Vísir - 02.08.1980, Side 21

Vísir - 02.08.1980, Side 21
Laugardagur 2. ágúst 1980. sandkasslnn Gisli Sigur- geirsson, blaöamaður VIsis á Akur- eyri, skrifar. Komiðinúöllsólsælogúti- tekin. Mig langar fyrst að kenna ykkur ráð, sem ætti að duga ef þið lendið í erf iðleikum með að komast inn á skemmtistað um helgina. Snúið bara bakinu í dyrnar þegar dyravörðurinn opnar, en berið ykkur síðan til við að ganga aftur á bak inn. Þá heldur dyra- vörðurinn að þið séuð að fara út og allt verður í besta lagi. Ég hef meira að segja meðmæli með þessari aðferð, því einn ágætur vinur minn reyndi hana í Færeyjum um s.l. helgi, með ágætum árangri!! • „Akureyringar fá skatt- inn á morgun" segir Vísir á mánu- daginn. Þá er nú í lagi að hækka skattana, fyrst við Akureyringar fáum þá. Ég sem hélt að það væri ríkið sem hirti þetta allt. Fyrirgefið þetta hlé, sem varð vegna þess að I ég var að fá skattseðil- inn inn um bréfalúguna. Þar komst ég að raun um að þetta var mis- skilningur, þetta með að við Akureyringar fengjum skattinn. Það ■ virðist vera ég sem á að borga'ann. „Þurfum að vera i úlpum ef hvessir úti". segir einn af starfs- mönnum Frihafnar- innar í Vísi. Þarna er kominn skýringin á vodkarýrnuninni sem verið var að tala um i fyrra. Er þeim nokkur vorkunn, þó þeir taki úr sér sárasta hrollinn. „Var alveg við það að hengja Kúbanann", segir Bjarni Friðriksson judómaður í Vísi. Þetta I kom honum nú í koll, því á fimmtudaginn mátti lesa í Þjóðviljanum: „Vinnuferð til Kúbu" Mogginn hefur verið 0 heldur seinheppinn í n pólitíkinni að undan- förnu. Á þriðjudaginn tilkynnti hann með þunga: cr „Sólskinið á förum" Ég leit þetta mjög „alvarlegum augum", enda best að trúa öllu sem stendur í Mogg- anum. Daginn eftir var 25 stiga hiti hjá okkur hér fyrir norðan, og út- varpið sá til þess að hægt var að gera línurit yfir hitastigið í Reykja- vík, sem komst hæst í 23.9 stig. kom að, ég vissi það kæmi að því, eins og við erum búin að fara með landið. Þrjár fyrirsagnir voru i opnu Þjóðviljans á fimmtudaginn, sem ein- hverjir ósýnilegir þræðir lágu í milli: „Að fylgja þróuninni" — „Vinnuferð til Kúbu" — „Að glíma við f rumstæð öfl". „Markverðir streyma til Fram", segir Mogginn. Rétt Framarar, þið þurfið ekki nema svona 30-40 til að loka markinu örugg- lega. Munið bara, að það er allra hluta vegna öruggara að þeir snúi bakinu fram. • „Viðskiptaráðherra krækti í silfurverð- launin", segir í frétt frá íslands- mótinu í golfi. Þetta er áreiðanlega það lengsta, sem nokkur ráðherra, núverandi og undan- genginna ríkisstjórna, hefur náð. „ Rikisstjórnin býður fram 5-7 milljarða", segir Dagblaðið. Já, takk, þetta var fallega gert. • „Sjö sækja um hitaveit- una", segir Vísir og á við hita- veituna sem verið er að leggja um Akureyri þvers og kruss. Mér f innst þetta nú f ullmikið umstang, ef það eru ekki nema sjö manns, sem vilja hitaveitu. • „ Ríkisst jórnin ræðir málið", „Að fá sem mest fyrir peningana sína", segir Þjóðviljinn. Með leyfi að spyrja, hvaða peninga? • „Atakanlegt peninga- leysi ráðherra má ekki verða landi og þjóð til skammar", segir Ragnar Arnalds hinn bratfasti í Mogg- anum. Mér varð það á að lesa þessa fyrirsögn vitlaust tvö fyrstu skiptin, las: „Átakan- legt getuleysi". En úr því þeir eru peninga- lausir blessaðir má þá búast við peningasöf nun til styrktar fátækum ráðherrum? • „Býsna mikill þorskur í sjónum", segir Tómas Árnason, ráðherra, í Mogganum. Mér datt í hug vísan hans Páls Ölafssonar: Það er ekki þorsk að fá úr þessum firði, þurru landi eru þeir á og einskis virði. ^Rússneskt loft veldur hita hér", segir Mogginn. A-ha, lúmskir Rússarnir, hver skyldi svo vera næsti leikur? segir Þjóðviljinn og er hinn roggnasti. Það var nú mál til komið, búin að vera við völd í hálft ár. En eitt er orð og annað gerðir. • „Alagningu einstaklinga er lokið", segir Þjóðviljinn. Nú er heima, farnir að leggja einstaklingana á, en á hvað? • „Frumbyggjar kvöddu sér hljóðs," segir Þjóðviljinn. Þar „Hvað er að sjá þig Steini minn, dauða- drukkinn um miðjan dag, og það á fimmtu- degi", sagði Öli danski við Steina á förnum vegi. „Það er rétt", svaraði Steini, „ég er fullur, en það lagast. Þú ert hins vegar danskur, og það laqast aldrei". • Hafið sólsæla versl- unarmannahelgi. • Bless og hittumst hress. bakhjarl... Sá sem situr rétt afkastar meiru Drabert — skrifstofustólarnir, sem eru byggöir á hinni vinsælu Relax — O — flex kenningu, fyrirbyggja þreytu meö því að styðja vel við bakiö á yður. Sannkallaðir bakhjarlar. ]SKRIFSTÖFUm^^N Hallarmúla 2 sími 83211. ÍS - SHAKE • BANANASPLIT GAMALDAGS ÍS • GOS HEITT: KAKO • PYLSUR • SAMLOKUR HAMBORGARAR NÆG BÍLASTÆDI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.