Vísir - 15.08.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 15.08.1980, Blaðsíða 23
vtsm Pöstudagur 15. ágúst 1980 TÍMABÆRT SKÁKMÚT Helgarskákmót timaritsins Skákar og Skáksambands ts- lands, hib þriöja I rööinni, var haldiö á tsaíiröi, og voru þátt- takendur fleiri en nokkru sinni fyrr, 42 talsins. ABur en lengra er haldiB skulum víBl lita á röB þeirra 20 efstu: 1. Friörik ólafsson— Helgi Helgi ólaf sson 5 1/2 v. af 6 mögul. 3. Jón L. Ámason 5v. 4. ómar Jónsson 5v. 5. Karl Þorsteins 5 v. 6. Margeir Pétursson 4 1/2 7. Jóhann Hjartarson 4 1/2 8. Sœvar Bjarnason 4 9. Asgeir Þ. Arnason 4 10. Jóhannes G. Jónsson 4 11. RóbertHarBarson 4 12. GuBmundur Gislason 4 13. Björgvin Jónsson 4 14. SiguröurDanielsson 4 15. Matthias Kristinsson 4 16. Daöi GuBmundsson 3 1/2 17. Hilmar Karlsson 3 1/2 18. Sæbjörn GuBfinnsson 3 19. Halldór Einarsson 3 20. Magnús Sigurjónsson 3 Helgi Ólafsson vann 4 fyrstu skákirnar, gegn Arna A. Ama- syni, Arinbirni Gunnarssyni, SigurBi Danlelssyni og Asgeiri Þ. Arnasyni. Þá kom jafntefli gegn Margeiri I 5. umferB og siöan vinningur gegn Jóhanni Hjartarsyni 1 6. umferö. FriBrik ólafsson vann Arinbjörn Gunnarsson 11. umferö, Arni A. Árnason I 2. umferö og Daöa Guömundsson I þeirri 3. t 4. um- ferB geröi FriBrik jafntefli viB Sævar Bjarnason, en vann siöan Karl Þorsteins og Margeir Pétursson. Jón L. Árnason vann Júllus Sigurjónsson, Matthlas Kristinsson og ómar Jónsson í 3 fyrstu umferöunum, geröi siBan jafntefli viö Jóhann Hjartarson og Sævar Bjarnason, og vann loks Jóhannes G. Jónsson I 6. umferö. ÞaB vekur athygli aö á þeim þrem mótum sem háö hafa veriö, hafa Helgi ólafsson og Friörik Olafsson ekki teflt sam- an, en hinsvegar hefur Margeir lent gegn stórmeistaranum á öllum mótunum. Helgarmót Jóhanns Þóris og Skáksambandsins út um lands- byggöina, njóta mikilla og vax- andi vinsælda. Þaö sem lengi hefur veriö fjarlægur draumur, aB fá sterkustu skákmennina til aö tefla saman á mótum út um land, er nú orBinn veruleiki. Deildakeppnin f skák hefur vissulega veriB gott innlegg fyr- ir skáklistina úti d landsbyggB- inni, en meö helgarmótunum næst enn betri árangur. Nú má sjá stórmeistarana okkar og al- þjóBlegu meistarana tefla sam- an f hverju mótinu á fætur ööru, keppendum og áhorfendum á hinum ýmsu stöBum til gagns og ánægju. Þáttur Jóhanns Þóris varöandi þessa nýbreytni er honum til mikils sóma, þvi ein- mitt svona mót stuöla hvaö mest aö almennum framförum, sér- staklega hjáyngstu mönnunum, sem margir hverjir hafa nýtt sér þessi tækifæri. Einn þeirra sem bætt hefur sig jafnt og þétt, er hinn 15 ára gamliKarlÞorsteins, ogd þessu móti tapaöi hann aBeins einni skák, gegn FriBriki I 5. umferB, skák Lmsjón: Jóhann < Sigurjóns son en vann Sævar Bjarnason I þeirri 6. Skák þeirra FriBriks var spennandi, og mátti lengi vel ekki á milli sjá. Hvitur: FriBrik Ólafsson Svartur: Karl Þorsteins Meran-vörn. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. C4 d5 4. Rc3 c6 5. e3 Rb-d7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 a6 9. e4 c5 10. d5 (Oftar sést 10. e5 cxd4 11. Rxb5 axb5 12. exf6.) 10.... c4 11. dxe6 fxe6 12. Bc2 Bb7 13.0-0 Dc7 14. Rg5 Rc5 (Veikleikann á e6 er hægara sagt engert aö hagnýta sér fyrir hvltan.) 15. f4 b4 16. e5 (Ef 16. Ra4 Rfxe4.) 16.. .. Dc6! 17. Hf2 Rd5 18. Rxd5 0-0-0! (Karl hefur teflt alls óhræddur gegn stórmeistaranum, og neit- aBi hér jafnteflisboöi. Friörik var aö komast I mikiö tfmahrak, en Karl fær aö reyna, lfkt og margir á undan honum, ab þar er Friörik flestum fremri.) 19. Dg4 Hxd5 (ÞvingaB vegna 20. Rf7.) 20.. .. g6? (Of hœgfara 1 jafn villtrl stöBu og þessari. 20.. . Rd3 var meir f anda stööunnar, en I timahrak- inuvarekkiléttaö reikna út þær ýmsu leikjaaraöirsem upp gætu komiö.) 21.Hcl! Dd7 22. De2 Bc6 (Staöan hefurtekiö stakkaskipt- um á örskammri stund.) 23. Dxc4 Bb5 24. Dxb4 Kb7 25. Del Be7 26. Re4 Hc8 27.RXC5 Bxc5 28. Be4 Bxe3 29. Dxe3 Gefiö. Af Vestfiröingum stóö Guö- mundur Gislasonsig best. Hann er 15 ára og hefur teflt á öllum þrem helgarmótunum. GuB- mundur er maöur sókndjarfur og hefur gott auga fyrir falleg- um leikjum. Hvltur: Sigurlaug Friöþjófs- dóttir Svartur: Guömundur Spánski leikurinn. Gislason 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5.0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. C3 d5 9. exd5 Rxd5 10.Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 (Marshall árásin er oftast trygging fyrir skemmtilegum leikfléttum og sóknarskákum. Svartur fær mjög hættuleg sóknarfæri, kannske hættulegri en I nokkurri annarri byrjun.) 12. d4 (Tal lék 12. Bxd5 cxd5 13. d4 Bd6 14.He3Dh4 15. h3Df4 16. He5! f nokkrum skákum gegn Spassky I áskorendaeinvlgi 1965, sem öll- um lauk meB jafntefli.) 12... . Bd6 13. Hel Dh4 14. g3 Dh3 15. Df3 (Venjan er 15. Be3, en texta- leikurinn hefur þó stundum sést.) . 15... . Bg4 16. Dg2 Dh5 (Réttir svörtum allt iqjp I hendurnar. LeikiB hefur veriö 17. Bxd5cxd518. f4Ha-e819. Be3 He6 20. Rd2 Hf-e8 meB tvísýnni stööu.) 17.. . . Ha-e8 18. Hxe8 Hxe8 19. h4 (Eba 19. f3 Hel+ 20. Kf2 Bh3.) 19.. .. Hel+ 20. Kh2 Dxh4+! og hvftur gafst upp. AB lokum sjáum viö hreina og fallega vinningsskák frá hendi Margeirs. Hvitur: Margeir Pétursson Svartui: Jóhannes G. Jónsson Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2.RÍ3 g6 3. Bg5 Bg7 4.Rb-d2 d6 5. e4 0-0 6. c3 b6 7. Bd3 Bb7 8.0-0 Rb-d7 9. Hel e5 10. dxe5 dxe5 11. Dc2 De7 12. Bfl Hf-e8 13. a4 a5 14.RC4 h6 15. Bh4 De6 16. Rf-d2 Dg4 17. Bg3 De6 18. f3 Bf8 19. Re3 c6 20. Rd-c4 Kg7 21. He-dl Ba6 22. b3 Kg8 23. Hd2 Kg7 24.Ha-dl Bxc4 25. Rxc4 Bc5+ 26.Khl Ha7 27. Rd6 Hf8 28. Bc4 De7 29. Bh4 Be3 30. Hd3 Bg5 31. Bxg5 hxg5 32. Dd2 Rh5 33.Rxf7! Rc5 34. Rd8! Rxd3 35. Re6+ Kh8 36. Rxf8 Dxf8 37. Dxd3 Dc5 38. Dd8+ Kg7 39. Dxg5 He7 40.Dd2 b5 og svartur gafst upp. Jóhann Orn Sigurjónsson TM * iELH../ ...lliMiilliiIninifs „ UÞkií UMUtD&SALA MU> , SKÍDA VilHUR OO HUÓMFLVTSINGSTMKI QRENSÁSVEGI30 108 REYKJA VtK SÍMI: 31290 Góð ryðvörn tryggir endingu oq endursölu ..JflRMIÐ m NÚ MÚRAR MÍNIR” Nú er maöur hættur aö skilja kaupskapinn i landbúnaöinum. Landbúnaöarráöuneytiö telur aö ekkert sé nema tap af þvi aö hafa aö geyma kjöt úti á landi á meðan nýjasta niöurgreiöslu- hrföin gengur yfir. Þaö sé ekk- ert nema tap aö biöa meö aö selja birgöirnar þangaö til kjöt- iö hækkar i haust. Fyrir þessu er borin flækja af afurðalánum og vaxtagreiöslum, sem ekki nema færustu menn skilja. A hitt ber aö lita aö selja slátur- hús, sem hefur fengiö afuröalán smásala eins og kaupfélagi úti á landi, og fær um leiö niður- greiöslu til aö borga meö af- urðalánið, og slöan blður kaup- félaglö meö söluna þangað til almenn hækkun veröur á kjöti i haust, mætti ætla aö einhver hagnaöur yröi af þvi bralli I framtiöinnl. Þetta væri hvort sem er ekkert annaö en pappirs- færsia milli vina. Hvaö sem þessu liöur er um- talsvert magn af kjöti allt i einu horfiö af markaöi, eöa oröiö svo þröngt um, aö kjöt geta ekki selt aörir en þeir, sem hafa félagsleg tengsl viö sláturleyfis- hafa. Hefur ekki I annan tíma oröiö önnur eins kjötþurrö og nú siöustu dagana. Engu aö siöur er mikiö til af óseldu kjöti i landinu — þaö er lambakjöti, þvi ekki er nú framleitt annaö aö neinu ráöi. Þetta gerir okkur neytendum gramt i geöi. Viö erum vanir þvi aö lítiö annaö sé fáanlegt en lambakjöt, og við erum vanir þvl aö umtalsveröur hluti skatta fari til aö greiöa útflutningsbæt- ur á þvi kjöti, sem hér er fram- leitt umfram þarfir. Þaö má vel vera aö ekki megi selja þaö lambakjöt sem til er I landinu vegna þess þaöeigi aö flytja þaö út. En þá væri nú skörin farin aö færast upp I bekkinn, ef svo harkalega er gengið aö neytend- um og skattgreiöendum Iands- ins. Bændastéttin og sölusamtök hennar hafa um stund veriö undlr smásjánni, og þess vegna er eölilegt aö fólkl hnykki vlö þegar landiö verður kjötlaust á augabragöi vegna auklnna niöurgreiöslna. Þetta hefur keim af þvi ofurvaldi, sem land- búnaöurinn beitir helftina af landsmönnum. Landbarónar islenskir hafa löngum neitaö aö viðurkenna aö réttur bæjarfólks sé jafn viö þá. Löngum var bæjarfólk kallaö þurrabúöar- menn, þ.e. kýrlaust fólk, eöa þorparar, eftir stærö staða, og enn einu sinni sýna fulltrúar landbaróna fyrirlitningu sina á þessum „afætum” sem i bæjum búa meö þvf aö halda lamba- kjötinu fyrir þeim f frysti- geymslum þangaö til verö rýmkast aö nýju eöa út- flutningurinn. Þaö er eins og „afæturnar” I bæjunum hafi ekki þegar borgaö nóg fyrir sauökindina. En mltt i þessum ósköpum er bjargar von. Efnahagsnefnd rlkisstjórnarinnar hefur skilaö tillögum, þar sem boöuð er skeröing búvöruveröshækkunar i haust, og getur þvi svo farið, aö afuröasölur hafi ekkert nema geymslukostnaö upp úr krafs- inu. t þessari efnahagsnefnd eru fimmtiu prósent kommúnistar, samkvæmt reglunni um að fimmtán prósent þingfyigi skuli alla jafna þrefaldast i nefndum. Og þessi fimmtiu prósent Lúö- viks-manna fylgja auövitaö eftir stefnunni um aö éta meira. Þess vegna eru likur á þvi aö á haustdögum veröi neytendur aftur settir til borös viö lamba- kjöt, sem verður bæöi ódýrt og ársgamalt. Framsókn er oröin eins og fiskur á þurru landi i þessum málum. Pálmi Jónsson á Akri er sauðabóndi og kann ekki siö- ur aö möndla meö lambakjöt en framsóknarmenn. Hann mun þvi eflaust taka aö sér forustuna um aö aflétta þeim ótta, sem efnahagsnefndin veldur bænd- um. Þaö er nefnilega rangt hjá nefndinni aö lækka megl kjötið. Þaö á aö hækka kjötverðið og boröa tvöfaldan skammt. Þá yröi lika hagur bænda svo góö- ur, aö þeir kæmust á skattskrá til jafns við „afæturnar” á möl- inni. Einn er sá maður, sem hlýtur aö hafa miklar áhyggjur af þessum málum. Hann heitir Stefán Valgeirsson. A dögunum frestaöi hann Moskvuferö út af fóöurbætisskatti. Nú eru horfur á þvi aö Stefán fari alls ekki til Moskvu, þvi einhver verður að leita aö kjötinu og finna þaö. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.