Vísir - 19.08.1980, Page 16

Vísir - 19.08.1980, Page 16
 vism Þriöjudagur 19. ágúst 1980 16 kMagdalena Schram ....ég las bara oröin!” Heimsókn í Orðabók Háskðians „Þaö er erfitt aö gera sér I hugarlund hver vandi fylgir þvf aö semja oröabók, aö safna oröunum, raöa þeim, skilgreina þau. Viö notum oröin daglega, þekkjum þau frá blautu barns- beini, þau koma oft nálega fyrirhafnarlaust fram á varirn- ar, viröast sjálfsögö og eölileg, en þegar aö þvi kemur aö hand- sama þau, skýra þau, eykst oft vandinn, þau vilja smjúga manni úr höndum og i skýring- um þeirra þarf mikillar aögæslu viö, aö hvorki sé sagt of né van.” Þannig fórust Jóni Helgasyni orö, er hann minntist orða- bókarhöfundarins Sigfúss Blön- dal. Og þaö mun vera óhætt að fara oröum Jóns um samningu hvaða oröabókar sem er, þess- ara rita sem mörgum eru svo sjálfsagðir hlutir aö vinnan aö baki þeim gleymist, jafnvel þó svo oröabók sé flett daglega, oft mörgum sinnum á dag. „Orðabanki” Orðabók Háskólans er kunn flestum landsmönnum af af- spurn, þó ekki sé nema vegna útvarpsþátta þeirra Orðabókar- manna um Islenskt mál. Sjálf orðabókin er auövitaö ekki til og eins og forstööumaöur stofnunarinnar, Jón Aöalsteinn Jónsson, sagöi, þá „eygjum við enn ekki þann dag, þegar hún veröur gefin út.” En i óeigin- legri merkingu hefur orðabókin þó verund: hún er stofnun i Árnagarði við Suöurgötu, full af bókum og seðlum — þessum seðlum sem svo oft er getiö i út- varpsþáttunum og geyma oröin og skýringar á þeim. — „Oröabanki” varö mér aö oröi, þegar ég settist að tali viö Jón Aöalstein. „Já, þaö má kannski segja sem svo” svaraöi hann til og brosti, umkringdur bókum og seðlum bankans. — Hvaö gerist á þessari stofn- un? Markmið Oröabókar Háskól- ans er að semja sögulega orða- bók um fslenskt málfrá upphafi prentaldar á Islandi. 1 bókinni er ætlaö að komi fram sem elst dæmi um hvert orö, hvenær það var fyrst notaö, i hvaöa merk- ingu, dæmi um notkun þess og merkingarþróun. Viö miöum viö ártaliö 1540, en þá kom út fyrsta bók prentuð á islensku, Nýja testamentið, i þýöingu Odds Gottskálkssonar lögmanns. — Hvenær hófst vinna viö oröabókina? Eiginlega má segja aö söfnun oröa hafi býrjaö árið 1944, þá hóf Arni heitinn Kristjánsson vinnu i þeim tilgangi. En Oröa- bókin, þ.e.a.s. sem stofnun, komst á fastan fót áriö 1947. Þá voru 3 menn ráönir, þeir, Arni, Asgeir Blöndal Magnússon og Jakob Benediktson. Nú eru hér 4 fastir starfsmenn auk min, þau Guðrún Kvaran, Gunnlaugur Ingólfsson og Svavar Sigmunds- son. Þá starfa hér einatt stúd- entar aö sumri til við seöla- skriftir og orðtöku og tvær kon- ur vinna viö aö raöa seölunum. Nú og svo er fólk úti i bæ, sem vélritar eða skrifar fyrir okkur úr bókum á seðlana. — Hvernig fer sjálf orðasöfn- unin fram? Orötakan, eins og þaö heitir, felstiþviaölesaog velja úrorö, sem lesandinn telur ólikleg til aö vera þegar komin á seöla i safninu. Viö lesturinn strikar hann undir oröin, en siöan er bókin send til skrifara, sem rita oröin á seöla. Sem dæmi um orötöku skulum viö bara nefna þaö, sem ég er aö gera núna. Ég er aö fara yfir bókina Breiðfirskir sjómenn eftir Jón Hermanns- son. Þessi bók hefur þegar verið orötekin af starfsmanni Oröa- bókarinnar og búiö er aö skrifa oröin upp á seðla. Siöan ber annar starfsmaöur seðlana saman viö orötökuna og athugar aö allt hafi veriö skrifaö rétt upp. Eins bætir hann stundum viö oröum, sem hann álitur aö þurfi að koma með og ég er sem sagt aö þvi. Jón Aðalsteinn sýnir mér seöil til dæmis um starf sitt þessa stundina. Á seölinum stendur: Vindmsétur kemurhann (vindurinn) beint á móti og viö lendum i vindmæt- umog hrekjumst frá 2 sjómilur. JHermBsjóm II, 161. Hér hefur ritarinn okkar nú ekki vitaö hvernig hann átti að hafa uppsláttarorðið sem við köllum svo — þetta á að vera vindmæti og er i hvorugkyni, fleirtölu. En á hverjum seðli er sem sagt sjálft orðið, setningin sem þaö er i og svo er heimilda getiö neöst. Hér er annar seöill úr sömu bók: einsigldur, adj. Karen var einsigld (haföi eina siglu) < JHermBsjóm II, 163. 2 milljónir seðla — Hversu mikið hefur veriö orðtekið af bókum? Við erum langt komin meö 19. öldog eldri prentuö rit hafa flest veriö orötekin. Nú og svo er búið aö orötaka töluvert mikiö af 20. aldar verk- um. Það er auövitaö ljóst, aö eftir því sem meira fer á prent veröum viö aö velja og hafna, þvi aö engin leiö er aö komast yfir allt prentaö mál frá þessari öld. Og hversu margir seölar eru nú komnir i safniö? Seölarnir eru orönir rúmlega 2 milljónir. Um flest orö höfum við mörg dæm á seðlum og oft mjögmörg svo aö ógerlegt er aö segja nokkuö um hvað orðin sjálf eru á að giska mörg. Er seölasafninu skipt niöur á einhvem hátt? Já, þar ber fyrst að nefna oröasafn úr prentuöu máli. Mest bar á guösoröaritum framan af, enmargs konar annaö efni ertil frá þessum tima, þ.e.a.s. þótt siöar yröi prentaö. Má þar t.d. nefna Ævisögu Jóns Indiafara, sem var prentuö snemma á þessari öld og svo Alþingisbæk- 1 ööru lagi eru hér á seðlum orö úr gömlum oröabókarhand- ritum. Ein slik er t.d. oröabók meö latneskum þýöingum eftir Guömund nokkurn Andrésson. Sú bók kom út áriö 1683 i Kaup- mannahöfn. Það var í annað skipti, sem út kom islensk orða- bók, hin fyrri var eftir sr. Magnús ólafsson i Laufási og var yfir fornmáliö. Guðmundur þessi var annars forvitnilegur maöur. Hann var fundinn sekur fyrir aö hafa skrifaö guöslastandi rit og flutt- ur fangi til Hafnar, Ole Worm, danskur visindamaöur, fékk hann lausan og hjálpaði honum til að gerast fræöimaöur í Dan- mörku. Guömundur lést áriö 1654 en orðabókin sjálf kom Ut mörgum árum seinna. Sérstakt safn er líka yfir orð og orðasambönd úr oröabókar- handriti Jóns Ólafssonar frá Grunnavik. Jón sá var uppi á 18. öld. Hann var i Höfn þegar bruninn mikli varö þar 1728 og mikill hiuti handritasafns Arna Magnússonar fór forgörðum. Hérna séröu handrit hans eöa öllu heldur ljósritiö. Jón hefur alltaf veriö aö bæta viö og auka oger viöa erfitt að komast fram úr þvi. Jakob Benediktsson orö- tók allt þetta handrit og var þaö mikiö þarfaverk, þvi nú er það allt aögengilegt á seölunum. Ekki aðeins áhugi á tungunni — Hvaða ástæöur liggja að baki þessum orðabókum, er þaö hreinn áhugi á i'slenskunni? Þaö veit ég nú ekki. Menn voru fengnir til aö gera þetta, t.d. er héreitt handrit enn, þetta er eftir Guömund nokkum Ólafsson, sem geröi oröabók fyrir Svia á 17. öld. Þá var Svi- þjóö stórveldi og Sviar vildu fá allar upplýsingar, sem hægt var að ná i um sögu sina. Nokkurn fróöleik um Sviakonunga var aö hafa I islenskum ritum og þetta varhreinlegaspurningumað fá þau þýdd — til þess þurfti oröa- bók. Þaö er dálitiö gaman aö skoða þetta handrit, það hefur svona breiðar spássiur og ekki beint sparlega fariö meö pappirinn. En þaö er sagt aö Guðmundur hafi fengið borgað fyrir hverl: blaö i handritínu og honum veitti ekki af aurunum, þvi sagt. er að honum hafi þótt sopinn góður. Nú, biddu nú við — þetta er skipting seðlanna i stórum. dráttum: Prentað mál, handrit. og svo er siöast en ekki sist þriðji liöurinn, safn okkar úr mæltu máli i dag. Mælt mál i dag Útvarpsþátturinn íslenskt mál hefur þróast I það aö veröa söfnunarþáttur á vegum Oröa- bókar. Þaö viröist ótrúlega mik- ill áhugi á þessu, við fáum um 300 bréf á vetri hverjum og svo er mikið hringt, sérstaklega eft- ir þættina, fólk er aö svara spurningum okkar, nú og stund- um er hringt til að spyrjast fyrir um merkingu oröa. Þaö er nú mest eldra fólk, sem sýnir áhuga, en ég verð þó aö segja sem er, aö oft kemur það okkur skemmtilega á óvart, hvað ungt fólk er áhugasamt. Það kemur fyrir aö börn um fermingu hringi, vilji segja okkur aö þau * hafi nú heyrt hitt eöa þetta orö- Gunnlaugur, Svavar og Jón Aöalsteinn velta vöngum yfir gömlu handriti. (Ljósm. Bragi) Jón Aöalsteinn Jónsson, forstööumaöur Oröabókarinnar I seölasafninu. . . /f), ? CON ÍSLANDICUM- GOTHÍCÆ’ RUNÆ, f ' liogv* ScpKctriooálö OtáÍoTwmi m W Jím ptt»asf lióí Uk>»t3 ia Yrnsftw & Atm- ■^raAtélotun PocttBMmftíáwemqwum *c m» Kttottjm ma- ■Sév nxttiM Ckntcm Nor* , , ,,,. ,—, - - álim m tjirotníwtto ■ uíu Sc fcrtfesnái rctnaaet modo ? tnUxu porro ’ V»catrai» MMtetkúpcteepnu Ungvu mo- .twtS jíjc* fi»bíttde «»wfb eöe cíicpcrunt t Adieíht tattácm m »<» taro Vocttftt probabibs Ongo. & ctxxetís f. cvm Ung** eoiitetuemta) . ' '4* ftn Gtthk*£t*t* (ttmtmm fii jitt* fMttt úhfmtti -trrnn i r' i». r-*r •*r*«, (f GUDMUNDO ANDREÆ ISLANDO rraac onácnt ib locrra proJcöum per RMM JOHAN. ResENIQM HAVNlæ. £’*«*▼<»*. Typ«g & fettjptiba* íaausTííx cmn\*ox M, OC I.KXKÍU Titilblaö orðabókar Guömundar Andréssonar. ið, þaö sé notaö svona, þar sem þau voru i sveit og þar fram eft- ir götunum. ,,Ég las bara orðin” Þegar hér er komið i samtal- inu ber aö Gunnlaug Ingólfsson, starfsmann Oröabókar, og ég spyr hann hvaö hann sé aö orö- taka. Sveitarstjórnarmál, svarar Gunnlaugur. I þvi timariti úir og grúir af nýjum oröum i sambandi við málaflokka, sem nú eru mikið ræddir, svo sem orkusparnaö, hitaveitur, skipulagsmál o.fl. Og þar sem orðabókin á aö veröasöguleg, þá erum aö gera aö reyna aö gripa oröin þegar þau birtast fyrst á prenti. — Þaö er mikiö lesið á þessum bæ, hvernig er það meö ykkur, eruö þiö ekki orönir alveg ótrú- lega vel aö ykkur á furðulegustu sviöum? Nei, ætli þaö, segja þeir báöir og brosa við. Jón Aöalsteinn segir mér sögu af Jóni Þorkels- syni rektor og oröabókarhöf- undi. Hann var eitt sinn spurður eftir áliti á alveg nýrri bók og svaraöiþá eitthvað á þessa leiö: „Ég veit þaö ekki, ég las bara oröin.” Þó vildi hvorki Jón né Gunn- laugur játa að þessu væri þann- ig fariö hjá þeim sjálfum — en maður má ekki veröa of upptek- inn af efninu, þá sleppur e.t.v. eitthvaö af oröunum. — Hvaö um áhuga á orðum ut- an vinnutima? Er islensk tunga vinsælt umræöuefni, t.d. á kaffi- stofu Oröabókarinnar? Ekki nema þaö komi upp vandamál i sambandi viö aö- feröir eöa skýringar. Jú, stund- um, ef einhver kemst óvenju- lega aö oröi, þá er auövitað höggviö eftir þvi. Ég kvaddi þá Oröabókar- menn, haföi eflaust tekiö frá þeim dýrmætan tima, þótt svo væri raunar ekki aö finna — eins liprir og þolinmóðir þeir Oröa- bókarmenn voru mér. Eftirmáli Markmiö Oröabókarinnar er aö visu þaö, aö semja sögulega bók um islenskt mál. Augna- miöið hlýtur þó að vera annaö og meira en bókin sjálf, þ.e.a.s. viöhald islenskrar tungu. Og einhvern timann fer þessi fjár- sjóður, sem seðlarnir geyma, á prent i bók og vissulega verður súútgáfa merkur áfangi. Hitt er svo aftur annaö, aö stafur á bók nægir ekki til að viöhalda tungu- máli — slikt verður aöeins gert á boröi, ekki i oröi. Þvi er þetta merkilegt starf, sem unniö er i Oröabók Háskólans i rauninni aöeins þjónustustarf, megin- vinnan er hinna, þ.e. okkar, sem tölum islenskuna. Viö erum ábyrg! Þetta var nú svona þaö sem ég var aö hugsa, þegar ég fór frá Arnagaröi viö Suöurgötu. Ms P.S. Orö JónsHelgasonar I upphafi greinarinnareruhöfö úr bókinni „Ritgeröakorn og r æöustúfar”, bls. 241.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.