Morgunblaðið - 14.05.2002, Page 42

Morgunblaðið - 14.05.2002, Page 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÚ UNDARLEGA staða er komin upp í kosningabaráttunni í Reykjavík að fram- bjóðendur D- og R- lista takast á um hvort það sé eftirsóknarvert að borgarbúum fjölgi. Við sjálfstæðismenn teljum svo vera og bendum á ýmsar stað- reyndir máli okkar til stuðnings. Við viljum að allir þeir sem kjósa að búa í Reykjavík eigi þess kost og teljum að til að svo geti orðið þurfi að stórauka fram- boð á lóðum í Reykja- vík og bæta aðstæður og þjónustu þeirra sem hér búa. Metnaðarleysi og skammsýni Ingibjörg Sólrun Gísladóttir og fé- lagar hennar í R-listanum gefa lítið fyrir það markmið sjálfstæðismanna að fjölga íbúum í Reykjavík. Í því sambandi nefna frambjóðendur R- listans að höfuðborgarsvæðið sé eitt atvinnusvæði og þeir gleðjist jafnt yfir því hvort fólk flytur til Reykja- víkur eða í önnur sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu. Þessi afstaða ber ekki aðeins vott um lítinn metnað fyrir hönd borgarinnar, heldur einn- ig mikla skammsýni af hálfu núverandi meiri- hluta. Það hlýtur að vera markmið Reykja- víkur að þeir sem hér vilja búa eigi þess kost og að Reykjavík verði fyrsti kostur sem flestra sem eru að velja sér framtíðarstað til búsetu. Hver íbúi skiptir máli Í dag búa í Reykja- vík rúmlega 112.000 íbúar. Frá því R-listinn tók við hefur íbúum að- eins fjölgað um 10% á meðan íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði að meðaltali um rúmlega 15%. Í Kópa- vogi er fjölgunin á þessu sama tíma rúmlega 40%. Ef Reykjavík hefði haldið í við þá þróun sem verið hefur á höfuðborgarsvæðinu og íbúum hefði fjölgað um 15% má ætla að nú byggju í Reykjavík um 117.000 manns. Samkvæmt árbók sveitarfé- laga 2001 eru skatttekjur á hvern íbúa í borginni um 195.000 kr., sem þýðir að Reykjavík verður af minnst 1.000 milljónum á hverju ári vegna lóðaskortsstefnu og aðgerðarleysis R-listans. Gerum góða borg enn betri Eins og áður segir vilja sjálfstæð- ismenn tryggja að allir þeir sem kjósa að búa í Reykjavík eigi þess kost. Þetta verður best gert með því að tryggja að nægar lóðir séu ávallt til ráðstöfunar á viðráðanlegu verði, en ekki á uppsprengdu uppboðsverði R-listans, og Reykvíkingum sé tryggð þjónustu sem stenst saman- burð við það besta sem þekkist. Það hefur ekki tekist í Reykjavík á und- anförnum átta árum og þess vegna er Reykjavík ekki lengur í fyrsta sæti. Breytum þessu og setjum Reykjavík í fyrsta sæti undir forystu Björns Bjarnasonar. Eru íbúar eftirsóknarverðir? Hanna Birna Kristjánsdóttir Reykjavík Ætla má að borgin verði af minnst 1.000 milljónum á hverju ári, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, vegna stefnu R-listans. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 4. sætið á lista Sjálfstæð- isflokksins fyrir borgarstjórn- arkosningar. Reykjavíkurlistinn hefur stórbrotin áform í skólamálum. Ætlunin er að bjóða öllum fimm ára börnum leikskóla- vist hálfan daginn án endurgjalds. Þar með hefjist undirbúningur að grunnskólanámi sem geti orðið fyrsta skrefið til þess að hraða skóla- göngu og fækka náms- árum til stúdentsprófs. Reykjavíkurlistinn vill að þetta skref verði tek- ið að fullu á næsta kjör- tímabili. Nú þegar eru níu af hverjum tíu fimm ára börnum í leik- skóla. Margar gildar ástæður geta verið fyrir því að lítill hluti barna á þessum aldri sæki ekki leikskóla. Ein kann að vera gjaldið. Nú viljum við á Reykjavíkurlistanum tryggja að öll fimm ára börn fái jöfn tækifæri til að undirbúa sig fyrir grunnskólagöngu, án tillits til efnahags eða félagslegrar stöðu. Gjaldið verður fellt niður hálf- an daginn. Þetta kostar vissulega fé, ef til vill 150 milljónir á ári. En þetta sýnir áherslu okkar á menntun og jöfnuð. Nám í leik Við erum sammála því að heppileg- ast sé að börn á þessum aldri læri í leik. Leikskólinn er fyrsta þrepið í menntakerfinu. Á þetta hefur verið lögð áhersla við uppbyggingu síðari ára. Leikskólinn í Reykjavík er róm- aður meðal foreldra og aðstandenda barna. Gæði leikskólastarfsins skila sér í mannvænlegum börnum. Áhugi stjórnenda borgarinnar á þessum málaflokki hefur skilað ígildi einna jarðganga í fjárfesting- um (100 leikskóladeild- um). En mikilvægara er að þetta skólastarf hef- ur á sér mjög gott orð. Leikskólarnir eru dæmi um skynsamlega rekna og vel þokkaða opin- bera þjónustu sem gegnir mikilvægu sam- félagslegu hlutverki. Hugtakið ,,dagvist“, sem notað var áður, lýsti þeirri hugmynd að um væri að ræða geymslustað fyrir börn svo foreldrar gætu farið út að vinna. Í dag tölum við um menntastofnanir. LeikSKÓLA. Borga foreldrum fyrir að vera heima? Eftirtektarvert er að stefna Sjálf- stæðisflokksins í tvennum síðustu kosningum hefur verið jörðuð. Flokk- urinn vildi borga foreldri nokkur þús- und krónur á mánuði fyrir að vera heima með barninu, í stað þess að byggja upp leikskólana. Sem betur fer náði sú stefna ekki fram að ganga. Þá værum við ekki að tala um það í dag að bjóða öllum fimm ára börnum að hefja undirbúning grunnskóla- náms. Stórhugur og metnaður á þessu sviði hefur sigrað stefnu Sjálf- stæðisflokksins. Sá flokkur boðar nú ,,tilraun“ með nám fimm ára barna. Munurinn á hugmyndum og áherslum stóru framboðanna í Reykjavík er eftirtektarverður. Enn og aftur er Reykjavíkurlistinn for- ystuafl. Þetta afl hefur sannað með verkum sínum að þau hreinlega breyta ásýnd samfélagsins. Fyrir að- eins átta árum bauðst heilsdagsvist eins og það var kallað, aðeins náms- mönnum og einstæðum foreldrum. Í dag opnum við menntastofnanir fyrir börnin. Þessi breyting er gagnger. Svo mjög að jafnvel Sjálfstæðisflokk- urinn játar sig sigraðan, vill afmá fyrri stefnu sína og segist geta betur. Trúlegt? Stórbrotin áform Stefán Jón Hafstein Reykjavík Leikskólarnir eru dæmi, segir Stefán Jón Hafstein, um skynsamlega rekna og vel þokkaða opinbera þjónustu. Höfundur skipar 3. sæti Reykjavíkurlistans. SAMFYLKINGIN í Árborg ætlar að móta samræmda fjölskyldu- stefnu sem höfð verði til hliðsjónar við allar ákvarð- anir í sveitarfélaginu, með fjölskylduvænt samfélag að markmiði. Við leggjum áherslu á að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf og til þess er fjölskyldumið- stöð kjörin vettvangur. Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins og er öryggi og velferð hennar eitt af meginverkefnum Sam- fylkingarinnar. Taka verð- ur mið af þörfum allra íbúa sveitarfélagsins og bæjaryfirvöldum ber að tryggja öllum lífsgæði á grundvelli samhjálp- ar og sameiginlegrar velferðar. Eldumst með reisn Til að bæta og efla þjónustuna ætlum við að byggja upp fjölskyldumiðstöð sem samræmir alla velferðarþjónustu í Árborg. Þannig er auðvelt að hafa yfir- sýn yfir alla þjónustu sem veitt er. Þá er fjölskyldumiðstöð góð aðferð til að finna út hvar pottur er brotinn í sam- félagsþjónustunni. Auk þess fylgir fjölskyldumiðstöð mikil hagræðing í allri þjónustu við íbúa sveitarfé- lagsins. Það er mikilvægt að bæta verulega þjónustu við ört stækkandi hóp eldri borgara, þannig að þeir sem hafa lok- ið dagsverki sínu geti notið efri ár- anna með reisn. Því setur Samfylk- ingin fram metnaðarfulla áætlun í málefnum aldraðra og ætlar að fjölga möguleikum til hvíldarinnlagnar, fjölga þjónustuíbúðum og hjúkrunar- rúmum og koma á fót akstursþjón- ustu fyrir eldri borgara. Þá þarf að fara í það af krafti gagnvart heil- brigðisyfirvöldum og framkvæmda- valdinu að drífa áfram uppbyggingu hjúkrunardeildar. Það eru víða verk- efni fyrir nýtt afl með nýja sýn á hlut- ina. Samfylkingin hefur sett þá sýn fram og mun láta verkin tala. Fjölskyldumiðstöð í Árborg Þórunn Elva Bjarkadóttir Árborg Til að bæta og efla þjón- ustuna, segir Þórunn Elva Bjarkadóttir, ætl- um við að byggja upp fjölskyldumiðstöð sem samræmir alla velferð- arþjónustuna. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Árborg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.