Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hulda Svava Elí-asdóttir fæddist í
Arnartungu í Mikla-
holtshreppi 12. ágúst
1917. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð 3. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru Elías
Kristjánsson frá
Lágafelli, f. 29. júlí
1880, d. 10. desember
1938, og Sigríður
Guðrún Jóhannes-
dóttir frá Dal í Mikla-
holtshreppi, f. 25.
júní 1888, d. 16. októ-
ber 1928. Elías var sonur Kristjáns
Elíassonar frá Lágafelli og Vigdís-
ar Jónsdóttur frá Böðvarsholti.
Sigríður Guðrún var dóttir Jóhann-
esar Magnússonar frá Skarfanesi í
Landsveit og Þorbjargar Jóhann-
esdóttur frá Skriðufelli í Árnes-
sýslu. Magnús Jóhannesson, bóndi í
Alviðru í Ölfusi, var móðurbróðir
Huldu. Systkini Huldu Svövu eru:
Kristján, f. 6. ágúst 1911, d. 12. des-
ember 1988; Vigdís Auðbjörg, f. 31.
janúar 1914, d. 6. júní 1965; stúlka
fædd andvana 1916; Jóhanna Hall-
dóra, f. 19. júní 1915; Jóhannes Sæ-
mundur, f. 21. apríl 1920, d. 21.
apríl 1921; Matthildur Valdís, f. 21.
mars 1923; Unnur, f. 23. mars 1926;
september 1999, maki Anna Rósa
Magnúsdóttir húsmóðir, slitu sam-
vistum, börn þeirra Bryndís, Hulda
Sigrún, Magnús Þór og Jón Bjarni;
2) Elías Snæland ritstjóri og rithöf-
undur, f. á Skarði 8. janúar 1943,
maki Anna Kristín Brynjúlfsdóttir,
framhaldsskólakennari og rithöf-
undur, börn þeirra Jón Hersir, Úlf-
ar Harri og Arnoddur Hrafn; 3) Jó-
hannes Snæland kerfisfræðingur, f.
á Hólmavík 26. janúar 1946, maki
Agnes Sigurþórs bankamaður; 4)
Valgerður Birna Snæland skóla-
stjóri, f. á Skarði 17. apríl 1950,
maki Kristján Kristjánsson við-
skiptafræðingur, börn Jón Örn
Michael og Kristján. Barnabarna-
börnin eru fjögur, Kolbrún Lilja,
Karen Ósk, Hulda Kristín og Krist-
ín Erla.
Hulda bjó ásamt foreldrum sínum
og systkinum í Arnartungu í Mikla-
holtshreppi frá fæðingu til ársins
1921. Þá flutti hún ásamt fjölskyldu
sinni að Elliða í Staðarsveit og bjó
þar til 1932 er fjölskyldan flutti að
Ytra-Lágafelli. Hulda sótti farskóla
á Ölkeldu í Staðarsveit og lauk það-
an barnaprófi vorið 1929. Hún
stundaði nám við unglingaskólann í
Stykkishólmi veturinn 1936–1937
og lauk þaðan unglingaprófi. Hún
stundaði nám við Húsmæðraskól-
ann á Staðarfelli í Dölum og lauk
þaðan prófi með ágætiseinkunn
vorið 1939.
Hulda var í vist hjá hjónunum
Jóni Steingrímssyni sýslumanni og
Karitas Guðmundsdóttur, fyrst í
Stykkishólmi veturinn 1936–1937
og síðan í Borgarnesi 1937–1938.
Sumarið 1939 starfaði Hulda við
veitingasölu á Vegamótum. Haustið
1939 réð hún sig í vist hjá hjónunum
Gunnlaugi Einarssyni lækni og
Önnu Guðrúnu Kristjánsdóttur á
Sóleyjargötu 5 í Reykjavík. Hulda
fluttist að Skarði í Bjarnarfirði á
Ströndum 25. febrúar 1940 og
stjórnaði þar búi ásamt manni sín-
um til ársins 1952 er þau flytja að
Svarfhóli í Stafholtstungum. Í far-
dögum 1954 flytja þau að Þórustíg 5
í Ytri-Njarðvík og búa þar til vors-
ins 1963. Árin sem Hulda bjó í Ytri-
Njarðvík starfaði hún við fisk-
vinnslu í útgerðarfyrirtæki Karvels
Ögmundssonar, við afgreiðslustörf
í Krossinum og við húshjálp á Kefla-
víkurflugvelli. Hún tók virkan þátt í
starfi verkakvennafélagsins og
starfaði sem trúnaðarmaður í mörg
ár. Einnig var Hulda virk í Kven-
félagi Njarðvíkur og í Leikfélagi
Ungmennafélagsins þann tíma sem
hún bjó í Njarðvíkum. Hulda flytur
ásamt fjölskyldu sinni að Álfhóls-
vegi 95 í Kópavogi vorið 1963. Um
nokkurra ára skeið starfaði hún við
saumaskap hjá Hagkaup á Mikla-
torgi. Frá 1968–1973 starfaði hún á
fæðingardeild Landspítalans.
Hulda starfaði hjá Kópavogsbæ frá
1973–1995 eða í rúm tuttugu ár,
fyrst við Kópavogsskóla og síðustu
árin við grunnskólana í Kópavogi
með aðsetur í íþróttahúsinu í Digra-
nesi.
Útför Huldu Svövu fer fram frá
Digraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
stúlka fædd andvana
16. október 1928; Erla,
f. 10. september 1932;
Sigríður Guðrún, f. 7.
júlí 1934; Magnús, f. 7.
september 1935; Elías
Fells, f. 27. febrúar
1937. Uppeldis- og
fósturbróðir Huldu er
Ársæll Jóhannesson
frá Slitvindastöðum í
Staðarsveit og bóndi á
Ytra-Lágafelli, f. 14.
maí 1916.
Hulda giftist 16.
október 1942 Jóni M.
Bjarnasyni frá Skarði í
Bjarnarfirði í Strandasýslu, bónda,
símstöðvarstarfsmanni og skrif-
stofumanni hjá Alþýðusambandi Ís-
lands, f. 28. október 1907, d. 27.
ágúst 1968. Hulda og Jón voru þre-
menningar en Elías Sigurðsson í
Straumfjarðartungu var langafi
þeirra beggja. Foreldrar Jóns eru
Bjarni Jónsson frá Klúku í Bjarn-
arfirði, bóndi á Skarði 1907–1934,
og Valgerður Einarsdóttir frá
Sandnesi. Systkini Jóns eru Torfi,
Ólöf, Soffía, Eyjólfur. Uppeldis- og
fóstursystir Jóns er Þórdís Lofts-
dóttir, bóndi á Odda í Bjarnarfirði.
Börn Huldu og Jóns eru: 1)
Bjarni Snæland útgerðarmaður, f.
á Hólmavík 30. janúar 1941, d. 4.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
„Af hreinu bergi kemur hreint
vatn“. Þetta spakmæli var í síðasta
páskegginu hennar mömmu. Við
brostum að þessu og sáum báðar
fyrir okkur Elliðahamarinn og Ár-
gilið og alla litlu tæru lækina sem
trítla niður hlíðina fyrir vestan.
Við sáum fyrir okkur Elliðatindana
sem hún kleif ein í síðasta sinn á
áttræðisaldri í allt of stórum skóm
sem enn eru geymdir á Elliða til
minningar um þetta afrek. Hún
minntist á þá einstöku tilfinningu
sem fylgdi því að sitja uppi á El-
liðatindum með annan fótinn í suð-
ur í átt að Faxaflóa og hinn í norð-
ur að Breiðafirðinum. Við vorum
sammála um að besta vatn á Ís-
landi rynni undan Tindunum og
Hamrinum og fyrst vatnið á Ís-
landi væri besta vatn í heimi þá
rynni besta vatn í heimi á Elliða.
Mamma og öll hennar systkini eru
og hafa alltaf verið í alveg sér-
stökum tengslum við Elliða og
Elliðahamarinn. Ég sá einnig aðra
og táknrænni merkingu í spak-
mælinu. Sú merking átti hreinlega
við mömmu sjálfa, hennar uppruna
og hennar líf. Ég sá Sigríði Guð-
rúnu ömmu og Elías afa fyrir mér
sem hreina bergið og ég sá
mömmu fyrir mér sem hreina
vatnið – og ég renndi í huganum
yfir viðburðaríkt lífshlaup hennar
þar sem hún hélt alltaf í hreinleik-
ann.
Amma og afi gáfu börnunum
sínum einstakt fararnesti. Börn
sem alast upp við umhyggju og
ástúð foreldra sinna á stað eins og
Elliða geta ekki orðið annað en
gott fólk. Slíkt uppeldi gerir fólk
heiðarlegt, traust, hrekklaust eða
saklaust á vissan hátt og tengsl
þeirra við guð og náttúruna verða
sterk. Þannig var það með
mömmu. Mamma var mjög trúuð
kona og bar mikla virðingu fyrir
öllu lífi. Hún mátti ekkert aumt sjá
þá var hún komin til bjargar.
Hennar líf einkenndist af dugnaði,
hjálpfýsi, ósérhlífni og umhyggju
fyrir öðrum. Hún var allt sitt líf í
hlutverki bjargvættarins. Mér er
minnisstætt einu sinni þegar við
vorum í bíl með Kristjáni frænda,
bróður hennar, vestur á Snæfells-
nesi að hún rekur allt í einu augun
í kind sem er afvelta vel utan veg-
ar og rétt utar eru tvö lömb.
Mamma kvik í hreyfingum, stökk
út úr bílnum og rétti kindina við. Í
ljós kom að kindin hafði verið af-
velta um nokkra hríð þannig að
hún þurfti meiri tíma en ella til að
jafna sig á þrekrauninni. Mamma
var hjá kindinni uns hún hafði náð
fótfestu á ný og lömbin búin að ná
tengslum við móður sína að nýju.
Mamma var mikill og einstakur
sagnaþulur að eðlisfari. Það var
henni mjög eðlilegt að segja frá og
sögurnar hennar voru allar svo lif-
andi að maður sá það sem gerðist
fyrir sér eins og maður væri að
horfa á kvikmynd. Sögurnar henn-
ar virkuðu eins og hálfgerð æv-
intýri nema hvað að þær voru
sannar og byggðar á hennar eigin
lífsreynslu. Það er ómetanlegt
sögumyndasafnið sem hún skilur
eftir sig.
Mamma fæddist í Arnartungu í
Miklaholtshreppi. Í Arnartungu er
klettur einn sem heitir Kastali. Í
þeim kletti bjó huldufólk. Börnin
lærðu frá byrjun að sýna huldu-
fólkinu tilhlýðilega virðingu með
því að leika sér stillt og prúð við
klettinn en ekki á klettinum. Þegar
mamma fæddist kom huldukonan
úr Kastalanum að rúmi móður
hennar og stúlkubarnið var eðli-
lega skírt Hulda í höfuðið á huldu-
konunni. Mér hefur alltaf fundist
þessi nafngift gædd ákveðnum
töfraljóma. Lífið í stórum systk-
inahópi fyrst í Arnartungu og síðar
á Elliða er sveipað bjarma fyrst og
fremst vegna þess að í fjölskyld-
unni ríkti gagnkvæm virðing, mikil
samstaða og væntumþykja.
Árið 1928 þegar mamma var ell-
efu ára andaðist móðir hennar fer-
tug af barnsförum en hún hafði
eignast níu börn og einn fósturson.
Þegar móðir hennar lést voru sem
sagt sjö barna hennar á lífi, það
elsta fjórtán ára og það yngsta
tveggja ára. Andlát elskulegrar
móður hafði mikil áhrif á líf
barnanna og föður þeirra. Ein-
hvern tíma sagði mamma mér að
hún mundi aldrei gleyma hljóðinu
þegar rekunum var kastað á kistu
móður hennar í kirkjugarðinum á
Staðastað. Tíu árum síðar, þegar
mamma var 21 árs, deyr faðir
hennar, 58 ára að aldri, frá enn
stærri barnahóp. Þá bjó hann á
Lágafelli ásamt Söru Magnúsdótt-
ur. Þau eignuðust fjögur börn.
Þannig voru systkinin orðin ellefu
talsins á aldrinum 24 ára til tæp-
lega tveggja ára þegar afi lést.
Mamma var á Húsmæðraskólanum
á Staðarfelli þegar pabbi hennar
lést og upp frá því flutti hún að
heiman.
Mamma og pabbi kynntust sum-
arið 1937 þegar pabbi sem bjó á
Skarði ásamt mági sínum Borgari
Sveinssyni kom suður á Lágafell
til að kaupa hesta af Elíasi frænda
sínum, föður mömmu. Eftir það
skrifuðust þau á allt fram til þess
tíma er hún flutti norður. Sum
bréfin týndust á póstleiðinni bæði
suður og norður en önnur komust
alla leið. Þegar kom að stóru
stundinni var bónorðið kveðið upp
á Þingvöllum innan um ilmandi og
litríkt birki, fjalldrapa og lamba-
gras. Það er varla hægt að ímynda
sér rómantískara tilhugalíf.
Mamma hafði aldrei komið norð-
ur á Strandir fyrr en hún flutti
þangað í febrúar 1940. Snjór lá yf-
ir öllu. Hvergi sást á dökkan díl. Á
þeim tíma var um fimm daga
ferðalag að ræða frá Reykjavík. Á
fyrsta degi fóru þau pabbi upp í
Norðurárdal og gistu í Forna-
hvammi. Á öðrum degi var farið að
Reykjum í Hrútafirði. Þar var far-
ið með skektu yfir fjörðinn að
Borðeyri. Á þriðja degi var farið á
hestum að Guðlaugsvík, þar sem
Böðvar nokkur póstur fylgdi þeim,
en þau mamma hittust um þrjátíu
árum síðar sem vinnufélagar í
Kópavogsskóla. Á fjórða degi var
farið með bát að Sandnesi við
Steingrímsfjörð. Á fimmta degi fór
svo unga parið á skíðum frá Sand-
nesi yfir Bjarnarfjarðarhálsinn og
heim að Skarði en Eyjólfur mágur
hennar hafði komið með skíðin að
Sandnesi. Mamma fór því yfir
fjallveg í fyrsta skipti sem hún
steig á skíði. Mamma hafði oft orð
á því hvað heimilisfólkið að Sand-
nesi hefði tekið vel á móti henni
svo og Bjarnarfjörðurinn með
skínandi sólskini og birtu. Það var
iðandi mannlíf í Bjarnarfirðinum á
þessum tíma. Þar var mikið af
ungum hjónum sem voru að hefja
búskap. Félagsstarf í sveitinni var
öflugt m.a. fyrir tilstilli Sund-
félagsins Grettis.
Mamma var húsmóðir á Skarði í
12 ár. Þar nýttist henni vel sú
menntun sem hún hafði fengið á
Húsmæðraskólanum á Staðarfelli
auk þess reynslan sem hún hafði
aflað sér m.a. í vist hjá sýslumann-
inum í Stykkishólmi. Þegar hún
kom að Skarði 22 ára voru fastir
heimilismenn auk þeirra pabba,
Bjarni afi og þrjú systkini pabba
þau Eyjólfur, Soffía og Þórdís.
Einnig Borgar Sveinsson eigin-
maður Soffíu, Guðlaugur og Val-
geir synir þeirra en þau Soffía
fluttu út að Drangsnesi um þessar
mundir. Eftir að Unnur yngsta al-
systir mömmu hafði fermst um
vorið bættist hún í hópinn. Skarð
var á þessum tíma einn af þeim
áfangastöðum sem fólk hafði við-
dvöl á þegar það var á leið norður
eða suður. Þar áðu margir. Á vet-
urna hafði mamma það fyrir sið í
mesta skammdeginu að setja kerti
út í glugga svo að fólkið í Sunndal
og á Hóli sæi ljósið á Skarði. Þetta
gerðu fleiri í sveitinni. Það var
nýtt fyrir mömmu þegar hún flutti
norður að sjá ekki til sólar í tvo
mánuði enda alinn upp í Staðar-
sveitinni. Hún minntist oft á þann
sið með gleði og ákveðinni lotningu
sem kenndur er við sólarkaffi.
Húsið á Skarði var timburhús og
samanstóð af bænum, búri inn af,
torfeldhúsi og mógeymslu, hey-
geymslu og fjósi svo og skemmu
inn af fjósinu. Í lok október 1941
gerðist það um miðja nótt þegar
allir voru í fasta svefni að mó-
hleðsla í torfeldhúsinu sprakk og
valt ofan í litla glóð í öskunni í
hlóðunum, með þeim afleiðingum
að bærinn varð alelda á stuttum
tíma. Allt brann sem brunnið gat.
Bjarni frumburður foreldra minna
var tæplega ársgamall þegar þetta
gerðist. Hann vaknaði upp um
nóttina og grét hástöfum. Við það
vaknaði mamma og sá hvers kyns
var. Hún vakti síðan aðra heim-
ilismenn í snatri. Heimilisfólkið
komst út til fjárhússins við illan
leik helkalt í norðaustan kafalds-
byl. Það var mömmu þungbært
þegar hún þurfti að láta litla
drenginn sinn frá sér í fóstur yfir
veturinn en þó var sú huggun
harmi gegn að Jóhanna systir
hennar var orðin húsmóðir á
Bassastöðum og tók drenginn til
sín fram á vorið. Um veturinn
bjuggu mamma, pabbi og Unnur í
skemmunni sem var um fjórir fer-
metrar. Um sumarið var búið í
tjöldum á túninu. Þá var mamma
þunguð af öðru barni sínu. Nýtt og
vel byggt steinhús reis á Skarði
árið 1942 og var flutt inn í það rétt
fyrir jólin. Barnið fæddist í byrjun
janúar. Ólöf ljósmóðir á Hólmavík
hafði orð á því við móður mína að
hún skildi ekki hvernig hægt væri
að halda lífi í nýfæddu barni í hús-
inu enda rétt búið að leggja í gólf-
in og pússa veggina. Gengið var
um gólfið á plönkum þar sem
steypan var enn blaut. En húsmóð-
irin 24 ára var bjartsýn, áræðin og
útsjónarsöm þá eins og ætíð síðar.
Hún átti eftir að byggja upp reisu-
legt heimili á Skarði ásamt manni
sínum.
Bræður mínir og reyndar frænd-
ur líka hafa oft minnst á það þegar
mamma bjó til rjómaís fyrir þá og
aðra heimamenn þegar enginn var
ísskápurinn. Þá sóttu strákarnir
snjó í bala eða poka upp í fjall. Á
meðan hrærði mamma í ísinn. Þeg-
ar þeir komu svo með snjóinn heim
lét mamma salt í snjóinn og ís-
forminn ofan í blönduna. Undur og
stórmerki gerðust. Stuttu síðar var
til gómsætur rómaís.
Einn var sá atburður sem gerð-
ist í mars 1948 sem hafði mikil
áhrif á mömmu eins og alla íbúa
Kaldrananeshrepps, en það var
þegar snjóflóðið féll á Goðdal
innsta bæinn í Bjarnarfirði. Tengsl
verða sterk milli fólks sem býr við
óblíða náttúru. Almennt var talinn
hálfs annars tíma röskur gangur
frá Skarði að Goðdal en þeir sem
ætluðu þangað áttu oftast viðdvöl
og fengu viðgjörning á Skarði áður
en lengra var haldið. Enginn hafði
átti leið að Goðdal næstu daga eft-
ir að slysið átti sér stað svo ná-
grannarnir vissu ekki hvað hafði
gerst fyrr en fjórum sólarhringum
eftir atburðinn. Mamma var að
gera að í fjárhúsunum þegar ungi
maðurinn kom með póstinn fyrst
að Skarði, svo að Sunndal og loks
að Goðdal. Venja var að þeir sem
áttu leið að Goðdal fóru norðan-
megin árinnar til baka niður í
fjörðinn. Eftir óvenju stutta stund
og áður en mamma var búin að
gera að í fjárhúsunum kemur ungi
maðurinn hins vegar móður og
másandi aftur við hjá henni. Hún
hafði orð á því að hann hafi verið
fljótur í ferðum. Hann segir henni
að þetta hafi ekki verið nein
skemmtiferð og segir henni frá að-
komunni í Goðdal. Allir fullorðnir
menn frá Skarði flýttu sér að Goð-
dal, hringt var á alla bæi og menn
kvaddir út til hjálpar. Hinum látnu
var komið fyrir á sleðum og þeir
fluttir niður ísilagða Bjarnarfjarð-
ará. Þegar leiðin lá fram hjá
Skarði voru sleðarnir stöðvaðir og
þrekaðir björgunarmennirnir
komu við og fengu mat og drykk
áður en haldið var lengra. Komið
var með þann sem lifði inn í bæ til
mömmu þar sem hún veitti honum
fyrstu aðhlynningu, þvoði og hlúði
að honum eftir bestu getu.
Mamma var sérstaklega hógvær
kona. Hún hreykti sér ekki upp.
Nokkrum dögum áður en hún lést
nefndi ég það við hana að ég hefði
hitt Sigrúnu frá Reykjarvík sem
hefði sagt mér að móðir mín hefði
bjargað lífi hennar þegar hún var
lítil. Það var þannig að sú stutta
var að synda í gömlu lauginni á
Svanshóli, en hún var rétt utan við
þar sem bærinn í Odda stendur nú.
Tappinn hafði verið tekinn úr laug-
inni og stúlkan sogaðist niður með
vatninu og komst hvergi. Mamma
sá stúlkuna á kafi, náði taki á
henni og gafst ekki upp fyrr en
hún var komin með stúlkuna upp á
bakkann. Þá var sú stutta orðin
blá og hafði drukkið mikið vatn.
Mamma brosti og tók frásögn
minni af miklu jafnaðargeði og
kvaðst hafa glaðst mjög yfir því á
sínum tíma að hafa bjargað telp-
unni.
Bræður mínir muna einnig eftir
því að hafa horft á eftir mömmu
þar sem hún óð upp að öxlum út í
Bjarnarfjarðará. Það voru vorleys-
ingar og lítill frystikofi eða frysti-
hús eins og það var kallað sem var
niðri á melum árinnar skammt frá
bænum hafði farið á kaf. Aðeins
þakið stóð upp úr ánni. Ofan á
þakinu var lamb sem komst
HULDA SVAVA
ELÍASDÓTTIR
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
við Nýbýlaveg, Kópavogi