Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 20.08.1980, Blaðsíða 6
„Þetta var ofsalegur leikur, jafntefli hefðu verið sanngjörn Urslit, við áttum skot i stöng og það var dæmt af okkur mark i fyrri hálfleik vegna rangstööu, sagði Atli Eðvaldsson, er Visir haföi samband við hann I gær- kvöldi. Atli og félagar hjá Borussia Dortmund töpuðu i gærkvöldi fyr- ir v-þýsku meisturunum Bayern Miinchen 3:5. „Bayern Munchen er örugglega eitt besta lið i heiminum i dag, með þá Breitner og Rummenigge i fararbroddi, en Rummenigge tók á móti verðlaunum sinum fyr- ir leikinn i gærkvöldi, en hann var kosinn besti knattspyrnumaður V-Þýskalands á dögunum. Þeir eru allt i öllu hjá liðinu, þeir eru klassa fyrir ofan aðra leikmenn, og vita svo sannarlega hvaö þeir eru að gera á vellinum, þekkja vel hvor annan, og aðrir leikmenn i liðinu spila til þeirra og miöa leik sinn við þá. Rummenigge skoraði tvö mörk á móti okkur i gærkvöldi og Breitner geröi eitt mark. Stjarna er í heiminn fædd Stjarna er I heiminn fædd i golfinu, svo að ekki sé sterk- ara til oröa tekiö. I hinni svo- nefndu ,,,Kristalskeppni” sem fram fór á Nesvellinum um siöustu helgi, stal kylf- ingur aö nafni Þóroddur Stefánsson „senunni” og ók heimleiöis með bllinn fullan af kristalvösum, og kom sér vel, að bifreiö „stjörnunnar” er i stærralagi. Þóroddur, sem af gaman- sömum félögum hans er þessa dagana nefndur „Undrabarnið af Nesinu” fékk til að byrja meö tvo kristalsvasa fyrir að vera næstur holu. Hann stýrði hvitu kiílunni á snilldarlegan hátt á 3. holunni á hafnaði hún aðeins metra frá holu. Hann lék siðan sama leikinn á 6. braut, en þá lenti kúla hans 84 smfrá holu. Stjarnan endaði siðan góðan dag með þvi að hafna i öðru sæti i keppninnisjálfriogbætti það með enn einum vasanum i safnið og er sagt að hann hafi sést i öllum blómabúöum borgarinnar i leit aö rauöum rósum i vasana á mánudag- inn. Sigurvegari i keppninni varö siöan Jóhann Einarsson NK. Þóroddur, sem leikur i 3. flokkilék fyrri hringinná aö- eins 38 höggum, sem er mjög góður árangur, og hafnaði hann I ööru sæti eins og áður sagöi, eftir að hafa sigrað Svein Sveinsson, fyrrverandi formann knattspyrnudeildar Fram, i bráöabana... Röp— Bayern pressaði stíft i fyrri hálfleik, en við áttum aftur á móti skyndisóknir. í hálfleik var staö- an 1:0 fyrir þá og I seinni hálfleik tóku æðri máttarvöld leikinn i sinar hendur. Atli Eðvaldsson og félagar töpuðu i gærkvöldi 3:5 fyrir Bayern Munch- en. Þá dundu yfir okkur og 50 þús. manns. sem fylgdust með leikn- um, þrumur og eldingar. og var erfitt aö leika seinni hálfleikinn. Liðin sóttu á báða bóga, þeir komust i 3:1 en okkur tókst aö minnka muninn i 3:2, þeir komust I 4:2 og aftur minnkuöum við muninn, en þeir skoruðu siöan fimmta markiö sitt”. Ertu ánægöur með þina frammistöðu? „Já, ég er alveg sæmilega ánægður, liöiö átti allt sæmilegan leik. Það er ekkert slæmt aö tapa 3:5 fyrir þýsku meisturunum á þeirra heimavelli, að viðstöddum 50 þús. áhorfendum. Við vorum betri i fyrri hálfleik, og ekki hefði verið ósanngjarnt, að það hefði orðið jafntefli 5:5”. röp—. Úrslit I öðrum leikjum ensku Wrexham-Cardiff..........0:1 knattspyrnunnar i gærkvöldi urðu sem hér seegir: Garth Crooks skoraði tvö mörk fyrir Tottenham, en hin tvö skor- 1. DEILD: uðu þeir Glen Hoddle og Steve Arsenal-Southampton.......1:1 Archibald. Coventry-Liverpool .......0:0 Fyrir Crystal Palace skoruðu C.Palace-Tottenham........3:4 Vince Hilaire (rekinn út af f leikn- Everton-Leicester.........1:0 Um), jimmy Cannon og Neil Ipswich-Brighton..........2:0 Smillie. Middlesb.-Leeds ..........3:0 Frank Stapleton skoraði mark Wolves-Man.United.........1:0 Arsenal, en Graham Baker jafn- aði fyrir Dýrlingana. John Wark 2. DEILD: 0g Erjc Gates skoruðu mörk Ips- Bolton-Sheff.Wed..........0:0 wich gegn Brighton. Peter Eastoe Bristol C.-West Ham.......1:1 skoraði sigurmarkið fyrir Grimsby-Preston...........0:0 Everton og þeir Dave Armstrong, Luton-Watford.............1:0 Craig Johnston og Irving Natt- Orient-Cambridge..........3:0 rass skoruöu fyrir Middles- Q.P.R.-Bristol R..........4:0 borugh. Swansea-Shrewsbury........2:1 —SK. KA tryggði sér sæti í 1. deiid KA-menn tryggðu sér endan- lega rétt á að leika i 1. deild aö ári, er þeir sigruðu Fylki á Laugardalsvelli i gærkvöldi 5-2 i 2. deild Islandsmótsins. Það virtist stefna I stórsigur norðanmanna, þvf aö eftir 25. min. leik var staöan oröin 4-0. Fyrsta markið kom á 10 min. Það skoraði Haraldur Haraldsson eftir aukaspyrnu, annaö markiö geröi Óskar Ingimarsson á 20. min. eftir fyrirgjöf og Jóhann Jakobsson bætti þvi þriöja við aö- eins tveimur min. siðar. Óskar var siðan aftur á ferðinni á 25. mln. með góðu marki. Fylkismenn voru hvorki fugl né fiskur i fyrri hálfleik, boltinn gekk mest mótherja á milli og hver vitleysan rak aðra. I upphafi seinni hálfleiks bætti óskar viðfimmta markinu ogvar það meö búinn að skora hina eftirsóttu þrennu. Eftir þetta mark dofanði yfir KA-mönnum en Fylkismönnum tókst ekki að nýta sér það. Það var ekki fyrr en á 8. min. fyrir leikslok, að þeim tókst að skora. óskar Ingimarsson, sem lék sem fremsti maöur i liði KA, var i einni sókn Fylkis kom- inn sem aftasti maður og bjargaði á marklinu meö höndum og Magnús Thedórsson dómari dæmdi umsvifalaust viti. Hilmar Sighvatsson tók vita- spyrnuna, en skaut I slána en Magnús dómari lét endurtaka vi't- ið, þar sem Aðalsteinn mark- vörðurhaföi hreyft sig of fljótt og þá brást Hilmari ekki bogalistin og skoraði af öryggi. Þaö var siðan Kristinn Guö- mundsson, sem skoraöi annaö mark Fylkis rétt fyrir leikslok og lagaði stöðuna dálitið. Eins og áður sagði, þá eru KA mennkomnir i 1. deildásamt Þór, en þessi lið hafa verið yfirburða- lið i 2. deild i sumar. röp—. lcelandlc open hefst á tdstudaginn Opna íslenska meistaramótið i golfi verður haldið á Nesvellinum 22.-24. ágúst. Það hefst kl. 13 á föstudaginn með 18 holu höggleik. A laugardaginn heldur mótið siðan áfram, en þá verður smá- breyting á, þannig aö skilyrði til áframhalds I mótinu er að hafa leikiö daginn áður á SSS-vallar + 18höggumeöa betur eða aðvera i 32. sæti eða ofar. Arangur á föstudag ræöur rás- röö, þannig að þeir bestu skulu ræstir fyrst. Ræst veröur i þriggja manna hollum. Eftir hádegi á laugardag hefst siðan holukeppni og eiga 32 bestu úr 36 holu höggleiknum rétt á þátttöku. Undanúrslit fara siðan fram fyrir hádegi á sunnudag og úr- slitakeppnin verður eftir hádegið. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, eru beðnir að hafa samband við Nesklúbbinn fyrir fimmtudags- kvöld. röp—. Frank Stapleton skoraði fyrir Arsenal I gærkvöldi. UMFN enn án hiálfara „Það hefur litið skeö hjá okkur. Við erum enn þjálfaralausir og erum aö leita fyrir okkur að is- lenskum þjálfara, sem getur tek- ið liöið að sér”, sagði Gunnar Þorvaröarson, leikmaður með Njarövikikörfuknattleik, erVisir raeddi við hahn í gærkvöldi. Gunnar sagöi ennfremur, að þeir hefðu talað við Einar Bolla- son, landsliösþjálfara, um að taka þá I þjálfun, en þvi miður þá hefði hann ekki séð sér fært að verða viö þeirri beiðni. Enn væri þvi ekki komið á hreint með þjálfaramálin, en það ætti að skýrst um mánaöamótin, hver yrði þjálfari, en þeir Njarö- vikingar hafa von um aö ráða Is- lenskan þjálfara. —röp. Toppliöin I ensku knattspyrn- unni frá I fyrra, Liverpool og Manchester United, fóru illa út úr leikjum sinum I ensku knatt- spyrnunni f gærkvöldi. Liverpool lék gegn Coventry á útivelli og náði aðeins marka- lausu jafntefli. Man. Utd. lék gegn Wolves á útivelli og sigruðu Úlfarnir með einu marki gegn engu og skoraði George Berry sigurmarkið. I liði United í gær- kvöldi vantaöi fjóra af fasta- mönnum liðsins, þá Joe Jordan, Gordon McQueen, Ray Wilkins og markvöröinn Garry Bailey. Eric Gates skoraöi glæsilegt mark fyrir Ipswich gegn Brighton i gærkvöldi. Enska knattspyrnan í gærkvöidi: HUN. UTD. M UVER- P00L T0POOO STIBUM Bayern Minchen besi ' heimi” - Atll Eðvaldsson og iðagar hjá Borussia Dortmund löpuðu í gærkvöidi lyrir v-hýsku meisturunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.