Vísir - 02.08.1980, Page 19

Vísir - 02.08.1980, Page 19
VISIR Laugardagur 2, ágúst 1980. Vísir staldrar við I Færeyjum „Fínt fólk tslend- inoar” — segir Thor Egil, sem var tvær vertíðar á Islandi „ Blessaður vertu, talaðu bara islensku, ég skil hana vel þó ég sé kannski farinn að ryðga svolitið i að taia hana”, sagði Thor Egil, leigubílstjóri i Þórs- höfn i Færeyjum, í samtali við blaðamann Vísis. Og Thor var ekki sá eini sem blaðama&urinn hitti á ferð sinni um Færeyjar, sem talaði Is- lensku. Hitt var algengara með- al miðaldra manna, að þeir töl- uðu a.m.k. eitthvert hrafl i is- lensku, enda var það títt hér á árunum, að Færeyingar sæktu vinnu til Islands. „Ég var tvær vertiðir á Is- landi, fyrst i Grindavik og siðan á Akranesi. Likaðimér vel, sér- staklega á Akranesi, þar sem mér fannst fólkið opnara og skemmtilegra en i Grindavik. Ég hitti lika oft Islendinga i starfi minu sem leigubilstjóri hér i Þorshöfn. Ég hef ekkert nema gott af þeim að segja.Is- lendingar eru flnt fólk”, sagði Thor Egil. G.S. „Havnin skal skína” Thor Egil kunni vei viö sig á Akranesi. — segja Færeyingar vid undirbúning Ólafsvöku ólafsvakan var haldin i Fær- eyjum á dögunum. Var þá gefið fri á öllum almennum vinnu- stöðum og mikið um dýrðir. „Havnin slcal skina”, segja færeyingar, og eiga þá við Þtírs- höfn, sem er miðdepill vök- unnar. Þangað streyma menn frá öllum eyjunum, tU að hafa það „hugnanligt saman við vinum og frændum", eins og þeir sjálf- ir segja. Einnig koma margir lengra að til að taka þátt i vök- unni með færeyingum. tbúatala Þórshafnar margfaldast þvf um Ólafsvökuna. En Ólafsvakan i Færeyjum hefur breyst um timanna rás. Upphaflega var hiín kirkjuleg hátiö haldin til minningar um norska kónginn Ólaf helga, sem lést 1 bardaga að Stiklastööum 29. jiíli 930. Eftir fall hans var Ólafur lýstur heilagur maður af norsku kirkjunpi, þar sem hann hafði barist fyrir Guðs orði. Norska kirkjan efndi til hátiðar- halda á dánardegi hans og hélst svo alla miööldina. Siöan var þetta aflagt i Noregi, en fær- eyska kirkjan, sem á haföi sam- band við Noreg, hélt þessum siö áfram, og hefur varðveitt til dagsins i dag. Þróaðist i átt að þjóðhátið Til að byrja meö voru það kirkjunnar menn, munkar og klerkar, sem vöktu á Ólafsvök- unni, sungu messur og sendu bænir til ólafs hins heilaga. Gekk svo lengi, að ólafsvakan var kirkjuleg samkoma i Fær- eyjum, en þróaðist siðan meira i áttina að þjóöhátið. Færeyska lögþingið kemur saman á ólafs- vökudag og hátiðarhöld eru ekki óáþekk og gerist á tslandi 17. júnf. Þjóðdansar eru stignir, menn reyna með sér í iþróttum og gera sér glaöan dag. Það eina sem minnir á að ólafs- vakan hafi einu sinni verið kirkjunnar vaka, er að lög- þingsmenn, prestar og em- bættismenn ganga þá til kirkju. Fyrrum var Ólafsvakan aö- eins haldin i einn dag, ólafs- vökudaginn 29. júli, en nú orðið stendur vakan tvo daga. Jafnvel eru dæmi þess aö einhverjir byrji að „hita upp” nokkru fýrr, og einhverjir þreyta vökuna lengur. Það er jú Ólafsvakan Færeyingar hafa þaö huggu- legt meö frændum og vinum, á Færeyskir dansar eru stignir á ólafsvökunni. Þessir dansarar voru á léttri æfingu sl. sunnudagskvöld. Ólafsvökunni, vakan einkennist af kæti og lífsgleði — og ýmis lögmál hafa viðari merkingu, en alla aðra daga ársins. Það er jú ólafsvakan. Finnst mörgum innfæddum færeyingum nóg um þá mynd sem Ólafsvakan hefur tekið á sig, telja hana orðna hátið kaup- mennsku, brennivlns og iþrótta, en kirkjan gleymist. Sagði einn Þórshafnarbúi i samtali við blaðamann Visis.að ólafsvakan væri sá dagur i árinu, sem menn drekki sig kennda, færi út á meðal fólksins, „skemmti- ngarsamir og glaöir”, án þess aö nokkurntima að þurfa aö standa viðþær gerðir sinar. Það væri kjarninn I ólafsvökunni I dag. Blaöamaður Visis varð þvi miöur að fara frá Færeyjum áður en vakan hófst, en hátiðis- bragur var þá komin á Þórs- höfn. Havnin var farin að skina, einsogFæreyingarsegja. — GS „Kaupmátturinn hér er miklu meiri’9 — Spjallaðvið Vigfús Jónsson og Rosu Vinther, sem búa í Þórshöfn i Færeyjum „Færeyskir krakkar” eru skemmtilegir’ — segir Bára Traustadóttir sem þeir einir fá inngöngu, sem eru „gildir limir” i þessum klúbbum. Að visu mega þeir taka meö sér einn gest. I klúbbnum er selt vin og sterkur bjór. Þeir skemmtistaðir sem eruopniralmenningieru afturá móti ekki eins huggulegir, eins og þið hafið eflaust kynnst, og þar er ekki vinsala. Þeir sem vilja neyta áfengis á þeim stöð- um verða þvi að fara á „vasa- pelafylliri”. ..Ég hef alltaf kunnað vel við íslendinga og gæti vel hugsaö mér að búa á Islandi, a.m.k.um einhvern tima”, sagði Rosa Winther. „Vigfús vildi hins vegar frekar setjast hér að og hér kann ég vel við mig lika. Viö vorum á Norðfirði i 4 mánuði I vetur. Þá vann ég talsvert 1 frystihúsinu og fannst mér ég hafa miklar tekjur. Atti hátt i milljón i islenskum krónum þegar upp var staðið. En þegar ég var búinn að skipta þeim I færeyskar krónur fannst mér þær verða að engu”. Það kom fram i' viötalinu viö þau Vigfiís og Rosu, að talsvert hefur verið um Islendinga i ævintýraleit i Færeyjum. Hafi þetta fólk oft á tiðum verið óreglusamt og laust í rásinni, þvilítiðáþaðtreystandi i vinnu. Sem betur fer væri þetta ekki algilt, en þó nægilega algengt til aö koma óorði á tslendinga. Væri þvi nú svo komið að is- lenskt farandverkafólk fengi ekki vinnu I Færeyjum nema hafa góð meðmæli að heiman. Oöru máli gengdi hins vegar um islenskt fjölskyldufólk, sem heföi ilengst i Færeyjum. Það hefði yfirleitt komið sér vel áfram og væri vel kynnt. G .S. á hótel Hafnia „Færeysku krakkarnir eru opnari og frjálslegri en jafn- aldrar minir heima”, sagöi Bára Traustadóttir úr Breið- holtinu, i samtali við Visi. Hún starfar i gestamóttökunni i Hotel Hafnia í Þórshöfn i sum- ar. Bára er 17 ára og sest I skólabekk I Fjölbrautaskólann i Breiðholti í haust. Móðir Báru er færeysk og hef- ur Bára þvi oft áður dvalið sum- arlangt I Færeyjum. Hún virtist lika tala færeyskuna eins og móðurmálið. „Ég hef kunnað mjög vel við mig hérna i Þórshöfn”, sagði Bára. „Hér á ég marga kunn- ingja og vini, sem eru blátt áfram og gott aö ræða við. Hér getum við farið á alla almenna skemmtistaöi, þar sem vinveit- ingar eru ekki á þeim stööum. Það er aðeins I lokuðu klúbbun- um, þar sem enginn fær inn- göngu nema vera meðlimur. Mér finnst drykkjuskapur meðal færeyskra kynsystra minna mun minni en heima. Hins vegar drekka strákarnir hérna meira og verr en ég þekki aö heiman”, sagði Bára I lok samtalsins. G.S. Bára Traustadóttir kann vel við sig i Færeyjum. „Ég elska Færeyjar, mér finnst betra aö búa hér en heima á tslandi, ekki sist vegna þess að kaupmátturinn hér er miklu meiri”, sagði Vigfús Jónsson I samtali við Visi. Vigfús hefur verið búsettur i Þórshöfn i Færeyjum undan- farin 5 ár, en er Norðfirðingur að uppruna. Kona hans er Rosa Winther, fædd og uppalin i Fær- eyjum, en talar ágæta islensku. Raunar á Vigfús einnig ættir aö rekja tii Færeyja, þvi önnur amma hans er færeysk. „Það er betra að búa hér, ég liki þvi ekkisaman”, hélt Vigfús áfram. „Ég er vélamaöur á frystihúsinu og hef þar 42 krónur á timann, sem mun sam- j svara um 4.200 kr. íslenskum. Verðlagið hérna er áþekkt og á Islandi heldur lægra ef eitthvað er. Ég greiði um 30% i skatta af þessum tekjum, en mér hefur skilist að þið borgiö gott betur i skatta á íslandi. Svo höfum við búbót, þvi þaö er stutt til Skot- lands og ódýrt að ferðast þangað. Það er þvi talsvert um að við sækjum i verslunarferðir þangað, ekki sist ef við viljum fata okkur upp, þvi þar er hægt aö fá ódýr föt. Hvernig er skemmtanalifiö i Færeyjum? „Ég skal viðurkenna, aö það er lélegt”, svaraði Vigfús. „Hér | eru nokkrir lokaðir klúbbar, þar „Ég elska Færeyjar”, segir Vigfús Jtínsson sem hér er ásamt Rosu konu sinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.