Vísir - 02.08.1980, Qupperneq 29
Laugardagur 2. ágúst 1980.
Islendingum 1 stuttri heim-
sókn erlendis þykir flestar krár
alveg eins — þaB er sama hvar
bjórinn er drukkinn svo fremi
hann sé áfengur. Hinir, sem
dvelja lengur, jafnvel árum
saman, hætta fljótt að velja
staði eftir áfengismagni og
þeysa jafnveí enda stórborgar á
milli til að finna nýja bjórteg-
und, nýja músik eöa nýjan gest-
gjafa. Þvi bjórkrá er eitthvað
allt annað en staður til að verða
fullur á. Bjórkrá er samkomu-
staður, heitt skot á vetrar-
kvöldi, fólkið f landinu, umræöa
ogathvarf og þótt drykkurinn sé
auövitað punkturinn yfir i-inu,
þá skiptir hann minna máli en
margan grunar i bjórleysinu á
íslandi.
IMunchen, þar sem bjórlykt-
in stendur alltaf upp i fangið,
hvernig sem viðrar.er ofterfitt
að útskýra fyrir gestum, hvers
vegna ekki er bara farið inn á
næstu krá eftir sopa i stað þess
að fara langa leið og fram hjá
mörgum álitlegum stöðum. Það
þykir ekki ósjaldan leitað fjári
langt yfir skammt. En hvað sv.o
sem íslendingar I Munchen
kunna að þvælast góðan part úr
kvöldi, er þó nær óbrigðult að
þeir enda á Möggunni.
Maggan er ekki stór staður,
ölluminni en t.d. barinná Hðtel
Borg. Nýkomnum frá Reykja-
vik sem ekki þekkja annað en
Hressó eða Brauðbæ, virðist
þetta vera imynd bóhemaknæp-
unnar, á kafi i reyk, full af sið-
skeggjuðum körlum og konum.i
indverskum bómullarkjólum
sem stara þegjandi inn i flökt-
andi kertaljós. Aldursforseta
Islendinganýlendunnar er fyrir
löngu farið að sviöa I augun af
svælunni og lita „bóhemana”
hornauga, flestir þeirra eru
fyrrverandi skáld, fyrrverandi
kvikmyndagerðarmenn sem
drukknuðu I þýsku bylgjunni —
eða bara fyrrverandi hippar,
sem enn þá lifa á 7. áratugnum.
Eiginlega er Maggan fyrrver-
andi knæpa! En allir halda þeir
þó áfram að koma, fá sér bjór
og velta vöngum yfir þvi hvers
vegna þeir hafi ekki fyrir löngu
fundið annan og betri stað. Og
gestirniraBheiman, sem aðeins
veröa i tvo eöa þrjá daga, þeir
lita i kring um sig og spyrja:
Hvað er við þennan stað?
Svarið er auðvitað ,,mamm-
an”. Og hefðin. Þvi Maggan
hefur verið fastur samastaður
islenskra námsmanna I Munch-
en i' rúma tvo áratugi. Og
mamma á hann og rekur hann
og skenkir endalaust bjór og
stundum snaps og þekkir alla og
man eftir öllum. Á Möggunni er
það ekki endilega bjórinn, ekki
endilega fólkið, ekki endilega
múslkin, sem dregur að sér,
heldur gestgjafinn.
Maniman
Mamman heitir réttu nafni
SophieMohr. Maðurinn hennar,
CarlHeinz, vareitt sinn þekktur
bariton-söngvari og söng i óper-
um viöa i Mið-Evrópu og Sophie
fékk viðurnefnið mamma bak-
sviðs, þegar hún kom og hjálp-
aðitil — þvi oft þurfti að hlaupa
i skarðið þar, ekki sist á striðs
ogeftirstriðsárunum. Siðan hef-
.Svona var aðeins hægt að treysta tslendingum”, Sophie Mohr aiias mamma.
Allir á Mögguna
Heimsókn á Chez Margot,
, sem hefur verið Islend
Ll ingaknæpa í 20 ár
Maggan var máluð af fátækum listamanni, sem fékk bjór og beina I
laun. Nú hefúr hann getið sér frægðarorð i Berlin, en „trén” hans
Pétur veigrar sér ekki viö aö skála við kráargesti ef þannig liggur á
honum. (Hörður tók myndirnar)
söng við og mamma eldaöi mat
handa gestunum. Kráin var i
stúdentahverfi Munchenar
miðju og þau geröu garðinn
frægan. Alltaf var fullt út aö
dyrum og árin fyrir stúdenta-
óeirðirnar með sinum uppreisn-
aranda fóru ekki fram hjá
mömmu. Flestir kunnustu
stúdentaleiötogarnir áttu sitt
sæti á Möggunni: Ralf Pohle og
Fritz Teufel, sem seinna áttu
eftir að gegna stórum hlutverk-
um i Baader-Meinhof samtök-
unum, voru á meðal þeirra.
Mamman er þó enn viss um að
þeir hafi verið góðir inn við
beinið.
Og fólkið úr kvikmyndaskól-
anum lagði leið sina á Mögg-
una: Fassbinder, Herzog,
Schlöndorff... Mamma þekkti
þá alla og enn lita þeir við hjá
henni, ef þeir eru 5 bænum —
það er gaman að vita hvað þeim
hefur gengið vel”. Enn er alltaf
slæðingur af fólki úr kvik-
myndabransanum á Möggunni,
stundum til að drekkja von-
brigöum, stundum til að skála
fyrir góöu gengi — oft á kostnaö
gestgjafans.
Og mamma hefur frá mörgu
fróðlegu að segja. Frá hörm-
ungurp striðsáranna og fátækt
eftirstriðsáranna. Þegar jafnvel
aðal-baritóninn varð að mæta
með eldivið á leiksýningar svo
hægt væri að kynda. Þegar
heimiliö var sprengt upp i' strið-
inu. Þegar hún fékk ekkert
nema kartöflur i matinn handa
börnunum svo vikum skipti.
Fyrir mörgum námsmanninum
ermammaneini fulitrúi þeirrar
kynslöðar þýsku, sem lifði
Hitierstimann og hörmungar
hans og sögur hennar verða
mörgum umhugsunarefni. I
þeim kemur fram önnur hliö en
sú, sem mannkynsagan i skól-
anum sýndi.
Og Pétur
I rauninni er þetta þriðja
Maggan. Sú minnsta og liklega
sú fámennasta. Mamman er
hætt aö koma daglega, pabbi
sést aðeins öðru hvoru. Það er
aðstoðarfólk, Renata t.d. sem
hefur veriö árum saman en sem
þvi miður var i frii þegar mynd-
Maggan er I Iltilli hliðargötu.
irnar voru teknar. Stundum
hjálpar lika maðurinn hennar,
ef mikiö er aö gera. EBa bara
einhver hleypur I skaröiö — bar-
boröiö er ekki landamerki hér.
Ogsvoer auðvitað Pétur. Pétur,
sem einu sinni ætlaði að verða
arkitekt en dvaldi of lengi á
Möggunni. Pétur, sem kann
best aö meta strák, þótt stelp-
urnareigi svo sannarlega góðan
vin i honum. Pétur, sem syngur
ogdansaref velliggurá honum,
en rifur kjaft af miklum hressi-
leik ef I það fer. Pétur man lfka
eftir mörgum Islendingum, þau
rifja upp sögur af landanum
hann og mamman og skemmta
sér konunglega.
Ykkur hefur farið fram
i drykkju
„Fyrstu Islendingarnir, sem
komu inn, voru 4 og þeir voru
með Norðmönnum. Þaðvar áriö
1959 segir Mamma. Upp frá þvi
fóru þeir aö venja komur sinar
hingað”. Hún nefnir ótal nöfn,
en e.t.v. er ekki fallega gert að
hafa þau eftir — það þekki hver
sig!
„Þaö get ég fullyrt” segir
hún, ,,að ykkur tslendingum
hefurfarið fram i drykkju, hafið
róast og lært að fara með
áfengi. Þeir voru stundum
svartir hérna, skal ég segja
þér! ”
„En allir tslendingar, sem ég
hef kynnst hafa veriö alveg stál-
heiöarlegir. Ég man eftir þvi aö
einu sinni hélt Islendingafélagið
hátlö hjá mér, liklega var það á
17. júni'. Þaö er núorðiö ansi
langt siðan. Nú, þeir uröu alltaf
fyllri og fyllri og einn og einn
varaðdetta út af. Þá var Magg-
an á öðrum stað en hér og viö
bjuggum i ibúð fyrir ofan. Svo
ég sagöi við forkólfana, sko, ég
get ekki staðið hér lengur, en þiö
getið verið áfram. Skrifiði bara
allt niður og svo getið þiö gert
þaö upp við mig seinna. Ég lét
þá fá púða og teppi og fór svo
bara upp aö sofa. Daginn eftir,
þegarégkom niöur,var búið að
taka allt til, og á borðinu var ná-
kvæmur listi yfir allt sem hafði
verið drukkið og yfir mat, þvi
þeir höföu farið i eldhúsiö og
spælt sér egg i morgunmat. Og
allt var borgað. Svona gat ég
engum treyst nema Islending-
um”.
Hún hefur greinilega gaman
af aö rifja þetta upp, man enn
nöfnin og spyr eftir þeim. Ætlar
hún ekki að koma i heimsókn til
tslands?
„Jú, það væri nú gaman, og
sjá alla aftur. Annars er mesta
furða hvaö þið komið oft, löngu
eftiraö náminu er lokið. Islend-
ingarhljóta að vera tryggt fólk.
stundum fæ ég kort” og hún
sýnir mér kort frá þremur is-
lenskum verkfræðingum. Það
haföi greinilega glatt hana mik-
Þabje/komið langt fram fyfir
miðnætti og rólegt á Möggunni,
enda miö vika. Allt i einu berast
tónar Eine kleine Nachtmusik
um staöinn, Pétur hefur ákveðiö
aðmál sé aö linni. Mozart hefur
alltaf siðasta orðið áMöggunni.
Ms
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
B
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
H
I
I