Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 37

Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 37 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.636.107 kr. 163.611 kr. 16.361 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 1.444.481 kr. 144.448 kr. 14.445 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.914.331 kr. 291.433 kr. 29.143 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.708.940 kr. 270.894 kr. 27.089 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.954.610 kr. 2.390.922 kr. 239.092 kr. 23.909 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 11.028.981 kr. 2.205.796 kr. 220.580 kr. 22.058 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.486.801 kr. 1.897.360 kr. 189.736 kr. 18.974 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.313.375 kr. 1.862.675 kr. 186.268 kr. 18.627 kr. Innlausnardagur 15. maí 2002. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Húsbréf NÚ Í sumar eða dag- ana 25. til 28. júlí nk. mun í fyrsta sinn fara fram alþjóðleg knatt- spyrnuhátíð í Laugar- dal. Hátíðin er ætluð ungu fólki á aldrinum 13 til 16 ára, eða 3. og 4. flokki drengja og stúlkna, og verður ár- legur viðburður héðan í frá. Tilgangur Rey Cup, en það er erlenda heitið, er að skapa í Reykjavík alþjóðlegan íþróttavið- burð í háum gæðaflokki. Hátíðinni er ætlað að verða til gagns og gleði fyrir íslensk ungmenni og fjölskyldur þeirra, svo og til stuðn- ings íþróttastarfi í höfuðborginni og landinu. Þátttaka erlendra ungmenna í hátíðinni og samskipti við þau mun án efa auka víðsýni íslenskra þátttak- enda og verða þeim jákvæð hvatning í margvíslegum skilningi. Slíkur við- burður er löngu orðinn tímabær hér- lendis að mati aðstandenda keppninn- ar. Það er Knattpyrnufélagið Þróttur (KÞ) sem stendur fyrir viðburðinum. Auk þess hefur KÞ fengið ÍT ferðir til liðs við sig til að annast markaðssetn- ingu, m.a. erlendis. Ferðaskrifstofan hefur áratuga langa reynslu af íþróttatengdri ferðaþjónustu og hefur sérhæft sig í þjónustu við innlent sem erlent íþróttafólk. Þátttaka erlendra félagsliða Undirbúningur hefur farið vel af stað og hafa erlend félagslið þegar til- kynnt þátttöku sína og leikmanna- skipan á Rey Cup. Eins hefur borist fjöldi fyrirspurna erlendis frá vegna þátttöku á næsta ári. Úrvalslið Bolton (4. flokkur), lið Guðna Bergs, verður meðal þátttökuliða í sumar. Eins eru viðræður á lokastigi við Leeds (3. flokkur) og Stoke og Manchester City eru alvarlega að skoða þátttöku í mótinu. Það er aðstandendum fagnaðarefni að gengið hefur verið frá sam- starfi við eitt af stærstu knattspyrnumótum Bretlands, þ.e. Graham Taylor Watford London Football Festival. Sam- starfssamningurinn gerir m.a. ráð fyrir að dregið verði út eitt þátt- tökulið úr hverju Rey Cup-móti, sem hlýtur ókeypis þátttöku fyrir 18 manns á mótið í Bretlandi að verð- gildi kr. 300.000. Að sama skapi mun árlega verða dregið út eitt lið í Wat- ford-mótinu sem vinnur ókeypis þátt- töku í Rey Cup árið á eftir. Eins og að framan greinir hefur markaðsstarfið erlendis gengið vel á þeim stutta tíma sem verið hefur til stefnu og lofar góðu um framhaldið. Fótbolti og fjör Skipulags- og framkvæmdaáætlun knattpyrnuhátíðarinnar í Laugardal gerir ráð fyrir þátttöku um 30 fé- lagsliða fyrsta árið eða 450-750 manns og síðan stígandi aukningu fram til ársins 2006 í 100 félagslið með u.þ.b. 2.000-2.500 manna þátttöku. Að mati aðstandenda er um varfærnislega áætlun að ræða. Leikinn verður 11 manna bolti. Auk þess er félagsliðum sem ekki eiga kost á að senda full- skipað lið boðin þátttaka í sérstöku móti þar sem leikinn er 7 manna bolti. Þetta fyrirkomulag getur m.a. átt við fyrir ungmenni frá minni stöðum á landsbyggðinni. Hugmyndafræðin á bak við hátíðina er sú, að ekki sé að- eins um knattspyrnuviðburð að ræða heldur ekki síður sameiginlega skemmtun ungmenna af báðum kynj- um og fjölskyldna þeirra. Þegar knattspyrnuhátíðina í Laugardal ber á góma tölum við um fótbolta og fjör! Þannig verður haldinn stórdansleikur á Brodway - Hótel Íslandi og Rey Cup diskó önnur kvöld. Þá verður opnunarhátíð, lokahóf svo og farar- stjóraveisla. Gert er ráð fyrir að þátttökulið gisti í skólum í nágrenni mótsvæðisins. Hægt er að taka þátt í mótinu án gistingar og máltíða en þó er hvatt til þess að félagslið velji þann kost að gista saman þar sem í því felst út af fyrir sig sérstök stemmning. Það á ekki síður við um lið af höfuðborg- arsvæðinu, en nokkurn tíma getur tekið að vinna þeim þætti fylgi hvað þau varðar. Þannig gera þátttökulið Þróttar ráð fyrir að vera í skólagist- ingu þrátt fyrir búsetu stutt frá móts- svæðinu. Stuðningsaðilar Um þessar mundir er mikil gróska í unglinga- og foreldrastarfi Þróttar sem nýtast mun við uppbyggingu há- tíðarinnar og eru Þróttarar stoltir af framtakinu. Í þessu framfaramáli knattspyrnuiðkunar á Íslandi er áhersla lögð á aðkomu annarra félaga á höfuðborgarsvæðinu að framþróun hátíðarinnar þegar fram líða stundir. Vel má hugsa sér að þegar knatt- spyrnuhátíðinni vex ásmegin að riðla- keppni Rey Cup geti einnig farið fram á öðrum félagssvæðum á grundvelli samkomulags þar um. Sérstakir sam- starfs- og stuðningsaðilar knatt- spyrnuhátíðarinnar í Laugardal eru Flugleiðir og Reykjavíkurborg. Að- koma Reykjavíkurborgar var grund- vallarforsenda þess að knatt- spyrnuhátíðin í Laugardal gæti orðið að veruleika. Forsvarmenn borgar- innar hafa sýnt framtakinu mikinn áhuga og skilning enda hagsmunir Reykjavíkurborgar augljósir þar sem um alþjóðlegan íþróttaviðburð er að ræða, sem án efa á eftir að auka komu erlendra ferðamanna til borgarinnar svo og af landsbyggðinni. Þessa dag- ana er verið að ganga frá samkomu- lagi við Reykjavíkurborg um stuðn- ing í margvíslegum skilningi við knattspyrnuhátíðina og eru borgaryf- irvöldum færðar sérstakar þakkir þar fyrir. Þá ber þess að geta að gott sam- starf hefur verið haft við knatt- spyrnu- og íþróttaforystuna í landinu og hafa bæði ÍSÍ og KSÍ fagnað fram- takinu og heitið fullum stuðningi. Að lokum Skráning á knattspyrnuhátíðina stendur nú yfir og er þeim félagslið- um sem skrá sig fyrir 15. maí nk. veittur sérstakur afsláttur. Fer skráningin fram á heimasíðu hátíðar- innar www.reycup.com og í síma 588 9900. Gefið verður út sérstakt móts- blað þar sem m.a. þátttökulið verða kynnt. Væntingar aðstandenda hátíð- arinnar eru að þúsundir innlendra og erlendra ungmenna eigi eftir að njóta fólbolta og fjörs á knattspyrnuhátíð- inni í Laugardal á komandi árum, framtíð æsku landsins og fjölskyldum þeirra til gagns og gleði. Tímabær knattspyrnu- hátíð í Laugardal Guðmundur Vignir Óskarsson Fótbolti Skráning á knatt- spyrnuhátíðina, segir Guðmundur Vignir Óskarsson, stendur nú yfir. Höfundur er foreldri drengs í 4. flokki Þróttar og í framkvæmda- stjórn knattspyrnuhátíðarinnar. Á SÍÐUSTU árum hefur ofbeldi aukist og ýmsum öðrum glæpum fjölgað verulega í höf- uðborginni. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni en þó ekkert náttúrulög- mál og hægt er að berj- ast gegn henni með ýmsum ráðum. Mikil- vægt er að borgaryfir- völd taki frumkvæði í þessum málaflokki á ábyrgan hátt og í góðri samvinnu við ríkisvald- ið. Með stækkun borg- arinnar og víðtækum þjóðfélagsbreytingum hefur eðli löggæslu breyst og hún orðið vandasamari en áður. Lög- regluyfirvöld hafa lagt sig fram við að bregðast við breyttum aðstæðum og hefur það borið margvíslegan árang- ur. T.d. má nefna að með eflingu Lög- regluskólans hefur stórátak verið gert í menntunarmálum lögreglu- þjóna, nýtt fjarskiptakerfi lögregl- unnar hefur þegar skilað árangri við löggæslu á höfuðborgarsvæðinu og erlent samstarf hefur verið stóraukið í því skyni að hindra að alþjóðleg glæpastarfsemi nái að skjóta rótum hérlendis. Eflum gangandi löggæslu Þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist í löggæslumálum Reykvíkinga má enn margt bæta. Í þessum efnum get- um við leitað til útlanda um hug- myndir en á sl. tíu árum hafa margar borgir í Evrópu og Ameríku endur- skipulagt löggæslu sína frá grunni og náð góðum árangri við að fækka glæpum og auka öryggi borgaranna. Þær borgir sem hvað mest eru til fyrirmyndar í þessum efnum hafa lagt áherslu á að gera lögregluna sýnilegri og efla gang- andi löggæslu. Gang- andi lögregluþjónar eru í betri tengslum við al- menning og ná að sinna ýmsum öðrum við- fangsefnum en þeir lög- regluþjónar sem sitja inni í bílum og eru yf- irleitt á leið úr einu út- kallinu í annað. Erlend- is hefur efling gangandi löggæslu í borgum hvarvetna reynst vel og víða átt drjúgan þátt í fækkun glæpa. Meiri löggæslu í miðbæinn Margir borgarbúar nefna miðborg- ina þegar rætt er um hvar helst þurfi að bæta löggæslu í Reykjavík. og segjast sumir jafnvel hættir að þora þangað eftir að skyggja tekur. Í árs- skýrslu lögreglunnar í Reykjavík fyr- ir árið 2000 kemur fram að 57% of- beldisbrota í borginni eru framin í miðbænum og aðliggjandi hverfum, þ.e. 101. Stór hluti annarra afbrota er einnig framinn í þessum hverfum. Stemma þarf stigu við þessu ástandi og viljum við sjálfstæðismenn setja miðborgardeild á laggirnar í samvinnu við lögregluyfirvöld, fé- lagasamtök og hagsmunaaðila. Með þessu móti væri stuðlað að því að sameina krafta þeirra, sem mest og best þekkja til í miðbænum, í þágu baráttunnar gegn glæpum og glund- roða á þessu svæði. Starfandi er nefnd sem annast samráð og samstarf milli lögreglunn- ar í Reykjavík og borgaryfirvalda. Á þeim vettvangi hefur Sjálfstæðis- flokkurinn m.a. óskað eftir því að lög- gæsla verði efld í miðbænum og að- liggjandi hverfum og beint því til lögreglunnar að efnt verði til sérstaks átaks í því skyni að gera almenna lög- gæslu sýnilegri en nú er. Sérstaklega skuli auka umferð og eftirlit gangandi lögregluþjóna í umræddum hverfum, jafnt á degi sem nóttu. Löggæsla í úthverfum Einnig þarf að efla löggæslu og gera hana sýnilegri í öðrum hverfum borgarinnar, ekki síst í úthverfunum, í samvinnu við íbúa og aðra hags- munaaðila þar. Hér ber sérstaklega að nefna hverfalöggæslu sem hefur hvarvetna gefið góða raun. Nú er það svo að löggæslumálefni eru á hendi ríkisvaldsins og því verð- ur löggæsla ekki aukin nema í sam- ráði við það. Við sjálfstæðismenn vilj- um því taka upp viðræður við ríkið um að þessir aðilar taki höndum sam- an um að bæta löggæslu og tryggja öryggi borgaranna. Æskilegt er að ríki og borg myndu gera með sér þjónustusamning um löggæslu, þar sem skilgreind yrðu ákveðin mark- mið og jafnvel gæðastaðlar vegna þeirrar löggæslu sem Reykvíkingar eiga að njóta. Bætum löggæslu og tryggj- um öryggi Reykvíkinga Kjartan Magnússon Reykjavík Mikilvægt er að efla löggæslu í Reykjavík, segir Kjartan Magn- ússon, og gera hana sýnilegri en nú er. Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.