Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 36

Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ S kólaárið 1996–1997 stundaði ég framhalds- nám við Queens- háskólann í Belfast á Norður-Írlandi. Ég þurfti að punga út rúmlega sex hundruð þúsund krónum íslensk- um fyrir skólagjöldum en ef Ísland hefði átt aðild að Evrópusamband- inu (ESB) hefði námsárið ekki kostað mig nema rúmlega tvö hundruð þúsund krónur íslenskar. Fórnarkostnaður minn vegna þess að Ísland á ekki aðild að ESB, og þess að ég var áfjáður í að stunda nám á Bretlandseyjum, nam því um fjögur hundruð þúsund krón- um. Íslenskir námsmenn hafa í gegnum tíðina horft mjög til Bretlandseyja hvað fram- haldsnám varðar, a.m.k. í tilteknum greinum, og þarf engan að undra enda marga góða háskóla þar að finna. Kæmi mér ekki á óvart þó að margir hafi blótað hressilega þegar reikningur vegna skólagjaldanna barst og þá í framhaldi velt fyrir sér hvort það sé hreint nokkuð svo galin hug- mynd að vera aðili að ESB. Þá ber þess að geta að náms- menn sem koma frá ríkjum utan ESB hafa afar takmarkaða mögu- leika á styrkjum innan breska há- skólakerfisins. Styrkir í breskum háskólum eru næstum í öllum til- fellum aðeins ætlaðir ríkisborg- urum ESB-landa. Nú er mér ljóst að hæpið væri að byggja aðildarumsókn Íslands að ESB á þessari persónulegu reynslu minni einni og sér. Ég get hins vegar sagt fyrir mitt leyti að einu raunverulegu staðreyndirnar sem ég þekki um fórnarkostnað ESB-aðildar eru þær, að ég skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna umtalsvert hærri fjárhæð en ég gerði, ef Íslandi væri aðili að sam- bandinu. Tölur andstæðinga ESB-aðildar eru mat þeirra á hugsanlegum kostnaði þjóðarbúsins vegna ESB- aðildar og sýnist mér heldur lítið hafa þar verið tekið tillit til kosta aðildar. Er raunar merkilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur sagt, að hann vilji ræða Evr- ópumálin á málefnalegum nótum og sanngjörnum, en þó nefnir hann sjaldnast nema hugsanlega galla, lætur nánast sem kostirnir séu engir. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hefur hins vegar rætt málin af sanngirni og framsýni, beint sjónum fólks að því að aðild fylgja bæði kostir og gallar. Þann- ig á málefnaleg umræða að fara fram og væntanlega lýkur henni svo með því að menn taka afstöðu. Mig langar hins vegar að ræða menntamálin ögn frekar í þessu viðhorfi mínu í dag. Auk áð- urnefndrar dvalar minnar í Belfast á Norður-Írlandi má geta þess að veturinn 1994–1995 hafði ég átt þess kost að búa hinum megin landamæranna á eyjunni grænu, en þá var ég einn af styrkþegum Erasmus-áætlunarinnar svo- nefndu. Um er að ræða áætlun sem gefur evrópskum náms- mönnum tækifæri til að stunda nám í fagi sínu í eitt ár við háskóla í einhverju öðru Evrópulandi, en fá árangurinn metinn sem hluta af gráðu sinni við heimaháskólann. Dágóður peningastyrkur fylgdi þessu í minni tíð og ekki þurfti ég að greiða þau skólagjöld, sem írski háskólinn venjulega krefst (og sem voru litlu minni en skólagjöldin í Belfast), heldur greiddi innrit- unargjöld Háskóla Íslands. Í skýrslu utanríkisráðherra um stöðu Íslands í Evrópusamstarfi, sem lögð var fyrir Alþingi í apríl 2000, kom fram að markmið Eras- mus-áætlunarinnar væri að auka nemenda- og kennaraskipti á há- skólastigi í aðildarríkjunum. Með slíku samstarfi væri ætlunin að styrkja stoðir evrópskrar háskóla- menntunar og gera háskóla færari um að standast vaxandi alþjóðlega samkeppni. Þá væri annað meginmarkmiðið að stuðla að aukinni samkennd meðal íbúa ESB og víðtæku sam- starfi aðildarríkja á sviði félags- og efnahagsmála. Fram kom í skýrslunni að á ár- unum 1995–2000 héldu ríflega 500 íslenskir háskólanemar til náms í öðrum Evrópulöndum á vegum Erasmus. Á móti hefðu 330 evr- ópskir Erasmus-nemar stundað tímabundið nám á Íslandi. Hvaða áhrif þátttaka í Erasmus- áætluninni hefur á afstöðu fólks til Evrópusamvinnunnar þegar til lengri tíma er litið er erfitt um að dæma, en væri reyndar verðugt íhugunarefni. Sjálfur er ég einfald- lega þeirrar skoðunar að dvöl mín á Írlandi 1994–1995 sé lykill að öllu því, sem á eftir fylgdi í mínu lífi. Ekki er nóg með að ég geti fullyrt, að ég hefði aldrei farið í framhalds- nám til Belfast, hefði ég ekki fyrst verið þátttakandi í Erasmus- kerfinu við Maynooth-háskóla á Ír- landi; ég held ég hefði aldrei endað í því starfi sem ég nú sinni á Morg- unblaðinu. Ég hefði sannarlega aldrei endað í friðargæslu á Balk- anskaga – en þess gafst mér kost- ur um níu mánaða skeið í fyrra og hitteðfyrra. Þá hefði ég aldrei eignast þá fjölmörgu vini, sem ég nú á í ýmsum löndum Evrópu. Þar sem ég met allt það, sem ég nefni hér að ofan, svo mikils, þá gefur auga leið að ég tel það hafa verið mikið gæfuspor, er mér bauðst að verða einn hinna fjöl- mörgu íslensku námsmanna sem héldu í víking á vegum Erasmus. Nú er það vissulega rétt að Ís- land er aðili að því námsmanna- skiptakerfi, sem ég hér hef lýst, í gegnum samning okkar um Evr- ópska efnahagssvæðið. Við þurfum semsé ekki að vera aðilar að ESB til að njóta ávaxta kerfisins. En hvað mig varðar þá finnst mér hugmyndin að baki Erasmus- áætluninni svo frábær, að þeim mönnum geti hreint ekki verið alls varnað, sem létu sér detta það í hug á kontórunum í Brussel. Ég legg því lítið upp úr málflutningi þeirra, sem sífellt tala niðrandi um „báknið“ í Brussel og mér finnst hræðsluáróður um ókosti ESB- aðildar ekki stuðla að þeirri mál- efnalegu umræðu, sem þó hefur verið lýst eftir. Báknið í Brussel ... einu raunverulegu staðreyndirnar sem ég þekki um fórnarkostnað ESB- aðildar eru þær, að ég skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna umtalsvert hærri fjárhæð en ég gerði, ef Íslandi væri aðili að sambandinu. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Á FUNDI borgar- ráðs 30. apríl sl. lá fyr- ir til staðfestingar viljayfirlýsing Reykja- víkurborgar, Frum- afls, sem rekur hjúkr- unarheimilið Sóltún, og Markarholts, fé- lags áhugafólks um byggingu hjúkrunar- heimilis. Þeir síðast- töldu höfðu fengið vil- yrði borgarinnar fyrir lóð í Sogamýri og frá heilbrigðisráðuneyti heimild til byggingar 64 hjúkrunarrýma, ef fjárfestar kæmu til samstarfs við þá ein- staklinga sem að Markarholtssam- tökunum stæðu, enda hafði sá hóp- ur ekkert fjármagn til byggingar eða rekstrar hjúkrunarheimilis. Vinstri grænir gegn Frumafli Allt frá því að fjárfestar Frum- afls undirrituðu samning við heil- brigðisráðuneytið um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilisins Sól- túns hafa Vinstri grænir á Alþingi, með Ögmund Jónasson í farar- broddi, harðlega mótmælt samn- ingnum. Í rökum VG kom m.a. fram að ný stefna væri mörkuð hvar fjárfestum væri nú gefið tæki- færi á að koma inn í rekstur öldr- unarstofnana þar sem arðsemis- og gróðasjónarmið fjárfesta væru höfð að leiðarljósi. Hér væri einnig verið að gera lítið úr þeim öldr- unarheimilum sem fyrir væru og hefðu haft þau skýru skilaboð frá ríkisvaldinu að þau skyldu rekin án tekjuafgangs. Ekki veit ég til þess að félagi Ögmundur Jónasson hafi skipt um skoðun. En staða þessara mála er þá þannig: Vinstri grænir í fyrsta sæti R-listans segja já, á Al- þingi nei. R-listinn-Vinstri grænir hafa sent frá sér bækling um eigið ágæti sl. átta ár, hvar mikil upptaln- ing „afreka“ er skráð. Þar vekur athygli þeg- ar málaflokkurinn „bætt þjónusta við aldraða“ er lesinn, sem segir m.a. frá hvað gert hefur verið í málefnum aldraðra: „Ný hjúkrunarheimili hafa risið í Skógarbæ og Víðinesi með aðild Reykjavíkurborgar og Rauða krossins.“ Já lítið er gert úr verkalýðshreyfing- unni og þess hvergi getið að Dagsbrún, nú Efling, lagði fram fjármagn í Skógarbæ og er þar einnig aðili að stjórn heimilis- ins. Um síðustu áramót tók Hrafn- ista við rekstri Víðinesheimilisins, – hvorki Reykjavíkurborg né R- listinn-Vinstri grænir koma þar nærri. Sjálfumgleði áróðursmeist- ara bæklingsins „Þetta gerðist í Reykjavík“ endurspeglar það sem gerist innra með þeim í málefnum aldraðra. Það sem snýr að samtök- um launþega í Reykjavík er ekki þeirra mál, enda aðildar Eflingar ekki getið varðandi Skógarbæ, og aldrei af hálfu R-listans-VG vikið að samstarfi við Hrafnistu varð- andi málefni aldraðra Reykvíkinga. Enda stéttarfélög sjómanna, sem standa að þeim rekstri, með hug- sjón og frumkvæði að leiðarljósi, en þó ekki Frumaflshugmyndina, þ.e. arðsemi skal höfð að leiðarljósi. Jú, R-listinn-Vinstri grænir leita til Hrafnistu í gegnum félagsmála- stofnun þegar úrlausn vantar í vist- unarmálum aldraðra Reykvíkinga. Reynsla og þekking í rekstri á sviði vistunar- og hjúkrunarheimilis fyr- ir aldraða skal af hálfu núverandi borgaryfirvalda sótt allt annað en að Hrafnistu sem samtök sjómanna eiga og reka. Málefni aldraðra eru ekki meira í hávegum höfð hjá R- listanum-Vinstri grænum en fram kemur í bæklingi þeirra „Þetta gerðist í Reykjavík“, þeir vita ekki hverjir reka hvaða heimili fyrir aldraða, hvað þá heldur hver er í samstarfi við þá, sbr. Skógarbæ. Að lokum Í vistunarskrá frá heilbrigðis- ráðuneytinu, sem út kom í jan. sl., hvar leitað hefur verið upplýsinga frá starfandi vistunarmatsfólki sveitarfélaganna sem metur þörf aldraðra fyrir úrræði í þjónustu eða hjúkrunarrými, þ.e. í þörf, brýnni þörf eða mjög brýnni þörf, koma eftirfarandi alvarlegar stað- reyndir í ljós. Í Reykjavík vantar þjónustuhús- næði fyrir 209 einstaklinga. Í Reykjavík vantar hjúkrunarrými fyrir 290 einstaklinga. R-listinn-Vinstri grænir hafa því ekki í hendi úrlausnir fyrir 499 aldraða Reykvíkinga sem þurfa að komast í þjónustuhúsnæði eða hjúkrunarrými. En ef til vill er lausn þeirra í nánu samstarfi við Frumafl. Aðrir aðilar, sem hafa þekkingu og reynslu og hafa unnið að málefnum aldraðra í Reykjavík um áratuga skeið, eru ekki sam- starfshæfir, eða hvað? R-listinn – Vinstri grænir í samstarfi við fjárfesta Frumafls Guðmundur Hallvarðsson Hjúkrunarheimili Vinstri grænir í fyrsta sæti R-listans segja já, segir Guðmundur Hall- varðsson, á Alþingi nei. Höfundur er alþingismaður og formaður sjómannadagsráðs. R-LISTINN leggur ofuráherslu á skóla án aðgreiningar sem þýð- ir að allir nemendur eigi að vera í sama skóla óháð fötlun. Ekki andmæli ég því að hvert barn á rétt á að stunda nám í heimaskóla enda er það bundið í lög og að- alnámskrá grunnskóla. Stefnan má þó aldrei bera skynsemina ofur- liði eins og nú virðist raunin. Áður hef ég skrifað um sérkennslu- stefnu fræðsluráðs Reykjavíkur sem felur það í sér að allar sérdeildir verða lagðar niður. Foreldrar barna í sér- deild Réttarholtsskóla leituðu ásjár frambjóðenda til borgarstjórnar- kosninganna í vor enda báru þeir kvíðboga fyrir því sem koma skal og eru í óvissu um áframhaldandi skólaveru og nám barna sinna. Vesturhlíðarskóli lagður niður Nú hefur komið í ljós að ekki er einungis ætlun fræðsluráðs að leggja niður sérdeildirnar heldur einnig Vesturhlíðarskóla sem er skóli fyrir heyrnarlaus börn. Hvorki var leitað eftir skoðunum foreldra nemenda í Vesturhlíðar- skóla né Félags heyrnarlausra. Skóli án aðgreiningar skal það vera jafnvel þótt það þýði að sérdeildir og sérskólar verði lagðir niður. Hagsmunir nemend- anna og áhyggjur for- eldranna eru að engu höfð. Við sjálfstæðis- menn leggjum til að skipuð verði verkefn- isstjórn með fulltrúum allra hlutaðeigandi að- ila og fyrirhuguð áætl- un endurskoðuð í ljósi þess sem verkefnis- stjórnin leggur til. Nútímalegri stjórnunarhættir Við sjálfstæðismenn viljum hverfa frá þeirri miðstýringu sem nú einkennir ytra stjórnskipulag grunnskóla Reykjavíkur og færa til nútímalegra horfs. Við viljum skipta borginni í skólahverfi með skólaráðum sem fari með málefni leik- og grunnskóla hverfisins. Þannig má tryggja samfellu milli skólastiganna og brúa bilið á milli þeirra. Það er í rauninni ótrúlegt að Reykjavík skuli vera aðeins eitt skólahverfi og að foreldrar yfir 30 þúsund grunnskólabarna skuli eiga einungis einn fulltrúa í fræðsluráði með málfrelsi og tillögurétt. Við boðum gjörbreytt skipulag því við leggjum auk þess til að allir fulltrú- ar í skólaráðunum, þ.m.t. fulltrúar foreldra og kennara, sitji þar með atkvæðisrétt auk málfrelsis og til- löguréttar. Foreldrar með í ráðum Sérkennslumálin eru afar við- kvæmur málaflokkur og því grund- vallaratriði að um þau náist sátt meðal foreldra, skólastjóra og kennara. Stefnu í sérkennslu verð- ur að vinna í samvinnu við þessa aðila. Tryggja þarf nemendum kennslu við hæfi og foreldrum raunverulegt val til að velja besta úrræðið fyrir börnin. Sjálfstæðis- menn hafa gagnrýnt þá stefnu R- listans að loka sérdeildum í grunn- skólum Reykjavíkur, án þess að ljóst sé hvernig og hvort hægt verður að koma upp samsvarandi þjónustu í öllum skólum. Nú kemur hins vegar í ljós að ætlunin er einn- ig að loka sérskóla án alls samráðs við foreldra þeirra barna sem þar stunda nám. Sérkennslustefna R-listans Guðrún Ebba Ólafsdóttir Reykjavík R-listinn leggur ofur- áherslu á skóla án að- greiningar, segir Guð- rún Ebba Ólafsdóttir, sem þýðir að allir nem- endur eigi að vera í sama skóla óháð fötlun. Höfundur skipar 3. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosinganna í vor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.