Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.05.2002, Qupperneq 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 45 hvergi. Þá var það sem mamma óð út í ána, að kofanum, náði lambinu og bar það í land. Það merkilega við þetta er að mamma varð ekki almennilega synd fyrr en síðar. Mamma var mikil kvenréttinda- kona. Hún vildi reyndar jafnan rétt allra. Hún sá að jafnrétti kvenna yrði best tryggt með því að konur næðu sér í menntun á borð við karla. Hún ætlaði sér alltaf að verða kennari en vegna fjárskorts breyttust þau áform þegar faðir hennar féll frá. Þegar við bjuggum í Ytri-Njarðvík starfaði hún m.a. við fiskvinnslu. Konurnar fengu greidd laun samkvæmt unglinga- taxta. Mamma gerðist trúnaðar- maður kvennanna, gekk til liðs við verkalýðsfélagið og barðist fyrir því að fá þetta leiðrétt. Málið fór að lokum fyrir félagsdóm og var mamma látin bera vitni fyrir dómnum. Eftir mikla baráttu fékkst þetta leiðrétt. Upp frá þessu fylgdist mamma grannt með verkalýðsmálum og hafði á þeim mjög ákveðnar skoðanir. Á þeim árum sem við bjuggum í Ytri-Njarðvík tók mamma virkan þátt í starfsemi kvenfélagsins ásamt þeim fjölda elskulegra kvenna sem voru þá að ala upp börn sín í Njarðvíkunum. Það var stöðugt verið að vinna að góðum málum. Aðstöðu höfðu konurnar í Krossinum í herbergi inn af litla salnum. Hún tók einnig þátt í starfsemi leikfélagsins í Njarðvík- unum. Í þá daga var um að ræða starf á vegum ungmennafélagsins. Sett voru upp leikrit í Krossinum aðallega undir stjórn Helga Skúla- sonar. Í seinni tíð var mamma al- veg undrandi á sjálfri sér að hafa verið að leika á sviði eins hlédræg og hún kvaðst alla tíð hafa verið. Mamma tók líka virkan þátt í því með pabba að stofna og reisa kaupfélagið í Njarðvíkunum. Fimm árum eftir að við fluttum í Kópavoginn lést pabbi eftir erfið veikindi. Á þessum tíma reyndi mikið á mömmu en þau voru til- tölulega nýlega búin að festa kaup á íbúð sem mamma hefur búið í síðan. Eins og jafnan áður tókst mamma á við lífið af útsjónarsemi, áræði og bjartsýni. Hún hóf störf á fæðingardeild Landspítalans eftir lát pabba og nokkrum árum síðar hjá Kópavogsbæ þar sem hún starfaði í rúm tuttugu ár eða eins lengi og hún gat og mátti. Mamma hefur alltaf lagt sig fram í öllum sínum störfum. Viðhorf mömmu til vinnu hefur jafnan verið það að öll verk séu jafnmerkileg og að öll verk þurfi að vinna vel. Frá því að pabbi dó helgaði mamma sig fjölskyldunni enn frek- ar en áður og höfum við fengið að njóta ríkulega af dugnaði hennar, umhyggju og ástúð. Minningar þjóta í gegnum hugann. Mamma að draga fánann að húni. Mamma að glettast og leika við barnabörn- in. Mamma að búa um barnabörnin í einni flatsæng á gólfinu hjá sér. Mamma létt á fæti í gönguferðum. Mamma að slá blettinn og vinna í garðinum. Mamma að undirbúa jólin og jólaboðin. Mamma að taka slátur. Mamma að elda sunnudags- steikina á meðan messan hljómaði í útvarpinu. Mamma að baka hversdagsbrauðið, hjónabandssæl- urnar, kleinurnar og jólakökurnar. Ilmurinn og hlýjan úr eldhúsinu sem dreifðist um allt heimilið. Í hvert skipti sem einhver átti af- mæli í fjölskyldunni var tækifærið notað til að baka pönnukökur hvort heldur afmælisbarnið var heima eða úti á sjó. Þá komu allir við og fengu pönnukökur í tilefni dagsins. Á Elliða ólst hún upp við þann sið að þegar einhver átti af- mæli þá fékk afmælisbarnið að baka pönnukökur fyrir fjölskyld- una. Þannig tengdi hún pönnukök- ur og afmæli saman alla tíð. Mamma naut þess að ferðast um landið en hún var á því að landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt enda alin upp við það á Elliða að hver einasti klettur, hver ein- asti pyttur og hver einasta hæð hét eitthvað og átti sína sögu. Hún hafði mjög gaman að því að kanna söguna á bak við örnefni og staða- heiti. Þetta á rætur að rekja til þess sem gerðist á æskuheimilinu. Meðfæddur frásagnarhæfileiki hennar naut sín vel á þessum svið- um. Hún þekkti öll algeng íslensk blóm með nafni svo og fugla og hljóð þeirra. Þetta var greypt í hana frá æsku. Mamma var alla tíð mjög ljóð- elsk eins og flest systkini hennar. Einar Benediktsson, Davíð Stef- ánsson, Matthías Jochumsson og Kristján frá Djúpalæk voru henn- ar uppáhaldsskáld og hún kunni mörg ljóða þeirra utan að. Systkini mömmu sem hafa alla tíð verið mjög tilfinningarík fóru oft með ljóð saman og var innlifun þeirra sterk enda fundu þau til mikillar samsömunar við margt af því sem skáldin voru að fjalla um. Ég er afskaplega þakklát fyrir líf mitt með mömmu. Mamma var mér miklu meira en móðir, hún var mín besta vinkona, hún var mitt stuðningslið, hún var mín fjöl- fræðibók, hún var mín uppspretta. Ég er þakklát fyrir það sem hún var og gaf sonum mínum. Ég er þakklát fyrir að hafa átt einmitt þessa móður og ég er henni afar þakklát fyrir það fararnesti sem hún gaf mér. Ég lít á það sem skyldu mína að miðla því sem hún veitti mér áleiðis til minna barna og barnabarna. Ég er afskaplega þakklát fyrir að við systkinin vor- um öll hjá henni á þeirri stundu er hún kvaddi. Það var sól úti og hlýtt veður. Það var rósailmur allt í kringum okkur og kveikt á kert- um. Það var fullkomnun á sam- bandinu að fá að upplifa andlátið með henni. Hún hefði einmitt vilj- að hafa þetta svona. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Valgerður Snæland Jónsdóttir. Ljósið þitt lýsir mér, Jesú. Ljósið þitt leiðir mig, Jesú. Mikilhæf og góð kona hefur gengið inn í ljós hans sem hún trúði á og til fundar við ástvini sem á undan eru gengnir. Benedicta sit in aeternitate. Blessuð sé hún í eilífðinni. Anna Kristín Brynjúlfsdóttir. Elsku Hulda mín. Nokkur kveðjuorð til þín, sem mér þótti svo vænt um. Þótt okkur Bjarna syni þínum auðnaðist ekki að eyða ævinni saman varst þú alltaf sama góða tengdamóðirin, og börnunum þínum og barnabörnum einstök móðir og amma. Þú misstir mikið þegar Bjarni, frumburður þinn, lést langt um aldur fram. Eftir það fór þér að hraka. Það var erfitt fyrir þig, sem alltaf varst svo dug- leg og sjálfstæð, að þurfa að vera upp á aðra komin. Það kemur margt upp í hugann á þessari stundu, t.d. jólin á þínu fallega heimili, þar sem alls staðar loguðu kertaljós og þú barst fram gómsæta rétti handa öllum. Þú gekkst stundum til mín frá Álfhólsveginum, meðan þér entist kraftur og heilsa. Það var indælt að rabba saman yfir kaffibolla. Það voru sannarlega forréttindi að fá að kynnast þér. Þú varst búin að óska þess að fá að fara og þér varð að ósk þinni. Þú fékkst hægt and- lát 3. maí síðastliðinn umkringd börnunum þínum. Ég kveð þig klökk í hjarta með þessu fallega versi eftir Matthías Jochumsson. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. Hvíl í friði elsku Hulda mín. Þín Anna Rósa. ✝ Kolbrún AnnaCarlsen fæddist á Landspítalanum 21. ágúst 1941. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Carl Anton Carlsen, f. 20.1. 1908, d. 21.12. 1973, og Svava Schuth Lárusdóttir, f. 4.10. 1910, d. 21.9. 1991. Alsystkini Kol- brúnar eru Helgi Ottó, Erik Ásbjörn, Svavar Martin og Sonja Marie. Hálfsystkini sam- mæðra eru Helga og Ólafur Snorrabörn. Kolbrún giftist Eggerti Kr. Jó- hannessyni, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jóhannes, f. 2.10. 1959, synir hans eru Baldvin, Eggert Ingi og Baldur. 2) Stein- unn Björk, f. 18.9. 1961, gift Baldri Haukssyni, dætur hennar eru Kolbrún Edda, í sambúð með Sigríði Jónsdóttur, Gunn- hildur, í sambúð með Einari Birni Magn- ússyni, og Elísabet, sonur Baldurs er Tryggvi. 3) Svava María f. 11.7. 1963, synir hennar eru Flóki, Tumi og Atli. Sambýlismaður Kol- brúnar var Ingvar Kolbeinn Ingason, d. 20.5. 1976, þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Jóhanna Iðunn, gift Torfa Magnússyni, synir þeirra eru Edward Ingi, Thomas Fróði og Sebastian Aar- on. Eftirlifandi sambýlismaður Kolbrúnar er Guðmundur Helgi Jónasson. Kolbrún starfaði lengst af sem dagmóðir í Reykjavík. Útför Kolbrúnar fór fram í kyrrþey. Í hvert sinn sem síminn hringir á ég von á að heyra hæ, ástin mín – og það sé mamma og það er ofboðslega erfitt að kyngja því að nú sé hún horfin mér frá. Aðlögunartíminn var mjög stuttur og mér finnst ég ekki hafa getað kvatt hana nóg eða sagt henni allt sem ég vildi. En hvenær getur maður kvatt móður sína nóg? Börn voru hennar líf og yndi. Enda var hún dagmamma og búin að helga börnunum líf sitt. Flest kölluðu hana ömmu. Hún var strákunum mínum svo mikið og ég er glöð yfir þeim tíma sem þeir fengu með henni og að allir hafa fengið að kúra og knúsast með henni. Hún var mér svo mikið og ég er ofboðslega háð henni og á erfitt með að sætta mig við að geta ekki talað við hana eða leitað til hennar á gleðistundum eða sorgar- tímum. Við ætluðum alltaf aftur til Aust- urríkis saman og fara að versla í Glasgow. Það verður að bíða betri tíma. Ég er samt ánægð með okkar tíma sam- an enda fengum við góðan tíma, unn- um saman í 7 ár og töluðum saman lágmark klukkutíma á dag. Ég hlakka til er við hittumst aftur og kúrum okkur saman hönd í hönd í sófanum, segjum „love you“ og slöppum af. Sofðu rótt, elsku mamma mín, og við sjáumst seinna gullið mitt. Þín Jóhanna. Elsku amma. Ég þakka þér fyrir að vera svona mikið með mér og fara oft með mig í Hveragerði, Hellis- gerði, Daníelslund og í fjöruna. Mér fannst ofsalega gott að kúra í hol- unni þinni og afa. Ég man að einu sinni hjálpaðirðu mér að baka köku og svo gerðum við jólakonfekt í fyrra. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér. Ég mun alltaf sakna þín og elska þig, ég skal passa afa fyir þig og hann mig. Þinn snúlli, Edward Ingi. Nú þegar kær vinkona hefur lokið jarðvist sinni koma minningarnar upp í hugann, allar góðar og bjartar og vel það. Minningar frá löngu liðn- um dögum, þegar sú sem nú er kvödd var á æskuskeiði, á morgni lífsins. Við sjáum hana fyrir okkur unga stúlku með dökkrautt geisl- andi hár og skír og falleg augu, una glaða í góðum hópi samstarfsmanna í Kóka-kóla verksmiðjunni við Hofs- vallagötu. Við sjáum hana líka fyrir okkur í skíðaskála Víkings, þar sem við áttum góðar stundir saman í fögru umhverfi. Unglingsárin líða alltof fljótt, unga stúlkan er allt í einu orðin eiginkona og móðir og nú tekur við gefandi tímabil, elskuleg heilbrigð börn og tilheyrandi ábyrgð á velferð fjölskyldunnar. Á þessum árum, þrátt fyrir amstur og þröngan fjárhag, lyftum við okkur oft upp og margt var gert sér til gamans. Gaml- árskvöldin frábæru og nýárskvöld- verðir í Naustinu voru ógleymanleg- ir. Þá fórum við dömurnar í síða kjóla og karlarnir í smóking, og dönsuðum fram á nótt. Á seinni ár- um hittumst við vinkonurnar í saumaklúbbnum, fórum í ferðalög og áttum glaðar stundir. Oft voru makar boðnir með, öllum til mikillar ánægju. Tíminn er fugl sem flýgur hratt, árin hafa liðið, skin og skúrir hafa mætt Kollu vinkonu okkar í líf- inu, eins og svo mörgum öðrum. Hún var dul í skapi og ekki fyrir að íþyngja öðrum með sínum áhyggj- um. Hún fór fljótt að vinna með heimilinu og vann algeng störf við verslun og umönnun og síðari árin sem dagmóðir við góðan orðstír. Hún var mikill fagurkeri og naut þess að hafa fallegt í kringum sig og ganga í vönduðum fatnaði. Það var henni stór gleði að heimsækja Svövu dóttur sína til Danmerkur, þar sem hún komst í gott samband við danskt föðurfólk sitt og hafði hún mikinn áhuga á að hitta það sem oftast. Kolla eignaðist fjögur efnileg og góð börn, Jóhannes, Steinunni, Svövu og Jóhönnu. Þegar barna- börnin fóru að líta dagsins ljós urðu þau yndi og eftirlæti ömmu sinnar. Í vetur syrti að, allir sáu að Kolla gekk ekki heil til skógar. Á stuttum tíma náði vágestur, sem engu eirir yfirhöndinni og lést hún á Landspít- alanum að morgni 3. maí, umvafin ástvinum, börnunum sínum kæru og Guðmundi sambýlismanni sínum, sem svo vel annaðist hana í veikind- unum. Við sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Líður að dögun, léttir af þoku, ljóðin sín kveða fuglar af snilld, sönginn og daginn, drottinn ég þakka, dýrðlegt er orð þitt, lind sönn og mild. Verðandi morgunn, vindur og sunna. Vanga minn strýkur náðin þín blíð. Grasið og fjöllin, Guð minn ég þakka, geislar þín sköpun, nú er mín tíð. Risinn til lífsins, lausnarinn Jesús, leið sinni beinir, hvert sem ég fer. Indæl er jörðin, eilíf er vonin, allt skal að nýju fæðast í þér. (Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, sálm. nr. 703.) Að leiðarlokum þökkum við vin- konunni góðu fyrir allt og biðjum Guð að geyma hana. Ragna og Guðmar. Elsku amma Kolla mín. Takk fyrir 18 árin sem við fengum að vera saman. Ég kynntist þér fyrst nokkurra mánaða gömul þegar þú gerðist dagmamma mín og ég byrjaði fljótt að kalla þig ömmu Kollu. Fljótlega urðuð þið mamma miklar vinkonur svo áfram fékk ég að kalla þig ömmu Kollu til síðasta dags. Þú varst ekki aðeins amma í orði heldur svo sannarlega á borði, ég fékk hrós og uppörvun, að ógleymdum öllum afmælis- og jóla- gjöfunum. Eitt sumar fékk ég að passa börnin með þér og sá þá best ástúðina og kærleikann sem þú sýndir börnunum, hverju og einu þeirra. Ég man eftir því þegar þú gafst mér fyrstu postulínsdúkkuna og smitaðir mig af postulínsdúkku- bakteríunni. Böndin styrktust enn frekar þegar ég og yngsta dóttir þín, Jóhanna, urðum bestu vinkonur og gladdi það bæði þig og mömmu. Elsku amma Kolla, þú varst yndis- leg kona og áttir glæsilegt heimili með góðum manni, Guðmundi Jón- assyni, sem tók mér, nýja ömmu- barninu, með umburðarlyndi og hjartahlýju. Ég bið góðan guð að gefa Guð- mundi, Jóhönnu og öðrum aðstand- endum styrk í sorginni en við eigum öll yndislegu minningarnar sem enginn getur tekið frá okkur. Ég mun sakna þín elsku amma Kolla, þú varst mér sem önnur móðir, amma og vinkona. Guð blessi þig og varð- veiti. Þín Guðlaug (Lauga) Marion. Vorið var lengi á leiðinni, en bless- aðir farfuglarnir létu það ekki á sig fá. Þeir bara komu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Alltaf hef ég fagn- að þeim, lóunni og sérstaklega krí- unni, sem kemur alltaf í byrjun maí. Núna varð ég ekki vör við kríuna. Hugur minn var bundinn við Kollu vinkonu mína, sem háði svo harða og illvíga baráttu við þann sjúkdóm, sem leggur svo marga að velli. Baráttan var stutt og snörp, sem skilur okkur ástvinina alveg orðlausa eftir, full spurnar: Hver er tilgangurinn? Ég vissi að Kolbrún Carlsen, sem við kölluðum alltaf Kollu, beið þeirrar stundar með til- hlökkun að hætta að vinna, sinna börnum og barnabörnum, ferðast og njóta lífsins. Þess í stað er allt í einu komið að leiðarlokum svo ótímabærum. Ég minnist þess þegar ég sá Kollu í fyrsta sinn, eins og það hefði gerst í gær. Ína vinkona mín fór með mig í heimsókn til Kollu í Hólmgarðinn, þar sem hún bjó hjá tengdaforeldr- um sínum með frumburðinn hann Jóa, sem var engum líkur, svo fagur. Kolla sýndi okkur soninn svo stolt og glöð. Ég var þá bara unglingur og fannst mikið til koma að hitta Kollu, sem mér fannst fegurst kvenna. Þarna var hún Kolla, blómstrandi móðir með sitt fallega koparlitaða hár og tindrandi augu. Nokkrum ár- um síðar, þegar ég sjálf var orðin móðir, stofnuðum við stöllurnar saumaklúbb og þá var Kolla auðvit- að með í þeim klúbbi. Kolla var með okkur nær 40 ár og var okkur klúbb- systrum mjög kær. Hún var einstak- ur fagurkeri, heimilið hennar bar vitni um það. Það voru nánast óskráð lög að þú málaðir ekki eða hengdir upp málverk, nema Kolla gæfi umsögn, hvað henni fyndist um framkvæmdir. Hún var ótrúleg smekkkona, bæði á fatnað og hús- búnað og við treystum á hana þar sem við fundum og vissum að þar fór kona sem vissi fullkomlega hvernig hlutirnir áttu að vera. Í svona saumaklúbbi, eins og okkar, var margt látið fjúka, en það var alveg einstakt með Kollu, að hún var alltaf svo hlédræg um öll persónuleg mál- efni. Hún deildi með okkur öllum gleðifréttum af börnum og barna- börnum. Sigrum, þegar litlu barna- börnin unnu bug á sjúkdómum, gift- ingar, útskriftir. Öllu þessu deildi hún með okkur. En ég vissi að það voru vissir hlutir í lífi Kollu, sem hún bar aldrei á torg og ekki einu sinni við vissum um. Hún var að því leyti mjög dul og við virtum það. Við vin- konurnar vissum að það hafði aldrei verið mulið undir hana, en hún kvartaði aldrei og sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Ég vil þakka fyrir þau forréttindi að hafa kynnst Kollu, þekkt hana, hafa fengið tækifæri til að læra af henni. Það verður aldrei fullþakkað. Ég kveð vinkonu mína með miklum trega. Þetta voru allt of stutt kynni. Ég votta börnum, barnabörnum og maka innilega samúð. Sigrún Hermannsdóttir. KOLBRÚN ANNA CARLSEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.