Morgunblaðið - 14.05.2002, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 49
AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Tölvumaður
Rannsóknastofun landbúnaðarins óskar að
ráða starfsmann við tölvudeild stofnunarinnar.
Verkefnin felast í almennri þjónustu við not-
endur, uppsetningu á vél- og hugbúnaði auk
viðhalds á netkerfum. Önnur verkefni eftir að-
stæðum.
Óskað er eftir að umsækendur hafi góða kunn-
áttu á Windows 2000/NT/98 og öðrum Micro
soft hugbúnaði. Æskilegt er einnig að viðkom-
andi hafi þekkingu á Lotus Notes.
Umsóknir, ásamt náms- og starfsferilsupplýsing-
um, sendist til Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins, Keldnaholti 112, Reykjavík, fyrir 24 maí.
Flugmálastjórn
Íslands
óskar eftir að ráða
verkstjóra
yfir útivinnu á vélaverkstæði á
Reykjavíkurflugvelli
Helstu viðfangsefni eru eftirfarandi:
● Verkstjórn yfir starfsemi útivinnu á
Reykjavíkurflugvelli.
● Umhirða gróðursvæða og girðinga
Reykjavíkurflugvallar.
● Halda utan um viðhaldsbækur.
● Verkstjórn vinnu á lendingarstöðum
og öðrum flugvöllum á suður- og
vesturlandi.
Hæfniskröfur:
● Viðkomandi þarf að hafa meirapróf og
réttindi til stjórnunar þungavinnu-
véla.
● Reynsla af stjórnun æskileg.
● Hæfni í mannlegum samskiptum
nauðsynleg.
● Reynsla af snjóruðningi og hálkueyð-
ingu nauðsynleg.
Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamn-
ingum starfsmanna ríkisins.
Umsóknir:
Frekari upplýsingar um starfið veitir Ing-
unn Ólafsdóttir, starfsmannastjóri, í
síma 569 4100.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst.
Skriflegar umsóknir, með ítarlegum upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf,
sendist starfsmannahaldi Flugmála-
stjórnar fyrir 28. maí 2002.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á
heimasíðu Flugmálastjórnar, www.caa.is.
Öllum umsóknum verður svarað.
Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi
margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk Flug-
málastjórnar er í meginatriðum að hafa eftirlit með hvers
konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja ör-
yggi í flugi innan lands og utan, að sjá um uppbyggingu og
rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleið-
söguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir
Norður – Atlandshafi. Stofnuninni er skipt í fjögur svið sem
samtals hafa um 260 starfsmenn um allt land. Flestir þess-
ara starfsmanna hafa hlotið sérhæfða þjálfun. Flugmála-
stjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa.
Vátryggingafélag Íslands hf. óskar að ráða sérfræðing til starfa á atvinnutrygginga-
sviði. Starfið felst í ábyrgð á rekstri tryggingastofna í frjálsum ábyrgðartryggingum
og starfsábyrgðartryggingum. Við leitum að öflugum liðsmanni með háskólamenntun
á sviði viðskipta- eða rekstrarfræði. Skilyrði er að umsækjendur hafi að minnsta
kosti tveggja ára starfsreynslu eftir útskrift. Viðkomandi þarf að veramjög töluglöggur,
lipur í samskiptum og hafa góða enskukunnáttu. Umsóknarfrestur er til 21. maí nk.
Umsóknum skal skilað á heimasíðu VÍS, www.vis.is, eða á aðalskrifstofu, Ármúla 3.
Upplýsingar veitir Elfa Bára Bjarnadóttir í síma 560 5060.
VÍS er leiðandi vátryggingafélag og hefur verið framarlega á sviði ýmissa nýjunga hér á landi í
vátryggingarekstri. VÍS er með stórt útibúanet og hefur lagt mikla áherslu á að nýta nýjustu tækni í tölvu-
og samskiptamálum. Það er stefna VÍS að hafa á hverjum tíma á að skipa vel menntuðu starfsfólki með
haldgóða þekkingu á vátryggingamálum. Félagið leggur áherslu á að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi
og aðstöðu til að veita góða þjónustu. Það vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig að hæfileikar þess og
frumkvæði fái notið sín við áhugaverð og krefjandi verkefni.
Sérfræðingur á atvinnutryggingasviði
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
4
6
2
8
Vilt þú tryggja þér atvinnu?
Vátryggingafélag Íslands · Ármúla 3 · 108 Reykjavík · Sími 560 5060 · www.vis.is
þar sem tryggingar snúast um fólk