Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
við erum að leita
að nokkrum duglegum einstaklingum til
samstarfs í arðbæru verkefni — ert þú
kannski einn af þeim? — hafðu samband
við ebusiness@centrum.is
Þróun
tölvuverkefna
Óskað er eftir starfsmanni, gjarnan tölvun-
arfræðingi, sem hefur áhuga á þróun tölv-
uverkefna. Góð forritunarkunnátta er
nauðsynleg. Í boði er fjölbreytt og áhuga-
vert starf sem er unnið í samstarfi við
bókasöfn á Norðurlöndum.
Landsbókasafn Íslands — Háskólabóka-
safn er þjónustu-, varðveislu- og rann-
sóknarstofnun í þágu íslensks vísinda-
og fræðasamfélags. Safnið er leiðandi
afl í miðlun þekkingar og veitir nútíma
bókasafnsþjónustu á öllum sviðum
fræða, vísinda, tækni, lista og menning-
ar. Landsbókasafn safnar öllum útgefn-
um íslenskum ritum og ritum er varða
Ísland og Íslendinga, varðveitir þau,
skráir og tryggir komandi kynslóðum að-
gang að þeim.
Með hliðsjón af hinu margþætta hlut-
verki safnsins vinnur það að metnaðar-
fullum verkefnum á sviði upplýsinga-
tækni og mun á næstu árum byggja upp
stafrænt þjóðbókasafn. Þar verður efni
sem fært hefur verið á stafrænt form, til
dæmis dagblöð, tímarit, handrit, kort, og
einnig frumgögn svo sem öll rafræn
íslensk tímarit og íslenskar vefsíður.
Þetta efni verður vistað til framtíðar í
tölvuskrám og vensluðum gagnagrunn-
um og aðgangur veittur að efninu um
Netið með tilheyrandi leitar- og sam-
skiptaforritum.
Upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn
Hallgrímsson, aðstoðarlandsbókavörð-
ur, sími 525 5600, netf. thh@bok.hi.is .
Farið verður með fyrirspurnir sem
trúnaðarmál. Umsóknir, ásamt upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf, merkt-
ar: „Starfsmannastjóri — þróun tölvu-
verkefna“, sendist Landsbókasafni Ís-
lands — Háskólabókasafni, Arngríms-
götu 3, 107 Reykjavík, eða á netfang
herth@bok.hi.is .
Umsóknarfrestur er til 28. maí 2002.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Verslunarhúsnæði til leigu
Til leigu 380 fm glæsilegt verslunarhúsnæði/
þjónustuhúsnæði á einu besta horni í austurbæ
Reykjavíkur, þar sem Borgarljós hefur verið
til húsa í Ármúla 15. Húsið hefur mikið auglýs-
ingagildi. Húsnæðið er í toppstandi, nýleg gólf-
efni, kerfisloft, glæsileg lýsing. 4 skrifstofur.
Hægt er að skipta húsnæðinu í tvær leiguein-
ingar. Símkerfi o.fl. til reksturs getur fylgt.
Hagstæð langtímaleiga fyrir trausta aðila.
Húsnæðið er laust í júní nk.
Upplýsingar í síma 893 9855.
Til leigu
Byggingafélag Gylfa og Gunnars er með
eftirtalið húsnæði til leigu:
Hlíðasmári: Í nýju og fallegu húsnæði, hentar
vel fyrir skrifstofu, verslun eða þjónustu.
Stærðir frá 150—600 fm.
Síðumúli: Í nýju og glæsilegu húsnæði,
stærð ca 300 + fm.
Grandavegur: Í húsnæði fyrir eldri borgara.
Hentar vel fyrir nudd eða heilsugæslu,
stærð 103 fm.
Vegmúli: 141 fm mjög vel innréttað húsnæði
sem hentar t.d. fyrir kírópraktora eða nuddara.
Uppl. gefur Gunnar í síma 693 7310.
1. 650 fm bjart og gott skrifstofuhús-
næði neðst við Borgartún. Mikið út-
sýni. Laust 1. júní nk.
2. 400 fm mjög glæsilegt skrifstofuhús-
næði.
3. 100 fm vel búin skrifstofuhæð.
4. 40 fm, tvö góð samliggjandi skrifstofu-
herbergi með aðgangi að kaffistofu
og snyrtingu.
Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll,
traust fasteignafélag sem sérhæfir
sig í útleigu á atvinnuhúsnæði,
sími 892 0160, fax 562 3585.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Domus Medica ehf.
Fimmtudaginn 30. maí 2002 verður aðalfundur
Domus Medica ehf. haldinn í kaffiteríu í anddyri
Domus Medica. Fundurinn hefst kl. 18.30.
Dagskrá er samkvæmt grein 4.4 í samþykktum
félagsins.
Dagskrá skv. samþykktum félagsins:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess
sl. starfsár.
2. Rekstrar- og efnahagsreikningur ársins 2001
ásamt athugasemdum endurskoðanda lagð-
ar fram til staðfestingar.
3. Tillögur til lagabreytinga sem löglega eru
fram bornar.
4. Kosning stjórnar sbr. grein 5.1.
5. Kosning endurskoðanda sbr. grein 7.2.
6. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnar-
manna.
7. Tekin ákvörðun um hvernig skuli fara með
hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
8. Tekin ákvörðun um greiðslu arðs eða fram-
lög í varasjóð.
9. Önnur mál.
Stjórnin.
Feður og föður-
hlutverkið
Breytingar á föðurhlut-
verkinu og stöðu feðra
Alþjóðlegur dagur
fjölskyldunnar 15. maí
Fjölskylduráð og félagsmálaráðuneytið
boða til morgunverðarfundar á árlegum
degi fjölskyldunnar og umræðu um breyt-
ingar á föðurhlutverkinu og stöðu feðra.
Grand Hótel Reykjavík
kl. 8.30—9.30
Dagskrá:
Ávarp: Páll Pétursson félagsmálaráðherra
Stuttar ræður:
Eigin gæfu smiður: Í fæðingarorlofi
nú og fyrir fjórum árum. Ólafur Þ. Step-
hensen aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins.
Nýr heimur fyrir karla. Ari Edwald fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Feður og tíðarandinn. Garðar Baldvins-
son formaður félagsins Ábyrgir feður.
Hugleiðingar um forsjármál í ljósi
breytinga á föðurhlutverkinu. Dögg
Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður.
Fyrirspurnir og umræður.
Fundarstjóri: Drífa Sigfúsdóttir formaður
fjölskylduráðs.
Morgunverður verður framreiddur frá
kl. 8.00, verð kr. 850.