Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 38

Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR sannleikur- inn hentar ekki getur örvæntingin lokkað menn til að leita á vit blekkinganna. Á upp- lýsingatækniöld, þegar vísindahyggjan er ráð- andi, er engin blekking árangursríkari en sú sem sett er fram með ,,ísköldum tölunum“. Þannig öðlast hún yfir- bragð hlutlægs sann- leika vísindanna. Vandinn að segja satt Að undanförnu hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið mikinn í umfjöllun sinni um svokallaða vaxandi skuldasöfnun Reykjavíkurborgar og birt heilsíðu- auglýsingar þar sem súlurit er teikn- að inn á þrívíddarmynd af ráðhúsinu. Súluritið, sem í raun er tvívídd- arfyrirbæri, öðlast þannig þriðju víddina en verður um leið lyginni lík- ast. Þrívíddarteikningar á súluritum er vandaverk sé vilji fyrir því að tjá þann sannleika sem tölurnar eiga að túlka. Sé hins vegar meiningin að skrumskæla sannleikann eru þrí- víddarteikningar einhver auðveld- asta leiðin til þess. Hvert af strikunum þrem á þess- ari mynd er lengst? – Mæli hver fyrir sig. Af hverju ekki svona? Án stuðnings ráðhússins lítur súlurit Sjálfstæðisflokksins svona út: Ef þrívíddinni er snúið við liti það svona út: en þá segir það allt aðra og veru- lega minna krassandi sögu um skuld- ir Reykjavíkurborgar. Á árum áður kenndi ég tölfræði og lét nem- endur mína lesa kverið How to Lie with Stat- istics. Það gerði ég til þess að leiða þeim fyrir sjónir hve mikilvægt það er að fara rétt með talnagögn svo þau sýni það sem sannast er en setji ekki sannleikann í uppnám. Hætturnar eru margar og að sama skapi eru tækifærin mörg ef viljinn stendur til þess að blekkja með tölunum. Í kverinu er farið yf- ir ýmsar algengar villur í framsetn- ingu talnagagna. Súlurit Sjálfstæð- isflokksins með ráðhúsið í bakgrunni toppar þó villtasta hugmyndaflug um rangfærslur sem teknar eru fyrir í þessari annars ágætu bók. Þekkingunni hefur augljóslega fleygt fram en miður er að menn skuli nota hana á þennan hátt. Lýðræðisleg ábyrgð og skyldur Lýðræðið er besta stjórnarform sem þekkist en það er brothætt eins og dæmin sanna. Grundvöllur lýð- ræðisins er virkni kjósenda, þeir þurfa að nýta kosningarétt sinn og axla þannig sínar lýðræðislegu skyldur. Lýðræðisleg ábyrgð og skylda frambjóðenda er ekki minni, en hún er fyrst og fremst að gefa kjósendum réttar forsendur fyrir vali þeirra. Það er illt í efni þegar kjósendur geta ekki treyst þeim upplýsingum sem bornar eru á borð fyrir þá. Brennt barn forðast eldinn – kjós- andi sem er afvegaleiddur með rang- færslum og blekkingum gæti síðar meir valið að kjósa ekki. Þannig geta forhertir stjórnmálamenn sem einskis láta ófreistað til að ná kjöri grafið undan lýðræðinu, þegar litið er til lengri tíma. Að teikna skuldir á borgina með þeim hætti sem við höfum séð í aug- lýsingum Sjálfstæðisflokksins eru skrumskælingar sem jafna má við rangfærslur. Getum við treyst því að málflutningur fólks sem fer þannig með tölfræðilegar upplýsingar sé samkvæmt bestu vitund? Sigríður Lillý Baldursdóttir Gröf Höfundur er eðlisfræðingur og vísindasagnfræðingur. Teiknaðar skuldir Að teikna skuldir á borgina með þeim hætti sem við höfum séð í auglýsingum Sjálfstæðisflokksins, segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, eru skrumskælingar sem jafna má við rangfærslur. ÞORVALDUR Gylfason prófessor segir í sparigrein í síð- ustu Lesbók, að það sé „auðmælt og hafið yfir ágreining“ hversu „löng er leiðin austur til Indlands“. Nú er það að vísu svo, að leiðin austur til Indlands er hvorki auðmæld né hafin yfir ágreining. Sé átt við leið frá Íslandi til Indlands, skiptir máli, hvaðan er farið frá Íslandi og til hvaða staðar á Indlandi á fara, og getur þar mun- að mörg hundruð, jafn- vel mörg þúsund kílómetrum. Þá skiptir máli, hvort menn ætla að sigla , fljúga, eða fara með ferju frá Seyðisfirði og síðan akandi. Og enn skiptir svo máli, hvort siglt er fyrir Góðravonarhöfða eða gegnum Súes, hvort menn fljúga stórbaug eða ekki, og svona má halda áfram. Í sömu grein talar prófessorinn svo um hina dæma- lausu flugvallarkosn- ingu. Í þá vitleysu eyddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri nokkrum millj- ónatugum, svo sem eins eins og andvirði eins leikskóla. Um þá kosninginu segir hann: ,, … enda þótt meiri- hluti Reykvíkinga, naumur að vísu, hafi í almennri atkvæða- greiðslu lýst sig fylgj- andi því, að flugvöllur- inn fari.“ Ég veit ekki hvaða meirihluta Reyk- víkinga prófessorinn er að tala um. Í atkvæðagreiðslunni tóku samtals þátt 37,2% atkvæðis- bærra Reykvíkinga. Minna en helm- ingur þeirra greiddu atkvæði með tillögu borgarstjórans um að flug- völlurinn ætti að fara, og hefur borg- arstjórinn fleygt þessari tillögu í ruslakörfuna. Því hafði verið lýst yfir af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að til þess að kosninginn yrði bind- andi, þyrfti kosningaþátttakan að vera 75%. Kjósendu tóku hana á orð- inu og mættu ekki. Kosningin varð hin mesta sneypa fyrir borgarstjór- ann. Ég kann ekki þá stærðfræði, sem segir, að tala, sem er minna en helm- ingur af tölunni 37,2 sé um leið hærri en talan 50. En sjálfsagt er það þess konar stærðfræði, sem fær menn til þess að trúa því, að leiðin til Indlands sé bæði auðmæld og hafin yfir ágreining. Hvað er langt til Indlands? Haraldur Blöndal Reykjavík Í atkvæðagreiðslunni, segir Haraldur Blöndal, tóku samtals þátt 37,2% atkvæð- isbærra Reykvíkinga. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. FAGNA ber umræðu og blaðaskrifum að undanförnu um stöðu lýðræðisins nú á tímum og í ýmsu samhengi. Skemmst er að minnast þema-ráðstefnu Norð- urlandaráðs um lýð- ræðið á tímum hnatt- væðingar og merkrar ræðu forseta Íslands þar. Mesta athygli vöktu ummæli forset- ans um lýðræðishallann svokallaða í Evrópu- sambandinu en í ræð- unni var reyndar fjallað vítt og breitt um málið. Undirritaður stendur við þau orð sín, að í áðurnefndri ræðu forsetans var ekkert að finna sem ámælisvert getur talist að forsetinn reifi á slíkum vettvangi og við þessar tilteknu aðstæður að beiðni Norður- landaráðs. Sú spurning vaknar um hvað forseti lýðveldisins megi yfir- leitt tala ef ekki sjálfstæði þjóðarinn- ar og stöðu lýðræðis á tímum örra breytinga í heiminum. Lýðræði í vörn Lýðræðið, það er að lýðurinn = al- menningur ráði, er áhugavert, sígilt og þarft umfjöllunarefni. Ýmsar grundvallarspurningar vakna eins og þær hvort áhugi almennings á lýð- ræðislegu stjórnskipulagi og stjórn- málum sé óhjákvæmilega dvínandi og hverju sé um að kenna? Hvað veldur jafnt og þétt minnkandi kosn- ingaþátttöku í velflestum ef ekki öll- um rótgrónum lýðræðisríkjum? Hafa stjórnmálin sjálf brugðist eða er sam- keppnin um tíma og áhuga almenn- ings einfaldlega orðin svo hörð að stjórnmálin ásamt ýmsu öðru séu dæmd til að mæta afgangi? Þegar hafist er handa um að leita orsakanna þarf einnig að glíma við margar áleitnar spurningar. Er það kannski tilfellið að ein helsta orsök dvínandi áhuga fólks á stjórnmálum sé sú tilfinning þess að það skipti litlu sem engu máli að taka afstöðu? Oft heyrist í þessu sambandi að munur- inn á stjórnmálamönnum og stjórn- málaflokkum sé hvort sem er orðinn svo lítill. Einnig að völd og áhrif séu orðin svo fjarlæg fólki að litlu sem engu breyti að nota kosningaréttinn eða reyna að hafa áhrif eftir farveg- um stjórnmálanna. Er eitthvað til í því að stefna flokka sé orðin svo út- vötnuð, áherslur svo óljósar að al- menningur sjái þar lítinn sem engan mun á? Eða eru stjórnmálin orðin svo óhrein, svo óheiðarleg, af því að menn segja eitt og gera svo annað? Allt þetta kemur óhjákvæmilega upp í umræðunni og kallar á svör. Þessu tengjast einnig grund- vallarspurningar um hvar völd og áhrif liggja, hvar eiginleg ákvarðanataka fer fram, hversu nálægt al- menningi eða fjarri hlutirnir ráðast? Svo þarf að meta hvaða áhrif þetta allt hefur síðan á tilfinningu fólks fyrir möguleikum sín- um til að hafa áhrif á eigið líf og eigið sam- félag. Sveitarstjórna- kosningar Sveitarstjórnakosn- ingarnar sem nú eru framundan gefa kjörið tækifæri til að velta þessum málum fyrir sér. Ef einhvers staðar er hægt að virkja fólk til þátttöku og almenningur á að eiga möguleika á að upplifa nálægð sína við ákvarðana- töku um mikilsverð mál þá er það á vettvangi sveitarstjórnamálanna. Umhverfis- og skipulagsmál, málefni leikskóla og grunnskóla eða umönn- un aldraðra eru allt dæmi um mála- flokka sem snerta beint daglegt líf og umhverfi okkar flestra. Hér skjóta upp kollinum hugtök eins og grennd- arlýðræði eða nálægðarregla eins og það heitir á máli Evrópusambandsins í viðleitni þess til að svara gagnrýni um fjarlægt, ópersónulegt og ólýð- ræðislegt vald. Íbúalýðræði í anda Staðardagskrár 21 er mikilvægt við- fangsefni í þessu sambandi. Einnig borgarafundir, íbúaþing og önnur möguleg tæki til að efla milliliðalaust og beint lýðræði og ala með íbúum þá vitund að þeir hafi áhrif. Þá er í þessu sambandi eðlilegt að ræða beinar kosningar meðal íbúa um mikilsverð mál, sem og þjóðaratkvæðagreiðslu á landsvísu um stærri mál. Enginn vafi er á því að slíkar aðferðir geta verið gagnlegar til að efla umræðu og fá fólk til þátttöku. Möguleikar nýrrar tækni eru einnig oft nefndir, þ.e. að rafrænar kosningar, jafnvel á netinu, geti í framtíðinni skapað farveg virks, milliliðalauss lýðræðis. Hvernig sem staða lýðræðisins nú á tímum er skoðuð getur niðurstaðan aldrei orðið sú að hér sé aðeins tækni- legt vandamál eða viðfangsefni á ferð. Málið snýst ekki aðeins um að finna réttar formúlur fyrir dreifingu valds milli stjórnsýslustiga og annað þ.u.l. Það sem styrkir lýðræðið mest eru heiðarleg, málefnabundin stjórn- mál, gagnsæ stjórnsýsla og virðing fyrir sjálfu inntaki hugtaksins lýð- ræði, þ.e. því að lýðurinn ráði. Mark- miðið á að vera að valdið sé hjá fólk- inu sjálfu og sem næst hverjum og einum í hans nærumhverfi en ekki bakvið lokaðar dyr á fjarlægum slóð- um og ekki hjá ósnertanlegum og ópersónulegum öflum, fjármagni eða fyrirtækjum. Lýðræðinu ógnað utanfrá Það er fleira sem ógnar lýðræðinu en áhugaleysi og doði eða tilfinning almennings fyrir fjarlægu valdi. Það þarf einnig að líta til sterkra utanað- komandi afla sem móta heiminn í dag og eru undir litlum áhrifum lýðræð- islegs valds og aðhalds. Hér er átt við hið alþjóðlega fjármagn, fjölþjóðafyr- irtæki, og á vissan hátt einnig einka- rekna fjölmiðla og gríðarleg ítök þessara aðila í efnahagsmálum og heimsmálum almennt. Ýmsar skuggahliðar á svonefndri hnattvæð- ingu ógna ekki síst stöðu lýðræðisins. Þar ber hæst gríðarlega misskipt- ingu og samþjöppun fjármagns og valds. Ein stærsta grundvallarspurn- ing í stjórnmálum samtímans er sú hvort menn vilji setja valdi þessara afla, fjármagns- og fjölþjóðafyrir- tækja, einhverjar skorður eða ekki. Hvort þessi öfl eigi að fá að leika al- gerlega lausum hala, ýta stjórnmál- unum út á kant og gera lögmál mark- aðarins og hráa gróðahyggju að æðsta boðorði samtímans? Það er eðlilegt að vangaveltur um stöðu lýðræðisins tengist á okkar tímum og við okkar aðstæður m.a. og ekki síst uppbyggingu Evrópusam- bandsins. Hrossakaup og ákvarðana- taka í bakherbergjum, í stað gagn- særrar ákvarðanatöku lýðræðislega kjörinna fulltrúa sem sæta beinu að- haldi kjósenda sinna, er auðvitað ekki fyrirkomulag sem er til þess fallið að styrkja lýðræðið. En spurningar og vangaveltur um stöðu lýðræðisins nú á tímum hljóta einnig að taka til hins stóra hnattræna samhengis málsins. Þannig er glíman við þetta viðfangs- efni, stöðu lýðræðisins nú um stund- ir, spennandi og margþætt vegna þess að málið er jafn gilt í vangavelt- um um möguleika íbúa í einstöku sveitarfélögum sem þjóða á landsvísu og jarðarbúa á hnattræna vísu. Lýðræði – grundvallar- viðfangsefni stjórnmála Steingrímur J. Sigfússon Pólitík Það sem styrkir lýðræð- ið mest, segir Stein- grímur J. Sigfússon, eru heiðarleg, mál- efnabundin stjórnmál og gagnsæ stjórnsýsla. Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Bómullar-satín og silki-damask rúmföt Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 VÉLAR Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Gorma I N N B I N D I Vefsíða: www.oba.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.