Morgunblaðið - 14.05.2002, Page 40
UMRÆÐAN
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á SÍÐUSTU átta
árum hafa orðið miklar
breytingar á stöðu
leikskólans innan ís-
lenska skólakerfisins.
Hinn 19. maí árið 1994
samþykkti alþingi lög
um leikskóla, þar sem
segir í fyrstu grein:
Leikskólinn er fyrsta
skólastigið í skólakerf-
inu og er fyrir börn
undir skólaskyldualdri.
Er þá miðað við 1.
september það ár sem
börnin verða 6 ára.
Leikskóli annast í sam-
ræmi við lög þessi að
ósk foreldra uppeldi og menntun
barna á leikskólaaldri undir hand-
leiðslu sérmenntaðs fólks í leik-
skólauppeldi.
Síðan hefur skipulag og þróun
leikskólanna í landinu tekið mið af
þessum lögum. Hinn 1. júlí 1999 tók
fyrsta aðalnámskrá leikskóla gildi
og fylgdi ég henni úr hlaði meðal
annars með þessum orðum:
„Leikskólinn er fyrsta skólastigið
og lengi býr að fyrstu gerð. Með
nýrri aðalnámskrá fyrir leikskóla,
hinni fyrstu sem gefin er út á Ís-
landi, er umhyggjan fyrir barninu
höfð að leiðarljósi.
Markvisst hefur verið unnið að
því að styrkja leikskólastigið.
Menntun leikskólakennara er nú öll
á háskólastigi og meðal þeirra ríkir
mikill metnaður til að gera góða
leikskóla enn betri. Hið sama á við
um fjölmarga aðra starfsmenn leik-
skólanna. Frá upphafi hafa þeir lagt
ómetanlegan skerf af mörkum við
mótun og þróun leikskólans. Þá
reynslu og þekkingu ber að nýta
eins og kostur er.“
Karlagrobb
Í þessum anda er stefna okkar á
D-listanum í málefnum leikskólanna
fyrir borgarstjórnarkosningarnar í
vor mótuð. Við horfum til framtíðar
og teljum síðustu átta ár ekki frekar
marka tímamót í leikskólasögu
Reykjavíkur en annarra sveitarfé-
laga. Borgaryfirvöld hafa einfald-
lega unnið að málefnum leikskólans
á grundvelli gildandi laga, aðalnám-
skrár og annarra opinberra reglna.
Við sjáum einnig, þegar litið er til
fjárveitinga til mannvirkjagerðar í
þágu leikskólanna, að á síðustu fjór-
um árum hefur verið varið svipaðri
fjárhæð til leikskólabygginga á sam-
bærilegu verðlagi og sjálfstæðis-
menn vörðu á síðustu fjóru árunum,
sem þeir fóru með stjórn Reykjavík-
ur fram að 1994, eða samtals rúm-
lega 1.300 milljónum króna hvort
tímabilið.
Það er dæmigert karlagrobb, þeg-
ar R-listinn hrósar sér af því að hafa
staðið sig einstaklega vel í málefn-
um leikskólanna í Reykjavík. Þvert
á móti er staðan hér verri en í þeim
sveitarfélögum, þar sem sjálfstæð-
ismenn eru í meirihluta og biðlistum
eftir leikskólaplássum hefur verið
eytt. R-listinn blekkti kjósendur ár-
ið 1994 með loforðum um að eyða
þessum biðlistum á fyrsta kjörtíma-
bili sínu, honum hefur ekki enn tek-
ist það í lok annars kjörtímabilsins,
rúmlega 1.800 börn voru á biðlistum
eftir leikskólaplássi í Reykjavík um
síðustu áramót.
Samstarf á milli skólastiga
Sigurrós Þorgrímsdóttir, bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi, hefur verið formaður leikskóla-
nefndar bæjarins á þessu
kjörtímabili og fjallar um málefni
leikskólans í Kópavogi hér í blaðinu
síðasta laugardag meðal annars með
þessum orðum:
„Samvinna milli leik- og grunn-
skóla hefur stöðugt verið að aukast.
Á síðasta ári var settur á laggirnar
samvinnuhópur þar sem í eiga sæti
verkefnastjórar úr
þremur leikskólum og
einum grunnskóla.
Verkefnastjórarnir
hafa unnið að því að
auka samstarf milli
leik- og grunnskóla
fyrir 5 ára börn. Hug-
myndin að baki þessu
tilraunaverkefni er að
koma á skipulagðri og
markvissri samvinnu
þessara skólastiga með
þarfir barnanna í huga.
Tilraunin felur m.a. í
sér að 5 ára börn fái
markvissa kennslu í
gegnum leik í undir-
búningi fyrir lestur, stærðfræði og
tölvuþjálfun. Með þessari samvinnu
gæti e.t.v. hluti af námsefni 1.
bekkjar grunnskóla færst yfir í leik-
skóla. Niðurstöður þessa tilrauna-
verkefnis verða síðan kynnt í öllum
leik- og grunnskólunum sem síðan
geta nýtt sér þá vinnu sem lögð hef-
ur verið í verkefnið.“
Skýr stefna D-listans
Það er í ljósi starfs af þessu tagi,
sem ber að skýra eftirfarandi setn-
ingu í kosningastefnuskrá D-listans
í Reykjavík: „Við ætlum að þróa
betur samstarf leik- og grunnskóla
og hefja tilraun með það að heimila
5 ára börnum að fara í grunnskóla.“
Þá er jafnframt ástæða til að vekja
athygli á þessum setningum í stefnu
okkar: „Við ætlum að efla innra
starf leikskólanna með því að bjóða
þar valfög sem tengjast listsköpun,
hreyfingu, tjáningu eða öðru með
því að hefja undirbúningskennslu í
grunnfögum á síðasta ári leikskól-
ans. Við ætlum að tryggja faglega
samfellu á milli leik- og grunnskóla-
stigsins til þess að upplýsingar um
sértæka námsörðugleika nemenda
flytjist með nemendum á milli skóla-
stiga.“
Hlýtur að vekja undrun fleiri en
okkur, sem höfum mótað þessa
stefnu, að hún skuli túlkuð á þann
veg, að þar sé dregið í efa, að innan
leikskólans sé unnt að sinna vel öll-
um börnum, sem eiga rétt til upp-
eldis og náms innan hans. Þá er það
ekki nýmæli, að 5 ára börn setjist í
grunnskóla, að minnsta kosti ekki í
Reykjavík. Við teljum, að það eigi að
vekja umræður um þetta efni með
kynningu gagnvart foreldrum, svo
að þeir geti ekki síður en fagfólk
mótað sér skoðun á því, hvað börn-
um er fyrir bestu í þessu efni. Við
hikum ekki við að nefna grunnskól-
ann í tengslum við markvisst til-
raunastarf í þessu skyni, þegar um
það er að ræða að tengja betur
fyrstu tvö skólastigin og byggja
brýr á milli þeirra.
Metnaðarfull stefna um innra
starf ræður ferð D-listans í málefn-
um leikskólanna. Við ætlum einnig
að efla dagforeldrakerfið fyrir
yngstu börnin með auknum sveigj-
anleika og skilvirkara eftirliti. Þá
viljum við tryggja öllum leikskóla-
börnum sama styrk frá borginni
hvort sem þau dvelja á einkareknum
eða borgarreknum leikskólum.
Burt með biðlista á leikskólum,
sem verði opnir öllum börnum 18
mánaða og eldri!
Eflum
innra starf
leikskólanna
Björn Bjarnason
Reykjavík
Metnaðarfull stefna um
innra starf, segir Björn
Bjarnason, ræður ferð
D-listans í málefnum
leikskólanna.
Höfundur skipar 1. sæti á borgar-
stjórnarlista Sjálfstæðisflokksins.
FYRIR þá sem trúa
áróðri íslenzku ráð-
stjórnarinnar og hand-
benda hennar um að
viðunandi skipan hafi
komist á í fiskveiðimál-
um við upptöku veiði-
leyfagjalds er rétt að
rifja upp hvað muni
breytast við hina nýju
lagasetningu – og hvað
ekki.
Mun eignarhald á
auðlindunum breytast?
Svarið er að vísu nei.
Eignarhald þjóðarinn-
ar er þegar bundið í
lögum, sem ekkert er
gert með í framkvæmd
og þjóðareignin afhent útvöldum
endurgjaldslaust að kalla.
Munu verndaráhrif fiskveiðikerf-
isins breytast?
Nei, að engu leyti. Áfram stefnir
ríkisstjórnin ótrauð að ördeyðu
botnfiskmiðanna. Mun hið ógeðslega
kvótabrask hverfa?
Nei, þvert á móti mun það aukast
vegna þess að veiðiheimildirnar
munu samkvæmt hinum nýju lögum
færast á færri hendur.
Munu búsetuskilyrði batna á land-
inu?
Nei, þvert á móti, af sömu ástæð-
um augljósum og hér á undan var
bent á vegna kvótabrasksins. Enda
draumar útgerðarauðvaldsins að all-
ar veiðiheimildir á Íslandsmiðum
safnist á örfáar hend-
ur. Sú stefna stjórn-
valda er þráðbein og
óhvikul. Þess vegna
þarf ekki að spyrja
spurningar eins og
þeirrar hvort aðgengi
ungra framtaksmanna
og endurnýjun í at-
vinnustéttinni muni
aukast.
Mun hið skelfilega
brottkast hverfa?
Öðru nær. Þegar
einokun vex hækkar að
sjálfsögðu leigukvóti
lénsherranna og leigu-
takar geta alls engan
afla flutt að landi nema
hinn verðmætasta.
Munu fjárfestingar í stækkun
flota, auknu vélarafli og stækkun
trolla minnka?
Það var tilgangur núgildandi fisk-
veiðilaga, en hefir eins og fleira farið
í þveröfuga átt. Hin nýju fíkjublaða-
lög ráðstjórnarmannanna breyta
þar engu um, og flotinn áfram þriðj-
ungi of stór og stækkandi.
Mun skuldasöfnun sjávarútvegs
minnka?
Nei, af nefndum ástæðum fjár-
festinga.
Bjargvættur útgerðar er gengis-
fall eftir þörfum. Hækkandi gengi
nú kemur hart niður á útveginum.
Verði skuldasúpa sjávarútvegs
greidd mun almenningur reiða þar
greiðslur af hendi.
Við hina nýju lagasetningu hefir
þess vegna ekkert breytzt til batn-
aðar frá þeim ógöngum sem þjóðin
hefir ratað í með aðalatvinnuveg
sinn. Nafni á greiðslum sjávarút-
vegsins s.s. þróunarsjóðsgjaldi og
fleiru hefir verið breytt og kallað
veiðigjald. Krakkar myndu kalla hið
nýja gjald „skít á priki“, enda styrk-
ir hið opinbera útveginn með miklu
hærri fjárhæðum s.s. vegna
skattafrádráttar sjómanna. Hitt er
svo annað mál, sem ekki fæst svar
við: Skortir ákvæði í lög svo leggja
megi á fyrirtæki í sjávarútvegi eðli-
lega og sanngjarna skatta? Og þarf
þess vegna að finna upp nýjar álög-
ur?
Ný yfirhylming er fundin upp af
ráðstjórnarmönnunum sem áróður-
smiðlar þeirra munu hengja hatt
sinn á: Stjórnarskrárbreyting!
Það framlengir blekkingarleikinn
um fimm ár a.m.k. og kann að vera
heppilegt hugarfóstur, þar sem lík-
legt má telja að Aðalritari ráðstjórn-
ar hugsi eins og ýmsir fyrirrennarar
hans: Fallið kemur eftir minn dag!
En eftir situr hnípin þjóð í vanda.
Hvað breytist?
Sverrir
Hermannsson
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.
Þjóðareignin
Eignarhald þjóðarinnar
er þegar bundið í lögum,
segir Sverrir Her-
mannsson, sem ekkert
er gert með í fram-
kvæmd og þjóðareignin
afhent útvöldum.
Teppi á stigaganga
Ármúla 23, sími 533 5060