Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 2
vtsni Mibvikudagur 20. ágúst 1980 (Visismyndir: GVA) Er grundvöllur fyrir að reka Tivoli á íslandi? Ingþór Arnórsson, bifvéla- virki: „Já, þaö held ég. Ég mundi fara með krakkana svona öóru hvoru” Sérstakar hringekjur verBa fyrir yngstu börnin. Torfi Agústsson, skrifvéla- virki. „ÞaB var gaman aB þvl I gamla daga. Ætli maBur færi ekki svona þrisvar á ári.” Sigriður Gunnlaugsdóttir, húsmóBir. „Já, já, börnin myndu örugg- lega sækja þaB” Elisabet GuBmundsdóttir, á hjóli. „Jahá, en ég mundi ekki fara oft” Kristinn Jónsson, húsvörBur. „Jáörugglega. ÞaB myndi létta mann upp, sérstaklega börnin”. Heimilið ’80: Tívoií endurrelst - á heimilissvníngunni í Laugarflal Mikil eftirvænting hefur grip- iö um sig meöal yngri kynslóö- arinnar, og reyndar hinna eldri lika, vegna sýningarinnar „HeimiliB '80” og biBa menn nú meB óþreyju föstudagsins n.k. er sýnlngin veröur opnuB. AstæBan fyrir þessum áhuga er ekki sist TIvoli, sem opnaB verB- ur I tengslum viö sýninguna enda ekki á hverjum degi sem kostur gefst á aö fara I hringekj- ur og bilabrautir hér á landi. 1 Laugardal er nú unniB aö uppsetningu leiktækja fyrir TIvoliiö auk þess sem Höllin sjálf bergmálar af hamarsslög- um vegna uppsetningar sýning- arinnar sjálfrar. Kaupstefnan hf., sem annast framkvæmd sýningarinnar, hefur gert samning við Ronalds Festival Tivoli I Danmörku um TivoIItæki en hér er um aB ræBa stóra bilabraut meö 16 bilum, tvær stórar hringekjur og tvær minni hringekjur, sérstaklega ætlaöar börnum. Þá veröa einn- ig vagnar meö lukkuhjólum, lukkuspilum og skotbökkum. Tlvolitækjunum veröur komiö fyrir á útisvæöi austan og fram- an viö Laugardalshöll. Aögang- ur aö Tivollsvæöinu fylgir meB i aögangseyri inn á sýninguna og veröur ekki selt sérstaklega inn á þaö. Gestir geta grillað Nýjir hættir veröa teknir upp varöandi veitingasölu á sýning- unni. Þannig veröur veitinga- salnum sjálfum skipt niður i nokkra veitingastaöi er munu bjóöa mismunandi rétti, eftir eöli hvers þeirra og sem dæmi má nefna aö kinverskir réttir veröa bornir fram I hluta salar- ins og aörir sérréttir i öörum hlutum. Veitingasala veröur einnig víöar á svæðinu, t.d. veröur veitingahorn I hliöarskála og veitingasala verður einnig I tengibyggingu á leiöinni á úti- svæöiö. A útisvæöinu sjálfu verður margþætt veitingasala undir beru lofti og I tjöldum. Þar verður isblll og hamborg- arabill og útigrill, þar sem gest- ir geta grillað sjálfir. Vörusýning og fjöl- skylduskemmtun Þaö hefur einkennt stórsýn- ingar Kaupstefnunnar á undan- förnum árum að jafnframt þvi aö vera fjölbreyttar vörusýn- ingar hafa þær borið sterkt svipmót fjölskylduskemmtun- ar. Boöiö hefur veriö upp á tískusýningar, leiksýningar, listamenn og skemmtikrafta á skemmtipalli og hafa þessi atr- iöi notiö vinsælda á fyrri sýning- um. Nú veröur minna af sliku en þess I staö veröur Tivóli á úti- svæöinu til skemmtunar og leikja fyrir alla fjölskylduna. Þó er gert ráö fyrir skemmtipalli á útisvæöi, þar sem skemmtiatr- iði fari fram. Varöandi Tivóliiö má geta þess, að slik starfsemi hefur ekki verið reynd hér á landi i aldarfjórðung og má þvi segja að á sýningunni Heimiliö '80 sé veriö að gera tilraun til að end- urvekja þennan þátt þjóölifs er þykir sjálfsagöur erlendis. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.