Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 15

Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 15
■\ I f • / * t vtsm Miðvikudagur 20. ágúst 1980 f Fyrsta barnið sem fæddist á fæðingarheimilinu Margrét Einarsdóttir, og Jóna Kristfn Sigurðardóttir móðir hennar. Fæðingarheimili Reyklavíkurborgar ivíiugl: UINI ÞÚSUND BÖRN FÆBAST ÞflR A ÁRI Fæðingarheimili Reykjavik- urborgar hélt upp á tvitugs af- mælið i gær. Fyrir röskum tuttugu árum var ástand i fæðingarmálum Reykvikinga all slæmt. Fæðing- ardeild Landsspitalans annaöi ekki allri fæðingarhjálp vegna þrengsla. Dæmi voru þess að konur þyrftu að fæða fram á gangi eða á baðherbergjum fæöingardeildarinnar. Farið var fram á stækkun deildarinnar, en þvi var synjað af viðkomandi yfirvöldum. Fulltrúar frá kvenfélögunum i Reykjavik meö Herdisi Asgeirs- dóttur i fararbroddi, bentu þá á autt hús sem stóð við Eiriksgötu og var i eigu borgarinnar. Varö úr að endurbætur fóru fram á húsinu og Fæðingarheimilið tók þar til starfa 18. ágúst 1960. Fyrsta barnið sem fæddist á fæöingarheimilinu, er dóttir rafvirkja sem vann við heimilið. Hann gekk slðastur fagmanna út, áður en heimilið tók til starfa, og nokkrum timum siðar kom hana hans og fæddi þar fyrsta barnið. Björg Sigurðardóttir meö son sinn, nokkurra tfma gamlan. Visismynd EP 25 legurúm og fjögur fæðing- arrúm eru á heimilinu, en um 1000 börn fæðast þarna árlega. Milli 40 og 50 manns starfa við heimilið, tveir læknar og einn aöstoðarlæknir. Hulda Jens- dóttir, forstöðukona og Guðjón Guömundsson, hafa starfað frá stofnun heimilisins. Um hádegisbilið i gær er Visir leit við á fæöingarheimilinu, hafði fæöst eitt afmælisbarn. Það var myndarstrákur sem hafði fæðst laust fyrir kl. þrjú um nóttina. Hann er annað barn Bjargar Sigurðardóttur og Páls Haraldssonar. SÞ 15 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlí- mánuð 1980 haf i hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4.75% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mán- uð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 15. ágúst 1980. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra i Skútustaðahreppi er laust til sumsóknar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf auk launakrafna sendist skrifstofu sveitarfélagsins, Múlavegi 2, Mývatnssveit fyrir 8. september. Nánari upplýsingar veittar í síma 96-44163 Nauðungaruppboð annað og siöasta i Fifuseli 8, þingl. eign Jóns Þorsteins- sonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 22. ágúst 1980 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 86., 88. og 91. tbl. Lögbirtingablaðs 1978 á hluta I Unufelli 23, þingl. eign Ingólfs Eggertssonar fer fram eftir kröfu Skúia J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri föstudag 22. ágúst 1980 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið I Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Grjótaseli 11, þingl. eign Gunnars Ingólfssonar fer fram á eigninni sjálfri föstudag 22. ágúst 1980 kl. 10.45. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var 122., 24. og 27. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á hluta I Rjúpufelli 27, þingl. eign Viktoriu Steindórsdóttur fer fram eftir kröfu tollstjórans I Reykjavik á eigninni sjálfri föstudag 22. ágúst 1980 kl. 14.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Könnun á diikaklötsbirgðum versiana: TÍU tonn lundust Kaupmannasamtök Islands gerðu könnun á dilkakjötsbirgð- um smávöruverslana 14. ágúst s.l. i framhaldi umræðnanna um kjötbirgöir i landinu undanfarna daga. Tuttugu verslanir voru valdar af handahófi og voru spurningarnar tvær, annars veg- ar hve miklar og hvaða birgðir væru i versluninni og hins vegar, hvort verslunin hafi fengið það kjöt, sem beðið var um. Niðurstöður við fyrri spurning- unni voru þær, að tvær verslanir áttu ekkert, fimmtán verslanir aðeins örlitiö af 3ja flokks kjöti, ein litið af 2. flokki og tvær sittlit- ið af 1., 2. og 3. flokki. Niðurstöður seinni spurningar- innar voru þær, að tvær verslanir höfðu ekkert fengiö, fimm höfðu eitthvað fengið af ööru kjöti en 3. flokki og þrettán höfðu fengið það, sem þær báðu um af 3. flokki. Samtals voru kjötbirgðir þess- ara verslana um 10 tonn. —KÞ 0 |

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.