Vísir - 02.08.1980, Síða 9

Vísir - 02.08.1980, Síða 9
VÍSLR Laugardagur 2. ágúst 1980. r A einu siökvöldi vikunnar hlustaöi ég á útvarpsþátt, þar sem þrir menntamenn veltu þvi fyrir sér hvort til væri séris- lenzk hugsun. Umræöurnar voru heimspekilegar vangavelt- ur án niðurstöðu og eflaust hef- ur það vafist fyrir venjulegu fólki hvað mennirnir voru að tala um. Stjórnandinn Emir Snorrason er á stundum full flókinn i framsetningu, en hann er skemmtilega frumlegur og laus við þá áráttu, sem háir flestum, sem fram koma i út- varpi, að taka málfar sitt svo hátiðlega, að þaö veröi þving- að. Viömælendur hans Páll SkUlason og Jóhann Hannesson áttu fullt i fangi með viðfangs- efnið, enda ekki á hvers manns færi að útskýra sérislenska hugsun. Þö settu þeir fram þá kenn- ingu að kjaftasagan væri rik I íslendingum og skilgreindu hana sem skrýtluskynsemi! Þaö er margt vitlausara en þessi tilgáta. tslendingar eru sögumenn, en sagnaáhugi þeirra beinist oftast að náung- anum, og ekki alltaf honum til uppheföar. Skens á annarra kostnaö er háþróuö list á Is- Stjórnmálamenn eru undir sömu sök seldir. Það er aö visu ekki hægt að saka þá um þegj- andahátt. En þrætubókarlist þeirra og fánýtt orðaskak, hefur átt sinn þátt i staönaðri stjórn- málaumræðu og einangrun þeirra sjálfra. Égminnist þess á fýrstu árum minum á þingi, hversu forviða ég varð oft á tlöum að heyra lifsreynda gáfumenn kveða sér hljóðs i þingsölum til þess eins að taka þátt f klisjukenndum oröræðum, fullir af hleypidóm- um og þröngsýni. Getur þaö veriö að pólitikin blindi mönn- um sýn, forpoki þá andlega? Hinir riku hagnast önnur hlið þessa máls er tvi- skinnungur stjórnmálamanns- ins og er þá óhjákvæmilegt að tina til sfðasta og áþreifanleg- asta dæmið. Fyrir átta mánuð- um slðan lét Gunnar Thorodd- sen svo ummælt i blaöagrein, þegar hann var aö biöla til kjós- enda um fylgi við Sjálfstæöis- flokkinn: og fjallaði um niður- greiðslur siðustu vinstri stjórn- ar: „Þessar miklu niöurgreiðslur skekkja verðlag og draga Ur Séríslenskt hugarfar landi. Sennilega stafar það sumpart af fámenninu, hér þekkja allir alla, en skyldi það ekki einnig verasprottið af þvi sérislenska hugarfari, að eng- innmegi ná of langt, skara fram úr eða vera öðruvisi en aörir. Það er rigurinn og öfundin sem kemur þá til skjalanna. Skynsemin i skritlunni er fólgin i alvöru háðsins, og þaö er sá beitti broddur, sem er lslend- ingum hugleiknari en saklaust griniö. Kjaftasagan lifsform Það ar sennilega rétt ályktun þeirra þremenninga að sagna- andinn og skritluskynsemin er sérislenzkt fýrirbæri. Það er hinsvegar ekkert, sem okkur er áskapað og gefið. Ef Islenskt þjóöfélag er ekki á hærra and- legu plani en svo að kjaftasagan sé þess lifsform, þá geta menntamenn sjálfum sér um kennt. Þeir forðast ritvöllinn og standa álengdar viö þjóöfélags- umræðuna. Þaö heyrir til tið- inda ef háskólamenn og heim- spekingar láta til sin heyra op- inberlega. Þeir hreyfa hvorki legg né lið til aö rifa umræðuna upp Ur meöalmennskunni. hvöt til aö ráöast i nýjar bU- greinar. Þærbjóöa heim hættu á misnotkun og spillingu. Þær leiða til þess að þeir riku fái meira i sinnhlut úr rikissjóöi en þeir snauðu”. I siðustu viku var ákveðið undir forystu þessa sama stjórnmálamanns, aö auka nið- urgreiðslur um 2.5-3 milljarða króna, eöa um 7 milljarða á árs- grundvelli. Sú spuming vaknar að sjálf- sögðu, hvort Gunnar Thorodd- sen hafi ekkert meint a| þvi sem hér er vitnaö I, eöa er svona auðvelt I pólitikinni að kok- gleypa hvaðeina, sporðrenna þvi áreynslulaust, ef völd og metorð eru annars vegar? Nú var þetta ekki privatskoð- un Gunnars. Sjálfstæðisflokkur- inn og reyndar fleiri flokkar hafa lengi bent á ranglætið sem niðurgreiðslumar hafa i för meö sér. Milljöröum króna af tekjum rikissjóðs, skattpeningum borg- aranna, er varið til að greiða niður neysluvöru, hvort heldur sem i hlut á efnað fólk eða fá- tækt. Hvaða vit er i þvl að eyða milljörðum króna i að greiða niður mat fyrir fólk sem hefur þrefaldar, fjórfaldareða jafnvel fimmfaldar tekjur verka- manns? Þeim peningum er bet- ur varið með öðrum hætti, ef þjóöfélagiö á að rétta þeim hjálparhönd, sem höllum fæti standa. Tviskinnungur Þetta var boöskapur Gunnars og undir hann skal tekiö. En hverju sætir aö átta mánuöum seinna skuli þessi sami maður, sem komist hefur i þá aðstööu að gera hér leiöréttingu á, bæta um betur, og auka niöur- greiðslur i stað þess að lækka þær? A að trúa þvi, að Alþýðu- bandalagið, löggiltur verndari alþýðunnar, hafi knúð hann til þess? Aö visu er þaö ekki fráleit ágizkun, þvi Alþýðubandalagið hefur alla tið haft ofurtrú á miklum niöurgreiðslum, hversu fráleitt sem það kann aö virö- ast, enda er tviskinnungur þess flokks lýöum ljós i kjaramálum almennt. Almenningur hlýtur að velta þvi fyrir sér, hvers viröi þaö sé aöganga til kosninga og velja á milli manna og flokka, ef allt sem sagt er fyrir kosningar er marklaust hjal og blekkingar einar. Dapurlegt er þó engu að siður, að horfa upp á greinda og glæsilega menn gera sig aö litl- um körlum með hringsnúningi af þessu tagi. Og til hvers eiga ungir menn að hætta sér út i slika lágkúru og ánauö sem bið- ur manna I stjórnmálavafstri? þessar framkvæmdir, en að hverskonar aðgeröir eða fram- kvæmdir sem snerta varnar- stööina á Miðnesheiði og fyrir- komulag varna þar, séu háöar samþykki þeirra, sem vilja varnarbandalagið feigt. Fokið i flest skjól En ef stjórnmálaflokkarnir geta stundaö samviskuleysi og ófyrirleitni i efnahagsmálum og almennri stjórnsýslu, þá hefur þvi verið trúað að utanrikismál væru heilög kýr sem ekki væri verslað með. Þar væru skilin skörp milli þeirra sem styöja bandalag frjálsra þjóða, og hinna, sem hvorki vilja sjá þaö Ellert B. Schram ritstjóri skrif^r ritstjórnar pistill né heyra. En nú er fokiö i þaö skjól lika. Alþýöubandalagið, þrátt fyrir mikinn minnihluta þjóöarinnar á bak við sig, hefur komiö sér upp neitunarvaldi varðandi flugstöðvarbyggingu á Kefla- vikurflugvelli og hefur fengið forsætisráöherra á sitt band til að stööva meinleysislega til- fluininga á oliutönkum sem til- heyra varnarliðinu. Þessir ollutankar skipta engu máli i vamarlegu tilliti, en stað- setning þeirra er hins vegar ekki heppileg fyrir þá Islend- ingasem Inágrenninu búa,eftil átaka kemur, þar að auki eru þeir til trafala skipulagslega og valda mengun á svæöinu. En hér er ekki veriö að deila um, oliutanka, heldur varnir lands- ins. Ekki er annað að sjá, ef Al- þýðubandalagiö getur stöövaö Átakanlegt hneyksli Afstaöa Alþýðubandalagsins til nýrrar flugstöðvarbyggingar er átakanlegt hneyksli, og veld- ur þvi, aö tslendingar verða áfram að búa við þá smán, að aka I gegnum herstöð, þegar þeir leggja leið slna til og frá landinu. Bandarikjamenn hafa gert samkomulag um aö greiða helming kostnaðar af byggingu nýrrar flugstöðvar og jafnframt að bera allan kostnað af vega- lagningu og aðskilnaði al- mennrar umferðar og umferöar tengdri vamarliðinu. Þaö er fjarstæða aö kenna þetta samkomulag við aronisma. tslendingar versla ekki meö öryggi sitt og krefjast ekki greiðslna fyrir að hafa samstööu um frelsið. En samn- ingur um kostnaöarskiptingu á byggingu nýrrar flugstöövar er aílt annar handleggur. Þær framkvæmdir eru tengdar hagsmunum og aðstöðu vamar- liösins, Utlagður kostnaður, sem eðlilegt er aö báðir aðilar taki á sig. Misskilinn metnaður Ef Alþýðubandalagið imynd- ar sér, aö það þjóni þjóðemis- kennd og sjálfstæði tslendinga að koma I veg fyrir þessar framkvæmdir, þá er það mis- skilinn metnaður, sem kallast þjóðernisrembingur með öfugu formerki. Það kann að vera að þetta flokkist undir sérislenskt hugarfar, en sem betur fer er þaö I miklum minnihluta meðal þjóöarinnar. Þvi sorglegra er, ef slikir öfuguggar eru orönir ráðandi varöandi varnar- og utanrikismál tslands. tslenskt hugarfar er um margt sérstætt þegar kemur að þjóöernismálum. Þaö felst i stolti og styric af þvi að vera ts- lendingur. Við höfum haft sjálfstraust til að ganga óhræddir til samstarfs viö aörar þjóðir og alþjóðlega menningar- strauma. Hræðsla viö slikt væri vantraust á getu okkar, og þeir sem gerast talsmenn einangr- unar og ómerkilegs þjóðar- rembings, hafa einfaldlega ekki trú á þjóðinni né metnaö fyrir hennar hönd. Slikir menn eiga ekki að hafa forystu fyrir sjálf- stæöri þjóö. Ellert B. Schram.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.