Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 47 okkur barnabörnunum oft á tón- leika og alls kyns íþróttaatburði í Höllinni og þótti okkur það alltaf jafn spennandi. Ég man hvað mér þótti skemmtilegt að fá að gista á Otrateignum hjá afa og ömmu. Enda man ég afa yfirleitt með eitt- hvert barnabarnanna í fanginu. Afi var sterkur maður með mik- inn og sterkan lífsvilja og það sýndi hann í veikindum sínum fram á síð- asta dag. Elsku afi, takk fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég vildi óska að þær hefðu orðið fleiri. En ég veit að ég mun alltaf hafa þig í minningunni og mun það veita mér styrk um ókomna tíð. Þín verður sárt saknað. Guð veri með þér. Ástríður Anna Steinþórsdóttir. Við sem ólumst upp við Rauð- arárstíginn um miðja síðustu öld áttum Steinþóri margt að þakka. Okkar kynni hófust þegar við vor- um 6 ára. Öll unglingsárin vorum við Steinþór mjög samrýndir. Steinþór var fjörmikill, kröftugur og vinsæll. Eitt af því sem við átt- um Steinþóri að þakka var skíða- áhuginn, en hann var orðinn mjög leikinn á skíðum strax um 13 ára aldur og fáir betri en hann á hans aldri í brekkunum. Hann smitaði mig og flesta í hverfinu af þessari bakteríu. Það leið ekki helgi eða páskar sem ekki var farið á skíði, upp í Hveradali og Skálafell. Til þess að komast upp á Skálafell þurfti að ganga frá þjóðveginum upp í skála 5 km leið, en skálinn stóð hátt uppi í hlíðum Skálafells. Það var ekki spurt um það þá hvernig viðraði, alltaf var farið og ekki voru lyfturnar. Í þá daga var ekki keppt nema þrisvar til fjórum sinnum á vetri og var þá farið í skála félaganna sem sáu um mótin. Þar hittust þá skíða- menn úr öllum félögunum og var þá mikið fjör. Unnum við Steinþór þá til nokkurra verðlauna. Það er ótrúlega hollt bæði líkamlega og félagslega að stunda íþróttir í upp- vextinum. Steinþór fótbrotnaði á skíðum uppi í Hveradölum. Ég gleymi aldrei kvalaópunum frá honum hátt uppi í brekkunni. Við vissum ekki hvað gerst hafði fyrr en Steinþór hrópaði „ég er fótbrotinn“. Var þá strax hlaupið til og hann borinn niður í skála, var búið um hann á sleða eftir að búið hafði ver- ið um brotið með spelkum. Þar sem ófært var upp í Hveradali þurfti að draga hann niður í Svínahraun þar sem sjúkrabíllinn beið okkar. Steinþór lá heima að mig minnir í einn mánuð. Voru þá skoðuð skíða- blöð og mikið spilað. Eftir að Stein- þór var búinn að ná sér var haldið áfram á skíðum af miklum krafti. Steinþór gerðist sjómaður eftir unglingsárin og sigldi lengi á „Gull- fossi“. Var þá oft farið í heimsóknir niður í skip þar sem gjarna var boðið upp á hessingu. Það væri hægt að skrifa langt mál frá þess- um árum, bæði um hestamennsku okkar og ferðalög. En svo var kom- ið að því að festa ráð sitt og alvara lífsins tók við. Steinþór eignaðist afbragðs konu sem bjó honum gott heimili og áttu þau miklu barnaláni að fagna. Votta ég þeim samúð mína. Einnig votta ég Önnu systur hans samúð mína, en hún sér nú á eftir öðrum bróður sínum, en Magnús fórst með „Júlí“ þegar hann fórst við Nýfundnaland. Kristinn (Bói). Hvernig byrjar maður minning- argrein um Steinda í Höllinni, en við vorum starfsfélagar í yfir 30 ár? Jú, hverrar ættar? Læt aðra um það. En kynni okkar hófust fyr- ir yfir 50 árum, þegar ég var að elt- ast við Önnu systur hans, sem er eiginkona mín. Þau voru alin upp hjá Guðrúnu Halldórsdóttur ljós- móður ásamt Magnúsi Gunnari, en hann fórst ungur með togaranum Júlí við veiðar á Nýfundnalands- miðum. Þó að þau væru ekkert skyld litu þau öll þrjú ætíð á sig sem systkin. Á unglingsárunum tók Steindi að stunda skíðaíþrótt- ina innan KR og á þeim árum báru KR-ingar á öxlum sér efni í heilan skíðaskála í Skálafelli. Hann tók þátt í þessum burði frá Þingvalla- vegi upp í miðjar hlíðar fellsins. Sá skáli fór forgörðum í bruna um miðjan sjötta áratuginn. Steindi fór snemma að vinna við bílaviðgerðir hjá Agli Vilhjálmssyni, en söðlaði fljótlega um og fór á sjóinn með skipum Eimskips, mestan tímann á Gullfossi. Steindi kynntist sinni in- dælu konu Önnu í Kaupmannahöfn, er hún var við nám þar. Skrýtin til- viljun, að báðar heita þær Anna og voru bekkjarsystur í gagnfræða- skóla. Steindi var ákaflega fjölskyldu- kær maður, og þegar við fjölskyld- una höfðu bætzt þrír drengir og stúlka fannst honum 1965 tími kominn til að vera nær fjölskyld- unni og fór í land. Hann fór að vinna hjá Reykjavíkurhöfn og varð þar fljótlega verkstjóri. Snemma kom hann sem aðstoðarmaður við keppni og mót að gamla Háloga- landi, en þar var ég húsvörður. Oft var mikið um að vera í gamla bragganum, og einna minnisstæð- astur er leikur í handbolta þar sem 1.100 manns tróðust inn og við dæstum af ánægju þegar síðasti gesturinn yfirgaf braggann og allt hafði farið fram án teljandi vand- ræða. Framhald varð á samstarfi okkar, þegar Laugardalshöll var tekin í notkun í desember 1965, og allt var svo stórt og nýtt fyrir okk- ur. Þegar ég tek við starfi forstöðu- manns Laugardalshallar 1971 kem- ur hann fastráðinn sem verkstjóri og eftir það er hægt að setja sama- semmerki við Höllina og Steinda eða Steinda og Höllina! Steindi var ákaflega skyldurækinn starfsmað- ur og vildi veg og vanda Hallarinn- ar sem mestan, og illt umtal og að- finnslur voru honum ekki að skapi. Steindi hafði eina guðsnáðargjöf, hann vildi vera vinur allra, sem í sjálfu sér er ákaflega erfitt, þegar tekið er tillit til hinna ólíku mann- gerða, sem sóttu Laugardalshöll heim. En ég geri ráð fyrir, að flest- ir, sem eitthvert erindi áttu við Steinda, muni hann þannig: Leys- um málið í rólegheitum og ekkert þras. Oft voru vaktir langar og strangar til að koma leikfimi á morguninn eftir eða keppni, ef þannig hagaði til, og Steindi taldi það sko ekki eftir sér, þó að vaktir væru langar kvöld eftir kvöld. Eins og gefur að skilja í svona löngu samstarfi greindi okkur stundum á um aðferðir eða annað, því að ég vildi stundum, að hann byrsti sig svona annað slagið við starfsmenn eða baldna gesti, en alltaf jöfnuð- um við ágreininginn fljótlega. Um eitt vorum við sammála á síðustu árum okkar saman í Höll- inni, hve allt hefði breytzt frá gömlu góðu dögunum, þegar Höllin var miðpunktur allra inniíþrótta – sýninga – listahátíða o.fl. o.fl. Nú í dag fara fáir stórviðburðir fram í Höllinni, enda engin furða, þegar félögin hafa fengið sín keppnishús. Við ræddum um hvaða viðburður væri minnisstæðastur í huga okkar af öllum þessum aragrúa af stór- viðburðum og vorum merkilega sammála um, að skákeinvígið 1972 bæri hæst, enda rafmögnuð þagn- arstemning í Höllinni, og ekki skal gleyma ýmsum óvæntum uppá- komum Bobbys Fischers. Manni finnst ósanngjarnt, þegar menn eru hrifnir á brott á sama ári og þeir ætla að eiga stundir fyrir sjálfan sig og aðra fjarri amstri starfsdagsins, en svona er lífið og við fáum þar litlu breytt. Ég talaði við hann stuttu eftir að ég hætti, og spurði hvernig hann ætlaði að eyða „elliárunum“ og hann sagði: Við förum í golf ef heilsan leyfir (eins og flestir hinna í sömu stöðu), en það verður líklega að bíða þar til við hittumst hinum megin. Við þökkum áratuga samfylgd, vináttu og samstarf og sendum Önnu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Gunnar Guðmannsson og Anna Guðmundsdóttir. Steinþór Guðmundsson mágur minn, sem við kveðjum í dag, var fóstursonur Guðrúnar Halldórs- dóttur ljósmóður frá Varmá í Mos- fellssveit. Hún var einstök kona og öllum kær, trúi ég að Steinþór hafi mótast af henni, vinamargur og ljúfur. Mjög kært var á milli þeirra, sem ekki fór framhjá neinum. Það var árið 1955 sem foreldrar mínir héldu brúðkaup okkar systra, ekki saman þó, þar með eignuðust mamma og pabbi, ekki bara tengdasyni heldur syni sem reyndust þeim sem slíkir alla tíð og „litla“ systir okkar eignaðist þá bestu bræður. Samverustundanna með Stein- þóri í fjölskyldunni er gott að minnast, jafnt hversdagsins sem tyllidaga. Gott er að eiga minn- ingar um öll ferðalögin sem við systur fórum með börn og tjöld, oft var farið í Hvítársíðu sem var mik- ill uppáhaldsstaður Steinþórs, en þar hafði hann verið í sveit í Gils- bakka sem strákur og oft minntist hann á dvöl sína þar. Eftir því sem árin liðu fækkaði tjaldferðunum og tóku þá utan- landsferðir við okkar fjögurra, oft- ast var ferðast um Skotland og England. Steinþór var sem unglingur í heimavist í Brúarlandsskóla hjá tengdaforeldrum mínum, Lárusi og Kristínu, þar af leiðandi þekktust þeir svilar áður en þeir tengdust fjölskylduböndum. Nú eru þeir báðir látnir úr krabbameini, Magnús maður minn í maí fyrir þremur árum og nú Steinþór, einnig í maí. Ekki get ég látið hjá líða að minnast á, af hve miklum dugnaði og kærleika systir mín hjúkraði Steinþóri, dag og nótt, en hann háði sitt veikindastríð heima sem tók fjórtán mánuði, en hann lést á heimili sínu. Blessuð veri minning Steinþórs mágs míns. Hallfríður. ( )  &   $*       5/,  C  %:1*"(=D  !"   " #$  %&   .' $' 7      $      ' %    *                       .9* " #$  %&' (2%#0) ' 0)1 $$% ' , .%$$% )% ,*% ' !! %"$$% )% 0)1##C%*  '%  $& ' '$-%-.%# ( )   *    *   0 0 /  % %:AE %%    6' $' ,      :       -' $ ' .'.+' " @>% )% $%& ( ) )% @>% ( ) ' 5%  7 ( ) ' "  ( ) )% /$%  ' -%-.%'$-%-%-.%# !    * *  &     5 09   / $"%*% ,%$ ( %:BA   !"      0' $*    9      ;' $ ' .'.+' <        *   *    *  &  5 &&    " #$  8&&  ' **'$*  *$%% )%  (%&5%  7 )%  $F%% '  %% ' ,%$G)%% )% ,%$* ) $)% '%$#'$* ( )   * &*   *    , 0 /  .% 233 ' %    %        ;' $ ' .'.+' 3     %" ,%1%( )% , %,*% ' 0 5#,%1%( ' !1*%0 )% %*$%,%1%( ' "#,%1%( ' (%&,#,%1%( )% -%-.%'$-%-%-%# =  ) &  &      /  %-%$=  !"     $    6' $' ,      $       H"$*% (2 ' (- .%$ (2 )% % (2 ' *" (2 )% * (2 )% 5% " (2 )% % (2 ' /*$ (2 )% 9  (2 )% (*- .%$ % )%# ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.