Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 19
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 19
Skynsemi þegar sólin skín
Ertu á leið á sólarströnd? Eða upp til
fjalla? Hafðu þá meðferðis einhverja skyn-
samlegustu sólarvörn sem unnt er að fá.
UV-Response sólarkremin fyrir andlit og
líkama veita góða breiðvirka sólarvörn
(UVA-/UVB-vörn). En þau gera annað og
meira: Í þeim er einnig einstök oxunarvörn,
sem eflist með sólinni og kemur í veg fyrir
ótímabæra öldrun húðarinnar.
Anti-age andlitskremið er öflugt og
uppbyggjandi. Það kemur í veg fyrir að
sólin sem skín á þig í dag valdi sýnilegum
skaða á morgun. Minni áhætta. Meiri vörn.
Frá hvirfli til ilja.
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
100% ilmefnalaust
Ráðgjafi Clinique verður í Lyfju:
Í dag Lágmúla frá kl. 14-17.
Miðvikudag Laugavegi.
Fimmtudag Spönginni.
Föstudag Staðarbergi og
Lyfju Garðatorgi frá kl. 14-17.
Kaupauki: Ef keyptir eru tveir
hlutir úr sólarvörn Clinique fylgir
Clinique baðtaska 45*34 cm.
Ný UV-Response sólarlína:
Face Cream SPF 30, 50 ml kr. 2.074.
Body Cream SPF 30, 150 ml kr. 2.196.
Clinique 100% án ilmefna.
NÝ viðbygging við Heilbrigðisstofn-
unina á Egilsstöðum var formlega
tekin í notkun á föstudag. Fyrr þann
sama dag var jafnframt undirritaður
samningur milli heilbrigðisráðuneyt-
is, Landsspítala-háskólasjúkrahúss
og Heilbrigðisstofnana Austurlands,
Ísafjarðar og Suðausturlands um
aukna sérfræðiþjónustu á sviði
barnalækninga, svo sem fram hefur
komið í fréttum blaðsins.
Fyrir þremur árum gerðu heil-
brigðis- og tryggingaráðuneyti og
sveitarfélög í Egilsstaðalæknishéraði
samning um endurbætur á húsnæði
Heilbrigðisstofnunarinnar á Egils-
stöðum. Var þeim skipt í þrjá áfanga;
viðbyggingu við heilsugæslu, bygg-
ingu borðstofu fyrir vistmenn sjúkra-
deildar og endurbyggingu læknamót-
töku heilsugæslu. Fyrsta áfanga var
skipt í tvennt og hinum fyrri lokið
sumarið 2001. Er það efri hæð bygg-
ingarinnar og hýsir m.a. röntgen-
stofu, slysastofu og sjúkrabifreið.
Framkvæmdum við áfangann er nú
að fullu lokið og hafa bæst við það
sem að framan var talið móttökur
sérfræðinga, starfsstöðvar heima-
hjúkrunar og tölvuver stofnunarinn-
ar. Viðbyggingin öll er ríflega 500 m2
á tveimur hæðum.
Fyrirmyndarþjónusta
við landsbyggðina
Einar Rafn Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar
Austurlands, segir viðbygginguna
gjörbreyta allri starfsaðstöðu heilsu-
gæslunnar og í framhaldinu verði far-
ið í byggingu 40 manna borðstofu og
endurskipulagningu á eldri hluta
heilsugæslunnar.
Aðspurður um samninginn um
bætt aðgengi sérfræðinga í barna-
lækningum, sagði Einar að hann væri
sem himnasending. „Við höfum haft
afar góða þjónustu frá einstaklingi,
Atla Dagbjartssyni barnalækni, sem
hefur komið hér reglulega í mörg ár,
en er nú að hætta þeirri þjónustu,“
segir Einar. „Samningurinn gefur
beinan aðgang að Landspítalanum og
samstarf við þrjá lækna, sem þýðir
tíðari heimsóknir. Atli hefur fyrst og
fremst skoðað nýbura, en þetta er
miklu breiðara og nær yfir öll svið
barnalækninga. Samningurinn er al-
veg til fyrirmyndar sem þjónusta við
landsbyggðina og vonandi verður þar
framhald á. Það eru endalaus verk-
efni og brýnast nú er líklega geð-
lækningar og sálfræðiþjónusta sem
hægt væri að fella inn í viðlíka ramma
og barnalækningarnar.“
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra lýsti ánægju með samkomulag-
ið og sagði einsýnt að menn innan
heilbrigðisþjónustunnar byndu mikl-
ar vonir við það. Hann sagði samn-
inginn hagkvæman og vænlegan til
útfærslu í öðrum sérfræðigreinum,
enda ljóst að stofnanir úti á landi
hefðu ekki aðgang að fjölbreyttri sér-
fræðiþjónustu nema með samvinnu
við hinar stóru stofnanir á Akureyri
og í Reykjavík.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Meðal gesta við vígslu nýrrar viðbyggingar Heilbrigðisstofnunarinnar
á Egilsstöðum: F.v. Ásgeir Haraldsson, Magnús Pétursson, Þröstur Ósk-
arsson, Jón Kristjánsson, Jóhann Ólafsson og Sveinn Magnússon.
Gjörbreytir öllu
starfsumhverfinu
Egilsstaðir
Ný viðbygging við Heilbrigðisstofnun Egilsstaða
KARLAKÓR Selfoss hélt fyrir
skemmstu sína árlegu tónleika í Fé-
lagsheimilinu á Flúðum laugardags-
kvöldið. Þetta er í 26. skiptið sem
Karlakór Selfoss kemur hingað
fyrstu helgina í maí og heldur tón-
leika og dansleik að þeim loknum.
Þessi karlakór, sem nú telur 50
söngfélaga, var stofnaður 2. mars
1965 og er því meðal reyndustu karla-
kóra landsins. Söngstjóri er Loftur
Erlingsson og undirleikari Helena
Káradóttir. Efnisskráin var með
verulega breyttu sniði og skipt í
tvennt. Í fyrri hluta tónleikanna voru
sungin sígild karlakórslög en eftir hlé
réð léttleikinn ríkjum og komu kór-
félagarnir inn á sviðið á stuttermabol-
um, nokkuð sem áhorfendur eiga ekki
að venjast á karlakórstónleikum.Voru
nú tekin létt lög og dægurlög við und-
irleik fjögurra manna hljómsveitar
sem var með þeim Selfyssingum í för.
Gestakór var Karlakórinn Jökull í
Hornafirði, en þar eru söngfélagar
rúmlega 30. Það er einnig góður kór
með reynslu, en hann er 35 ára. Bauð
hann upp á fjölbreytt og skemmtilegt
lagaval. Stjórnandi er Jóhann Morá-
vek en undirleikari Guðlaug Hestnes.
Sungu Jöklarnir nokkur lög einir og
einnig í lokin tvö lög með Karlakór
Selfoss. Þessum góðu sönggestum
tveggja karlakóra var feiknavel tekið
af fullu húsi áheyrenda, sem kölluðu
fram aukalög með dynjandi lófa-
klappi.
SJÁ EINNIG LANDIÐ BLS. 51.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Karlakórinn Jökull og Karlakór Selfoss sungu á Flúðum.
Enn söngveisla á Flúðum
Góðir gestir
í heimsókn
Hrunamannahreppur
Í SÍÐUSTU viku komu til Vest-
mannaeyja 10 skólabörn frá bænum
Salo í Finnlandi ásamt tveimur
kennurum. Börnin gistu hjá jafn-
öldrum sínum í Eyjum. Þau kynntu
sér skólastarf og atvinnulíf í Eyjum.
Að sögn Guðjóns Rögnvalds-
sonar, foreldris sem var með barn
heima hjá sér í gistingu, skemmti
hópurinn sér konunglega þrátt fyr-
ir rysjótt veður og kulda. Guðjón
gerir út línuveiðiskipið Guðna
Ólafsson VE en börnin skoðuðu
skipið ásamt kennurum og þar um
borð rákust þau á landa sinn sem er
skipverji á Guðna Ólafssyni. Tókust
með þeim góð kynni og mun skip-
verjinn, sem er mikill áhugamaður
um hvers konar myndbands- og
kvikmyndagerð, gera þátt fyrir
börnin um lífið um borð í Guðna en
hann er nú á lúðuveiðum djúpt suð-
ur í kanti.
Aðaltilgangur ferðarinnar var
samt að kynnast landi og þjóð, auk
þess sem finnsku börnin kynntu
land sitt og þjóð. Heimsóknin tókst
mjög vel, að sögn Guðjóns, og var
öllum sem þátt tóku í henni ánægju-
leg.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Finnsk skóla-
börn í heimsókn
Vestmannaeyjar
Skemmtu sér vel í kulda og trekki