Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 15 Vordagar í garðinum þínum Garðhús Garðborð Skjólgirðingar Pallaefni o.fl. Barnahús verð 59.885 kr. Skjólveggur 200x167 13.950 kr. Skjólveggur 200x127/90 8.990 kr. Skjólveggur 200x74/37 5.950 kr. Skjólveggur 200x167 12.695 kr. Pallaolía verð 1.450 kr. 3 lítra Ósamsett Sími 525 3000 • www.husa.is Hleðsluborvél 12V 14.995 kr. auka rafhlaða, vasaljós og bitasett BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt framkvæmdir við þrjú leiksvæði í bænum í sumar. Um er að ræða nýjan sparkvöll í Ásahverfi og tvö hjólabrettasvæði, annars veg- ar neðan við Sjávargrund og hins vegar í Búðakinn. Um leið verður lagt niður hjólabrettasvæði við Hofsstaðavöll. Að sögn Erlu Biljar Bjarnardótt- ur, garðyrkjustjóra í Garðabæ, er sparkvöllurinn í Ásahverfi aðeins lít- ill áfangi í heildarskipulagi hverfis- ins, sem nú er í byggingu. Hún segir búið að grófskipuleggja svæðið en landslagsarkitektinn sem hafi hann- að það, Áslaug Katrín Aðalsteins- dóttir, sé að fínvinna tillögurnar um þessar mundir. „Það kemur fram á deiliskipulagi hverfisins að það eigi að vera sparkvöllur á þessu opna svæði og nú er búið að ákveða á fjár- hagsáætlun að hann verði fyrsti áfangi svæðisins.“ Að sögn Erlu Biljar eru mörg börn komin í hverfið sem væntan- lega eiga eftir að fagna sparkvell- inum þegar hann kemur. „Ég lét setja upp mörk á gamalgrónu túni í Engidalnum við Álftanesveginn, sunnan við hverfið, og þar er orðið iðandi af lífi þannig að krakkarnir eru fljótir að nýta sér slíkt,“ segir hún. Hlaupaköttur í Búðakinn Hvað varðar hjólabrettasvæðið við Sjávargrundina þá segir Erla Bil að það verði neðan við Vífilsstaða- veginn. „Þetta er svolítið miðsvæðis og ekki ofan í íbúðarbyggð. Við mun- um síðan setja háar grasmanir í kringum hjólabrettasvæðið til að hindra að hávaði berist frá því og við höfum ekki fengið annað en jákvæð viðbrögð frá íbúunum vegna þess- arar framkvæmdar.“ Gert er ráð fyrir að pallarnir á svæðinu komi frá hjólabrettasvæði við Hofsstaðavöll og verður það lagt af í leiðinni enda segir Erla Bil það vera nokkuð ofan í byggðinni þar. Þriðja svæðið sem vinna á að er leiksvæðið í Búðakinn. „Það er opið svæði sem við vorum að endurgera milli Reykjanesbrautar og Lunda- og Búðasvæðis. Þetta svæði er hugs- að fyrir eldri krakka og unglinga og við erum búin að setja niður leiktæki þar sem eiga að henta þeim aldurs- hópi. Það er búið að forma svæðið og þar er komin geysimikil hringlaga skál sem við ætlum síðan að smíða hjólabrettapalla í.“ Erla Bil segir einnig standa til að koma þar fyrir svokölluðum hlaupaketti. Að hennar sögn er gert ráð fyrir að farið verði í þessar framkvæmdir í sumar en ekki hefur verið hægt að hefjast handa fyrr þar sem frost er rétt að fara úr jörðu. Í bókun bæj- arráðs segir að framkvæmdirnar eigi að rúmast innan fjárhagsramma samþykktar um framkvæmdir við opin svæði á árinu 2002, en hann er samtals 13,5 milljónir króna. Að sögn Erlu Biljar er þessari upphæð ætlað að dekka allar framkvæmdir á opnum svæðum í bænum í ár en unn- ið verður á 13 mismunandi stöðum. Sparkvöll- ur og tvö hjólabretta- svæði gerð í sumar Garðabær alltaf á þriðjudögum HEIMILI/FASTEIGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.