Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 41 A B X / S ÍA Ármúli 13, 108 Reykjavík sími 515 1500 www.kaupthing.is Stjórn Lífeyrissjóðsins Einingar boðar til sjóðfélaga- fundar í Hvammi, Grand Hóteli, þriðjudaginn 28. maí nk. kl. 17.15. Til sjóðfélaga og rétthafa í Lífeyrissjóðnum Einingu Dagskrá: 1. Sameining Lífeyrissjóðsins Einingar og Frjálsa lífeyrissjóðsins Sérstakur kynningarfundur, þar sem farið verður ítarlega í atriði sem tengjast sameiningu sjóðanna, verður haldinn í Geysi, fundarsal Kaupþings á 4. hæð í Ármúla 13, þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 17.15. Allir sjóðfélagar og rétthafar í Lífeyrissjóðnum Einingu eru hvattir til að mæta á báða fundina. Stjórn Lífeyrissjóðsins Einingar. SÝN okkar sjálf- stæðismanna í Garða- bæ er að bærinn verði fyrirmyndarsveitar- félag á öllum sviðum og veiti framúrskarandi þjónustu með sem hag- kvæmustum hætti. Við trúum að sýnin sé raunhæf vegna þess að góður grunnur hefur verið lagður á undan- förnum árum. Á þeim grunni ætlum við að byggja. Leiðirnar að sýn okkar eru margar og alls kynnum við 77 fyrirheit í nýlegri kosn- ingastefnu okkar, en hér langar mig að draga fram þá sex áhersluþætti sem veigamestir eru. Val um leikskólapláss frá fæðingarorlofi Í fyrsta lagi munu foreldrar hafa val um hvort þeir kjósa að fá leik- skólarými allt frá því að fæðingaror- lofi lýkur eða hvort þeir kjósa að nýta sér þjónustu dagforeldra. Þessa hugmynd viljum við þróa í nánu samstarfi við leikskólakennara og dagforeldra í Garðabæ. Nú er staðan sú að öll börn sem náð hafa 18 mánaða aldri við upphaf skólaársins fá leikskólapláss og fæðingarorlof er að lengjast. Margir for- eldrar lenda því miður í vandræðum með að finna heppileg dagvist- arúrræði fyrir yngstu börnin en sjálfstæðis- menn í Garðabæ vilja að sveitarfélagið axli meiri ábyrgð í að bæta öryggi og festu í dag- vistun yngstu barnanna. Innra starf leikskóla Garðabæjar hefur styrkst mjög á liðnum árum og einnig hefur fjölbreyni starfsins aukist mjög, m.a. með nýjungum í rekstrarformi. Staðsetning nýs skóla ákveðin með íbúunum Í öðru lagi leggjum við áherslu á að reistur verði nýr skóli fyrir börn í Ásahverfi og Strandhverfi. Stað- setning skólans verður ákveðin í sátt og samvinnu við íbúa skólahverfis- ins, t.d. með íbúaþingi, en mikilvægt er að styrkja þátt íbúanna í ákvörð- unum varðandi skipulagsmál. Ljóst er að nokkrir möguleikar á staðsetn- ingu eru inni í myndinni en greina þarf veikleika og styrkleika ólíkra valkosta með þarfir íbúanna í huga en æskilegt er að skólinn sé stað- settur inni í hinu nýja skólahverfi. Frekari uppbygging skólamann- virkja er fyrirhuguð. Nú er verið að ljúka viðbyggingu við Garðaskóla og á næstunni hefjast framkvæmdir við viðbyggingu Flataskóla. Hún verður tekin í notkun í tveimur áföngum ár- in 2003 og 2004. Sjálfstæðismenn hafa lagt mikla áherslu á gott innra starf í skólunum og nú hefur verið mótuð heildstæð skólastefna fyrir leikskóla, grunn- skóla og tónlistarskóla. Framlög á hvern grunnskólanema hafa aukist um 47% á kjörtímabilinu og óvíða eru íbúarnir jafnánægðir með skólana og í Garðabæ. Umfangsmikil uppbygging íþróttamannvirkja Í þriðja lagi leggja sjálfstæðis- menn í Garðabæ fram það fyrirheit að nýtt íþróttamannvirki, m.a. með íþróttasal og innisundlaug, verði tek- ið í notkun í Hofsstaðamýri á fyrri hluta árs 2004. Hið nýja mannvirki mun m.a. nýtast Hofsstaðaskóla og Fjölbrautaskólanum en jafnframt mun það bæta verulega aðstöðu Stjörnunnar. Í hinni nýju sundlaug er m.a. ætlunin að hafa sundleikfimi fyrir eldri borgara, ungbarnasund, sundkennslu skólabarna, æfingaað- stöðu yngstu barna o.fl. Í kosningastefnunni er einnig lögð áhersla á að hugað verði að upp- byggingu knatthúss í Garðabæ og á lagningu gervigrasvalla til að bæta úr aðstöðu til boltaíþrótta í bænum. Málefni eldri borgara sett í forgang Í fjórða lagi verður unnið að fjölg- un hjúkrunarrýma og boðið upp á dagvistun og hvíldarinnlagnir í sam- vinnu við heilbrigðisráðuneytið. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur mikill árangur náðst í málefnum eldri borgara þó að vissulega sé mik- ilvægt að gera enn betur. Í Garðabæ hefur verið lögð áhersla á að eldri borgarar geti sem lengst búið í eigin húsnæði og til að auðvelda þeim það var afsláttur af fasteignagjöldum eldri borgara aukinn verulega í upp- hafi ársins. Á næsta kjörtímabili er ætlunin að gera enn betur t.d. með því að endurskoða afslátt af fast- eignagjöldum til eldri borgara og í því sambandi verði kannað hvort hægt sé að koma á blönduðu kerfi þar sem annars vegar er fastur af- sláttur og hins vegar tekjutengdur. Einnig er ætlunin að auka sjálfræði varðandi heimilisaðstoð og kanna möguleika á að auka valfrelsi í þeirri þjónustu sem eldri borgurum er nú veitt. Fjölbreyttara húsnæðisframboð Í fimmta lagi verður lögð sérstök áhersla á fjölbreyttara framboð á íbúðum í Garðabæ, m.a. til að koma í auknum mæli til móts við þarfir eldri borgara og ungs fólks. Á yfirstand- andi kjörtímabili hefur m.a.verið lögð áhersla á að skipuleggja minni íbúðir í Ásahverfinu en alls eru þar 150 íbúðir í fjölbýlishúsum. Nægi- legt íbúðaframboð á að vera tryggt fyrir Garðbæinga á næstu árum en umfangsmikil skipulagsvinna á kjör- tímabilinu endurspeglast meðal ann- ars í nýju strandhverfi við Arnarnes- vog. Í hverfinu verður íbúðabyggð með 560 almennum íbúðum og 200 íbúðum sem ætlaðar eru eldri borg- urum. Mikil uppbygging verður á Garðaholti á næstu árum en nýtt rammaskipulag hefur verið kynnt fyrir hverfið, en þar er gert ráð fyrir að rísi tæplega 8.000 manna byggð. Til samanburðar má geta þess að í dag búa um 8.500 manns í Garðabæ. Við þessa miklu uppbyggingu verður haft að leiðarljósi að áfram verði vandað til skipulagsmála í Garðabæ og að tryggt sé að sem flestir geti fundið íbúðarhúsnæði við hæfi. Traust fjármálastjórn og hóflegar álögur Hér hef ég einungis dregið fram fimm áhersluatriði úr yfirgripsmik- illi stefnu sjálfstæðismanna í Garða- bæ en hún er birt í fullri lengd á heimasíðunni www.gardar.is. Eðli- legt er að bæjarbúar velti fyrir sér hvort stefnuskráin sé raunhæf og trúverðug. Þeir sem fylgst hafa með störfum sjálfstæðismanna í bæjar- stjórn á liðnum árum vita að svo er. Líkt og áður setja sjálfstæðismenn einungis fram markmið sem þeir ætla sér að standa við. Í kosninga- baráttunni árið 1998 settu sjálfstæð- ismenn fram 61 fyrirheit og nú, fjór- um árum síðar, hafa þau verið efnd. Gera má ráð fyrir að kostnaður við stefnuna nemi um 2 milljörðum á komandi kjörtímabili en sú fjárfest- ing er í samræmi við umfang fram- kvæmda á liðnum árum. Lögð er áhersla á markvissa uppbyggingu í takt við þróun bæjarfélagsins og stöðu bæjarsjóðs hverju sinni. Stærsta loforð sjálfstæðismanna er auðvitað það að áfram verði traust fjármálastjórn og hóflegar álögur aðalsmerki fjármálastjórnar Garða- bæjar. Fyrirmyndarsveitarfélag með framúrskarandi þjónustu Ásdís Halla Bragadóttir Garðabær Stærsta loforðið er, seg- ir Ásdís Halla Braga- dóttir, að áfram verði traust fjármálastjórn aðalsmerki Garðabæjar. Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.