Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 46

Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steinþór Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 22. desember 1932. Hann lést á heimili sínu 4. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason, gullsmiður frá Berjaneskoti, Eyjafjöllum, f. 29.10. 1900, d. 15.11. 1935, og Indíana Katrín Bjarnadóttir frá Nes- kaupstað, Norðfirði, f. 15.8. 1904, d. 10.5. 1989. Systkini Stein- þórs eru Albert, Gísli og Guðjón sem eru látnir, Skarphéðinn, Erla Svanhvít, Valentínus og Ingólfur. Steinþór ólst upp hjá Guðrúnu Halldórsdóttur ljósmóður í Reykjavík, sem einnig ól upp Önnu Guðmundsdóttur og Magn- ús Sveinsson, sem fórst með togaranum Júlí 1959. Eiginkona Steinþórs er Anna Ásta Georgsdóttir, f. 1933, for- eldrar hennar voru Georg Vil- hjálmsson málarameistari, f. 6.12. 1903, d. 6.7. 1994, og Guðbjörg Kristín Meyvantsdóttir, f. 12.6. 1910, d. 15.1. 1988. Börn Önnu og Steinþórs eru: Hall- dór skipstjóri, f. 1956, kona hans er Bryndís Kristjáns- dóttir, þau eiga fimm börn, Steinþór, verslunarmaður, f. 1958, kona hans er Sigríður E. Valgeirs- dóttir, þau eiga þrjú börn, Georg læknir, f. 1962, kona hans er Susan P. Dunning, þau eiga tvö börn, og Margrét leikskólakenn- ari, f. 1965, maður hennar er Kristinn Klemenzson, þau eiga einn son. Steinþór fór ungur til sjós og var lengst á Gullfossi og síðan Mánafossi, en frá 1971 hefur hann starfað sem verkstjóri í Laugar- dalshöll. Útför Steinþórs verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Við vorum harmi slegin fyrir rúmu ári þegar í ljós kom að pabbi greindist með alvarlegan sjúkdóm, pabbi sem alltaf hafði verið hraust- ur og fullur af krafti og aldrei orðið misdægurt. Það tók okkur því öll töluverðan tíma að átta okkur á því hve alvar- legan og erfiðan sjúkdóm hann þurfti að fara að glíma við næstu mánuðina sem urðu að rúmu ári. Fyrir mann eins og pabba sem aldrei varð misdægurt eða þurfti að leita á spítala, var það ákvörðun hans með aðstoð og hjúkrun móður okkar, sem hefur staðið við hlið hans sem klettur allan þennan tíma, að glíma við þennan erfiða sjúkdóm í heimahúsi en ekki á spít- ala sem gaf honum mikið þann tíma sem hann átti eftir ólifað. Þegar einhver svona nákominn manni fellur frá virðast hugsanir og minn- ingar stöðugt streyma fram í hug- ann. Við minnumst þess þegar pabbi var á sjónum og við krakk- arnir biðum spenntir eftir að pabbi kæmi heim því þá voru alltaf auka- jól hjá okkur krökkunum, útlenskt sælgæti og fleira sem ekki fékkst í búðunum heima. Minningarnar frá áhyggjulaus- um leik okkar í Laugarnesinu og því áhyggjulausa lífi sem mamma og pabbi höfðu búið okkur og þeirri miklu vinnu sem pabbi lagði á sig alla tíð til að skapa okkur svo áhyggjulaust líf. Við minnumst líka pabba úr Laugardalshöllinni sem hann vann við frá því hún var byggð og þar sem hann vann alla tíð þar til hann veiktist. Við börnin eigum pabba mikið að þakka eftir að við uxum úr grasi. Hann minnti okkur sífellt á að slá ekki hlutum á frest og á iðjusemi og samvisku- semi sem var honum svo sjálfsögð. Þegar við þurftum á aðstoð að halda til að koma upp okkar heim- ilum lagði hann sig allan fram um helgar, kvöld og frítíma hvort sem þurfti að smíða milliveggi, flísa- leggja gólf eða hvað sem var. Hann var mættur fyrstur á staðinn og hvatti okkur áfram og eigum við honum miklar þakkir skildar fyrir og lýsir það því best að hann lét alltaf annarra þarfir ganga fyrir sínum. Pabbi var mikið fyrir barna- börnin og tók miklu ástfóstri við þau. Þegar maður byrjar að skrifa er svo margt sem mann langar að setja á blað en það kæmist aldrei fyrir í einni grein svo við geymum þær minningar hvert okkar fyrir sig í hjarta okkar og varðveitum. Það er ekki laust við að okkur líði eins og að hafa tapað vegakortinu í útlöndum við erum hálfvillt eftir fráfall pabba, þurfum að ná áttum og finna aftur þann vegvísi sem hann var okkur. Við kveðjum nú pabba en geymum hann áfram í hjarta okkar svo lengi sem við lif- um og styðjum nú hvert annað og móður okkar eins og hann hefði viljað. Guð geymi pabba og verndi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Halldór, Steinþór, Georg og Margrét. Mig langar að minnast afa í nokkrum orðum. Það fyrsta sem í hugann kemur er góðmennska. Afi var góður maður sem alltaf var tilbúinn að hjálpa vinum og ætt- ingjum. Afi var alltaf hraustur og duglegur og vann ávallt mikið. Ég man hvað það var alltaf gam- an að fá að heimsækja afa í vinn- una í Laugardalshöllina, hann bauð STEINÞÓR GUÐMUNDSSON                           !"#            ! " #$  %&   $ " #$ "   $% $& ' (%& $& )% * $& )% +)%"  $& )% %,## $%( ' *$ $ $& )% '$  -.%# ( )   $*   *       ,/ 0  *12* "*&34 5)6!'$    " #$  %&      +' $' ,     %$      -' $ ' +'.+' 5%  75%  7 ' (%&5%  7 )% , $%- .% ' 5%  75%  7 ' %* +'%  )% * 5%  7 )% 5 %# % ' '$-%-.%# ( )     89 / ' )    %&        /' $' ,     %      0' $ ' 1'++' +)% % )% !%%% % ' (*$0)1 )% (*$ % )% :!%% ' ' % % ' %* "*$)%  7 % '  " (2 )% 9 "  % )%       '$-%-.%#   $* )       ; ##0  1'*<  !"    %  $ 2 $    0' $*    3   1' $ ' 4'++'  .%% (2 ''$-.% *"-'%$0) )% (%&**)% )% $%"(%* )%# 5  *   *        ,9  !'$=3   " #$  %&   6' $' 9 $%(% '%%)% $!+)%(% ' **)% % ' (*$ '%%)% ,7%(%#0) ' %$%> #0) )% " *9 $% ' -%-.%'$-%-%-.%# !   $*  *     *     ,0?     7(%*12* 78% $.43  !"   %    6' $' 7    $ $%- .%$ $%(%)% #@>% )% %2 )% -%-.% -%-%-.% '$-%-%-%-.%# !   * ;    / 7* -%A  !"      $   +' $' 3           9 %&, .% " *)%# % )    0 / %7 &62 ,%.1*"(B !%$%(   " #$  %&      6' $' 0) %" )%# !   $  0 / 8% $.<  !"   $   " #$ $ 8#   6' $' 3     $1(*  )%#

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.