Vísir - 18.07.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 18.07.1980, Blaðsíða 15
Föstudagur 18. júli 1980 19 Gæöingakeppni II Þegar knapi riöur hesti sinum til dóms i gæöingakeppni, fér á- rangurinn mest eftir tvennu. Hiö fyrra er hæfni knapans til að stjórna hestinum og fá hann til aö sýna alla getu sina og hitt er ganghæfni hestsins. Þaö er mjög almennur misskilningur aö stór hestur, sem ber sig af reisn og lyftir framfótunum hátt I tölti skuli af þeim ástæöum hljóta hæstu dóma. Hiö rétta er aö hreinleiki gangtegundanna ásamt gagnrýni og góöum vilja hóíatak T e x t i o g myndir: Sigur- jón Valdimars- son. gefa hestum mesta möguleika á háum einkunnum. Þess eru jafnvel dæmi aö smár hestur, sem lltið lét yfir sér og vakti ekki athygli á sér innan um önn- ur hross, fyrr en hann kom á keppnisvöllinn, varö hæst dæmdur gæöinga eitt áriö á Islandi og siöan varö hann stigahæstur I keppni á Evrópu- meistaramóti. Fegurð i reiö er þó vissulega vel metin, en hún er aöeins einn liöur af mörgum, sem dæmdir eru, og ein sér get- ur hún ekki skapað hestinum háa meöaleinkunn, ef aörir kostir eru rýrir. Upphaf keppni Þegar keppandi kemur til dóma, riöur hann inn á keppnis- völlinn og aö þeim enda hans, sem hann ætlar aö hefja keppni, og stoppar þar. Keppnin hefst á miöri skammhlið, þegar dóm- stjóri segir til, og endar á sama staö, eftir aö riönir hafa verið þrir hringir. Keppandi velur sjálfur á hvorum enda vallarins hann hefur keppnina og einnig velur hann I hvora áttina hann riður. Honum er heimilt aö snúa viö einu sinni, meöan á keppni stendur. 1 reglum gæöingakeppn- innar segir aö knapi hafi i öllu frjálsar hendur um sýninguna aö ööru en þvi sem sagt er hér að framan. Hann ræöur I hvaöa röð hann sýnir gangtegundir og á hve löngum kafla hann sýnir hverja þeirra. flkveöin sýning er áhrifarik í framkvæmd hafa þó skapast vissar heföir, sem reyndir menn telja aö gefi besta raun. Flestir hefja sýninguna á fetgangi og siðan koma hver gangtegundin af annari, I þeirri röö sem kepp- andi kýs, en hann sýnir hverja þeirra á heilli langhliö vallar- ins. Meö þvi móti gefur hann hestinum betra tækifæri til að sýna getu sina á gangtegundinni og dómurum einnig betra tæki- færi til að meta hana, heldur en ef styttra er riðið og oftar skipt um gangtegund. Mjög áríðandi er fyrir kepp- andann aö hann hafi áöur en hann riður inn á völlinn, gert sér grein fyrir hvernig hann ætlar aö haga sýningunni, þvi annars er hætta á aö sýningin veröi sundurlaus og fálmkennd og hefur þaö óhjákvæmilega lægri einkunnir I för meö sér en ella. Nú skal fariö nokkrum oröum um hvernig skal sýna hvert atriöi, sem dæmt er, til aö fá háar einkunnir. Vilji, fegurð og fet Allan timann, sem hesturinn er i dómhring, er vilji hans og mýkt og fegurö I reiö undir smá- sjá dómaranna. Þetta á viö um flest félagamót, en á stærri mót- um er viljinn dæmdur á annan hátt, eins og skýrt var i siöasta þætti. Viljann meta dómarar af ýmsu, sem þeir sjá I fari hests- ins, svo sem hversu vel hann fylgir sér á hinum ýmsu gang- tegundum, hversu fús hann er til aö taka þær, hvernig hann lætur að stjórn, hversu glaö- legur svipur hans er, hvernig hann ber eyru og tagl og sitt- hvaö fleira. Fegurö i reiö er metin eftir ýmsu, eins og viljinn. Þar er allt Ljósastýrðir mælar, sem gefa til kynna bestu nýtingu eldsneytis og viðvörun við of hröðum akstri. Fara sigurför um Evrópu. Sveinn Egi/sson hf. Skeifan 17. Sími 85100 fas hestsins skoðað, áseta knap- ans, samband knapa og hests, snyrtimennska I klæönaöi og reyötýgjum o.fl. Allt taumaskak og rykkir eru mjög til lýta og gefa til kynna aö sambandinu sé ábótavant og dregur úr einkunn, svo eitthvaö sé nefnt. A feti skal hesturinn vera mjúkur i bol og feta meö stöö- ugum jöfnum takti og hreyf- ingar skulu vera rösklegar og rúmar. Mörgum byrjendum i keppni veröur á aö spenna hest- inn upp og láta hann tipla. Þaö er röng aöferö og gefur lægstu einkunnir, þvert á móti á hesturinn aö vera slakur og feta drjúgum skrefum án þess aö fara i hlaupatakt. Hægt og greift tölt Töltsýningin er tviþætt, eöa jafnvel þriþætt. Fyrst skulum við llta á B-flokks keppni. Þar eru tvær einkunnir gefnar fyrir tölt. önnurer fyrirhægt tölt, hin fyrir greitt tölt. Mjög þýöingarmikið er aö skarpur greinarmunur sé geröur á þessu tvennu. Hægt tölt er best sýnt þannig: Hesturinn taki töltið fram af feti, þannig aöhanngreikki sporið upp i tölt, án þess að glögg skil sjáist. Þá er riöinn stuttur spölur á mjög hægu tölti, svo aö rétt kasti toppi, siöan er feröin aukin jafnt Glaöiegt yfirbragð, góö áseta og mjúkar og fagrar tölthreyfingar. Myndin er tekin á Faxaborg af Reyni Aöalsteinssyni á Penna. og þétt upp i hæga milliferö og siöan hægt á aftur niöur I fet. Gesti hesturinn þetta af lipurð og mýkt og án þess aö fipast i takti, á hann visa góöa einkunn. Greitt tölt er aftur á móti yfir- feröargangur og byggist á hraða, án þess aö hann veröi á kostnaö mýktar og takts. 1 báö- um atriöum hefur hár og fagur fótaburöur aö sjálfsögöu þýö- ingu. Nánar um töit I A-flokki skiptir mestu aö hesturinn sýni takthreint tölt og þar skiptir hraöinn ekki eins miklu máli og I hinum flokkn- um, en besta einkunn fær hann ef hann sýnir töltiö eins og hægt tölt I B-flokki. Mörgum knapa veröur á aö sýna aöeins einn hraöa á tölti i B-flokknum og vonast eftir ein- kunn fyrir bæði atriöin. Oft hefur þetta lánast, en er engan veginn sanngjarnt gagnvart öörum keppendum og A flokkn- um, þar sem skeiöiö kemur i staö greiös tölts og enginn getur fengiö tvær einkunnir fyrir einn tölthraöa. Enda telja flestir dómarar aö taka veröi haröar á þessum atriöum en gert hefur veriö. i næsta þætti höldum viö áfram meö gæöingakeppnina og tökum þá fyrir skeiö, brokk og stökk og sitthvaö fleira. SV. BENSINE YÐSLA í LÁGMARK! LANDSMALAFELAGIÐ VÖRÐUR Reykjavík — Stokkseyri — Sögualdarbær — Hrauneyjafoss — Sigalda — Galtalækjarskógur - Reykjavík Sumarferð Varðar SUNNUDAGINN 20. JÚLÍ1980 Vörður efnir til ferðar að Stokkseyri — Sögualdarbænum — Hrauneyja- fossvirkjun — Sigöldu — Galtalækjarskógi og til Reykjavíkur sunnu- daginn 20. júlí nk. Verð farmiða er kr. 12.000 fyrir fullorðna og kr. 7.500 fyrir börn. Inni- falið í fargjaldinu er hádegis- og kvöldverður. Lagt verður af stað frá Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 8 árdegis. ★ Til að auðvelda undirbúning, vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst í síma 82900. ★ Miðasala í Valhöll, Háaleitisbraut 1,2. hæð. ★ Einstakt tækifæri til að ferðast um fagurt landslag. ★ V arðarferðir bjóða upp á traustan ferðamáta og góðan félagsskap. ★ Aðalleiðsögumaður verður Einar Guðjohnsen. ★ Allir eru velkomnir í sumarferð V arðar. Innifalið í fargjaldi er hádegis- og kvöldverður. Miðasala alla daga frá kl. 9—21, laugardaginn 19. júlí kl. 13-17. Pantanir teknar í síma 82900. Ferðanefnd. Bóka- og tímaritamarkaðurinn í Sentral, nýja húsinu við Lækjartorg. Góðar bækur, mikið úrval af ódýrum pocketbókum, eldri tímaritum og krossgátublöðum. Ódýrt lesefni í sumarleyfið. BÓKAMIÐSTÖÐIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.