Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 23
FREGNIR bárust af því um síðustu
mánaðamót að vísindamenn við
Stokkhólms-háskóla hefðu fundið
akrýlamíð í nokkrum gerðum mat-
væla. Netútgáfan WebMD, sem sér-
hæfir sig í fréttum af læknisfræðileg-
um toga, hefur eftir sænskum
embættismönnum á fundi þar sem
rannsóknin var kynnt í lok apríl að
að einn poki af kartöfluflögum inni-
héldi 500 sinnum meira af akrýlamíði
en Alþjóða heilbrigðisstofnunin
(WHO) leyfði í drykkjarvatni að há-
marki. Hermt er á WebMD að há-
marksgildi stofnunarinnar fyrir
akrýlamíð í drykkjarvatni sé eitt
míkrógramm á lítra.
Hollustuvernd ríkisins segir á
heimasíðu sinni að nýtt hámarksgildi
fyrir akrýlamíð í neysluvatni taki
gildi í desember 2003, þar sem miðað
er við 0,1 míkrógramm á lítra.
Samkvæmt upplýsingum á heima-
síðu Hollustuverndar er akrýlamíð
vatnsleysanlegt efni sem notað er við
framleiðslu á pólýakrýlamíði. Fram
kemur að ekki sé vitað hvers vegna
akrýlamíð finnist í sumum matvælum
en svo virðist sem kolvetni og ef til
vill önnur efni brotni niður og myndi
akrýlamíð við hátt hitastig (yfir
100°C).
„Samkvæmt þeirri þekkingu sem
nú er til staðar lítur út fyrir að akrýl-
amíð myndist í mestu magni í kol-
vetnaríkum matvælum sem hituð eru
mikið. Efnið finnst ekki í matvælum
sem eru framleidd eða elduð við
suðuhitastig (100°C). Dæmi um mat-
væli sem mikið hefur mælst í eru
kartöfluflögur, steiktar kartöflur,
djúpsteiktar kartöflur, hrökkbrauð,
kex og smákökur. Akrýlamíð hefur
hingað til ekki fundist í hráum eða
soðnum matvælum (kartöflum, hrís-
grjónum, pasta, hveiti, haframjöli og
kjöti).
Akrýlamíð um 1%
hættulegra efna í mat
Með þeirri þekkingu sem við höf-
um í dag virðist sem akrýlamíð sé lít-
ill hluti þeirra hættulegu efna sem við
fáum í gegnum matinn, eða tæpt 1%.
Akrýlamíð skaðar erfðaefnið í líkam-
anum og þar með eykst hættan á þró-
un krabbameins,“ segir Hollustu-
vernd.
Bent er á einfaldar aðferðir til þess
að minnka inntöku á akrýlamíði, svo
sem að forðast mikla steikingu,
brenndan mat, mikinn bakstur, mikið
(dökk)ristaðan mat og að gæta þess
að fæði sé fjölbreytt. „Almennt séð er
betra að sjóða matinn en steikja, ofn-
baka, djúpsteikja og grilla. Reyk-
ingamenn fá í sig meira af akrýlamíði
en þeir sem ekki reykja. Að hætta að
reykja er ein leið til þess að minnka
inntöku akrýlamíðs.“
Loks segir Hollustuvernd að
vænta megi frekari rannsókna í kjöl-
farið sem skýri betur hvernig og við
hvernig aðstæður efnið myndast.
Nýtt viðmið fyr-
ir akrýlamíð í
vatni árið 2003
LÍFSTYKKJABÚÐIN flyt-
ur nú inn silíkonfyllingar
til að nota í brjóstahöld-
urum og sjálflímandi fyll-
ingar undir flegna eða
hlýralausa kjóla. Einnig er
um að ræða silíkonpúða til
að setja undir hlýra á
brjóstahöldurum og
minnka þannig álag á axlir,
segir Guðrún Steingrímsdóttir
verslunarmaður.
„Silíkonfyllingar eru tilvalin
lausn fyrir konur sem vilja fallegri
línur án þess að þurfa að leggjast
undir hnífinn. Þær eru framleiddar
úr mjúku silíkoni sem fellur að lög-
un og líkamshita konunnar, sem
gerir þær afar þægilegar í notk-
un,“ segir hún ennfremur.
Gerðirnar sem um ræðir eru
„Secret Breast Enhancers“ sem
lyfta brjóstunum og gefa þeim
meiri fyllingu, „Little Secrets
Breast Enhancers“, sérhannaðar
fyllingar sem móta brjóstin auk
þess að gefa þeim meiri fyllingu.
Eru þær sagðar tilvaldar fyrir kon-
ur sem nota A og AA skálar og vilja
sveigðari útlínur. Loks er um að
ræða „Secret Cups“ sem hægt er
að nota án brjóstahaldara, til dæm-
is undir mjög flegna eða hlýralausa
kjóla. „Fyllingarnar eru festar und-
ir brjóstin með húðvænu lími og
gefa brjóstunum fyllri og fallegri
lögun. Auðvelt er að koma þeim
fyrir og fjarlægja þær,“ segir Guð-
rún.
Líka fyrir konur
sem misst hafa brjóst
„Fyllingarnar og púðarnir eru
framleiddir af fyrirtækinu Trulife
sem hefur sérhæft sig í hönnun og
framleiðslu á silíkonfyllingum í
læknisfræðilegum tilgangi. Fyr-
irtækið framleiðir fyllingar fyrir
konur sem misst hafa brjóst af völd-
um krabbameins auk fylgihluta fyr-
ir þær konur sem vilja fyllri brjóst
og sveigðari barm,“ segir Guðrún
Steingrímsdóttir loks.
Silíkonfyllingar
sem móta og stækka
NÝTT
Buxur Jakkar Anorakkar
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
1
76
22
05
/2
00
2
Smáralind - Glæsibæ
Anorakkur - 8.590
Buxur - 5.790
Stær›ir: S-XXXL
Litur: Ljós blár, rau›ur
Jakki - 8.990
Buxur - 4.990
Stær›ir: S-XXXL
Litur: Hvítur, rau›ur, ljós
Sumar 2002
Stær›ir: XS-XL
Litur: Blár
Matinbleu fötin henta konum á öllum aldri.
Komdu í Útilíf og skoðaðu úrvalið.
línan komin aftur
Buxur - 5.790
Jakki - 9.790
Stær›ir: XS-XL
Litur: Blár
Jakki - 7.990
Buxur - 4.990
Simi 545 1550 og 545 1500
Á góðum bíl í Evrópu
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig
(Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga)
Innifalið í verði er ótakmarkaður
akstur, trygging, vsk.
og flugvallargjald.
Bretland kr. 3.000,- á dag
Ítalía kr. 3.700,- á dag
Frakkland kr. 3.000,- á dag
Spánn kr. 2.200,- á dag
Portúgal kr. 2.600,- á dag
Danmörk kr. 3.500,- á dag
www.avis.is
Við
reynum
betur
Morgunblaðið/Kristinn