesturlandsveg- inum. Geri spár ráð fyrir að umferðin þar verði 3.000 bílar á sólarhring á þessu ári en á árinu 2020 verði hún orðin 9 – 10 þúsund bílar á sólarhring. Að sögn Tryggva þarf stór hluti barna í Lágafellsskóla að fara yfir Baugshlíðina og gönguleiðirnar séu liður í að auka öryggi þeirra. Í minnis- blaðinu segir að þrír mögu- leikar séu mögulegir. Hægt sé að koma fyrir gönguleið með gangbrautum og hraðahindr- unum en einnig komi undir- göng eða göngubrú til greina. Undirgöng eða göngubrú varla á dagskrá nú Vinnustofan Þverá hefur gert úttekt á möguleikum varðandi gangbrautir og gert að tillögu að komið verði fyrir upphækkuðum gangbrautum með miðeyju á tveimur stöð- um yfir götuna. Áætlaður kostnaður við slíka fram- kvæmd er 1,2 milljónir króna á hvora gangbraut eða 2,4 milljónir alls og segir Tryggvi nærri láta að það rúmist innan þess fjármagns sem áætlað sé til framkvæmdanna í ár. Hann segist ekki eiga von á að ráðist verði í dýrari aðgerðir að sinni en í minnisblaði hans segir að áætlaður kostnaður við undirgöng sé 29 milljónir og kostnaður við göngubrú sé 50 til 55 milljónir. „Ef niður- staðan verður að fara í dýrari lausnir þá dugir sumarið ekki til að framkvæma slíkt. Þann- ig að það væri þá eitthvað sem menn væru að horfa á til lengri tíma,“ segir hann. Að sögn Tryggva verður haldinn kynningarfundur með íbúunum í nágrenni götunnar á fimmtudag kl. 20:30 í Lága- fellsskóla þar sem ýmsir möguleikar í þessu sambandi verða kynntir. Vesturlandsvegurinn tengist Baugshlíð í haust Aukin umferð kallar á gangbrautir Mosfellsbær MIKIÐ fjör var í Árbæj- arkirkju að morgni síðastlið- ins sunnudags, en þar var haldin Fylkis-fjölskyldu- messa. Segja má að eina „venjulega“ atriði mess- unnar hafi verið þegar lítilli stúlku, Guðlaugu Birtu, var gefið nafn en að öðru leyti var um óhefðbundna sam- komu að ræða. Barnakór Seltjarnarnesskirkju kom t.a.m. í heimsókn og söng, bæði einn og með barnakór Árbæjarkirkju, leikhópurinn Perlan kom fram, mikið var sungið og fimleikastúlkur úr Fylki sýndu listir sínar. Eins og sjá má gengu þær óvenju- lega inn kirkjugólfið, upp að altarinu ef svo má segja, að þessu sinni… Gengið upp að altarinu! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Árbær KLAMBRAR er nafnið á nýjum leikskóla sem opn- aður var við Háteigsveg 33 í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sem opnaði leik- skólann. Að sögn Steinunnar Hjartardóttur, þjón- ustustjóra Leikskóla Reykjavíkur, er leikskólinn nefndur eftir sveitabæ sem var í nágrenni skólans. Í leikskólanum er gert ráð fyrir fjórum deildum þar sem verður rými fyrir 88 börn og munu fyrstu börnin koma í skólann í dag. Sagði Steinunn að búist væri við því að skólinn verði fullset- inn eftir um tvo mánuði. Leikskólastjóri er Ingibjörg Kristleifsdóttir. Klambrar eru byggðir í samvinnu við Bygginga- félag námsmanna og er hús- næði skólans á neðri hæð fjölbýlishúss en í því eru 13 leiguíbúðir í eigu félagsins sem voru teknar í notkun í janúar síðastliðnum. Framkvæmdir við húsið hófust í september árið 2000 og er arkitekt þess Björn H. Jóhannesson. Landslagsarkitekt er Yngvi Þór Loftsson. Leikskóli í sama húsi og námsmannaíbúðir Morgunblaðið/Kristinn Hlíðahverfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.