Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 14.05.2002, Síða 51
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 2002 51 TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31, s. 588 6060. Miðlarnir, spámiðlarnir og hug- læknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen, Bíbí Ólafsdóttir, Ingibjörg Þengilsdóttir, Erla Alexandersdóttir, og Garðar Björgvinsson michael-miðill starfa hjá félaginu og bjóða fé- lagsmönnum og öðrum uppá einkatíma. Upplýsingar um félagið, einka- tíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13—18. Utan þess tíma er einnig hægt að skilja eftir skilaboð á sím- svara félagsins. Netfang: mhs@vortex.is . Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur starfar í nánum tengslum við Sál- arrannsóknarskólann á sama stað. SRFR. KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F.Rb.1  1515147-Lf.* Aðalfundur Aðalfundur Vegarins verður haldinn miðviku- daginn 29. maí kl. 20.00. Hefbundin aðalfundarstörf. HÚSNÆÐI ÓSKAST Hef verið beðinn að auglýsa eftir 4—5 her- bergja sérhæð/sérbýli í vesturbæ — Seltjarnarnesi til leigu frá og með 1. ágúst nk. (með eða án húsgagna). Leigutími 2 ár. Uppl. veitir Ragnar Tómasson í gsm 896 2222. TIL SÖLU Lúxus snyrtistofa/búnaður í glæsilegri líkamsræktarstöð í miðbænum Snyrtistóll m/hita og rafm., húðslípivél, hydra- dermtæki, sótthreinsiofn, sjóðvél o.fl. Upplýsingar gefur Bergþóra í síma 893 7354. TILKYNNINGAR Hafnarfjörður Kjörskrá fyrir Hafnarfjörð Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninga í Hafn- arfirði þann 25. maí nk. verður lögð fram á bæj- arskrifstofunum í Hafnarfirði, Strandgötu 6, 2. hæð, hinn 15. maí nk. og mun hún vera þar almenningi til sýnis frá kl. 9.30 til 15.30 hvern virkan dag til kjördags. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæj- arstjórnar. Hafnarfirði, 13. maí 2002. Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bjarkarbraut 5, miðhæð, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Valdimar Þór Hrafnkelsson og Monica Elisa Cueva Martinez, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, föstudaginn 17. maí 2002 kl. 10:00. Rimasíða 29B, Akureyri, þingl. eig. Þórhalla D. Sigbjörnsdóttir og Hallgrímur Már Jónasson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Byko hf., Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf. og Sparisjóður Norðlendinga, föstudaginn 17. maí 2002 kl. 10:00. Þverá II, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Jón Bergur Arason, gerðarbeið- andi Lánasjóður landbúnaðarins, föstudaginn 17. maí 2002 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 13. maí 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. NAUÐUNGARSALA SMÁAUGLÝSINGAR mbl.is ATVINNA ÞAÐ var mikið um dýrðir á Hótel Örk föstudagskvöldið 3. maí sl. þegar Lionsklúbbur bæjarins hélt vorfagnað og rann allur ágóði óskiptur til slökkviliðsins. Fyrir- tækjum, stofnunum og fulltrúum framboðsflokkanna þriggja var boðið að koma og troða upp og úr varð tveggja tíma skemmtun. Kynnir kvöldsins, Eyjólfur Harðarson, hóf skemmtunina með því að svipta af sér jakkanum og syngja lagið Komdu í partý til mín. Síðan rak hvert atriðið ann- að, einsöngur, tvísöngur, fjölda- söngur, línudans o.fl. Mikla at- hygli vakti atriði frá Kjörís en þar var Elvis Presley endurlífg- aður og síðan söng hann við mikla kátínu áhorfenda. Alls tóku 13 fyrirtæki og stofnanir þátt í skemmtuninni auk framboðanna þriggja. Einn burtfloginn Hver- gerðingur sagði í lok skemmt- unarinnar að næst yrði atriði frá burtfluttum, hún væri búin að ákveða atriði, búninga og hverjir ættu að koma fram. Hugmyndina að þessari skemmtun á Kristinn Harðarson, formaður fjáröflunarnefndar Lionsklúbbsins. Hún vaknaði þeg- ar hann og slökkviliðsstjórinn í Hveragerði hittust, skömmu eftir áramót. Kristinn hefur síðan unn- ið hörðum höndum að því að gera þetta kvöld að veruleika. Vonandi er þetta bara byrjunin á því sem koma skal í menningarlífi Hver- gerðinga. Snorri Baldursson slökkviliðs- stjóri sagði að þátttaka bæjarbúa og fyrirtækja væri alveg meiri- háttar. „Maður er þakklátur og hálfklökkur yfir þessum áhuga, sem fólk sýnir okkur. Þetta er greinileg vísbending um að fólk kann að meta okkar störf.“ Í miðasölunni fengust þær upp- lýsingar að tæplega 350 manns hefðu komið á sýninguna auk hótelgesta. Það er greinilegt að í bænum er mikið af hæfileikaríku fólki, sem á ekki í neinum vand- ræðum með að troða upp. Til hamingju, Lionsmenn, og -konur, þetta var frábært fram- tak. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Árni Magg og félagar sungu Spáðu í B. Allur ágóði af skemmtuninni rann til Slökkviliðsins í Hveragerði. Vorfagnaður Lionsklúbbsins Hveragerði Eyjólfur Harðarson kynnir söng Komdu í partý til mín. Elvis Presley (Guðmundur Erlingsson), tekur lagið. HÉRAÐSVAKA Rangæinga var haldin í Hvolnum á Hvolsvelli um síðustu helgi. Margt var gert til skemmtunar og má segja að atriðin hafi tengt saman kynslóðirnar því boðið var upp á skemmtiatriði allt frá þungarokki til þjóðdansa. M.a. söng skólakór Hvolsskóla og ung- lingakór Tónlistarskóla Rangæinga. Katrín Óskarsdóttir flutti skemmti- legt erindi um menningu í sveit og í bæ o.fl. Þá var boðið upp á kaffiveit- ingar sem Samkór Rangæinga sá um. Íþróttamenn í Rangárvallasýslu voru heiðraðir á samkomunni og voru það einstaklingar í tíu íþrótta- greinum. Íþróttamaður Rangæinga var að þessu sinni Elfa Rún Árna- dóttir, hún var einnig valin íþrótta- maður fatlaðra. Elva Rún er mjög fjölhæfur íþróttamaður en aðal- íþróttagrein hennar er sund. Hún keppti á Íslandsmóti fatlaðra í sundi og sigraði í sínum flokki í öllum greinum og setti tvö Íslandsmet. Hún keppti einnig fyrir landsliðið á opna breska meistaramótinu í Shef- field. Héraðsvakan var að þessu sinni í umsjón Hvolhrepps og héraðsvöku- nefnd skipuðu þau Auður Friðgerð- ur Halldórsdóttir, Bryndís Sigurð- ardóttir og Bergsveinn Theódórs- son. Þungarokk og þjóð- dansar á héraðsvöku Hvolsvöllur Morgunblaðið/Steinunn Ósk Íþróttamaður Rangæinga 2001, Elva Rún Árnadóttir. BÍLSTJÓRAR Landflutninga- Samskipa á Norðurlandi tóku nú nýlega þátt í sérstöku skyndihjálp- arnámskeiði á Akureyri, en það var sniðið að þörfum bílstjóra sem aka að næturlagi. Bílstjórar flutn- ingabifreiða sem aka á þjóðvegum á næturnar koma stundum fyrstir að slysum og oft er þá bið á því að hjálp berist. Hefðbundin skyndi- hjálparnámskeið gera yfirleitt ráð fyrir að hjálp berist fljótlega og undirbúa bílstjóra ekki undir þess- ar aðstæður. Landflutningar-Samskip létu því hanna sérstakt námskeið í sam- vinnu við Heilsuvernd og Rauða kross Íslands þar sem tekið er mið af lengri biðtíma eftir hjálp. Meirihluti brottfara hjá Land- flutningum er eftir kl. 17 á daginn og stærstu bílarnir fara yfirleitt af stað um miðnætti til að valda sem minnstri röskun á umferð á þjóð- vegum. Ökuhraði stóru bílanna er tölvustýrður og þeir geta aldrei ekið hraðar en 90 km á klukku- stund. Hjá Samskipum starfa yfir 60 bílstjórar og fara þeir allir á skyndihjálparnámskeið sem haldin eru með styrk, bæði frá Starfsafli og Landsmennt. Þrjú námskeið hafa þegar verið haldin á höfuð- borgarsvæðinu. Kennarar eru Sjöfn Kjartansdóttir hjúkrunar- fræðingur hjá Heilsuvernd og Reynir Guðjónsson frá Rauða krossi Íslands. Bílstjórar í næturakstri Oft fyrstir á slysstað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.